Ísafold - 17.08.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.08.1901, Blaðsíða 2
til tafarlauara Ramninga — Rtjórn, sem vér höfum enga tryggingu fyrir að ekki væri harðánægð með að eyða málinu eða draga það á langinn? Hvernig ætti að mæla þvi bót við þjóðina að gera enn leik að því að halda enn nokkur árin því stjórnar- fari, sem liggnr eins og marnröð á öll- um framfaramálum þjóðarinnar? f>essum spurningum verður ekki, að vorri ætlun, svarað nema á einn veg. |>ví yrði ekki bót mælt, ef stjórnar- bótarflokkurinn hefði gert sig sekan í öðru eins glapræði. Enn fremur bjóðast áskorunarmenn- irnir til þess, svo framarlega sem efri deild samþykkir ekki frumvarpið, að samþykkja þingsályktun þess efnis, a ð stjórnin kalli saman alþingi næsta ár og leggi fyrir það stjórnarskrár- frumvarp, »er veiti Islandi innlenda stjórn, er beri fulla ábyrgð fyrir al- þingí og dómstóJi í landinu sjálfu, og a ð 8kipaður verði sérstakur ráðgjafi fyrir ísland, er staddur verði í Eeykjavík á næsta þingi; jafnframt bjóðast þeir og til að samþykkja, »að send verði af alþingi nefnd manna úr báðum flokkum til þess að fara á fund stjórnarinnar og bera fram fyrir hana óskir þingsins og semja við hana um stjórnarmál vortf. Ekki þarf mikla skynsemd til að sjá, að þessi tilboð eru gersamlega ó- aðgengileg fyrir stjórnarbótarflokkinn, enda göngum vér að því vísu, að hin- ir skynsamari menn í flokki andstæð- inga vorra sjái það jafnljóst og vér. Andstæðingar vorir hafa sýnt það í sumar, að þeir vilja aðhyllast það fyrirkomulag á innlendri stjórn, sem vér teljum stórhættulegt. |>að liggur því í hlutarins eðli, að flokkarnir eiga ekki samleið í samningunum að svo stöddu. Eins og flokkunum er nú háttað, mundu fulltrúar úr þeim báð- um ekki eiga annað erindi á stjórnar- innar fund en að halda deilu sinni á- fram, og það væri ekki sem virðuleg- ast erindi. Og hvernig ættu þeir að »bera fram fyrir hana óskir þingsins«, þegar þingið er ósammála um grund- vallaratriðin og getur ekkert um það sagt, hvað þjóðin vill í málinu, um- fram það, sem tekið er fram í frum- varpi þingsins? Að lokum er það tekið fram f á- skoruninni, að yrði þessu boði tekið, »væri girt fyrir alla frekari stjórnar- baráttu«. Oss er ekki með öllu Ijóst, hvernig þetta er hugsað; þorum jafnvel að full- yrða, að það sé fiámunalega vanhugs- að. Gerum fyrst ráð fyrir því, að stjórn- in svari sendinefndinni: «þ>ið getið fengið það, sem farið er fram á i frum- varpinu, en lengra getum við ekki fariðt. Allir vita að þetta svar er hugsanlegt. í vorum augum er það langlfklegast. Ætla þá andstæðingar vorir allir að sætta sig við þetta svar og greiða stjórnarbótinni atkvæði að sumri í þeirri mynd, ssm stjórnarbótarflokkur- inn hefir komið henpi á þessu þingi? u mir þeirra, þar á meðal málgagnið þeirra hér í höfuðstaðnum, hafa frá því fyrsta og fram á þennan dag haldið því fram, að sú stjórnarbót sé ekki að eins gagnslaus heldur og stórhættuleg. Hvermg geta þeir þá boðist til að greiða henni atkvæði að sumri? Gerum í öðru lagi ráð fyrir þvf, að stjórnin segi: »þið getið fengið