Ísafold - 24.07.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.07.1901, Blaðsíða 2
198 legt til að ná staðfesting og bygði pað ekki að eins á boðskap konungs, held- ur og því, er íslandsráðgjafinn hefir sagt. í boðskap konungs er sagt, að ekki muni verða synjað um breytta stjórn- arskipun í þeirri mynd, sem stjórnin hefir lýst aðgengilega. fín hver er sú breytta skipan? Frumvarp þingm. Vestm. frá 1897. í ráðgjafabréfinu 1899 er og sagt, hverjar breytingar stjórnin geti aðhylst. Samkvæmt þvf bréfi eru einkum tvö atriði frumvarps- ins staðfesting til fyrirstöðu: Úr 3. gr. stskr. só kipt burt orðunum xfyrir sitt leyti«; og 61. gr. haldíð óbreyttri. Auk þess sé ákvæðið um að ráðgj. megi ekki hafa annað ráðgjafaembætti á hendi og eigi að skílja og tala ís- lenzka tungu. Stjórnin telur það koma í bága við rétt konungs til að velja sér ráðgjafa. Hún telur það ó- hentugt, af því að nauðsynlegt kunni að vera að setja Islandsráðgjafa til bráðabirgða og eins hitt að fela hon- um um stundarsakir önnur ráðgjafa- embætti. Og hún telur það óþarft að kveða á um íslenzku-kunnáttu hans, af því að alt af hefir verið til þess ætlast, að ráðgjafinn yrói Isl., og auk þess geti þingið farið að fetta fingur út í, að hann kunni ekki svo vel Í3- lenzku, sem æskilegt sé. Af þessum ástæðum hefir landsh. umboð til að lýsa yfir því, að frv. mundi ekki verða staðfest óbreytt. Auk þess vill ráðgj. hafa einhverja trygging fyrir að hið breytta fyrir- komulag geti orðið til nokkurrar fram- búðar, en fyrir því sé engin trygging önnur en sú, að það fái fylgi mikils meiri hluta þjóðarinnar. Væri svo, væri meiri von um staðfesting. Landsh. ræður þeim, sem ant sé um að vér fáum sérstakan ráðgjafa, er mæti á alþingi, sem sé mikilsverð réttarbót, til þess að gera frv. svo úr garði, að von sé um staðfesting. Stjórnín er ekki mótfallin því, að kosningarréttur verði rýmkaður, né heldur breyting á skipun efri deildar svo lagaðri, að sameinað þing kysi 14 menn í hana. Veit ekki, hvað framsm. hefir fyrir sér í því, að konungur mundi skifta um ráðgjafa, ef ráðgj. réði honum frá staðfesting, og trúir því ekki, að svo muni fara. Breytingar minni hlutans mundu ekki bæta úr skák, heldur koma enn rneira í bága við samningagrundvöll- inn. En það gerir ekki mikið til, þar sem frv. meiri hlutans mundi ekki heldur verða staðfest. Hannes Hafstein (frsm. minni hlut- ans): Aðalástæða meiri hlutans er sú, eftir því sem framsm. hans sagði, að tefla ekki á tvær hættur, en landsh. hefir nú lýst því yfir skýrt, að frv. hans fær ekki staðfesting. Nú getur engin hætta verið að taka upp tillög- ur minni hlutans vegna tvísýnunnar, og hið eina rétta hlýtur að vera nú, að sýna, hvað við getum verið ánægð- ir með. Stjórnarskrárbreyting meiri hlutans er ekki þess verð að‘ farið sé að að hefja baráttu fyrir henni gegn vilja stjórnarinnar. Ákvæðið um að ráðgjafinn skuli tala og rita íslenzku gæti girt fyrir það að hann kæm- ist á þingið; hann gæti afsakað sig með því, að hann hefði engan getað sett í sinn stað, meðan hann er áþingi; og þar sem meiri hl. talar um í álití sínu, að þar sé ekki átt við millibils- ráðgjafa, þá veit enginn, hve lengi sá millibilsráðgj. yrði látinn vera í em- bættinu. Annaðhvort er að fresta málinu eða segja satt og rétt um það, hvers þjóð- in þarfnast og hvað sé það