Ísafold - 28.08.1901, Síða 2

Ísafold - 28.08.1901, Síða 2
238 Lárus skiftir búi. Svo óskiljanlegt sem mér er það, að Lárus H. Bjarnasou Snæfellinga- yfirvald skyldi ótilneyddur fara að neyða mig til að rifja upp söguna af honum og amtmanni í rannsóknar- málinu út af stúlkuaumingjanum í Breiðavikurhreppi (sbr. grein mína iEinkenniieg fjárkrafat í 57. tbl. Isa- foldar þ. á.), þá er þó hitt mér enn óskiljanlegra, að hann skuli sjá sér nokkurn hag í þvl að neyða mig til að fletta ofan af atferli hans sem skiftaráðanda í dánarbúi fyrirrennara hans í embættinu, Sigurðar heitins sýslumanns Jónssonar. Sagan af honum í því máli er, í sem fæstum orðum, sú, er hér fer á eftir. Lárus tók við Snæfellsness- og Hnappadalssýslu í ágúst 1894. Eitt af embættisstörfum þeim, er þá lágu fyrir honum, var að skifta nefndu búi og þá meðal annars ráðstafa húseign þess. þegar hann var nýkominn í sýsl una, bauðst hann til að kaupa pessa húseign fyrir 8000 kr. Hann þrætir sjálfsagt fyrir þetta, eins og hann hefir þrætt fyrir það áður, En það er ekki til neins fyrir hann. Pari hann í mál út af þessari Staðhæfing minni, þá get eg sannað hana. Um þessar mundir stóð svo á í Stykkishólmi, að tveir aðrir embættis- menn þar, læknir og sóknarprestur, þurftu að sjá sér fyrir húsnæði, ann- aðhvort kaupa sér íbúðarhús eða koma því upp. En þeir gerðu ekki boð í húseign dánarbúsins, aí því að þeir víbsu ekki annað en að sýslu- maður ætlaði sér að kaupa hana. Að hinu leytinu gerðu ekki aðstandendur búsins, sem ant var um að sem mest yrði úr eignum þess, neina tilraun til að fá þá til að kaupa húsið, af því að þeir trúðu sýsl^imanni; þeim datt ekki annað í hug en hann mundi Standa við loforð sitt, og þeir gátu ekki gert sér í hugarlund, að hann, skiftaráðandinn sjálfur, mundi fara að hafa af búinu. Meðan óséð var, hverjar ráðstaf- anir þeir læknir og prestur gerðu til þess að afla sér húsnæðis, dró sýslu- maður málið á langinn, þóttist að sönnu ætla að kaupa húsið, en vera neyddur til að fresta kaupunum fyr- ir peningaþröng, og gerði auðvitað enga gangskör að því að fá annan kaupanda. En þegar þessir embættismenn, læknirinn og presturinn, höfðu ráðið af að reisa sér hús sjálfir, lét sýslumaður það loks uppi á skiftafundi í búinu, að ekkert boð hefði komið í húseign- ina. Einn af aðstandendum búsins gat þess þá, að sig furðaði á þessu, þar sem honum hefði skilist svo, sem sýslumaður hefði lofað að kaupa hana fyrir 8000 kr. Lárus sagði það ekk- ert loforð hafa verið, beldur vilyrði að eins, og lét sem hann mundi alls ekki vilja kaupa húsið. Samkvæmt ályktun þessa skifta- fundar auglýsti hann svo húseignina til sölu í desembermánuði 1895 í ísafold og tók það frara í auglýsing- unni, að boð skyldu komin til skífta- ráðanda fyrir lok aprílmánaðar næsta ár, og að lægra boði en 7000 kr. yrði ekki tekið. Málið lá svo í salti þangað til á áliðnu sumri 1896 að öðru leyti en því, að Lárus fekk skipaðan annan skiftaráðanda í bú- jnu, að því er húseígnin'a snerti, með því að hann ætlaði sjálfur að gera þoð í hana. Sá skiftaráðandi var Sigurður Gunn- arsson prófastur í Stykkishólmi. þ. 12. sept. 1896 var svo næsti skiftafundur haldinn. A