Ísafold - 28.08.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.08.1901, Blaðsíða 1
Kemur út- ýmist einu sinni eða tvisv. i viku Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. Reykjavík miðvikudaginn 28.. ágúst 190t. 00. blað. Auglysing. Við verzlanir undirskrifaðra á Búðam, í Ólafsvík, Stykkishólmi, Búðardal, Skarðstöð, Platey, Patreksfirði, Bíldudal, Þingeyri og Haukadal verða frá nýári 1902 greiddLir 5°/o v e x t i r af inneignum og teknir 5% vextir af skuldum — hvoi ttveggja miðað við 50 kr. upphæð og þar yfir. Vextir reiknast af upphæð þeirri, er stendur við jhver árslok, og tilfærast í fyrsta sinn 31. des. 1902. f ágúst 1901. pr. Aktieselskabet N. Chr. Grains Handel Holgev Adolph. pr. Islandsk Handels & Fiskerikompagni Aktieselsk. Pétur A. Ólafsson. pr. pr. Leonh. Tang- Sæm. Haíldórsson. Ami Riis. P. J. Thorsteinsson & Co. Villa var i þessari augl. í síðasta bl.: vantaði nokkur orð. XXVm. árg. I. 0 0. F. 838309 Forngripas. opið rad., mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafii opið hpern virkan dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og Id. til útlána. Okeypis lækning á spítalenum á þriðjud. og fostud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlfcekning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud, hvers mánaðar fe. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Svems- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kí 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. jgjgT Nýir kaupendur að ísafold 29. árg., 1902. fá í kaupbæti Vendettu alla um 40 arkir aiis og auk þess söguna , I heljar greipum, það sem út verSur komið um áramót, á að gizka 12—16 arkir. Sögur þessar báðar eru heimsfrægar skáldsögur. Af Vendettu seldust 200,000 eintök í Vesturheimi á örstntt- um tíma. Sjálft er blaðið, ísafold, hór um bil helmingi ód/rara, árgangurinn, en önn- ur innlend blöð yfirleitt, eftir efnismergð. Forsjálegast er, að gefa sig fram sem fyrst með pöntun á blaðinu, áður en upplagið þrýtur af sögunni. — Þetta eru hin mestu vildarkjör, sem nokkurt fsl. blað hefir nokkurn t í m a boðið. Kommgsávarpið. í ávarpi því til konungs, sem efri deild alþingis samþykti í einu hljóði þingslitadar h- n og prentað er hér í blaðinu, er i .... væmlega þrædd sú skoð- un á stjórnarskrármálinu, sem ísafold hefir fram haldið undanfarnar vikur. Efri deild segist sannfærð um, »að sú breyting á stjórnarskipun vorri, sem farið er fram á í frumvarpi þessu, feli í sér umbætur á stjórnarfari voru, sem munu reynast oss mikilvægar og heilla- vænlegar og bezt samsvarí högum vorum, eftir þeim skilningi á sambandi voru við Daumörku, sem hingað til hefir verið haldið fram af stjórninnin. Með þessum orðum er mikið stað- hæft. En fráleitt eru það neinar ýkj- ur, að allir sanngjarnir menn, sein skyn bera á málið, séu efri deild sam- dóma í þessu efni. Sérhver krafa frá þjóðinni hefir verið tekin til greina, að svo miklu leyti, sem kröfunum hefir verið haldið á þeim samningagrund- velli, er stjórnin hefir afmarkað, þeim grundvelli, að láta ekki frumvarpið fara í bága við skilning stjórnarinnar á sambahdinu tuilli íslands og Dan- merkur. Enginn maður hefir enn orð- ið til að benda á, að nokkru atriði væri slept, sem að öðru leyti sam- þýddist -þessum samningagrundvelli og að hinu leytinu trygði réttindi og vald þings og þjóðar. Mjög mikil líkindi eru til þess, að nú hafi verið hitt á það fyrirkomulag, sem er þjóð vorri hentugast, eins og enn er ástatt fyrir henni, meðan hún er í margra augum of smávaxin og fá- tæk til þess að standast dýrt og um- svifamikið stjórnarbákn. En hvað sem því líður, virðist hitt vera ómótmæl- anlegt, að nú hefir tekist að finna það fyrirkomulag, sem hentugast er og lang-tryggilegast fyrir vald þings og þjóðar, meðan ekki breytist skilning- ur þeirra. sem vér eigum við að semja, á stjórnarskipulegu sambandi land- anna. |>á kemur annað stóratriðið í þessu merkilega ávarpi. Efri deild telur sér skylt að láta þess jafoframt getið, »að hin íslenzka þjóð hefir aldrei ver- ið fyllilega ánægð með það fyrirkomu- lag, sem bygt er á þessum skilningi«, og að það sé sannfæring hennar, »að sú skoðun sé enn ríkjandi hjá þjóð vorri, að stjórnarskipun Islands sé þá fyrst komin í það horf, er fullkomlega samsvari þörfum vorum, þegar æðsta stjórn landsins í hinnm sérstaklegu málefnum þess er búsett hér á landi«. Með skýrari orðum er ekki unt að láta það uppi, að vér skoðum ekki frumvarp það, sem nú hefir verið sam- þykt, nein fullnaðarúrslit á stjórnar- skipunarmáli voru, þó að það verði að lögurn. Með skýrari orðum verður það ekki tekið fram, að vér erum að keppa að