Ísafold - 17.08.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.08.1901, Blaðsíða 1
Kernur út ýmist einn sinni eða tvisv. i viku Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Upp8ögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVIII. árg. Keykjavík laugardag'inn 17. ágúst 1901. 57. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTBD S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og být til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. I. 0 0. F. 838169 Forngripas. opið md., mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafit opið hrern virkan dag ki. 12—2 og einni stnndu lengur (til kl. 3) nzd., mvd. og ld. til átlána. Okeypis lækning á spitalsnum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar k. 11-1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Svems- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Askorun afturhaldsliðsins. ísafold gat þess i síðasta blaði, að afturhaldsliðið í neðri deild hefði sent áskorun til efri deildar daginn, sem stjórnarskrármálið var þar til 3. um- ræðu, um að samþykkja e k k i stjórn- arbótina. Áskorun þessi hefir nú verið prent- uð og á sýnilega að vera merkið, sem haldið verður uppi af þeirra hálfu í kosningaleiðangrinum, sem nú fór í hönd, eða þó öllu heldur tálbeita, sem ætluð er kjósendum í næsta róðri. Hór skulu aðalatriði áskorunarinnar stuttlega íhuguð. Fyrsta atriðið er það, að stjórnar- bótarfrumvarpið só miðað við það, er samþykt mundi verða af »einsýnni í- haldsstjórn«. Óneitanlega er nokkuð kynlegt, að þessi yfirlýsing skuli koma úr þeirri átt, sem hún kemur, Eru þá menn- irnir búnir að steingleyma því, að fyr- ir fáum dögum héldu þeir því fram afdráttarlaust í ræðum sínum um stjórnarskrármálið, að frumvarp stjórn- arbótarmanna væri e k k i miðað við þá »einsýnu íhaldsstjórn«, sem setið hefir að völdum í Damrörku, og ein- mitt fyrír þ á sök væri ekkert vit í því? Eru þeir þá búnir að gleyma því, að þeir fullyrtu, með landshöfð- ingjann í broddi fylkingar, að frum- varpið yrði ekki staðfest af þessari »einsýnu íhaldsstjórn«? Fyr mætti nú vera gleymska! En hafi þeir ekki gleymt þessu, hvernig geta þeir þá fullyrt nú, aS stjórnarskrár frumvarpið só miðað við það, er sam- þykt mundi verða af »einsýnni íhalds- stjórn«? Sannleikurinn er líka sá, oíds og allir vita, sem líta á málið með nokk- urum skilningi, að stjórnarbót sú, er alþingi hefir nú samþykt, er e k k i miðuð við »einaýna íhaldsstjórn*. Með miklum rétti mátti segja þetta um frumvarpið, sem Iagt var fyrir neðri deild 1897 og með nokkurum rétti um frumvarp efri deildar 1899. En það verður ekki með neinum rétti sagt um stjórnarbótina í þeirri mynd, sem hún hefir verið samþykt í sumar, jafn-mik- ið og óskir þjóðarinnar eru þar tekn- ar til greina. Stjórnarbót alþingis 1901 er í fyrsta lagi miðuð við það, er telja má vfst, að hver sanngjörn stjórn, sem ekki vill á nokkurn hátt raska ríkis- heildinni, ekki slaka neitt á ríkistengsl- unnm, muni ganga að. Stjórnarbótm er í öðru lagi miðuð við boðskap konungs vors í sumar. Stjórnarbótin er í þriðja lagi miðuð við þjóðarviljann, eins og hann hefir komið fram á þingmálafundum í vor hjá miklum meiri hluta þeirra manna, sem nokkurt álit hafa látið uppi á mál- inu. Engum manni er kunnugt, að svo stöddu, hvernig þjóðin mundi vilja haga frekari kröfum. Annað atriði áskorunarinnar er það, að fylsta ástæða sé til þess að ætla, að hin nýja stjórn í Danmörku vilji unna oss »þess frelsis og þeirrar sjálf- stjórnar, sem þjóðin óskar og ekki kemur í bága við eining ríkisins«. Sannleikurinn er nú sá, að stjórn- arskrárbreytingarfrumvarpið, sem al- þingi hefir nú samþykt, er e i n a trumvarpið, sem enn hefir verið komið með og tekur þetta tvent til greina: óskir þjóðarinnar og eining ríkisins. Og öll líkindi eru til þess, að það sé eina* frumvarpið, sem unt er að koma með, án þess gengið sé of nærri öðruhvoru af þessu tvennu. því að alinnlend stjórn, hvernig sem henni er fyrír komið, f e r í bága og h 1 ý t u r að fara í bága við eining ríkisms, eins og hin gildandi sambands- lög eru skilin af öllum dönskum laga- mönnum, hverjum fiokki sem þeir til- heyra. þetta verðura vér að gera oss ljóst, tala um það að minsta kosti eins og fullorðnir, skynjandi menn, en ekki eins og reiðir krakkar með land- ráðabrigzlum og öðrum hamsleysu-stór- yrðum. Og þessu efumst vér ekki um, að þeir af andstæðingum vorum, sem eru í sannleika skynsemi gæddar ver- ur, muni getað áttað sig á, hvenær sem þeir íhuga málíð með stillingu. Með stjórnarbót alþingis í sumar er farið svo langt, sem unt er að