Ísafold - 14.08.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.08.1901, Blaðsíða 2
« 222 Rekstur Laugarnesspítalans. Svar til Þórðar alþingismanns J. Thoroddsen. Alþingismaðurinn úr Keflavík er enn þá að klóra i bakkann, til þess að kom- ast upp úr ófærunni, sem hann hleypti sér í hórna á dögunum út úr holds- veikraspítalanum. Ef hann hefSi tekið í þá vinarhönd, sem eg rótti honum, þá væri hann kom- inn upp úr. Til allrar óhamingju er hann eins og óstýrilátur foli í feni. Hann bröltir óskaplega, rís upp á aftur- fótunum, en sökkur náttúrlega d/pra og dýpra ofan í leðjuna. Enn þá standa þó eyrun upp úr, og því er enn svo- lítil von um það, að eg geti náð honum upp, og eg skal sannarlega bíða með þolinmæði. Eg játaði þaö að vísu í grein minni í næstsíðasta blaði ísafoldar, að sumt af vinnufólkinu fengi hærra kaup en al- ment er; en eg skýrði svo skýrt frá á- stæðunum til þess, að hver og einn hefði átt að geta skilið það: FJilTc, sem þarf að umgangast holdsveika, fæst eigi fyrir sama kaup og annað vinnufólk. AS þvottakonunum undantéknum er kaupgjaldsimmurinn samt ekki svo mik- ill. Vinnukonur hór í bænum fá víöast orðið 60—70 kr. í árskaup, auk gjafa (jóla- gjafa o. s. frv.); það má víst óhættreikna þær um 10 kr. Auk þvottakvennanna og vökukonunnar fá aðrar vinnukonur spítalans 70—80 kr., en auðvitað engar gjafir. Vinnumenn fá ekki allsjaldan hér í bænum og grendinni um 200 kr. í kaup, þegar öil kurl koma til grafar. Þ. Th. segir nu, að það só »vitanlegt, að nú þessi síöustu árin só kaup þess- ara starfsmanna e n n hærra, 250 kr. vinnumaðurinn o. s. frv., og þá só eöli- legt, að þingið finni sér skylt að grípa í taumana«. Það sanna er, eins og reikningarnir bera með sór, að hingað tit hefir enginn vinnumaður verið ráðinn á spítalann fyrir meira en 200 kr. og enginn feng- ið hærra kaup. Þetta kalla eg þvætting, og er það þó of vægt nafn. Eg sagði, að spítalarnir í Höfn greiddi hjúkrunarnemum 16 kr. mánaöarlega í byrjunarkaup, af því starfið væri álit- ið svo erfitt, og svo til þess að spara dýrari hjúkrunarkonur. Ef spítalarnir taka aukreitis stúlkur til að kynnast hjúkrunarstörfum , þ—j—1 ár, sem þeir þurfa ekki á aö halda, greiða þeir þeim anðvitað ekkert kaup. Holdsveikraspítalinn greiðir á sama hátt hjúkrunarnemum dálítið minna fyrsta árið, meira, ef þær verða lengur, til þess að þurfa ekki að taka fleiri fullkomnar og dýrari hjúkrunarkonur. Kaflinn um hjúkrunarnemana hjá Þ. Th. er því algjörlega óþarfur. Þ. Th. heldur því enn fram, að fæðið í holdsveikraspítalanum só bæði »t ö 1 u- 1 e g a« og »t i 11 ö ! u 1 e g a« dýrara en í norsku holdsveikraspítölunum, þrátt fyrir það, þótt eg í fyrri grein minni til- færði skýrslu frá einum þeirra um 20 Af þejrri skýrslu sást, að fæöi hvers sjúklings hafði kostað daglega að meðal- tali þessi 2 0 á r 37,n aura. — Hann aftur á móti tekur að eins eitt ár og ber það saman við meðalverðið hór árin 1898 og 1899. Hann vill ekki taka eftir því, aiS fyrsta ársfjórðunginn eftir að spítalmn tók til starfa (haustið 1898) voru tiltölulega fáir sjúklingar í spítftlanum, fyrsta mánuðinn ekki nema tæpir 20 að meðaltali. Fæðið því til- tölulega miklu dýrara. Það er því á- stæðulaust, að miða nokkuð við þennan ársfjórðung. Ef Þ. Th. hefði viljað nefna tvö ár í grein sinni, hefði veriö nær að taka 1899 og 1900. Fæðis- kostnaöurinn á sjúkling var að meðal- tali þau árin 33 aurar