Ísafold - 09.11.1901, Page 3

Ísafold - 09.11.1901, Page 3
því, sem bezt verður séð, * skiftum við ömmr ver trygð verðbréf, sem gátu sömu vexti, en eru líklega auðseldari í Danmörku. — f>að gagnar lítið, það yfirskin bankastjórans, að hann hafi tekið þessi ver trygðu bréf af því, að Islendingar gætu ekki haft þörf á penmguaum 1 vetur, því það vita allir, að bankinn hefir þörf á meiri pen- ingum en 200 þás. króuum á hvaða tíma árs sem er, í viðbót við það, sem hann hefir nú, svo framarlega sem bankastjórnin kanD að fara með peninga. Ábyrgð landssjóðs á þessum seldu 200 þúsund krónum eru vextirnir, 4}/2 °/0, eða 9000 krónur. Lánstraust landssjóðs í Danmörku hefir bankastjórinn þannig, með œrnum kostnaði fyrir bankann, kvalið uþþ i einar 9000 krónur, með aðstoð annara trygginga fyrir veðdeildarbréfunum, sem þegar eru upp taldar. Og hann hafði talið þe8si verðbróf seld í fyrra haust, svo salan hefir þá verið komin til orða heilu ári áður en bankastjór inn fór utan. Hér bætist nú við, að svo lítur út, sem bréfin hafi verið keypt meir í gustukaskyni en fyrir e f t i r- spurn, því ef bréfin hefðu verið komin í sæmilegt álit, þá mundi banka- stjórinn hafa getað fengið kaupendur fyrir þau í kaupmannasamkundunni (Börsen) í Khöfn, og bréfunum verið skapað þar markaðsverð, eins og mörg- um öðrum verðbréfum ; en því fer fjarri, að bankastjóranum hafi tekist það. f>að verður þvi, samkvæmt þessu, ekki talið, að veðdeildarbréfin séu enn komin á hinn danska markað; því er miður. Bankastjórinn gerir mikið úr því, að Landmandsbankinn í Höfn hefir lofað að taka veðdeildarbréfin að veði fyrir 500 þús. kr. láni, sem hann vill veita með 4% vöxtum. Við þetta er að athuga, að það er Landmands- b a n k i n n, sem veitir þesai kjör, banki, sem stórgræðir á bankanum hér á hverju ári, beint og óbeint, banki, sem þess vegna vill fyrir hvern mun, að hlutafélagsbanki komist ekki á fót, svo hann missi ekki hag sinn af viðskiftuuum við bankann hér, stofnun, sem var sá eini banki í Höfn, sem skoraðist þegar í fyrstu undan því, að taka þátt í stofnun hlutafé- lagsbanka hér, af því hann vildi sitja e i n n að gróðanum. e s s i banki mundi því haía unnið til, að lána landsbankanum þessi 500 þús. kr., þó lítið eða ekkert veð væri í boði, ef hann að eins gat átt von á, að þar með væri fyiir það girt í bráð, að stofnaður yrði annar banki, sem hefði viðskifti sín við aðra banka en sig. jpegar þessa er gætt, er alls ekki unt að telja þetta traust landssjóði til neinnar verulegrar inntektar. S a 1 a veðdeildarbréfanna er sá eini á b y g g i 1 e g i mælikvarði fyrir traust- inn. En af hverju stafar það, að lands- sjóður hefir svo lítið traust í Dan- raörku ? f>að er afaráríðandi að finna hina réttu orsök, og að girða fyrir hana, ef hún er finnanleg. Aðalorsökina tel eg b a n k a s e ð 1- a n a. B. Kr. -----1 ^1» «---- Veganefndin. Bæjarstjórn Reykjavík- nr kaus í fyrra dag nýja veganefnd (sbr siðasta fund). Hún endurkans þá Sigurð Thorodd- sen og Guðmund Björnsson; 3. maðnr i nefndinni varð Magnús Benjaminsson, i stað Tr. Gunnarssonar áður, er ekkert atkvæði fekk nú. Þvi reiddist hann svo, að hann kvaðst segja sig »hér með« úr bæjarstjórn- inni (sem var lögleysa) og rauk af fundi. „Yit fyrir landlækni“. Ritstj. »Norðurlauds« genr ofurlitlar vel hugsaðar og orðaðar athugasemd- ir við framanskráð dæmi af skarlats- sóttinni á Húsavík og íhlutun land- læknis um það mál: skipun hans í þann mund, að hætta allri einangrun (sem landshöfðingi feldi úr gildi von bráðara aftur, til allrar hamingju). »Gerum ráð fyrir, að þessari kyn- legu sóttvarnarráðstöfun (landlæknis) hefði verið hlýtt. Enginn veit, hve mikið eignatjón, heilsutjón, manntjón hefði af henni hlotist.