frum- varp tímenninganna í neðri deild, ef þið viljið það heldur«. í vorum aug- um er það mjög ólíklegt svar. En það er vafalaust mjög sennilegt í aug- um andstæðinga vorra. Hvernig ætti þá að girða fyrir alla baráttu út af þessu svari? Andstæð- ingar vorir segja sitt fyrirkomulag á- gæta stjórnarbót. Vér segjum hana ekki að eins gagnslausa heldur og stór- skaðlega. Hvernig á að afstýraþví, að hvorirtveggju haldi sínu máli fram til streitu? Gerum í þriðja lagi ráð fyrir, að stjórnin segi, að vér getum fengið benedizkuna eða miðlunina frá 1889. Hvemig í ósköpunum ætti að girða fyrir baráttu með þjóðinni um jafn- stórkostlegar breytingar? Vér höfum nú íhugað öll aðalatrið- in í þessari áskorun. Vér vonum að andstæðingar vorir kannist við, að það hafi ekki verið gert með neinni vanstilling, stóryrðum eða brigzlum, héldur með stillilegum rökum, — að vér, með öðrum orðum, tölum ekki á þessum merkilegu tímum um þetta stórmál þjóðarinnar í sama tón eins og þeirra eigið málgagn talar. þjóðin er nú á vegamótum. Oss virð- ist meiri þörf á, að henni sé nú vísað á leið með gætni og hófsemd en að eyru hennar séu fylt með ópum, ó- hljóðum og landráðabrigzlum, sem ekkert vit er í. Einkeimiieg fjárkrafa. Lárus H. Bjarnason, yfirvald 8næ- feilinga, hefir tekið sig til og ritað í þjóðólf um síðustu mánaðamót tvær greinar, er hann nefnir »Einar Hjör- leifsson og séra Sigurður Gunnarsson í gapastokknum*. Mér er ekki ljðst, við hvað hann á með þeirri fyrirsögn. Eigi hann við það, að afturhaldsmál- gagnið sé gapastokkurinn, og að við síra Sigurður séum í gapastokk af því að við höfum komist í þjóðólf, eins og eg heyrði góðan og gáfaðan þingmann geta sér til daginn eftir að fyrrigrein- in kom út, þá getur verið að fyrir- sögnin eigi ekki sem verst við. Eigi hann aftur á móti við það, að við síra Sigurður hljótum að bíða einhverja vansæmd af greinum hans, þá segi eg ekki annað en það, að eg bíð rólegur eftir dómi allra óhlutdrægra og heil- vita manna, sem kynna sér málið, lesa það, sem við Lárus báðir skrifum um það — dómi þeirra um það, hvar vansæmdin muni lenda, hvort það sé- um við síra Sigurður, sem í gapa- stokknum standa, eða hvort það kunni að vera Lárus sjálfur, söm þang- að hafi vilst. Fyrri grein sína hefir Lárus ritað út af fáeinum orðum, sem stóðu í ofur- lítilli grein eftir mig í ísafold 13. apríl síðastl. með fyrirsögninni: »Á bana- sænginni. Páakahugvekja#. þar er skýrt frá andláti stúlkuaumingja, sem andaðist fyrir nokkurum árurn vestur á Snæfellsnesi og sætti, að dómi sókn- arprests hennar, síra Eiríks Gfslason- ar, afarillri meðferð á banasænginni, hafði ekkert ofan á sér annað en poka og ekkert að liggja á annað en hey- rusl og var látin hægja sér í þetta flet til baks og kviðar, svo að slíka fýlu lagði upp úr þessu fleti, þegar prestur hreyfði við pokanum, að honum ætl- aði að slá fyrir brjóst, þó að hann reykti sem fastast til þess að verjast ólyktinní. Af því að Lárus sqgir í grein sinni, að ísafold hafi »rent niður« þessari frá- sögu, þá skal eg geta þess, að því fer svo fjarri, að enginn hefir enn