á dag, o: 4 aur- um ódýrari en að meðaltali í Reknæs þessi 20 ár. Allar nauðsynjar segir hann dýrari í Noregi en hór. Sjáum nú til. Á Rigshospitalet í Kristjaníu var ný- mjólkurpotturinn 1887 á llf eyri, 1888 á 13 aura og 1889 á 12J eyri. Hér höfum vér orðið að gefa 16—18 a. fyrir nýmjólkurpottinn, þangað til í sum- ar, en fáum hann þó ekki fyrir minna en 15 aura enn þá. Brauö er og ódýrara í Noregi. Fiskur og kjöt er auðvitað miklum mun ódýrara hér; en sjúkling- arnir fá stærri skamt af því en í Noregi. Eg held því þannig fast fram, að það, sem Þ. Th. sagði um matarveröið, er ósatt, annaöhvort af því hann hefir eigi vitað betur, eða ekki viljað vita það. Eg gat um það í fyrri grein minnl, að allar vörutegundir, sem nokkuð er brúkað af að mun, eru boðnar upp (li- citátion), eins og venja er á opinberum stofnunum annarsftaðar og svo er tekið hjá þeirri verzlun, sem mest slær af vöruveröinu, o: selur ódýrast. Af reikn- ingunum gæti Þ. Th. sannfærst um það, að spítalinn hefir hingað til fengið góð kjör í samanburði við aöra. Aftan við skýrslu spítalans 1898—99, sem eg geri ráð fyrir að stjórnarnefnd spítalans hafi sent Þ. Th., eins og öðrum læknum, stendur listi yfir vöruverð spítalans 1899, samanborið við alment peninga- verð. Eg vil biðja Þ. Th. að líta á þann lista. Sumt af hinum vörunum er keypt með 6»/> afslætti í sömu verzluninni, Sumt, einkum föt, fataefni o. fl., er verzl- un þessi látin panta, og fullyröir hún, að spftalinn fái þær vörur með innkaups- veröi, auk umboðslauna. Ráðsmaður hefir skýrt mér frá, að svo muni standa á þessum fatareikning- um, sem hr. Þ. Th. er að vafaast með, að hann einhvern tíma hafi orðið að taka tvennan eða þrennan fatnaö hjá annari verzlun, og mun eigi standa neinn af- sláttur í reikningnum; en Þ. Th. ætti að vita, að það er hægt að slá af vöru- verði án þess að það séu ákveönar prósentur, og þá er afslátturinn ekki nefndur í reikningnum. Eg veit, að hr. Þ. Th. vill, að lands- sjóðsfó só sparað sem mest. Eg þykist því vita, að hann gefi bpítalanum bend- ingu um þá verzlun hór í bæ, sem gef- ur 20°/o afslátt. Auðvitað geri eg ráð fyrir, að hið upphaflega verð sé svipað eins og í öðrum verzlunum. Hr. Þ. Th. lætur mig segja í fyrri grein minni, að það sé ósatt, að spítal- inn kaupi samsett meðul. Eg sagði, að hanu kaupi eigi »e i n g ö n g u« samsett meðul, eins og eg þóttist heyra þennan þingmann segja í þingsalnum. Það er víst, að hann hefur sagt skakt frá því, sem eg hefl skrifað opinberlega, og eg hygg, að hann á þingi hafi sagt þessi orð, sem eg nefndi, þótt þau standi ef til vill ekki í þingtíðindunum- Maöur hefir nú heyrt, að það komi fyrir, að orð falli úr í ræðum þingmanna eða sé bætt inn í, frá því þær eru haldnar, þangaö til þær koma úr prent- smiðjunni. Eg hefi í fyrri grein mlnni tekið það svo skýrt fram, að eg hafi oft heimtað af lyfsalanum sama afslátt og aðrir læknar fá, og þaö mun hann fullkom- lega kannast við. Hann á meðulin, en ekki eg, og eg só ekki, hvernig eg á að pína manninn til þess að gefa hærri prósentur. 