«. f>ví ef þetta eina barn á Húsavík er ekki einangr- uð, þá er.u »syeitir, sýslur, hver veit hvað mikið af landinu í voða«. »En er ekki ástandið orðið nokkuð rangsnúið, þegar mæður sjúkra barna verða að fara að hafa vit fyrir land- lækni til þessa að firra þjóðina þung- um sóttum?» Bankaseðlarnir. f>eir eru gefmr út, sem kunnugt er, á ábyrgð landssjóðs, án þess, að gull- forði sé hafður þöim til tryggingar, eins og bankaseðlum annara landa. f>essa seðlaútgáfuaðferð notuðu sum önnur lönd einnig á meðan þau vant- aði fé, þar á rneðal Danir; en alt af urðu leikslokin þau, að þessi aðferð sigldi sig um koll, peningaþörfin óx, seðlar þessir voru gefnir úí eftir því meir og meir, svo alt leiddi til hinna mestu vandræða á endanum. Menn íhuguðu ekki þá, að óhugsandi var að búa til stórfé af engu, en gættu ekki að, hvað það var lánstrausts- spillandi fyrir landið. Datiir kendu ekki síður en aðrir á því, hvað óviturlegt það var, að gefa út seðla sem peninga, án þess nokk- ur gull- eða Silfurforði stæði á bak við, því Ríkisbankinn danski stofnaði Dön- um í hin mestu vandræði, sem þeir hafa nokkurn tíma komist í. Og ísland tapaði all-miklu fé fyrir seðlahrun Ríkisbankans gamla. Danir fengu að reka sig á það, að þeir gátu ekki trú- að sinni eigin stjórn til að takmarka hæfilega útgáfuna á þessum seðlum sínum. Dönum er þetta svo í fersku minni, þótt nú sé nær heil öld liðin síðan, að þeim mundi ekki detta í hug, að leggja út á þá braut. aftur. Nú vita Danir, að íslendingar hafa einmitt lagt út á sömu brautina i fjármálum sínum, þá braut, sem þeir brendu sig mest á: að gefa út banka- seðla án þess, að handbær gullforði væri settur þeim til tryggingar. — Getur þá nokkuð verið sennilegra en það, að almenningur í Danmörku beri lítið traust til l8nds8jóðs, sem ber á- byrgðina af útgáfu slíkra seðla, og til þe38 lands, sem notar þá, og til þess þings og þeirrar stjórnar, sem leiðist inn á þessa braut, þrátt fyrir reynslu Dana sjálfra? Er nokkur sanngirni í því, að ætl- ast til þess, að almenmngur í Dan- mörku treysti betur alþingi íslendinga til að gefa ekki út þessa bankaseðla fram yfir það, sem hættulaust er, en sinni eigin stjórn? Að þessu íhuguðu virðist það aug- ljóst, að landssjóður hefir vegna bankaseðlanna mist það lánstraust hjá Dönum, sem landssjóður annars ætti skilið, og mist það vegna hættunnar, sem af því getur stafað, að hinir ó- gulltrygðu seðlar verði gefnir út fram úr hófi. Og landssjóður getur með engu móti losað sig við það lánstrausts- leysi og komið veðdeildarbréfunum í nauðsynlegt álit meðal almennings í Danmörku, nema hann losi sig við þessa ábyrgð, og það er innan hand- ar fyrir hann að gera það, tíl mikilla hagsmuna fyrir þessa þjóð, ef þing og stjórn vill 'unna landinu gagnsins af því. B. Kr. Káíbrosleg ínaiiiialæti. það eru kátbrosieg mannalæti, er ritstj. afturhaldsmálgagnsins fer um daginn að setja Kristján yfirdómara Jónsson á kné sér og fræða hann og aðra um, hvað gerst hafi í viðskiftum þingflokkanna í sumar síðustu dagana, sem stjórnarskráin var ádagskrá. Enda er það lokleysa frá upphafi til enda, sem maðurinn fer með, og er eigi að kynja, með því að hann var, þm. Flóam., ekki árma'ð en' nauðá liðléttur vikapiltur áftúrhálásliðshöfðíngjanna, og hefir því ekki fengið annað að vita af þeirra ráðsályktunum en þeirri stöðu hans hæfði. Rétt notað lánstraust landssjóðs. Ef landssjóður byndi sér ekki þann bagga, að bera ábyrgðina á bankaseðl- unum, og ef hann að eins bæri á- byrgð á vöxtunum af veddeildarbréfun- um með aðstoð annara trygginga, sem settar hafa verið og settar yrðu, væri mjög sennilegt að áætla, að Island og út- lönd skoðuðu landssjóð góða ábyrgð fyrir svo sem 180 þúsund krónum á ári, en það samsvaraði vöxtum 4l/f/0 af 4 miljónum króna í veðdeildarbréf- um. Nú er veltufé það, sem hvílir á landssjóðsábyrgð: Bankaseðlarnir . . 