Ísafold - 17.08.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.08.1901, Blaðsíða 3
1 22T ir mér eiginhandarrit hins Iátna, svo að þetta fer ekki milli mála. Hver veit því, nema Lárus þekki mann, sem eins mikla skyldu hefði haft eins og eg til að rétta þessum aumingja hjálp- arhönd? Næst skal eg minnast nokkurum orð- um á hin nafntoguðu afskifti Lárusar af dánarbúi fyrirrennara hans, sem hann sjálfur er að skrifa um í jpjóðólfi. Hann má sjálfum sér um kenna, ef honum kann, þrátt fyrir hreystiyrðin, að þykja miður farið, að allur sannleikur- inn verði sagður um það máláprenti. Sömuleiðis skal eg þá fara nokkur- um orðum um afskifti síra Sigurðar Gunnarssonar af deilum okkar. E. H. Horíurnar um skóggræðslu hér á landi. Nokkur atriði úr fyrirlestri eftir forstkandidat Flensborg. Byrjunin. Eyder, kapteinn í sjóliði Dana, sem pm nokkur ár var í förum hér við land, vakti af nýju áhuga á því, að hlynna að skóggræðslu hér á landi, og veitti Landbúnaðarfélagið danska nokkurn styrk til þess. Byrjuð var trjáplöntunin á |>ingvöllum vorið 1899; voru þar þá gróðursettar ýmsar trjá- tegundir, svo sem af birki, reyni, elri, pílvið, ösp, furu og greni, og næsta vor aukið við 5000 plöntum. Tilraunin virðist nokkuð líklegri síðari árið, en staðurinn er ekki heppilegur. í vor var enn nokkuru bætt við, og jafnframt sáð þar trjáfræi. Að því er dæmt verður á þessum stutta tíma, virðist sáningin bera góðan árangur, enda er það leiðin til að fá loftvanar plöntur. Loftslagið á Norðurlandi er töluvert annað ea hér syðra, og þurfti því jafnframt að gjöra þar tilraunir, enda virtust skilyrðin þar öllu betri. Sum- arið 1899 lagði þingið nokkuð fé til, og Ryder kapteinn fekk samskot að auki, og var þá ráðinn skógfræðingur til að gjöra tilraunir norðanlaads, og varð ræðumaður fyrir kjörinu. Hann kom þar upp tveim tilraunastöðvum, annari við Grund í Eyjafirði, en hinni í Hálsskógi í Fnjóskadal; á Grund voru gróðursettar 15000 trjáplöntur, en 5000 í Hálsskógi; voru flestar teg- undirnar sömu og á þingvöllum, og auk þess sáð nokkuru fræi. f>etta var gjört í fyrra vor, og er eftir var litið í sumar, var allur reynirinn með bezta lífi, og all-gott líf með mörgum hinum tegundunum, ekki sízt furu og greni- tegundum; auðvitað voru sumar teg- undirnar dauðar. Eeynslan ein getur kent, hvað bezt lifir, og sjálfgefið, að margt hepnast miður í fyrstu gerð. Fræsáningarnar á Grund og í Háls- skógi gefa góðar vonir. Skilyrðin. Ræðumaðurinn er orðinn nokkuð kunnugur hér á landi, þessi 2 ár, sem hann hefir ferðast hér um, frá Múla- sýslum og vestur um landið suður til Reykjavíkur, og héðan austur um upp- hluta Árnessýslu- og Eangárvalla. Dómur hans um horfurnar fyrir skóg- græðslu er sá, að á mjög mörgum stöðum eru all-góð skilyrði til skóg- ræktar, og sumstaðar eru þau einkar- góð. í þeirri trú styrkist maður af því, að skógar hafa verið all-miklir á landi hér, og skógarleifar eru enn sumstaðar all ásjálegar, þótt alls eigi séu friðað- ar. Helzt er þar til að taka Hall- ormsstað og