Ísafold - 14.08.1901, Blaðsíða 3
228
neitt, neraa meir en helmingur þingmanna
eé á fundi og greiði þar atkvœði.
12. gr. (2. ákv. um stundareakir).
£>ungað til lög þau, er getið er um í
2. gr. (3. gr. stj.skr.), koma út, skal hæsti-
réttur ríkisins dæma mál þau, er alþingi
höfðar á hendur ráðgjafanum fyrir Island
út af emhættisrekstri hans, eftir þeim mál-
færslureglum, sem gilda við téðau rétt.
Ráðaneytisbreytingin
clanska.
Eins og nærvi má geta, var ráðaney tis-
breytingin aðalumræðuefni danskra
blaða fyrstu dagana eftir er hún komst
í framkvæmd.
Yér prentum hér kafla úr rit-
stjóruargrein í aðalmálgagni núverandi
stjórnarflokksins, »Politíken«, 24. júlí
síðastl.
•frjátíu ára baráttu er nú lokið á
þann hátt, að frjálslyndar hugsjónir og
lýðstjórnar-skoðanir hafa unnið sigur.
Fyrir sigrinum verður ekki gerð grein
með neinu einstöku orðatiltæki, svo
sem að nú hafi sjálfstjórnarhugmynd-
in komist í framkvæmd, þingræðinu
sé borgið, vald fólksþingsins sé viður-
kent, yfirráð landsþingsins séu brotin
á bak aftur; slík ummæli lýsa ekki til
fulls sögulegu mikilvægi hins nýja ráða-
neytis. því væri jafnvel ekki lýst til
fulls, þó að sagt væri, að stjórnarskip-
uninni só nú aftur konaið í rótt horf,
því að hún nýtur sín ekki til fulls,
eins og hún á að njóta sín í stjórn-
frjálsu landi, fyr en komnir eru upp
tveir stjórnmálaflokkar, sem að sjálf-
sögðu taka við völdunum hvor af öðr-
um, eftir því hvorum mönnunum þjóð-
in hefir traust á í það og það skiftið.
Nei, þetta, að þessi mikla stjórn-
málabylting er nú loksins komin i
framkvæmd í landinu, táknar, mun
tákna og á að tákna nýjan tíma, nýj-
an anda. f>egar öldur baráttunnar
risu hæst fyrir mörgum árum og
Estrup með fylgisveit sinni bauð byrg-
inn með mestum ofsa og smánaði ó-
sleitilegast stjórnmála-siðgæði og borg-
arlega réttlætistilfinningu, þá sagði sá
maður, sem hefir verið ritstjóri þessa
blaðs frá því, er það var stofnað og
þangað til nú, að ekki væri mikils um
það vert, hvort Estrup væri við völd-
in langa stund eða skamma, og það
jafnvel þótt hann væri við völdín fram
á næstu öld; aðalatriðið væri það, að
þegar hann loksins færi frá, þá væri
þjóðin í Danmörk orðin önnur en hún
hefir verið, þegar hann tók við yfirráð
unum.
Önnur þjóð í Danmörku — það er
þetta, sem þrjátíu ára baráttan hefir
skapað: sveitalýður, sem hefir ákveð-
ið takmark í fjárhagsmálum og stjórn-
málum, með sívaxaDdi valdi; öflugur
erfiðismannaflokkur með félagsskap,
sem neytt hefir ríkið og vinnuveitend-
ur til að viðurkenna sig, jafnvel und-
ir afturhaldsstjórn hægrimanna; og
loks er það, sem ekki er minst um
vert, að borgalýðurinn er leystur úr
læðingi, Kaupmannahafnarbúar orðnir
vinstrimenn —-------------
RáíSaneytið hefir öflugan stuðning í
fólksþinginu, enda tekið úr meiri hluta
þess. Hœgrimenn hafa beðið algerðan
ósigur og eru á tvístringu; núfyrstgeta
þeir farið að koma skipun á lið sitt aft-
ur. Af mörgum ástæðum verður ekki
búist við rmkilli mótspyrnu af hálfu
landsþingsins, meðal ^inars vegna þess,
að fyrir vánhyggju hægrimanna ‘táknar
ráðaneyti vinstrimanna einmitt ósigur
landsþingsins: ráðaneytin, sem þaðþing
studdi,urðu smámsaman veikari og veik-
ari, þanguð til þau urðu að engu.