minsta, sem hún geti gert sig ánægða með. Mikið ólán mundí stafa af frumv. meiri hl., ef núkæmi að völdum stjórn, sem liti öðru vísí á mál okkar en stjórnin, sem nú er. Eins og landsh. hafi sagt, geri stjórnin það að skilyrði, að Islendingar séu ánægðir með breyt- inguna. Engin stjórn mundi heldur hafa ánægju af að vera alt af að breyta stjórnarskrá landsins. |>að er ekkert ástæðulaust hjal að halda að vinstrimenu hafi aðrar skoð- anir á vorum málum en hægrimenn um ríkisráðsetu ráðgjafans. Berg sýndi það 1874 og sömu skoðanir eru lifandi í flokkinum enn í dag. j?eir, sem svona líta á, geta ekkí verið mótsnún- ir hérlendri búsetu ráðgjafans. Sumir séu þeir, sem telji stjórnar- fyrirkomulag minni hlutansóhagkvæmt. En ræðum. finst fyrirmælin skýr. Engin hætta á að Kbafnarráðgjafinn yrði ofjarl hins, því að þeim sé báð- um verksvið markað. Eeykjavíkur- ráðgjafinn mundi skrifa hér á landi undir það, sem hann getur ekki flutt fyrir konungi, og Khafnarráðgjafinn svo flytja það; hann mundi ekki hafa meiri áhrif á konung í þeim málum, er Rvíkurráðgjafinn sendi, en bver ann- ar, sem við konung fengi að tala. Ráðgjafaumboðið er tekið úr norsku grund vallarlögunum. Hér er ekki gengið út fyrir samn- ingagrundvöllinn, ef hann er sá að skerða ekki rlkiseiningunn nó drott- invald konungs. Ræðum. lýsir það ósatt, að 10 manna frv. hafi verið lagt út eftir döusku upp- kasti. |>ó að fyrirkomulag minni hlutans kunni að vera í einhverjum atriðum ófullnægjandi, mætd 3emja við stjórn- ina um lagfæringar. Bezt væri að ráða raálinu ekki til lykta nú, en velja full- trúa til að leita samkomulags milli þinga við stjórnina og leggja svo ár- angurinn fyrir næsta þing. Guðl. Guðmundsson: Öllum þessum atriðum, sem landsh. nefndi, er svo farið að þau koma ekkert í bága við yfir- lýsingar alríkisstjórnarinnar— eingöngu um það að tefla, að vor stjórn telur þau ekki haganleg. f>á ættum vér ekki að eiga við neinn ofjarl að etja. I slíkum ágreiningsatriðum hlýtur hver stjórn að víkja fyrir þingi; það er jafn- vel viðurkent í Danmörku. Á þeim skilningi voru bygð ummæli ræðum. um konung og væntanleg ráðgjafa- skifti. Stjórn vor hefir fullkomna heimild til að slaka til við oss í öllum þessum atriðum og það er siðferðisleg skylda hennar. þetta er engin von- laus barátta, heldur miklar líkur til að stjórnin sannfærist um, að ágrein- ingsatriðin séu bæði meinlaus og nauð- synleg. Hér er ekki að ræða um neina gagngerða endurskoðun. Stefnuskráin var búin til 1895. Nú er verið að reyna að koma í verklega framkvæmd þeim atriðum, sem unt er. Valtýr Guðmundsson: í boðskap konungs stendur meira en landsh. hefir tekið fram og hann er í fullu samræmi við ráðgj.br. 1899. Landsh. hefir áður haft þann skilning á ráð- gj.br. að meira sé í boði en tilboðið frá 1897. En nú er hann búinn að fá nýjan skilning. Um 61. gr. sé það að segja, að stjórnin hafi krafistþess, að henni yrði breytt og krefjist þess sjálfsagt enn. Stjórnin reyni eðlílega svo lengi, sem hún geti, að halda sinni sl?oðun að þinginu. En alt annað mál só það, hvort hún láti slíkt standa fynr stað- festing. Og ræðum. leggur meira upp úr orði konungs í boðskapnum en munnlegum skilaboðum. Undarlegt þykir ræðum., að landsh. skuli ekki hafa skýrt nefndinni frá þessum agnúum og engar breytingar- tillögur gert; það sé þó