fara, án þess að raska ríkisheildinni, slaka á ríkistongslunum. Stjórnarskrárfrum- varp andstæðinga vorra sýnir það bezt. Meginþáttur ríkistengslanna er seta ráðgjafa vors í ríkisráðinu. Og aftur- haldsmálgagnið lýsti yfir því, að í því skyni væri farið fram á að flytja ráð gjafann hingað heim, að hann kæmist í raun réttri út úr ríkisráðinu, þó að hann færi það ekki í orði kveðnu. jpetta er alveg réttur skilningur — enda er hann tekinn eftir ísafold. Vilji hin nýja stjórn í Danmörku halda fast við »eining ríkisins«, þá vill hún ekki heldur veita oss neitt meíra en það, sem fram á er farið í stjórnar- bótarfrumvarpi alþingis í sumar. Ef vér því viljum komast eitthvað léngra með hana, verðum vér að hafa hrein- skilni og einurð til að segja við hana: Eruð þið ófáanlegir til þess að slaka á rfkistengslunnm, koma rikisheild- inni í annað horf, að þvf er til vor kemur, íslendinga? Vór vit- um, að alinnlend stjórn breytir sam- bandinu milli landanna. En vér feng- um ekki að ráða, hvernig það samband var ákveðið. Og óskum þjóðar vorr- ar um sjálfstjórn verður aldrei full- nægt, fyr en því sambandi er breytt. 011 önnur málaleitun um frekari sjálfstjórn en farið er fram á af þingi í sumar er villandi, sýnir annað hvort það, að vér skiljum oss ekki sjálfir, eða þá hitt, að vér sóum að varpa ryki í augu hinum samuingsaðilanum. þess vegna hlýtur líka stjórnarbót- arflokkurinn að haga þeirri málaleit- an á þá leið, sem hér er gerð grein fyrir, og er þess líka albúinn. Enn fremur segja andstæðingar vorir í áskorun sinni, að bin nýja stjórn kunni að líta svo á, sem í þessu frumvarpi séu »fólgnar þær óskir og vonir, sem alþingi ber til nýrrar frjáls- lyndrar stjórnar*. Að nokkuru leyti er þetta ekki að eins rétt, heldur og sjálfsagt. Frumvarpið, sem alþingi hefir nú samþykt, hefir í .sór fólgnar þær óskir og vonir, sem þjóðin getur gert sér um stjórnarbót á þeim samninga- grundvelli, sem afmarkaður er með boðskap konungs vors og skilningi Dana á sambandslögum vorum. Hitt getur stjórnin ekki með nokk- uru móti látið sér til hugar koma, að hér komi fram a 11 a r óskir og vonir ísleudinga um breyting á stjórnar- skipuu sinni. í umræðum og skjöl- um þessa máls á öllum þingunum 1897, 1899 og 1901 hefir það komið skýrt og afdráttarlaust fram, að stjórn- arbótarmenn telja ekki enda bundinn tilfullnustu á stjórnarskipunar- mál vort á þeim grundvelli, sem hér er um að ræða. f>rátt fyrir það höfum vér viljað semja til bráðabirgða á þessum grund- velli. Og til þess að fá ótvíræða vissu um, að það sér hættulaust fyr- ir frekari framsókn í málinu, var fengin skýlaus yfirlýsing stjórnarfull- trúans á alþingi 1899 um það, að slíkir samningar gætu ekki spilt fyrir neinum síðari réttarkröfum vorum. Og til frekari áréttingar hefir stjórn- arbótarflokkurinn í hyggju að leggja til að alþingi sendi koDungi ávarp, þar sem þess er getið ótvíræðlega, að allar stjórnarbótarvonir og stjórnar- bótaróskir þjóðarinnar séu e k k i fólgnar í frumvarpi því, er alþingi hefir nú 3amþykt. Betur verð- ur ekki girt fyrir þann misskilning stjórnarinnar, sem andstæðingar vori gera ráð fyrir. Vér viljum enn semja á þessum grundvelli, svo framarlega sem ekki sé annarra meiri samninga kostur, annacjhvort fyrir þá sök, að stjórnin vilji ekki fara lengra, eða hins, að þjóðin sjái sér ekki fært að þessu sinni að leggja á sig þær byrðar, sem hljóta að vera samfara alinnlendri stjórn. |>ar sem nú svona er ástatt, hefði það verið blátt áfram óhugsandi fá- sinna af stjórnarbótarmönnum í efri deild að láta undir höfuð leggjast að fá frumvarpið afgreitt af þinginu. jpví hefði hvorki orðið bót mælt andspæn- is stjórn né þjóð. Hvernig mundi hinni nýju stjórn lítast á þann stjórnmálaflokk hér á landi, sem barist hefði fyrir umbótum, er flokkurinn teldi afarmikilsverðar, en hyrfi svo alt í einu frá þeirri bar- áttu sinni, áður en nokkur ádráttur hefði fengist frá hinum samningsaðil- anum um nokkurn annan samninga- grundvöll og án þess að flokkurinn gæti jafnframt fært stjórninni nokk- urar líkur fyrir því, að þjóðin vildi heldur að sinni aðhyllast nokkura aðra samninga? Börn kunna að haga sér á þann hátt, en ekki fullorðnir menn. Og hvernig ætti að mæla því bót við þjóðina að leggja þann veg niður vopnin, án þess að hafa hugmynd um, fyrir bverju öðru hún vill berjast að svo stöddu, eða hvort hún vill fyrir nokkuru öðru berjast í bráðina? H?ernig ætti að mæla því bót við þjóðina, að láta undir höfuð leggjast, að nota eina ráðið, sem notað verður, til þess að knýja hina nýju stjórn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.