Ísafold - 28.08.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.08.1901, Blaðsíða 3
239 Alt verður þetta áranguralaust. Frumvarp afturhaldsliðsms reynist sumpart vitleysa, sumpart háski, þeg- ar farið er að skoða það. Breyting- artillögurnar eru af sama toga spunn- ar og stjórnarbótarmenn vilja ekki við þeim líta. Fortölur landshöfðingja láta þeir eins og vind um eyrun þjóta og telja sig komast af án þeirrar að- Stoðar hans, sem er ófáanleg. Stjórn- arbótarmenn láta ekki ginnast. Og afturköllunarflanið lízt þeim fjarstæða og ósvífni. þá ér síðasta úrræðið tekið. Tveir af nánustu vinum og fylgismönnum landshöfðingja, Tryggvi Gunnarsson og Hannes Hafstein, eru sendir á fund stjórnarinnar. Náttúrlega segjast þeir ætla að fara til að útvega eitthvað »meira«. Agnúinn er sá einn, að þeir vita ekkert, hvað þetta »meira« ætti að vera. Alinn- lendri stjórn hafa þeir báðir verið fjandsamlegir alt af síðan er farið var að berjast fyrir henni. Tíumanna- frumvarpið bafa þeir ekki þrek til að biðja um, eftir þær viðtökur, er það hefir fengið í sumar. |>eir g e t a ekki átt neitt slíkt er- indi, sem að biðja um meiri umbætur á stjórnarskránni fyrir þjóðarinnar hönd. J>ví fer svo fjarri, að þeir hafi nokkurt umboð til þess, að þeír hafa enga hugmynd um, nvað þjóðin mundi nú aðhyllast annað en frumvarpið, sem samþykt var í sumar. Og þeir fara ekki heldur í neinum slíkum erindum. f>eir fara í sömu erindum, sem hinn sanni umbjóð- andi þeirra, landshöfðingi, fór í vet- ur. jpeir fara til þess að spilla fyrir stjórnarbótinni, telja stjórninni trú um hina og aðra vitleysu í því máli. Svo langt erum vér þá komnir! f>egar báðar deildir alþingis sam- þykkja frumvarp um umbæturástjórn- arskránni, þá takast nánustu vinir landshöfðingja ferð á hendur á stjórn- arinnar fund til þess að fá hana til að sinna e k k i löggjafarþingi þjóðar- innar! Væntanlega kunna íslendingar að meta slíka þjóðrækni. Bða finst mönnum það ekki ánægju- leg tilhugsun, ef það fer að tíðkast, að sá flokkurinn, sem undir verður á þingi, rjúki í stjórnina til þess að fá hana til að virða samþyktir þess að vettugi? Hingað til hefir mönnum þótt nóg um synjunartillögur landshöfðingja eins, hafa kunnað því hálfilla, þegar hann hefir lagt kapp á að fá gjörðir þingsins ónýttar. Nú treysta menn því sýnilega ekki, að synjunartillögur hans muni reynast nógu öflugar, hafa ekki fulla von um, að vinstrimannastjórnin muni meta hans orð meira en þingsins. þess vegna eru þingmenn sjálfir sendir á stað — þeir, sem eru sama sinnis sem landshötðingi. Framfarirnar eru miklar. Og þjóð- in kann vonandi að meta þær. Enn um Ólafsdalsskólami Eftir alþm. Guðján Guðlaugsson. XTI. þ>á verð eg að geta þess að lokum, að eg get ekki verið þeirrar skoðunar, að hyggilegt væri að leggja þennan skóla niður, þótt betur stæði á en nú. Skólinn stendur að minni hyggju fullkomlega jafnfætis hinum búnaðar- skólunum og er að líkindum enn fremst- ur þeirra, að því er aðalatriðið snert- ir, nefnil. kenslu piltanna. Hann er prýðilega 6Óttur og það úr fjarlægum héruðum, í