hver stjórn vön að gera, sem vilji vera í samvinnu við þingið um löggjöf landsins. Af þessu verði maður að ráða, að stjórn- inni 8é ekki mikið kappsmál að ágrein- ingsákvæðin falli burt. Ræðum. trúir því ekki, að stjórnin í Danmörk færi að heimta af okkur mikinn meiri hluta. Hún láti sér sjálf nægja eins atkvæðis mun í lands- þinginu og örsmáan minni hluta í fólksþinginu. Á brezka þinginu hafi annars verið samþykt með eins atkvæð- is mun ein mesta réttarbót síðustu aldar, 1832, og þar séu þó eitthvað 600 atkvæði alls. Minni hl. segir, að engin hætta sé að taka upp í frv. íyrirmæli, sem öll- um þorra þjóðarinnar geðjist að. En meira hluta þjóðarinnar mundi alls ekki geðjast að breytingartill. minni hl., því að þær eru til stórskemda og vafasamt, hvort þær væru nokkuru betri en fyrirkomulagið, sem nú er. Fyrirkomulagið er óhugsandi, eins og landsh. hefir tekið fram í bréfi sínu til stjórnarinnar. Og þó að það væri hugsanlegt, væri það skaðlegt að fá ráðgjafa, sem efeki væri annað en landshöfðingi með ráðgjafanafnbót. Khafnarráðgjafinn ætti stöðugt kost á að gera konungi skiljanlegar sínar á- stæður, en Rvíkurráðgjafinn ekki. Ekkert vit er í að taka ráðgjafaum- boðið upp úr .grvl. Norðmanna. þar er ábyrgðin ekki bundin við undir- Skriftina, eins og hún er í Danmörku samkv. 13. gr. grvl. dönsku. Og dönskum grvl. verða ráðgjafar í dönsku ríkisráði að lúta, meðan þeir eru þar. Nefndarálit meiri hlutans gefur lög- skýring um bráðabirgðaráðgjafa, að hann þurfi ekki að fullnægja sömu skilyrðum sem fastur ráðgjafi. En frv. meira hl. er einmitt að afstýra því að slíkur bráðabirgðaráðgjafi geti verið til langframa. Varla mundi koma fyrir, að Islandsráðgjafanum yrði falin störf annarra ráðgjafa; til þess eru nógir aðrir. Engin hætta geti verið að samþykkja frv. meiri hlutans. Koraist vinstri- menn að, áður en staðfesting færi fram, og vilji þeir vera eitthvað rífari í boðum, geta þeir lagt annað frv. fyrir þingið. Ræðum. þykist nokkuð kunnugur horfunum í Danmörk, og telur, að ekki geti hjá því farið að frv. öðlist staðfesting. það fer vitaskuld lengra en stjórninni er geðfelt, en af því leiðir ekki sjálfsögð staðfestingarsynj- un. Stjórnin í Danmörk er ekki óbif- anleg; það sýnir viðureign hennar við danska þingið. Og í slíku máli sem þessu verður hún að láta undan, ef þingið heldur einbeitt fram sínu máli. Landshöfðingi kvaðst hafa getað fengið réttari skilning á ráðgjafabréf- inu síðan á síðasta þingi. V. G. hafi ekki heldur getið þess að neinu, sem hann hafi sagt í efri deild 1899. Nú- verandi ráðgjafi hafi skýrt tekið fram við sig, að þessi ákvæði, sem hann hafi nefnt, mundu valda staðfesdngar- synjun og það sé mest að marka. V. G. hafi furðað sig á, að landsh. hafi ekki komið með breytingartillögur. Stjórnin sé ekki vön að gera breyting- artillögur við frv. einstakra þingmanna, nema henni sé hugarhaldið um málið. Og núverandi ráðgjafa sé ekki hugar- haldið um neinar breytingar á stjórn- arskránni, og mundi aldrei hafa gert kost á þeim, ef hann hefði ekki talið sór skylt að standa við tilboð fyrir- rennara sinna. Umræðurnar urðu nokkuð lengri (framsögumennirnir, Hannes þorsteins son, Lárus Bjarnason og Pétur Jóns- son). ísafold hefir ekki rúm fyrir meira af þeim, enda kjarninn kominn í þeim ræðum, sem hér eru prentaðar í ágripi. Að eins