'Hann og fyrirrennari hans hafa ætíð borið fyrir sig sjúkrahúsin í Danmörku, sem hann segir að fái að eins 10/., og þau taka þó eingöngu til- búin meðul. Þessi ástæða finst mér ekki fullnægjandi; en eg hefi oíðiö að sætta mig við hana. Svo kemur aðalkostnaðurinn fyrir hvern holdsveikan daglega. Þ. Th. tek- ur til samanburðar fimm ára timabil í holdsveikraspítölunum norsku. Þótt eg só að vísu farinn að hvekkjast á sann- sögli hans, ætla eg ekki að efast um það, að skýrsla hans sé rótt um þetta atriði. Eg þykist viss um, að Laugarnesspí- talinn só tiltölulega nokkuð dýrari. Ef miðað er við landssjóðstillagið 1899 og 1900 — því aðrar tekjur hefir spí- talinn ekki í raun og veru —, þá kost- aði hver sjúklingur 1899 á dag 119 og 1900 126 aura. Þessi verömunur staf- aði af hinni miklu verðhækkun, einkum á kolum. Laun spítalalæknis reikna eg 1900 kr. áári, því það mun þingið hafa ætlast til að hann hefði fyrir starf sitt við spítalann. Þetta er alls ekki gífurlegur kostnaö- ur, þegar tekið er tillit til þess, hve spítalinn er lítill. Þótt helmingi fleiri sjúklingar rúmuðust í honum, mundi kostnaðaraukinn verða tiltölulega lítill. Því stærri, sem spítalarnir eru, þess ódýrari verður hver sjúklingur. Norsku spítalarnir eru miklu stærri og þvf ódýrari. Á árunum 1865—85 var kostnaöurinn mestur í Reknæsspítala, árið 1885 123 aurar á dag á mann, en um 1865 voru undir 140 sjúklingar þar, og þá kostaði hver sjúklingur að eins 72,g aura. — í Lungegaardsspítalantim kostaöi hver sjúklingur 1890 138 aura á dag. En þá voru þar 68 sjúklingar. Aðalkostnaðinn við spítalann álít eg því eigi svo sórlega mikinn eftir stærð hans. Eg hefi í þessum greinum mínum tek- ið hvert aðfinsluatriði fyrir sig og hrak- ið það, sýnt fram á, að þau séu á eng- um rökum bygð. — Eg furða mig á því, hve mikiö af rangfærslu, misskiln- ingi og ósannindum hr. Þ. Th. hefir hrúgað saman í ekki stærri grein, og vonast eftir, að eg þurfi ekki að leið- rétta svona mikið næst. Sœm. Bjarnhéðinsson. Stj órnar skipunarlög um breyting á stjórnarská um hin sérstakiegu málefni ísiands / 5. janúar 1874 — eins og þau voru sam- bykt á alþingi 1901. I staðinn fyrir 2. gr., 3. gr., 5. gr., 1. málsgr. 14. gr., 15. gr., 17. gr., 19. gr., 1. iið 25. gr., 28 gr., 34. gr , 36. gr. og 2. ákvörðun um stundarsakir í stjórnarskránni komi svo hljóðandi greinar: 1. gr. (2. gr. stj.skr.). Konungur hefir hið æðsta vald yfir öll- um hinum sérstaklegu málefnum íslánds með þeim takmörkunum, sem settar eru í stjórnarská þessari, og lætur ráðgjafa fyrir ísland framkvæma það. Ráðgjafinn fyrir ísland má eigi hafa annað ráðgjafaemhætti á hendi, og verður að tala og rita íslenzka tungu. Hið æðsta vald innanlands skal á áhyrgð ráðgjafans fengið 1 hendur landshöfðingja, sem konungur skipar og hefir aðsetur sitt á Islandi. Konungur ákveður verksvið lands- höfðingja. 2. gr. (3. gr. stj.skr.). Ráðgjafinn ber áhyrgð á stjórnarathöfn- inni. Alþingi getur kært ráðgjafann fyrir emhættisrekstur hans eftir þeim reglum, er nánara verður skipað fyrir um njeð lögum. 3. gr. (5. gr. stj.skr.). Konungur stefnir saman reglulegu al- þingi annaðhvort ár. Án samþykkis kon- ungs má þingið eigi setu eiga lengur en 8 vikur. Ákvæðum greinar þessarar má breyta með lögum. 4. gr. (1. málsgr. 14. gr. stj.skr.). Á alþingi eiga sæti 34 þjóðkjörnir al- þingismenn og 6 alþingismenn, sem konung- ur kveður til þingsetu. 5. gr. (15. gr. stj.skr.). Álþingi skiftist i tvær deildir, efri þing- deild og neðri þingdeild. I efri deildinni sitja 14 þingmenn, í neðri deildinni 26. Þó má breyta tölum þessum með lögum. 