nánd við Hóla- og Eiða- skóla. Nemendur þaðan hafa reynst yfirleitt beztir af búfræðisnemum vorum og ávalt fá þeir næga atvinnu, þegar náminu er lokið. þeir eru orðnir ráðair hjá félögum eða einstökum mönnum nokkuru áður en þeir lúka náminu, og er ekki að sjá neina hnignun í því efni; því síðasta vetur voru þeir, sem í vor fóru af skólanum, allir ráðnir um miðjan vetur, og vissi eg af mönnum, sem hefðu tekið fleiri þeirra, ef fleiri hefðu verið til, og sann- ar þetta alls ekki, að skólinn sé ó- þarfur. Sú ástæða gegn skólanum, sem eg hefi heyrt fleygt, ef ástæðu skyldi kalla, að nemendurnir væru allir úr öðrum landsfjórðungum nú síðustu ár- in, sem vér þyrftum ekki að kosta skóla fyrir, virðist mér ærið léttvæg, þegar þess er gætt: 1. að það sannar að eins, hvað skól- inn er í meira álití en þeir skól- ar, sem nemendurnir voru nær; 2. að þessi skóli hafi betur birgt upp sinn landsfjórðung með jarð- yrkjumenn, en hinir sína; og 3. að það virðist engu máli skifta, hvaðan nemendurnir koma; því þó þeir komi norðan og austan, þá gotur vesturamtið notið þeirra eins og hin, þegar þeir hafa num- ið búfræðina, epda eru þau dæmi alls ekki fá. þó það kunni að vera orðin almenn skoðun, að leggja eigi niður 2 búnað- arskólana, með því að tveir skólar á landinu séu nægilegir, þá getur það ekki talist ráðlegt, að byrja á þeim skólanum, sem fremst stendur, og ekki getur það talist hyggilegt, að hrapa að því, að afmá gamla og rót- gróna stofnun, fyr en hún sjálf fer að sýna á sér einhver dauðamerki, og lítur svo út, sem Vestfirðingum farist nokkuð öðruvfsi að stöfum en Norð- lendingum, sem eru með öllum ráðum að reyna að basla við Hólaskóla, sem sjálfur hefir þó unnið sér til ólífis að undanförnu, og furðanlegt má það heita, að enginn hreyfir því á þing- inu, að nokkuð sé við þann skóla at- hugavert, þó það sé flestum vitanlegt, að hann er þegar hættur sem búnað- arskóli; og er það nokkuð undarlegt, ef sá skóli þykir sjálfsagður til lífs, sem flestir búfræðisnemar hafa fælst að undanförnu, og er nú hættur við alla verklega kenslu, búinn að sleppa því verklega, er allir hafa óskað að yrði aukið, en heldur eftir bóklegu kenslunni, sem allir hafa talið minna virði og án hinnar getur aldrei orðið nema hégóminn einber. En Ólafs- dalsskólinn, sem hefir dregið að sér nemendur úr fjarlægum hóröðum, og heldur öllum sínum veg, hann skal falla. XIII. Margir hafa fundið Ólafsdalsskól- anum það til foráttu, að jörðin Ólafs- dalur væri of lítil og kostasnauð bún- aðarskólajörð. En þó að það sé á nokkurum rökum bygt, að hentugri búnaðarskólajarðir sóu til á nokkur- um stöðum, þá er nú búið að bæta svo úr því með hinum jörðunum, að kostavöntun Ólafsdals getur ekki kom- ið að gjaldi héðan af, enda hefir Ó- lafsdalur líka mikla og góða kosti í ýmsum greinum, og víst er um það, að engir þeir ókostir fylgja henni, er valda þvi, að námið geti ekki verið þar eins fullkomið og á hverri annari jörðu sem er, og þ a ð e r þ ó a ð a 1- a t r i ð i ð. Og til frambúðar tel eg þá hagfeldasta búnaðarskólajörðina.sem er þægilegust