Fnjóskadal. |>ar má finna tré 27—28 feta bá. þessi tré hafa þó átt mjög örðugt uppdráttar, og síður en svo, að nokkuð hafi verið að þeim hlúð. Reynitré all-myndarleg eru og á stöku stöðum, t. d. á Skriðu í Hörg- árdal. Dalir og hlíðar hafa verið skógi vaxnar í fornöld, en þegar kem- ur yfir 1500—2000 fet, má eigi ætla að skógur hafi nokkuru sinni þrifist. Hitt má telja víst, að skógurinn hafi verið töluvert stórvaxnari fyrrum. VarðveÍElan. Hér á lándi verður í raun og veru alls eigi talað um varðveizlu á skóg- arleifunum, heldur stöðugt áfram- haldandi skemdir. Skógarleifaruar eru all-víðast svo stórskemdar, að þær verða horfnar innan skamms tíma, ef ekkert er gjört til að bjarga þeim, og melar komnir í staðinn. Löggjöfin verður alvarlega að taka í taumana, að friða og auka skóg, eins og á sér stað í hverju siðuðu landi, þar sem meím hafa fengið réttan skilning á því, hve mikilsverður skógurinn er fyrir landið og þjóðina. 1 skógarleif- unum, sem eftir standa, eru alstaðar höggin rjóður, skógur er tekinn þar sem hendi er næst, og þar sem upp- gripin eru mest. Frjóasti og blóm- legasti skógurinn verður mest fyrir högginu, afstyrmin verða eftir og svo úrættist alt og fer smækkandi með þverrandi lífskrafti og hnignandi vaxt- arskilyrðum. Fjárbeitin vinnur svo eigi minst skemdarverkið'og fjallhrap- inn kæfir seinustu trjáfræin. Meðan þessi opnu rjóður eru inni í miðjum skógi, er hættan þó ekki svo sérlega bráð og mikil. Verst er, þegar bert svæði verður í iitjaðri skógarins; þá byrjar uppblásturinn, og þegar mold- arlagið er fokið og skolað burt, verð- ur melurinn einn eftir. Og þetta etur um sig og færist út yfir skógarsvæðin, meðan nokkuru er að spilla og eyða. Alstaðar má sjá, hvernig þetta fer sinn markaða veg. Lágur birkiskógur verður að hrískjörrum, þá tekur við fjallhrapi og loks melurinn snauður og ber eftir. Og mennirnir eiga lang- mesta sökina. Gagnið. Skiljanlega verður það aðalspurn- ingin, hvaða gagn sé að því að varð- veita skógarleifarnar og planta nýja skóga. Aðalgagnið verður til eldiviðar. — Landið er víða eldiviðarsnautt, mór- inn dugar ekki til fulls, og sumstaðar er hann vondur og dýr, eða þá alls ekki fáanlegur. Kol verða nauðalítið notuð utan kauptúna. Afleiðingin er sú, að svo miklum hluta áburðarins er brent, til stórhnekkis fyrir grasrækt- ina. í annan stað má treysta því, er fram líða stundir, að sumt efni til húsagerðar megi fá úr skógum vorum, til verulegs sparnaðar, einkum þar sem flutningar eru erfiðir. Enn má nefna það, að skógurinn hlífir mjög jarðskemdum af völdum vatna og vinda, og skógurinn veitir skjól bú- stöðum manna og penings, og þá er eigi sízt varið f skjólið til grasræktar; til þess þarf eigi syo mikið. Ofurlág- ir moldargarðar með skýliplöntum á eða undir mundu geta gjört ótrúlega mikið, og kostnaðurinn nauðalítill, þeg- ar reynsla og þekking væri fengin, hvernig með skyldi fara. Og þá er ekki minst varið í það, hvað alt ann- ar blær kæmi yfir bygðirnar, þar sem nokkur skóggræðsla væri komin. — Landið væri