orðið til að bera brigður á frásögnina. Dóm- stólarnir kunna vonandi að meta þessa sannsögli hans, ekki síður en óhlut- drcegni mannsins, ef hanu kynni að lögsækja mig fyrir þessa grein. Presturinn vildi fá þetta mál rann- sakað, eftir er stúlkan var dáin. En Lárus neitaði þeirri rannsókn af því að læknir, sem líkið hafði skoðað sam- kvæmt kröfu prestsins, hafði ekk- rt á því séð. Orðin, sem komið hafa Lárusi til að að semja þessa þjóðólfs-grein sína, eru þessi: »Og hann (o: Lárus) gerði meira að segja einkennilega tilraun, sem síðar mun verða getið að nokkuru, til þess að láta prestinn borga fyrir líkskoðun- ina, og beitti við þá tilraun aðferð, sem mun vera einsdæmi í embættis- sögu þjóðarinnar. Ósagt skal látið, hvort hann hafi gert það í því skyni, að venja síra Eirík og aðra presta í sýslu sinni, sem líkt kynnu að vera skapi farnir, af því, að vera að brjóta upp á öðrum eins óþarfa og þessum — eða hvort hann hefir gert það í ein- hverju öðru skyni. En tilraunin mistókst eingöngu fyrir afskifti amt- manns.« Ofanrituð ummæli eru bygð á yfir- lýsing frá síra Eiríki Gíslasyni, dags. 20. marz síðastl., yfirlýsing, sem landsyfirrétturinn á eftir að segja álit sitt um, fyrst Lárus ætlar að vísa máli okkar þangað —- sjálfsagt af áncegju með úrslitin í bæjarþingsréttinum! Kafli úr þessari yfirlýsing síra E. G. er sem nú skal greina: »Eftir að líkskoðunin hafði verið framkvæmd af lækninum Gísla Péturs- syni, er þá var í Ólafsvík, tjáði sýslu- maður mér með bréfi, dags. 20. júní, að hann sæi eigi ástæðu til að hefja sakamálsrannsókn gegn húsbændum stúlkunnar og hreppsnefifdinni í Breiðu- víkurhreppi, en lagði jafnframt fyrir mig ejtir samráði við amtið, að greiða kostnað þann, að upphæð rúmar 20 krónur, sem líkskoðunin hafðí f för með sér. í öndverðum júlímánuði 1895, er eg var á alþingi í Beykjavík, var eg staddur einn dag ú heimili amt- mannsins yfir Vesturamtinu ásamt Kl. Jónssyni sýslumanni, og lét eg þá í ljósi við hann, að mór þætti hart að una við það, að greiða áðurnefndan kostnað til læknisins í Ólafsvík, þar sem mér hefði verið synjað um rann- sókn í málinu. Kvaðst amtmaður þá ekkert um þetta vita og neitaði því að málinu hefði verið hreyft við sig munn- lega eða hréfleja af sýdumanninum. Gaf eg amtmanni þá í skyn, að eg mundi kæra þessar aðgerðir sýslu- manns, en hann mœltist til að eg gerði það eigi, og lofaði eg því, enda kvaðst hann mundi tala um mál þetta við sýslumann, er þá var væntanlegur til Reykjavíkur til að halda brúðkaup 8Ítt«. Fari síra Eiríkur hér rétt með, og hafi amtinaðar ekki sagt honum ósatt, þá heÖr Lárus beitt þvf miður fallega atferli að skrökva því í embœttisbrófi, að það sé í samráði við amtmann að að hann krefur síra Eirík um pening- ana, þar sem því fer þó svo fjarri, að hann hefir aldrei hreyft því við amt mann, munnlega né bréflega. Vafaatriðin verða þá tvö: Segir síra Eiríkur satt? Hefir amtmaður sagt síra Eiríki satt? Af yfirlýsing síra Eiríks er það að segja, að amtmaður hefi ekki véfengt hana. í skjali frá honum, sem lagt var fram í réttinum í máli okkar Lár- usar, segist