og hættuminst, sem minst þarf að eiga framtíð sína undir frá bærri atorku og hæfileikum skólastjór- ans; því ávalt hlýtur að velta á ýmsu um þá hepni, að fá slíkan manu. XIV. Að þessu leyti tel eg Ólafsdal langt- um fremri en Hvanneyri, sem hefir þá ókosti samfara hinum stærstu kost- um, að þar getur alls ekki þrif- ist búnaðarskóli nema með fyrirtaks- skólastjóra að atorku og hæfileikum, og er það eitt af því óviðfeldna, ef Hvanneyrarskólinn á sterkastan þátt í því að drepa Ólafsdalsskólann; þessi skólí, sem eingöngu fyrir það, að hann fekk lærisvein frá Ólaísdalsskóla, hefir hafist upp í álitlegan búnaðarskóla úr því einstakasta óstands- og óverubæli, hinu áþreifanlegasta búnaðarhneyksli með búnaðarskólanafni, sem hægt er að hugsa sér. Atorka þessa manns, sem er lærisveinn frá Ólafsdalsskólan- um og tengdason Torfa, á þá að verða til þess óbeinlínis, að kippa fótunum undan þeim skólanum og þeim mann- inum, sem Hvanneyrarskólinn á mest að þakka, þegar flett er niður í kjöl- inn. Eg vil ekki segja, að Hvanneyrar- skólinn falli með sínum skólastjóra; én hann géturgjört þ a ð, og af því að hann getur það, þ á ættu Vest firðingar að hugsa sig um, áður en þoir kasta allri smni áhyggju í bú- fræðislegum efnum upp á hann. Eitt tel eg víst, og það er, að margir munu sakna Ólafsdalsskólans, þegar hann er farinn, og því fleiri mun taka það sárt, ef iðjuþróttur Torfa Bjarnasonar fellur úr sögunni fyrir tímann, »Betri er biðlund beðin, en bráðla illa ráðin«. Munið það, Vestfirðingar! 18/8—1901. Ávarp til konungs frá efri deild alþingis. Mildasti herra konungur! Boðskapur Yðar Hátignar til alþingis þess, sem nú er að ljúka störfum sín- um að þessu sinni, þar sem oss er heitið því, að Yðar Hátign muni ekki synja um staðfesting á þeirri breyting á stjórnarskrá vorri, er haldi sér innan þeirra takmarka, sem boðskapurinn af- markar, ef fylgi alþingis fáist til slíkrar breytingar, hefir glatt oss hjartanlega. í frumvarpi því til stjórnarskipunarlaga, sem nú hefir verið samþykt af báðum deildum alþingis, höfum vór leitast við að sameina það tvent: að fara ekki út fyrir þann grundvöll, sem afmarkaður er í boðskap Yðar Hátignar, og jafn- framt að taka til greina óskir þær frá hálfu þjóðar vorrar, er fram komu við kosningar til alþingis síðastliðið ár og endurteknar hafa verið á þingmálafund- um á síðastliðnu vori, að svo miklu leyti sem þær halda sér innan nýnefndra takmarka, enda erum vér sannfærðir um, að sú breyting á stjórnarskipun vorri, sem farið er fram á í frumvarpi þessu, feli í sór umbætur á stjórnarfari voru, sem muni reynast oss mikilvægar og heillavænlegar og bezt samsvari högum vorum, eftir þeim skilningi á sambandi voru við Danmörku, sem hing- að til hefir verið haldið fram af stjórn Yðar Hátignar. En vór teljum oss jafnframt skylt að láta þess getið, að hin íslenzka þjóð hefir aldrei verið fylli- lega ánægð með það fyrirkomul&g, sem bygt er á þessum skilningi, og það er sannfæring vor, að sú skoðuu só enn ríkjandi hjá þjóð vorri, að stjórnarskip- un Islands sé þá fyrst komin í það