alinnlendri stjórn, þó að vér viljum sætta oss við það, sem nú hefir verið samþykt, ef meira fæst ekki, amiaðhvort vegna þess, að stjórnin sér sér ekki fært að bjóða meira, eða vegna hins, að þjóðin vill ekki leggja á sig stórum auknar stjórnarbyrðar. Hvernig ætti nú stjórnin að misskilja þingið á þann hátt, sem andstæðingar vorir hafa verið að gera ráð fyrir? Hvernig ætti hún, með þetta ávarp í höndunum, að fara að ímynda sér, að állar stjórnarbótaróskir þjóðarinnar séu f frumvarpinu fólgnar? Halda þeir þá, að stjórnin sé fábjáni? Eða hvers vegna ætti hún ekki að geta skilið mælt mál? Vér leyfum oss nú að fara þess á leit við alla skynjandi menn á land- inu, sem hafa hæfileika til að hugsa málið msð stillingu, hvort þeim virð- ist sem afturhaldsliðið hafi farið hyggi- lega að ráði sínu, hvort það muni í raun og veru hafa verið að reka er- indi þjóðarinuar, þegar það barðist gegn því með hnúum og hnefum og fekk því afstýrt, að neðri deild sendi konungi slíka yfirlýsing sem þessa. Gat það á nokkurn hátt spilt málstað vorum, að alt alþingi kæmi sér sam- an um að skýra stjórninni frá þessu í eindrægni og bróðerni? jpriðja mikilvæga atriðið í ávarpi þessu er sú yfirlýsing efri deildar, að hver svo sem afstaða stjórnarinnar til máls- ins kunní að verða, »þá mundi það að sjálfsögðu greiða mjög fyrir framgangi málsins og heillavænlegum úrslitum«, ef nú þegar yrði skipaður sérstakur ráðgjafi fyrir ísland, er semdi um mál- ið við alþingi á aukaþinginu. Sannleikurinn er sá, að með engu móti verður sagt, að sanngjarnlega sé við oss breytt af hinni nýju stjóro, svo framarlega sem vér eigum enn að semja um málið á sama hátt og að uudanförou. |>að verður naumast tal- ið sæmilegt, að neyða oss til að semja við iandshöfðineja einan, mann, sem aldrei getur svarað með neinni vissu um vilja stjórnarinnar, ef nokkur vafa- atriði koma upp, þó að hann vildi það, sem hann ekki vill, mann, sem vitanlega hefir alt af róið öllum árum að því að samningar tækjust ekki, og samt sem áður lýst yfir því, að það væri barnaskapur að semja ekki, mann, sem afsegir á þinginu í sumar að koma með nokkurar breytingartillögur við málið f því skyni að gera það aðgengí legt fyrir sjórnina, en talar svo á næsta þingi á undan, sem hann vildi fyrir hvern mun að inálið næði fram að ganga. f>að væri gabb og hneyksli, að senda þinginu enn slíkan mann einan til samninga um það stórmál landsins, sem öll þess velferðarmál standa að meira eða minna leyti í sam- bandi við. f>ess er mikillega að óska og vænta, að ávarpið hafi þ>inn árangur, sem til er ætlað: að stjórnin íhugi nú vandlega, hvort hún ekki sór sér fært að slaka svo á ríkistengslunum, að vér getum fengið alinnlenda stjórn í éérmálum vorum, hve nær sem þjóðin telur sér fært að taka á sig þær byrðar, sem því eru samfara, hvort sem það verður nú eða síðar, og láti uppi afdráttarlaust skoð- un sína á því efni; að hún tjái sig þess al’oúna, að stað. festa það frumvarp, sem samþykt hefir verið, svo framarlega sem hún sér sét ekki fært að raska neitt sam- bandinu milli landanna, eða þjóðin treystir sér ekki til að taka á sig aukn- ar stjórnarbyrðar; og að hún fái skipaðan sérstakan ráð- gjafa fyrir ísland nú þegar eða að minsta kosti fyrir næsta aukaþing, svo að hann geti samið við þingið fyrst og fremst um stjórnarmálið, en því næst um önnui* velferðarmál þjóð- arinnar, sem svo brýn þörf er á að fá hrundið áfram tafarlaust. Geri hún þetta, þá eru ófriðaröld- urnar með þjóðinni lægðar á svip- stundu. f>á verður tafarlaust friður í landinu og þjóð og þing geta farið að vinna af alefii að velgengni landsins og menningu allri. Geri hún það ekki, verður auðvitað að halda uppi baráttunni gegn aftur- haldsöflum þjóðarinnar, þangað til þau eru brotin á bak aftur. Sendinefnd Samdægurs lagði á stað með póstskip- inu sendinefnd frá afturhaldsliðinu á þingi, þeir Hannes Hafstein sýslumaður og Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, á fund stjórnarinnar í Khöfn, til að reyna að bæta (!) fyrir stjórnarskrármálinu. Sumir segja, að 3. maður í nefndinni hafi verið dr. Finnur Jónsson, erindrek- inn frá Khöfn, er verið hefir í ráðum með stjórnarbótarfjöndum hér í sumar. Með skrautritað' skjal fóru þeir frá flokknum til stjórnarinnar, undirskrifað af flokksbræðrum sínum á þingi, (nema hinum konungkjörnul). Innihaldinu auðvitað haldið leyndu, eins og líka bezt á við um þannig undirkomin »dókumeut«. Alþingi var slitið í fyrra dag kl. 4. Gufuskip »Kronprindsesse Viktoria* kom á fimtudaginn var frá Leith. með steinolíu, kol o. fi. vörur til verzlA »Edínborg«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.