Ísafold - 14.08.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.08.1901, Blaðsíða 1
Kermir út ýmist einn sinni eða tvisv. í vikn Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram) ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVni. árg Reykjavík miðvikudaginn 14. ágúst 1901. 56. blað. I. 0 0. F. 838I6S Forngripas. opið md., mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafh opið hvern virkan dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. tii átlána. Okeypislækning á spitalsnum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar k. 11-1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Svems- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Stjórnarbótin. Stjörnarskrárbreyt- ingin var samþykt i gær við 3, umr. i efri deild og þar með afgreidd frá þinginu. Svo langt er þá komið áleiðis ! J>rátt fyrir megnustu og ofsafylstu mótspyrnu frá öllum afturhaldsöflum í landinu, valdafíkinní skriffinsku, mentunarsnauðri framfarahræðslu, rót- gróinni tortrygni og alls konar heimsku, hefir alþingi nó borið gæíu til að samþykkja stjórnarskrárbreytingu, sem að öðru leytinu er til svo auðsærra umbóta, að jafnvel andstæðingar henn- ar á þingi hafa boðist til að sam- þykkja hana, svo framarlega sem ekki sé kostur á gagngerðari breytingum, en að hinu leytinu svo hófleg, að vissa er fyrir því, að stjórnin er ekki ófús á að ganga að henni. Slíkt afreksverk hefir löggjafarþingi þjóðarinnar ekki auðnast að vinna, síðan er það var endurreist. Slík fagnaðartíðindi hafa ekki bor- ist einlægum framfaramönnum hér á landi, síðan er fregnin kom um það, að íslendingar hefðu fengið stjórnar- skrá. Nú ríður á því, að stjórnarbótar- flokkurinn fari vel, stillilega og hóflega með þennan mikla sigur sinn. Vitanlega getur flokkurinn fengíð framgengt þeim réttarbótum, sem hann fer nú fram á. Og vitanlega væri stórmikið við það unnið. Allmikil líkindi eru jafnvel til þess, að vand- fundið sé, þegar alls er gætt, stjórn- arfyrirkomulag, sem í raun og veru sé oss hagfeldara, eins og bag þjóðar vorrar er farið um þessar mundir. Sé það af hálfu stjórnar og þjóðar notað dyggilega og hyggilega, fái. það að njóta sín undir forystu framkvæmd- arsamra og gætinna manna, þá stend- ur það fráleitt þrifum þjóðar vorrar fyr- ir þroska fyrst um sinn. f>að tryggir þjóðinni samvinnu við stjórn sína. það leggur mikil völd í hendur lög- gjafarþingsins. Og það er frámuna- lega kostnaðarlítið fyrir þessa fámennu og fátæku þjóð. Alt eru þetta stór- kostir, sem hin mesta fásinna væri að líta smáum augum á. Bn að hinu leytinu má ekki missa sjónar á þeim ómótmælanlega og í sjálfu sér gleðilega saunleika, að hug- ir þjóðar vorrar hafa um langan aldur stefnt að hærra takmarki í stjórnmál- um en því, er hér er fram á farið. Alinnlend stjórn er takmarkið. Og það er virðulegt takmark fyrír sér- hverja menningarþjóð, sjálfsagt tak- mark fyrir þjóð, sem á aðra eins sögu' að baki sér eins og vér eigum. Fyr en því takmarki er náð, mun þjóð vor ávalt eiga eitt skeiðið' ófarið í stjórnarmáli sínu. Menn kann að greina og greinir vafalaust á um það, h v e n æ r oss sé hagfelt að taka síð- asta sprettinn. Bn hitt verður íslend- ingum naumast að ágreiningsefni, að þá fyrst sé alt skeiðið á enda