horf, er fulikomlega samsvari þörfum vorum, þegar æðsta stjórn landsins í hinum sérstaklegu málefnum þess er búsett hór á landi, enda hefir þessi skoðun komið fram á þingi í sumar hjá mörg- um þingmönnum. Þar sem nú breyting sú, sem farið er fram á í hinu samþykta frumvarpi, að eins er komin hálfa leið og nú er fyrir höndum þingrof og nýjar kosn- ingar, ölum vér þá von, að Yðar Hátign megi þóknast að láta uppi að Yðar hálfu og stjórnar Yðvarrar yfirlýsing um málið, og leyfum vér oss allraþegn- samlegast að taka það fram, að hver svo sem afstaða stjórnar Yðvarrar kynni að verða, þá mundi það að sjálfsögðu greiða mjög fyrir framgangi málsins og heillavænlegum úrslitum, ef Yðar Há- tign mætti þóknast að skipa nú þegar sérstakan ráðgjafa fyrir Island, er geti helgað málum vorum krafta sína óskifta og verið í heillavænlegri samvinnu við alþingi. Væri hinn nýi ráðgjafi fyrir ísland sjálfur staddur hér í Reykjavxk um þingtímann næsta sumar, til þess ásamt landshöfðingja vorum að sernja um málið við fulltrúa þjóðarinnar, væntum vór þess fastlega, að það mundi leiða til hinnar farsællegustu úrslita. Jafnframt og vér með hjartanlegu þakklæti minnumst margra og dýrmætra velgjörða Yðvarrar Hátignar við laud vort á liðinni tíð, biðjum vór algóðan Guð að blessa Yðar Konunglegu Hátign á ókomnum tíma, Yðar konunglegu ætt, lönd Yðar og ríki. Fjárlögin. Rúm l[/2 milj. eru tekjurn- ar áætlaðar um næsta fjárhagstímabil, árin 1902 og i 903, í f járlögum þeim, er hið ný- afstaðna þing hefir samþykt og afgreitt. En útgjöld rúml. 130 þús. kr. meiri. Sá halli gengur á viðlagasjóð. Hér verða taldar ýmsar fjárveitingar, nýjar, eða þá svo merkilegar, að almenningi þykir fróðleikur í. Flutningabrautir. Til þeirra, ak- vega samkv. vegalögnm frá 1894, eru ætl- aðar als 48 þús. kr. um fjárhagstímahilið, og því fé skift þannig niður: fram Eyjafjörð . . 12 þús. um Fagradai ... 6 — upp Borgarfjörð . . 6 — til viðhalds flutn.brauta 24 — Þjóðvegir. Þá eru ætlaðar til þjóð- vega, annara en flutningahrauta, samtals 92 þús. kr., er skiftast þannig: a.) framhald Mýravegarins frá Urriðaá að Hitará....................20 þús. h.) vegur við Stykkishólm . 5 — c.) vegagerð á Hrútafj.hálsi . 10 — d) — á Fjarðarheiði . (N.-múl.) . . 6 — e. ) — á Mýrum í Aust- urskaftafs. . . 3 — f. ) — í Hrútafirði . . 2 — g. ) hrú á Skaftá (gegn 1000 kr. frá sýslunni).............7 — h. ) vegahætur og vegaviðhald: í N.-múlasýslu 4 þús., S.- múla. 4 þús, i N.-amti 18 þús., í Suður- og Yestnr- amti 13 þús., Samtals. 39 — Annað vegafé. Þar eru ætlaðar til fjallvega, er landssjóður kostar að öllu leyti. 10 þús. kr. alls, og styrkur veittur til sýsluvega, rúm 15 þús alls, þar á meðal til Breiðadalsbeiðar 5 þús. (gegn 2^2 þús. frá sýslufélögunum), til Brekknaheiðar í N.-múl. 5 þús. (gegn 2'/2 þús. frá sýslnnni), til dragferjuhalds á Héraðsvötnum 600 kr. (300 hvort árið), viðbótarstyrkur til brúar- gerðar á Hörgá 21/, þús., til að brúa Ós- inn í Bolungarvík 2 þús. gegn jafnmiklu frá héraðsmönnum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.