þeim fundi komu fram tvö boð í húseignina, annað frá Lárusi H, Bjarnason sýslu- manni upp á 7000 kr., dagsett, vit- undarvottalaust, 17. aprfl 1896, og ekki fengið í hendur hinnm setta skiftaráðanda fyr en þá á fundinum; hitt upp á 8000 kr., dagsett 31. júlí. Á þessum fundi hélt sýslumaður því fram með mikilli ákefð, að hann ætti heimting á húsinu, af því að sitt tilboð væri það eina, sem komið hefði fyrir þann tíma, er tiltekinn hafði ver- ið í auglýsingunni. þó að ekkert hefði verið aðhafst í málinu allan tímann frá apríllokum til 12. september , þá átti samt, eftir kenningu Lárusar, skiftafundinum að vera óheimilt að taka til greina tilboð, er komið hafði á þeim tíma! Einum af umboðsmönnum þeirra, er að búinu stóðu, fekk sýslu- maður hrundið frá atkvæðagreiðslu um málið, líklega vegna vitneskju um, að sá umboðsmaður væri sér andvígur í málinu, en í algerðu lagaleysi, eftir amtmannsins eigin skoðun. En þó að ótrúlegt sé, fekk hann hina umboðs- mennina, tvo borgara í Stykkishólmi, til þess að fallast á þessa kröfu sína. það er nokkur bending, og hún ekki sem fegurst, um ástandið þar vestra. En hinn setti skiftaráðandi, Sigurð- ur prófastur Gunnarsson, tók þá af skarið og úrskurðaði að 8000 kr. til- boðinu skyldi tekið. Út af þessu, að hann getur ekki Bvift búið 1000 krónum, verður Lárus svo æfur, að hann tekur forsætið og kveður upp svo látandi •úrskurð: Með því að hinn reglulegi skifta- ráðandi lítur svo á, sem sinn réttur sé borinn fyrir borð með úrskurði hins setta skiftaráðanda, hlýtur hann að sækja búið og hinn setta skiftaráð- anda að lögum fyrir réttarspjöllin, og getur því eigi gegnt skifcaráðanda- störfum lengnr. Úrskurðast því: Hinn reglulegi skiftaráðandi víkur sæti í búi þessu«. þegar fregnin um aðfarir Larusar á þessum skiftafundi barst suðnr, skrifaði amtmaður hinum setta skifta- ráðanda bréf, sem nú er nafnkent orðið. Eg tel réttast að prenta bréf- ið í heild sinni, svo að enginn ágrein- ingur geti um það orðið, hvað í því stendur, ásamt staðfestingarvottorði yfirvaldsins, svo Lárus rengi ekki að rétt sé með farið. Bréfið er svo lát- andi: Reykjavik, 6. dag októberm. 1896. Háttvirti herra prófastur! Eg leyfi mér að þakka yður privatim fyrir yðar góðu frammistöðu í búi Sigurð- ar sýslumanns, sem eg í alla staði felst á; síðar mun eg skrifa yður officielt, um leið og eg skipa skiftaráðanda til þess að taka við búinu að öllu leyti, en eg hef ekki fengið beiðni sýslumanns hér að lútandi. Eg get ekki annað en furðað mig i hæsta máta yfir framkomu sýslumanns, og hann getur hreint og beint eyðilagt sina >carriére«, ef hann nú ekki laetur sitja við það, sem komið er; hann hefir sent hingað mann, sem kom á undan yðar bréfi til min, með bréf til cand. Grisla ísleifssonar um að hann tæki út yfirréttarstefnu til þess að áfrýja úrstturði yðar, en (I. í. lét hann vita, að slíkt mál tæki hann eigi að sér. Það er merkilegt, að L. B. sknli ekki finna til þess, að hann sem skiftaráðandi á fyrst og fremst að lita á hagsmuni bús þess, sem hann hefir til meðferðar; í stað þess rær henn öllum árum að því, að búið missi 1000 kr. Hann ætti lika að muna eftir þvi, að það verður ekki tekið vel upp, að dómarar og skiftaráðendur vikja úr sæti að orsakalausu, sbr. 2. gr. tilsk. 