Ráðaneytið er því óvenju-öflugt, hvert
sem litið er. En það tekur við stjórn-
inni á örðugum tímum, eftir margra
ára stjórnarólag, og rfkissjóður er tæmd-
ur. Ráðaneytið á mikið verk fyrir hönd-
um; taka þarf í taumana andspænis
mönnum og margvíslegu háttalagi, koma
skipulagi á margt og setja n/ lög, út-
vega peninga ogsparafó; umboðsstjóru-
in á $8 eflast og skriffiuskan bælast nið-
ur; mikilsverð löggjafarmál, skattalög,
róttarfarslög, skólalog o. s. frv., eiga að
komast í framkvæmd. Með öðrum orð-
um, ráðaneytið á fyrir sér örðugt og
víðtækt starf, og kröfurnar til þess og
vonirnar um það eru jafnmiklar. En
það liggur í augum uppi, að stjóruin,
sem tekur við völdunum á elleftu stundu
— tveim mánuðum áður eti ríkisþing-
ið verður sett — á heimting á því að
vinir þess syni því langlundargeð. Róma-
borg var ekki bygð á einum degi, og
n/tt skipulag kemst ekki á á eiuu þingi
né heldur á einu ári<í.
Við sama tón kveður yfirleitt í hlöð-
um vinstrimanna og sósíalista, eindreg-
inn fögnuður út af því að hafa losnað
við stjórn, sem barist hefir gegn marg-
földum meiri hluta þjóðarinnar, og að
hafa fengið stjórn, sem sá mikli meiri
hluti hefir gott traust á. I þeim blöð-
um 6i' það talið einkar-vænlegt fyrir sig-
ursældir ráðaneytisins, að í því eiga sæti
foringjar fyrir hinum /msu sveitum í
liði vinstri manna.
Aftur á móti gera blöð hægrimanna
sér auðsæja von um, að það muni valda
deilum í ráðaneytinu og verða til þess
að veikja það.
Berlingatíðindi eru í átakanlegum
vandræðum. Það blaðhefir, eins og kunn-
ugt er, verið stjórnarinnar sórstaka mál-
gagn og ætlar sér að vera það áfram,
þó að nú sé komin stjórn með þveröf-
ugum skoðunum við það er áður hefir
verið fram haldið í blaðinu. Þess vegna
eru hreyfingarnar nokkuð kynlegar, þeg-
ar það er að synda milli skerjanna og
varast að reka sig hvergi á — þorir í
raun og veru ekkert að segja annað en
1/sa yfir ást sinni á konunginum og
ættjörðunni.
Milliþinganefnd
í
fátækramálum.
IJáðar deildir alþingis hafa samþykt
svo felda þingsályktun:
1. Alþingi ályktar að skora á lands-
stjórnina að skipa 3 manna nefnd
milli þinga til þess:
að safna saman í eina heild fátækra-
og sveitarstjórnarlöggjöf landsins
og endursemja hana með þeim
breytingum, er þurfa þykir;
að láta uppi álit um, hvort eigi
væri heppilegt, að landssjóður
legði ellihrumu alþyðufólki, sem
eigi hefir þegið af sveit, ellistyrk
til móts við og í sambandi við
styrktarsjóði handa alþ/ðufólki;
að láta uppi tillögur um, hvort eigi
muni ráðlegt, að landssjóður
styðji að stofnun ábyrgðarsjóðs,
• er veitir alþ/ðumönnum tækifæri
til að tryggja sér ellistyrk.
Frumvörp og tillögur nefndarinn-
ar um þessi málefni skulu lögð fyrir
alþingi 1903.
2. Alþingi skorar á landsstjórnina, að
leggja fyrir embættismenn og sveit-
arstjórnarvöld landsins, að láta nefnd-
inni í tó allar þær skyrslur og upp-
lysingar, sem þeim er unt og nefnd-
in kynni að óska eftir.
Bankinn. Samþykt var hlutaféiags-
bankafrv. vifJ2.umr.ígæríneðri deild, þetta
frá meiri lil. nefndarinnar (sbr. siðasta bl.),
þrátt fyrir megna mótspyrnu afturhalds-
lið’sins, sem vill fyrir hvern mun halda
uppi heigi landsbankans og aðhyllast held-
ur vonlausar káktilraunir til að efla hann.
Stjóruarbótin á þingri.