skal þess getið, að framsögumaður minni hlutans fann sig knúðan til að taka það skýrt fram, að H. |>. hefði talað fyrir sína eigin hönd og að enginn annar en bann bæri á- byrgð á því, sem hann hefði sagt. Síldarhlaup allmikið kom á Eyrar- bakka í fyrra dag; fengust 2000 pund i einum drætti þá. Gufub. »Oddur«, hér staddur, brá við austur i dag, með stóra síldarvörpu. Sama greindin er enn hjáafturhaldsmálgagninu sem að undanförnu. í síðasta blaði ísafoldar stóð eftir- farandi málsgrein: »8é ráðgjafanum á annað borð svo farið, að hann geti ekki kynst högum og þörfum Islendinga, þó að hann skilji og tali íslenzka tungu, þó að hann eigi kost á að lesa það alt, sem prentað er á tungu þjóðarinnar, þó að hann eigi kost á að ferðast hér um land, þegar aðrar embættisannir banna það ekki, og tala við hvern íslending, sem honum sýnist, og þó að hann eigi að sitja á alþingi, taka með fulltrúum þjóðarinnar þátt í öll- um þeim málum, sem þar eru til um- ræðu og úrslita, þá er hann einhvern veginn svo gerður, að engin von er til þess, að hann verði kunnugur landshögum og þjóðarþörfum með því að eiga heima hér í Reykjavík«. þetta skilur ritstjóri afturhaldsmál- gagnsins svo, sem Isafold haldi því fram »í fúlustu alvöru, að ráðgjafi bú- settur hér hljóti að verða einhvern veginn svo gerður, að engin von sétil þess, að hann verði kunnugur lands- högum og þjóðar-þörfum með því að eiga heima hér í Rvík«. Ekki er furða þó að hrollur fari um flokksbræður hans á þingi, þegar hann tekur til máls og að framsögu- maður hans leggi mönnum ríkt á hjarta að láta engan annan bera á- byrgð á vitleysunum, sem hann er þar að fara með, þegar gáfurnar eru svo tregar, að hann skilur ekki jafn- einfalt mál og ofanprentuð Isafoldar- klausa er. Botnvörpunga-ósóminn gengur nú fjöllunum hærra. Botn- vörpuskipin liggja hér á höfninni, hvort sem nokkuð er að veðri eða ekki, og sækja þorskfarma út í flóann fyrir bæjarmenn, þá sem hafa vilja sig til slíkra viðskifta, og hafa menn alment fyrir satt, að enski konsúllinn sjálf- ur sé einn í þeirra tölu. Meira legst nú ekki fyrir kappann þann. Við hefir borið, að botnvörpukóngarnir íslenzku hafa skilið við enska botnvörpukap- teina fulla hér í veitingahúsum og brugðið sér sjálfir út í flóa með skip þeirra til fiskifanga í sínar þarfir. Svifferjan á Lagarfljóti hjá Steinsvaði, sem landssjóður lætur gera, er í jafngóðum höndum sem Lagarfljótsbrúin, enda hefir sama félag í Khöfu tekið hana að sér. Við hana hefir líka orðið að hætta á þessu sumri. Treyst hafði verið á, að þar væri nóg grjót við hendina, en svo er ekki, nema þá að "steinninn sé steyptur, sem þykir of dýrt, og illkleift eða ókleift að flytja að grjót netna í akfseri á vetrum. Um íjárkláöalöggjöf nýja samþykti amtsráð Austuramtsins á fundi sínum 17. þ. mán. það sem hér segir: •Amtsráðinu höfðu borist fregnir um, að stjórnin hefði lagt fyrir alþiugi frumvarp til laga um fjárkláðann, og hafði amtsráðið frumvarpið fy«r sér til athugunar. Amtsráðið hefir fyrir- farandi varið raiklu fé (10—20 þúg. kr.) til útrýmingar fjárkláðanum, og eftir reynslu, sem það hefir fengið, 4eru ákvæði frumvarpsins mjög hag- feld. Amtsráðið leyfir sér því, að beina þeirri áskorun til allra alþingis- manna í Austuramtinu, að styðja frum-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.