19. ágúst 1735, og hann gæti búist við að hann fengi að vita, að honum væri frjálst að fara algjör- lega eða losast við sin embættisstörf yfir höfuð. L. B. má vera yður þakkiátur fyrir úrskurð yðar; illa leizt landsböfðingja á framkvæmdir hans; hann átti beldur ekkert með að mótmæla umboðsmanni frú Gruð- laugar, og get eg ekki séð, að það atriði komi honum við. I gær morgun kora »Laura« í mesta ofsa-veðri, sem byrjaði laugardagskvöldið; eg man ekki eftir öðru eins hvassviðri; enginn komst í land í gær og pósturinn er víst ekki kominn í land enn. Eg bið yður að flytja konu yðar vin- samlegustu kveðju mína og kveð yður með beztu heillaóskum minum. Vinsamlegast yðar J. Ilavsteen. * * * AtS eftirrit þetta sé orð fyrir orð sam- hljóða mér sýndu frumriti, vottast hér með notarialiter eftir nákvæman samanburð. Notarius publicus í Reykjavík 6. apríl 1901. Halldór Danielsson. Q-jald 12 — tólf — aurar borg. H. D. f>elta bréf lét aíra Sigurður af hendi við mig, eftir áskorun frá mér, þegar hann fekk að vita, að Lárus' hefði haft einurð til að lögsækja mig meðal annars fyrir þau ummæli, að eg hefði ekki gert mér sérlega háfleygar hugmyndir um óhlutdrægni hans, því að eg þekti hann nokkuð af afspurn. Síra Sigurður gat þess við mig, þegar hann afhenti mér bréfið, að hann teldi sig gera það í þjónustu réttlæt- isins og sannleikans. Hann gat ekki fengið af sér að neita um annað eins skjal og þetta, jafnauðsætt og það var, að það átti nú að koma fram í dags- birtuna. Fyrir þetta hellir nú Lárus yfir hann ókvæðisorðum í hverri |>jóð- ólfsgreininni eftir aðra — fyrir það, að prófastur hefir ekki viljað hylma yfir atferli hans, jafn-óskaplegt og það hefir verið. En það veit eg, að nver mað- ur með óspilta réttlætistilfinning finn- ur það og kannast við, að í þessu hafi síra Sigurði farist, eins og honum er títt, sem samvizkusömum sæmdar- manni, manni, sem ekki lætur troða réttlætið undir fótum, án þess að styðja það, ef hann á þess kost, Síra Sigurður tók það jafnframt fram við mig, að hann teldi amtmann hafa sæmd, en ekki vansæmd afþessu bréfi. Og vitanlega er það alveg satt. Hann hefði reyndar að sjálfsögðu haft enn meiri sóma af því, ef hann hefði gert gangskör að því að fá Lárus rek- inn frá embætti fyrir þessar aðfarir. En bréf hans sýnir að minsta kosti það, að honum fellur illa, þegar em- bættismenn, sem undir hann eru gefn- ir, haga sér á þann hátt, sem Lárus hefir hagað sér. |>ví miður hefir amtmaður| ekki lát- ið lenda við þetta bréf sitt. Hann gerði í vor »bragarbót«, eins og Lárus kemst að orði í f>jóðólfi. Bragarbótin var í því fólgin, að reyna að klóra yfir sín drengilegu og ákveðnu ummæli í þessu bréfi og lofa Lárusi að leggja fyrir réttinn þá skýringu á bréfinu, að hann »hafi að eins viljað láta í ljós þá skoðun« sína, »að sýslumaður Lár- us Bjarnason naumast hefði átt að halda rétti þeim til streitu, er hann áleit sig hafa til þess að fá eignarrétt að húsi því, sem búinu til heyrði, fyrir 1000 kr. lægra verð en boðið var í það frá annari hlið, og enn fremur, að það hafi komið í sig »þykkja út af bréfi, sem