alt orðið hlýlegra og byggilegra. Enn mætti bæta því við, að nokkur atvinna ykist við það til sveita, þar sem dálítið væri að mun gjört að skóggræðslu; liðlétt fólk get- ur töluvert unnið þar að. Jótar telja skógræktina hjá sér, sem stórfé er lagt til árlega af almaunafé, ein- hverja mikilverðustu hjálpina, sem þeir hafa fengið til eflingar landbún- aðinum. Hvað á þá að gjöra? Skóggræðslan er auðveldust og sjálf- gefnust á svæðum gömlu skógarleif- anna; jarðvegurinn er þar hagfeldast- ur og nokkuð skjól er fyrir vindi. — |>ar sem skógarleífarnar hafa bezt varð- veizt hér’ á landi, svo. sam við Hall- ormsstað og í Fnjóskadal, mætti ef- laust fá allgóðan birkiskóg, þó eigi sé annað gjört en að friða þá skóga, sem nú eru, en friðun er ekki trygg nema girt 8é í krmg með gaddavír. Um frekari kostnað er varla að ræðá, nema hvað maður, sem vit hefði á, þyrfti að líta eftir skógunum. J>ar sem um smávaxinn skóg eða kjörr er að ræða, mætti enda búast við, að allgóður skógur til eldsneytis kæmi upp með tímanum, væri að eins friðað. ®Skóg- arnir íslenzku hafa verið birkiskógar, og er því sjálfgefið, að aðallega verður að rækta birki, en jafnframt verður að reyna sem flest, því að óreyndu verður eigi um það dæmt, hvað kann að þrífast af trjátegundum hér, þeim sem annars þrífast í köldum löndum. Vísast þarf að fá í og með birkifræ frá útlöndum, vegna þess, hvað skóg- urinn er úrættaður. f>ó að barrtré hafi eigi vaxið hér, er alls eigi loku fyrir skotið, að þau geti þrifist; það er ofur-skiljanlegt, að fræ þeirra trjáa hafi eigi hingað bor- ist; þau eru of þung til að berast með vindinum; en birkifræið er svo létt, að það berst í loftinu um óravegu. Innlendar gróðrarstíur (Planteskoler) verður að fá á nokkurum stöðum í landinu til fræsáningar, svo að plöntu- ungviðin verði land- og loftvön. Frið- aðir skóggræðslureitir (Plantager) taka svo á móti þeim. Plönturnar úr gróðrar8tíunum verður að láta fyrir mjög lítið, eða helzt ekkert, til ein- stakra manna eða félaga, sem rækta vilja síðan; þennan fyrsta kostn- að við gróðrarstíurnar verður hið op- inbera að taka á sig og leggja jafn- framt til manninn, sem hefir fulla þekking til að geta Ieiðbeint og litið eftir. f>að þarf ekki annað en að almenn- ingur sjái, að þetta getur þrifist, svo vaknar áhuginn af sjálfu sér, og mönn- um skilst, að hér er bæði um gagn og gaman að ræða. Smám saman koma þá upp í hér- uðunum skógræktunarfélög, þar sem menn vinna, sem lært hafa alt hið verklega hjá skógfræðingi landsins og undir yfirumsjón hans. Slík félög myndu á ýmsan hátt breiða út þekk- ingu og áhuga, og með ráðum ogdáð- um hjálpa einstaklingunum, sem til gagns og prýðis vilja rækta tré hjá sér. f>að sæti vel á Eéykjavík, sem höf- uðstað landsins, að ríða á vaðið, og eignast skógræktarsvæði við Rauða- vatn hér fyrir ofan, þar sem beztu horfur virðast vera til skógræktar. — f>að er eigi um neitt stórfó að ræða, og ætti í jafnstórum bæ að geta feng- ist með smáum hlutabréfum, en á þann hátt gjörist skóggræðslan mest í