runnið í þessu máli, er vér höfum náð því tákmarki, sem hér hefir verið á minst. Og nó, þegar komin er að völdum í Danmörku stjórn, sem menn hafa ástæðu til að gera sór von um að muni vilja líta góðvildaraugum á vilja þjóðarinnar og taka hann til greina að svo miklu leyti, sem hón telur skynsamlegt og sér sór fært, má bú- ast við því, að áhugi margra manna á alinnlendri stjórn og óskir um hana muni lifna af nýju. Sá áhugi hefir dofnað með þjóðinni, síðan er útséð varð um það, að sá stjórnmálaflokk- ur, er ráðið hefir lögum og lofum í Danmörku undanfarin ár, væri fáan- legur til að veita þeim óskum nokk- ura áheyrn. í stað þess að blása að þeim kolunum hafa hygnir menn hér á landi á síðustu árum lagt alt kapp á að vinna að því, að þjóðin fái þær réttarbætur, sem nokkur kostur hefir verið á að fá. Eins og á hefir staðið, hefir alt annað verið fávizka ein og glapræði. Og nó má ómótmælanlega líta svo á, sem þeir hafi unnið algerð- an sigur. En að minsta kosti hálfum þeim sigri er glatað, svo framarlega sem Ó8kum þjóðarinnar, eða nokkurs hluta hennar, um alinnlenda stjórn verður á engan hátt sint, áður en stjórnar- skrármálinu verður ráðið til lykta af þingi og stjórn á næstu árum. Viðkvæðið verður þá, að vér hefð- um getað fengið m e i r a — og það ekki sízt hjá þeim, sem ekki hafa nokkura hugmynd um, hvað þetta »meira« hefði átt að vera. Stjórnarbótarflokkurinn á því hér sjálfsagt verk af hendi inna — að leita samninga við stjórnina um þær frekari réttarbætur, sem kunna að vera fáanlegar. Samþykt stjórnarskrármálsins á al- þingi í sumar á alls ekki að hafa þá merkingu í sér fólgna, að hór skuli að sjálfsögðu staðar numið. Sé stjórnin með nokkuru móti fáanleg til að halda lengra, þá ætti ekki að standa á stjórnarbótarflokkinum hér á landi og mun ekki á honum standa. Vitaskuld afneitar flokkurinn, eins og víst annars allir menn, sem nokk- urt skyn bera á málið, annari eins stjórnarómynd og þeirri, sem aftur- haldsliðið hefir verið með á þingi í sumar. Blokkurinn lætur ekkiblekkj- ast af öðrum eins reyk og þeim, að slfkt sé »innlend stjórn«, »heimastjórn« og þar fram eftir götunum. Bn hinu dettur oss ekki í hug að neita, að finna megi með góðum og einlægum vilja það fyrirkomulag á innlendri stjórn, sem vel væri aðgengilegt fyrir oss, ef vér þykjumst færir um að leggja út í kostnaðinn, sem af því leiðir. því að það verðum vér að hafa hugfast, ef nokkurt vit á að vera í stjórnmálaráðagjörðum vorum, að al- innlend stjórn yrði oss kostnaðarsöm. Vér verðum að læra að hugsa og tala um það atriði með stiDingu og skyn- semd, en ekki ópum og óhljóðum, eins og nú tíðkast. Stjórnin verður aldrei alinnlend fyr en vér fáum staðfestingarvaldið inn í landið — Iandstjóra eða jarl með ráðgjöfum, eins og benedizkan og miðl- unin frá 1889 gerðu ráð fyrir. Allar millileiðir milli þess fyrirkomulags og stjórnarfyrirkomulagsins, sem nú hefir verið samþykt á alþingi, eru áreiðan- lega ófærar. Viljum vór eitthvað »meira« en þetta, sem nú hefir verið samþykt, h 1 j ó t u m vér að taka þá kostnaðarsömu og alinnJendu stjórn, sem barist var fyrir fram að 1895 á einn eða annan hátt. Bn þá er nú fyrst það vafaatriðið, hvort vinstrimannastjórn í Danmörku vill ganga að Slíkri breytingu. Vér