sýslumaður skrifaðia hon- um »snertandi meðferð búsins, og út af því, að hann vék sæti sem skifta- ráðandi í því síðar að öllu leyti«. f>essa yfirlýsing amtmanns lagði málfærslumaður Lárusar í rótt 9. maí síðastl. En 23. sama mánaðar lagði mál- færslumaður minn - aftur í rétt bréf frá amtmanni. f>ar er lýst yfir því tví- mælalaust, að amtmaður geti að öllu ley ti s t a ð i ð v i ð þ a ð, sem hann hefir sagt i bréfinu til síra Sigurðar Gunnarssonar! Eg ætla alls engum orðum að fara um þá staðfestu og þann skörungsskap^ sem amtmaður þannig hefir sýnt í málinu. Blaðamannareynslan er sú, að fæst orð hafa í slíkum sfnum minsta ábyrgð. En á hitt bendi eg, að amtmaður má þakka það vini sínum og skjólstæðing, Lárusi sýslu- manni Bjarnason, að þetta kemur nú alt fyrir almennings sjónir. Svo skal eg lúka máli mínu með einni athugasemd. í kjörfundarræðu minni í Stykkis- hólmi 22. sept. síðastl. tók eg það meðal annars fram, að kynlegar sögur bærust af embættisfærslu sumra manna hér á landi, og að ekki væri vanþörf á stjórn, sem hefði nákvæmara eftir- lit. Lárus tók þetta til sín, lagði höndina á hjarta sér og lýsti yfir því, að öllum værivelkomið að grannskoða sínar embættisgjörðír. Mér er það ljóst nú, að hann hefir ekki ástæðu til að óttast núverandi yfirboðara sína. f>að talast væntan- lega svo til milli hans og þeirra, að engin hætta er á rekistefnu, þó að eitthvað kunni að koma upp úr kafinu, sem blaðamönnum og öðrum embætt isleysingjum kann að þykja kynlegt. Og jafn-ljóst er mér hitt, hvernig á því getur staðið, að hvorki hann nó vinir hans hér á landi, sem yfir hann eru settir, eru fíknir í ráðgjafa, sem getur lesið íslenzku blöðin. E. H. A stjórnarinnar fund Siðasta úrræðið. Fast sækir afturhaldsliðið róðurinnf Við kosningarnar síðustu var öllum þeim öflum beitt á þjóðina, sem henni veitir örðugast að standast, til þess að fá hana til að hafna stjórnarbót- inni, og þá auðvitað einkum embætt- isvaldinu og bankavaldinu. En það kom ekki að tilætluðum notum. Meiri hluti þingfulltrúanna urðu stjórnarbótarmenn. Svo fer landshöfðingi utan síðara hlut vetrar. íslandsráðgjafinn hafði, þegar hann tók við völdunum, haft ríkan áhuga á að leiða stjórnarskrár- málið til lykta. Landshöfðingja verð- ur svo vel ágengt við hann, að hann hefir urnboð til að lýsa því yfir á þinginu í sumar, að stjórnin sé ekki málinu hlynt. Samt kemur starf hans ytra ekki að tilætluðum notum. Alþingi fær jafnframt góðan boðskap frá konungi, boðskap, sem gefur stjórnarbótarmönn- um nýtt hugrekki. f>á er öllum brögðum beitt á þing- inu til að fá málið ónýtt. Nýtt frum- varp er borið upp. Breytingartillögur eru gerðar við frumvarp stjórnarbótar- manna. Landshöfðingi heldur ræðu til að spilla fyrir málinu af al- efli og afsegir að koma með nokkurar breytingartillögur, sem kippi því írétt horf frá hans sjónarmiði. Stöðugt er reynt að ginna stjórnarbótarmenn til að yfirgefa flokk sinn eða villa þá út á glapstigu í málinu. Og loks, þegar málið er afgreitt af þinginu, ör þess krafist með frekju, aðdróttunum og ó- kvæðisorðum að þingið kalli það aft- ur, sem það hefir samþykt.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.