Danmörku. |>ar rétt hjá mætti þá hafa gróðrarstíu, og yfirumsjónina hefði skógfræðingur landsins án endurgjalds. f>ví verður eigi með orðum lýst, hvf- líka ánægju bærinn gæti haft af slík- um skógarreit rétt hjá sér, sem jafn- framt yrði hinn bezti skemtistaður bæjarmanna. Og slíkt dæmi Reykja- víkurbæjar mundi hafa stórmikil á- hrif fyrir skóggræðslu í landinu. Bötnvörpuveiðabann. Ný lög Alþingi hefir í dag samþykttil fulln- aöar svo látandi frumvarp, viöauka við lögin fi-á 6. apríl 1898: 1. gr. Hver sá maður, er leiðbeinir skipi við botnvörpuveiðar í landhelgi við ísland, eða liðsinnir því við slíkar veið- ar framar en hann kaon að vera skyld- ur til, só hann lögskráður skipVerji, skal sæta 50—1000 kr. sektum. Sömu hegning skal og hver sá mað- ur sæta, er hjálpar til að koma undan handsömun eða heguingu þeim, er sek- ur hefir orðið um ólöglegar botnvörpu- veiðar, nema hann só lögskráður skip- verji á skipi þv/, er hlut átti að hinum ólöglegu veiðum, anda falli brot hans eigi undir öunur þyngri hegningará- kvæði. 2. gr. Hórlendur maður, er leggur það í vana sinn, að dvelja á útlendum botnvörpuskipum við veiðar þeirra, eða er í botnvörpuskipi eða á bát við skips- hliðina, þegar það er að veiðum í latid- helgi við ísland, án þess að hann geti gert þá grein fyrir dvöl sinni þar, að auðsætt sé, að hann eigi enga hlutdeild um eftir 1. gr. 3. gr. Hver sá skipstjóri, er sekur verður um brot á lögum nr. 8, 6. apríl 1898, 1. gr., skal, auk sekta þeirra, er ákveðnar eru í 2. gr. nefndra Iaga, sæta fangelsi, eigi minna en 14 daga ein- földu fangelsi. 4. gr. Sektir eftir lögum þessum renna í landssjóð, og mál um brot gegn þeim skulu rekin sem opinber lögreglu- mál. Frá útlöndum. Blöð ensk frá 9. þ. m. segja látna Viktoríu keisaraekkju, móður Vilhjálms Þ/zkalandskeisara og systur Játvarðs Englakonungs. Hún var elzta barn Viktoríu Bretadrotningar og Alberts prinz, fædd 1841, giftist 16ára Friðriki konungssyni frá Prússlandi, er keisari varð eftir föður sinn Vilhjálm I. árið 1888, en lifði ekki nema 100 daga í keisaradómi. Hún var gæðakona, gáfuð og mjög vel mentuð, unni mjög listum og visindum, og var sjálf talin allvel fær í pentlist m. fl. Hún dó úr krabba- meini. Waldersee greifi, yfirhöfðingi banda- liðsins á hendur Kínverjum, sté á land í Hamborg 8. þ. m., heimkominn úr þeirri för, og var fagnað með miklum virktum. Eitchener lávarður heitir Búum afar- kostum, ef þeir gangi eigi sór á hönd fyrir miðjan sept.; en fáir búast við að þeim segist við það, Baukamálið. Hlutafélagsbankafrumvarpið var sam- þykt við 3. umr. í Nd. í fyrra dag, ein8 og meiri hluti nefndarinnar vildi hafa það — feldir allir fleygar aftur- haldsliðsins, sem varð svo mikið um, að ýmsir úr þeim flokki yfirgáfu hann við síðustu atkvæðagreiðsluna, sem var látin fara fram með nafnakalli, þannig, að með málinu urðu loks 16 atkvæði, en að eins 6 á móti, sem só í veiðiskap þess, skal, só hann eigi lög- skráður skipverji á skipinu, sæta sekt-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.