Siðasta hriðin.
Hún var samþykt í gær í efri deild
við 3. umr. með 6 atkv. gegn 5. —
Þessir 6 voru hinir sömu og nefndir
voru um daginn að samþ. hefðu frum-
varpið' við 2. umr.
Ekki töluðu aðrir en þeir Guðjón,
til að kvitta íyrir það, sem Kr. J. vék
honum um daginn, og Sigurður Jensson
(gerði grein fyrir atkv. sínu).
Það gerðist og þar að auki, í fundar-
byrjun, að forseti las upp langt skjal
frá afturhaldsliðinu í neðri deild, sem
var heit askorun til efri deildar um
að samþykkja ekki frumvarpið(!); er
þannig vaxin málaleitun líklega eins-
dæmi í sögu löggefandi þinga, og virðist
ásamt fleiru vera þess órækt vitni, að
meira só um kapp en forsjá eða vits-
muni í hóp afturhaldsliða á þingi voru.
Kr. Jónsson hreyfði efa um, hvort
nokkur heimild mundi fyrir því í þing-
sköpunum, að slíkt skjal væri lesið frá
forsetastólnum ; en frekara var ekki við
það gert
Hann sk/rði og um leið frá, að hann
hefði í höndum tilmæli frá hinum flokkn-
um í neðri deild til flokksbræðra þeirra
í efri deild um að láta málið ganga
fram án frekari tafa.
Fyrnefnd áskorun frá afturhaldsliðinu
í neðri deild er að eins ein af mörgum
atrennum, sem það hefir gert í sumar
til þess að koma málinu fyrir kattar-
nef, /mist samkvæmt þingsköpum eða
þingskapalaust, með taumlausum undir-
róðri og blekkingum.
Og nú, eftir að málið er gengið fram,
ber það upp tillögu í neðri deild til
þingsályktunar um, að skora á stjórniua
að gefa e k k i gaum hinu ný-samþykta
frumvarpi, heldur koma með á næsta
þingi öðru vísi lagað frumvarp, helzt
sjálfsagt sem líkast »heimskustjórnar-
frumvarpinu« þeirra sæla.
Með óðrum orðum: þeir vilja láta
déildina verða beint tvísaga — afgreiða
frá sér a sama þingi gagnstæðar lög-
formlegar ályktanir um sama málið !
Það er naumast láandi, þótt margur
maður só fariun að efast um, að for-
ingjar afturhaldsliðsins séu með öllum
mjalla.
Hin ofsalega geðshræring, sem þeir
eru í út af vonbrigðunum um afdrif
málsins á þinginu, virðist hafa svift þá
allri stjórn á sjálfum sér.
Fallin frumvörp. Um stofnun land-
spitala í Reybjavik (nd); nm eftirlaun (ed);
nm afnám gjafsóknarétts embættism. (ed);
um breyting á læknishéraðaskipun — í
Húnav. og Strandas. (nd.); nm að létta ftr-
gjaldi af Prestbakka í Hrútaf.; um að gera
Einholtssókn að brauði sér; um kjörgengi
kvenna; nm hrú á Jökulsá í Axarfirði; um
breyting á bæjargjöldum í Reykjavík; um
hreyting á bæjarstjórnarlögum Isafjarðar-
kaupstaðar, o. fl.
Fjárlögin eru uú húin í neðri deild og
komin i nefnd í efri: Kr. Jónsson (form.),
Magnús Andrésson, Sigurður Jensson, Ei.
ríkur Briein, Guðj. Guðl.
Allar áður taldar (52. tbl.) styrkveiting-
artillögur fjárlaganefndarinnar í neðri d.
voru samþyktar. Sömuleiðis lánveitingatil-
lögur hennar (sjá 53. tbl.), nema um lán
til þurrar sfcipakviar; því var breytt i
30,000 kr. lán »til skipakvíar eða 2 dráttar-
biauta (slip) í Hafnarfirði eða í grend við
Reykjavík*.
Ennfremur var eftir tillögu fjárlaganefnd-
ar veittar 2250 kr. styrknr til að varna
skemdum á Örfirisey, gegn öðru eins úr
hafnarsjóði, og Stefáni kennara Stefánssyni
veittar 1000 kr. til að rannsaka fóður- og
beitijurtir.
Aðrar styrkveitingatillögur féllu flestar.