6. gr. (17. gr. stj.skr.). KoBningarrétt til alþingis hafa: a, allir bændur, sem hafa grasnyt, og gjalda nokkuð til allra stétta; þó skulu þeir, er með sérstakri ákvörðun kynnu að vera undanskildir einhverju þegn- skyldugjaldi, eigi, fyrir það missa kosningarrétt sinn; b, allir karlmenn i kaupstöðum og hrepp- um, sem ekki eru öðrum háðir sem hjú, ef þeir gjalda að minsta kosti 4 kr. á ári sem aukaútsvar; c, emhættismenn, hvort heldur þeir hafa konunglegt veitingarbréf eða eru skip- aðir af yfirvaldi því, er konungur hef- ir veitt heimild til þess; d, þeir, sem tekið hafa lærdómspróf við háskólann, eða við prestaskólann eða læknaukólann í Reykjavík, eða eitt- hvert annað þess báttar opinbert próf, sem nú er eða kann að verða sett, þó ekki sé þeir í embættum, ef þeir eru ekki öðrum háðir sem hjú. Enginn getur átt kosningarrétt, nema hann sé orðinn fullra 25 ára að aldri, þeg- ar kosningin fer fram, hafi óflekkað mann- orð, hafi verið heimilisfastur í kjördæminu eitt ár, sé fjár sins ráðandi og honum sé ekki lagt af sveit, eða, hafi hann þegið sveitarstyrk, að hann þá hafi endurgoldið hann eða honum verið gefinn hann upp. Með lögum má afnema auka-útsvarsgreiðsl- una eftir stafl. h. sem skilyrði fyrir kosn- ingarrétti. 7. gr. (19. gr. stj.skr.). Hið reglulega alþingi skal koma saman fyrsta virkan dag í júlímánuði annaðhvort ár, hafi konungur ekki tiltekið annan sam- komudag sama ár. Bréyta má þessu með lögum. 8. gr. (1. liður 25. gr. stj.skr.). Fyrir hvert reglulegt alþingi, undir eins og það er saman komið, skal leggja frum- varp til fjárlaga fyrir Island, fyrir tveggja ára fjárhagstimahilið, sem i hönd fer. Með tekjunum skal telja tillag' það, sem sam- kvæmt lögum um lúna stjórnarlegu stöðu Islands í ríkinu 2. jan. 1871, 5. gr., sbr. 6. gr., er greitt úr hinum almenna ríkis- sjóði til hinna sérstaklegu gjalda íslands, þó þannig, að greiða skuli fyrir fram af tillagi þessu útgjöldin til hinnar æðstu inn- lendu stjórnar íslands, eins og þau verða ákveðin af konnnginum. 9. gr. (28. gr. stj.skr.). Þegar lagafrumvarp er samþykt í ann- ari hvorri þingdeildinni, skal það lagt fyr- ir hina þingdeildina í því formi, sem það er samþykt. Yerði þar breytingar á gjörð- ar, gengur það aftur til fyrri þingdeildar- innar. Verði hér aftur gerðar hreytingar, fer frumvarpið af nýju til hinnar deildar- innar. Gangi þá enn eigi saman, ganga báðar deildirnar saman i eina málstofu, og leiðir þingið þá málið til lykta eftir eina umræðu. Þegar alþingi þannig myndar eina málstofu, þarf til þess, að gerð verði fullnaðarályktun á máli, að meir en helm- ingur þingmanna úr hvorri deildinni nm sig sé á fundi, og eigi þátt í atkvæðagreiðsl- unni; ræður þá atkvæðafjöldi úrslitum um hin einstöku málsatriði, en til þess að laga- frumvarp, að undanskildum frumvörpum til fjárlaga og fjáraukalaga, verði samþykt í heild einni, þarf aftur á móti að minsta kWi, að tveir þriðjungar atkvæða þeiira, sem greidd eru, séu með frumvarpinu. 10. gr. (34. gr. stj.skr.). Ráðgjafinn fyrir ísland á samkvæmt em- hættisstöðu sinni sæti á alþingi, og á hann rétt á að taka þátt í umræðunum eins oft ög hann vill, en gæta verður hann þing- skapa. í forföllum ráðgjafa má hann veita öðrum manni umhoð til að mæta á al- þingi fyrir sína hönd, en að öðrum kosti mætir landshöfðingi fyrir hönd ráðgjafa. Átkvæðisrétt hefir ráðgjafinn eða sá, sem kemur í hans Btað, þvi að eins, að þeir séu jafnframt alþingismenn. 11. gr. (36. gr. stj.skr.). Hvorug þingdeildin má gera ályktun una

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.