höfum fyrir vort leyti alls enga von um það. Einmitt af því, að engin líkindi eru, því síður nokkur trygging, fyrir því, að vinstrimannastjórn í Dan- mörku væri fáanleg til að setja hér á laggirnar alinnlent stjórnarbákn, þá innlenda stjórn með öðrum orðum, sem nokkurt vit væri fyrir oss að líta við, — meira að segja alls engin vissa fyrir því, að hún hafi ekki til- hneiging til að draga málið á langinn, né heldur fyrir hinu, að hún verði mörg ár við völdin, þá hefði verið allsendis ófyrirgefanleg fásinna af al- þingi í aumar að láta undir höfuð leggjast að tryggja sér með frumvarpi þær réttarkröfur, sem nú eru fáanleg- ar, og knýja stjórnina til að byrja samninga við oss tafarlaust. En óhugsandi er það ekki, að stjórnin sé fáanleg til þessarar gagn- gerðu breytiagar. þess vegna er sjálfsögð skylda að fá fulla vitneskju um það atriði. Skyldi nú svo fara, þvert á móti öllum líkindum og öllum fregnum, sem vérhöfum af vinstrimönnum, að alinn- lend stjórn aé fáanleg, þá kemur til þjóðarinnar kasta að ráða við sig, hvort hún vill þá sæta því boði og leggja á sig þær byrðar, sem þvi hljóta að vera samfara. Allir þjóðræknir, skynsamir og gætn- ir menn á landinu yrðu þá að leggja kapp á, að þjóðin fengi næði tíl að í- huga það mál stillilega og ástríðulaust fram að næstu kosningum, Sem stendur er óhætt að fullyrða, að þjóð- in hefir alls ekki ráðið það mál við sig. En yrði niðurstaðan sú, aðþjóð- in hafi djörfung til að leggja út í ann- að eins og binda sér slíkar byrðar, þá liggur það í hlutarins eðli, að fram- faraflokkurinn hér á Iandi reynir ekki að aftra henni. Nú reynir því meira á stillingu og viturleik stjórnarbótarflokksins en nokkuru sinni áður. Yér berum eng- an kvíðboða fyrir, að honum muni ekki auðnast að stýra fram hjá skerj- unum. En fyrsoa skilyrðið fyrir því er það, að hann geri sér leiðirnar ljósar. I»jóðhátíð Borgfirðinga stóð sunnu- daginn 4. ágúst á Hvítárliökkum. Athöfnin hófst með guðsþjónustu og prédikaði Jón prófastur Sveinsson á Akranesi; voru við um 2000 manna. Minni skyldu haldin fyrir íslandi, alþingi og héraðinu, og voru þau flutt af Jóhanni hónda Eyólfssyni í Sveina- tungu, síra Jóhanni Þorsteinssyni í Stafholti og lektor Þórhalii Bjarnarsyni. Veðreiðar, lúðrasöngur og fleira var til skemtunar um daginn og loks dansað. Samkomustaðurinn var einkar-smekklega prýddur. Engar á- fengisveitingar. Póstgufuskipið Ceres lagði á stað austur um land og norðnr 9. þ. m. með strjáling af farþegum. Veðrátta. Norðanátt snörp og ein- dregin hófst aðfaranótt 9. þ. m. og stóð fram nm helgina. Stórrigning aftur i gær og i dag. Þilskipaaili. Með fyrirtaksafla hafa þilskip komið inn liingað fyrri viku, um og yfir 30,000 úr siðustu (fárra vikna) úti- vist; einn, Þofsteinn skipstj. Þorsteinsson í Bakkabúð, yfir 40,000. Geðveikrastofnun. Ejárlaganefndin i Nd. flytur að undirlagi læknaskólakand. Chr. Schierbecks frumvarp um heimild fyrir landsstjórnina til að láta i té eina af jarð- eignnm landssjóðs til leigulausra afnota fyrir geðveikrastofnun. Sömul. nm leyfi fyrir 10 þús. kr. fjárgreiðslu úr landssjóði á ári til kostnaðar við rekstur stofnuna innar, gegn þvi, að meðgjöf með sjúkling- um renni i landssjóð.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.