Þó gekk fram 4000 kr. fjárveiting til bygg-
ingar skólahúss á Blönduós og tvennar 600
kr. handa Halldóri nokkrum Guðmundssyni
i Khöfn til að læra elektroteknik; ennfr.
tvennar 1000 kr, til imglingakenslu í Dala-
sýslu.
Löff frá alþingi.
Loldð nr við þessi frumvörp og þau af-
greidd frá alþingi.
1. Um bann gegn þvi, að flytja vopn og
skotföng ’frá Islandi til Kína.
2. Um útvegun á jörð banda Fjallaþinga-
prestakalli.
3. Um tilhögun á löggæzlu við fiskiveiðar
i Norðursjónum.
4. Um laun sýslumannsins í Suðurmúla-
sýslu (hækkun þeirra upp i 3000 kr.)
5. Um forgangsrétt veðhafa fyrir vöxt-
um.
6. Um manntal í Reykjavik.
7. Um stofnun slökkviliðs á Seyðisfirði.
S. Um bólusetningar.
9. Póstlög.
10. Um undirbúning verðlagsskráa.
11. Yiðankalög um prentsiniðjur.
12. Um breyting á bæjarstjórnartilsk.
fyrir Reykjavik.
13. Um próf í gufuvélafræði við stýri-
mannaskólann í Reykjavik.
14. Um beilbrigðissamþyktir í kaupstöð-
um, kanptúnum og sjóþorpum á Isaúdi.
15. Um skipun sótara i kaupstöðum öðr-
um en Reykjavík.
16. Viðaukalög við lög 31. jan. 1896 um
varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma.
17. Um samþykt á landsreikningnum
1898 og 1899.
18. Fjáraukalög 1818 og 1899.
19. Um sildarnætur.
20. Um greiðslu verkkaups.
21. Um breyting á opnu br. o. fl. um
byggingarnefnd í Reybjavík.
22. Um skifti á jörðinni Vallakoti i
Reykdælahreppi og jörðunni Parti i sama
hreppi.
Slgling. Frithiof (589, Pedersen) i dag
frá Netvcastle með kol til gufuskipafélags-
ins og steinolíu til verzlunar J. P. T. Bryde
og Nýhafnar.
Seglskip »August« frá Dysart með kol
til H. Th. A. Thomsen.
Veðuf*athuganir
i Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson.
1901 ágúst Loftvog millim. Hiti (C.) >- <r r <rt- <1 CD OX C cr 8 Skjmagnl Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Mvd.7.8 745,5 10,0 s i 10 4,4 8,2
2 744,4 10,6 8 i 9
9 743,3 8,7 E i 10
Fd. 8. 8 745,0 9,0 w i 9 5,2 6,8
2 746,5 11,5 wsw i 10
9 748,2 10,7 NNW i 9
Fsd 9. 8 753,0 10,2 NNW 2 4 7,9
2 755,3 11,3 N 3 2
9 758,6 8,6 N 1 2
Ld.10. 8 762,9 9,6 N 1 2 3,1
9 764,7 12,0 NW • 1 5
2 765,5 9,8 ' o 6
Sd.l 1. 8 764,8 9,9 o 6 3,8
9 764,5 13,6 Nw 1 5
2 763,7 10,0 0 3
Md.12.8 761,6 10,7 0 9 5,6
2 760,5 12,8 WNW 1 9
9 759,3 11,6 0 10
Þd.13. 8 753,£ 12,0 NW ; 1 9 9,9
2 750,4 10,4 NW 1 1 10
9 750,9 9,5 ssw 1 101
I heljar greipum.
Frh.
»Hér er nokkuð, sem eg ætla að
láta yður fá«, mælti hanD í hálfum
hljóðum. »f>að getur svo farið, aðvið
verðum bráðum aðskilin, og þess vegna
er jafngott, að við séum nú þegar við
öllu búin«.
»Aðskilin !« át frk. Adams eftir hon-
um veinandi.
»Talið þér ekki svona hátt; mann-
skrattinn hann Mansoor getur vel
komið upp um okkur aftur. Eg vona,
að við þurfum ekki að skilja; en fyr-
ir getur það komið. Við verðum að
búast við öllu því versta. þeirgætu,
til dæmis að taka, tekiðþað tilbragðs
að losa sig við okkur, en halda ykkur«.
það fór hrollur um frk. Adams.
»Hvað á eg að gera? í guðs bæn-