hann ekki muna, hvort 8ira Eiríkur hafi talað um þetta mál við sig. Hitt fullyrðir hann, að hann hafi »aldrei skipað sýslumanni að inn- heimta kostnaðinn hjá síra Eiríki, og ef til vill sagt síra Eiríki það«. Ekki ber hann móti því með einu orði, að síra Eiríkur kunni að hafa haft orð á því, að hann ætlaði að kæra Lárus; né heldur móti því, að hann sjálfur (amtmaður) hafi mælst til að síra Ei- ríkur léti það ógert. Mér kemur því ekki annað til hug- ur en síra Eiríkur segi satt. Og eg trúi því ekki, að nokkur óhlutdrægur maður véfengi sögusögn hans. Hefir þá amtmaður sagt 3Íra Eiríki ósatt? Eg get ekki hugsað mér nokkurar líkur til þess. Eða er það sennilegt, að fyrst hafi hann ráðið Lárusi til að krefja síra Eirík, því næst þrætt fyrir það við síra Eirík og að lokum feng- ið fjárhæðina, sem um var að ræða, borgaða úr landssjóði, þvert ofan í það ráð, sem hann hafði gefið Lárusi? Fyr mætti nú vera roluháttur og stað- festuleysi. Vitaskuld ætlast Lárus til þess, að menn haldi þetta um vin hans, amt- manninn. Eina átyllan, sem hann kemur með því til stuðnings, er sú, að hann hafi skrifað amtmanni bréf 5. febrm. 1896 með svolátandi niður- lagi: •Eftir ráði yður, hávelborni herra, beindi eg reikningnum til síra Eiríks, og nú eftir að síra Eiríkur hefir reynst ófús á að borga hann, leyfi eg mér, eftir umtali, að leita aðstoðar yðar til að Gísla lækni verði endurgoldin fyrirhöfn hans úr landssjóði.« þetta bróf Lárusar er ritað mörgum mánuðum eftir að amtmaður — sem beðið hafði Lárus undan kæru — hafði átt kost á að koma honum í skilning um að málið væri nokkuð viðsjárvert. það er ritað með fullri vissu um það, að amtmaður vill bjarga honum, og að ekki fer hann að gera neina rekist fnu út af því, þó að laumað sé inn þess- um varnagla, sem hanga má á, ef grundvöllurinn skyldi fara að ókyrrast, einhver hreyfa við málinu. Eg !æt ósagt, hvort þetta bréf Lár- usar sannfæri aðra. Mig sannfærir það ekki. því að eg trúi því ekki, að amtmaður hafi sagt síra Eiríki ó- satt. Og eg skil ekki, hvers vegna Lárus fer nú alveg ótilneyddur að hreyfa við þe8su máli, bera af sér sakargiftir, sem enn höfðu ekki verið orðaðar svo, að hann þyrfti neitt af sér að bera. Er það til þess að fá miður viðfeldnum grun varpað á amtmann, yfirboðara sinn, sem hefir verið honum betri en hann á skilið, meinhægðarmann, sem enginn vill annars ótilneyddur fara illa með? Loks skal eg víkja örfáum orðum að því, sem Lárus nýr mér um nasir, að »eiun af félögum* mínum hafi dáið ívor »í mestu eymd undir handarjaðr- inum« á mér. Eg geri ráð fyrir, að hann eigi við einn skólabróður minn, sem ekki var síður skólabróðir Lárus- ar sjálfs, og andaðist hér í vor. Sjálf- sagt hefir verið skylda mín að hjálpa honum, ef eg hefði séð ráð til þess. En af félagsskapnum er það að segja, að hann var enginn. Svo fjarri fer því, að maður nokkur, sem miklu ræð- ur vestur á Snæfellsnesi, notaði aum- ingja þennan til að setja saman mjög óvirðandi skammir um mig í blöðin í kosningahríðinni í fyrra. Eg hefi fyr-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.