750 þús. kr. Seld veðd.bréf upp undir 500 — — Samtals 1250 þús. kr. Mætti því senuilega gera ráð fyrir, að bankaseðlarnir skaði lánstraust lands- ins um alt að 3 miljónum króna, með öðrum orðurn: fyrirmuni landsmönnum að fá þá fjárhæð lánaða, og einmitt að fá hin hagkvæmari íán út á fast- eignir, og lán með vægum afborgun- arkjörum. Nú sem stendur mun veðdeildbank- ans vanta um 4 miljónir króna til þess, að hægt sé að veita lán út á hálft virðingarverð allra húsa í kaup- stöðum og verzlunarstöðum og jarða einstakra manna á landinu, og er þá farið eftir venjulegri virðingu húseign- anna, en jarðír metnar 100 kr. hundr- aðið, og þær veðskuldir, sem kunnugt er um, eru frá dregnar, Og ekki er gert ráð fyrir, að neitt sé afborgað af þinglýstum veðskuldum, sem flestar eru afborgunarlán, t. d. öll bankalán- in, svo gera má ráð fyrir, að veð- skuldirnar séu miklu minni en lands- hagsskýrslurnar sýna, sem hér er far- ið eftir að því er hús snertir, því ekki er venja að aflýsa afborgunum af veðskuldum fyr en alt lánið er end- urgreitt. Ef eg hefi fundið hina réttu or- sök fyrir lánstraustsleysi landssjóðs eða landsins, sem eg ætla, þá er það augljóst, að seðlaútgáfurétturinn er landinu til stórtjóns, en ekki ábata, og, eins og eg sýndi að framan, befir b a n k i n n sjálfur engan gróða af seðlunum; þn gróðinn fer í kostnað við bankahaldið og til landssjóðs. |>að lítið, sem bankinn leggur frá, kemur úr öðrum áttum, svo sem hægt er að sanna, ef þörf krefur. Fyrir því virðist liggja í augura uppi, að landssjóður á að losa sig sem fljót- ast við ábyrgðina af seðlunum, en leggja síðan sína óveikluðu krafta fram til þess, að auka v e ð d e i 1 d i n a, auka féð, sem lána má með sem væg- ustum afborgunarkjörum, sem vana- legir bankar vilja helzt vera lausir við, svo landbúnaðurinn, húsaeigend- ur og þilskipaeigendur geti fengið við- stöðulaust lán, á meðan þeir hafa nægt veð að bjóða. Á þennan hátt á að nota lánstraust landsíns, þ á f y r s t getur það konnð að viðunanlegum notum. Jafnframt því, að opnuð væri leiðin til þess að landssjóður gæti fengið nægt fé til fasteignarveðslána fyrir sölu veðdeild- arbréfa, þá mundu menn vonandi átta sig á því, að þjóðinni væri hollara að hafa banka með litlendu hlutafé, sem gæti lánað peninga til verzl- unar innanlauds og við útlönd, til skipaútgerðar, til lánsfélaga í sveitum og við sjó, til iðnaðar einstakra tnanna o. ,s. frv., og stæði undir eftirliti þings og stjórnar, en að hafa útlendar v ö r u- b ú ð i r fyrir b a n k a, bæði hér á landi og erlendis, sem stjórn og þing getur ekki haft neitt eftirlit með. B. Kr. Stórglæpaverk. Brennur og þjöfnaður. Húsbrunar hafa orðið í mánuðinum sem leið í Suðurmúlasýslu á 2 stóðum, hvorirtveggju af manna völdum, samfara stórþjófnaði á öðrum staðnum, en á hinum staðnum til þess að hafa með svikum út vátryggingarfé. Manntjón varð á hvorugum staðnum, en lá mjög nærri á báðum Sýslumaður, Axel V. Tulinius, hafði sýnt af sér mikið snarræði, vaskleik og ráðkænsku til að koma glæpunum upp, og hefir tekist það. Annað- húsið, sem kveikt var í, átti Jón nokkur Guðjónsson, Húnvetningur að uppruna, bóndi á Reýkjum í'Mjóa- firði, eu húsið stóð ekki þar, heldur lengra inn með firðinum, eitt sér, og áttu heima í því 12 manna (5 fullorðn- ir og 7 börn), er allir voru í fasta- svefni, þegar tilræðið var framið. Sýslumaður hólt próf yfir heimilis- fólkinu í húsinu, er í var kveikt, og stefndi þangað enn fremur eiganda oghans heimafólki, Jóni þossum Guðjónssyni Hann þóttist þurfa, litlu aður en á stað var farið á fund sýsjumanns, að bregða sór frá að líta eftir kindum, og hefir eigi sést síðan. Er talið víst, að hann muni hafa farið sór. Sýsluraaður náði í bróf frá Jóni til kunningja lians eins, Guðmundar nokk- urs Árnasonar, er heima átti úti í Norðt'irði, og mátti af því ráða, að þeir mundu hafa verið í samvinnu að því að kveikja í húsinu. Svo vildi þá vel til, að Hólar voru nýkomnir til Mjóa- fjarðar á norðurleið, og fær sýslumaður skipstjóra til að skreppa með sig út á Norðfjörð samstundis. Þegar sýslumað- ur kemur þar á heimili Guðmundar, er hann ekki heima. Sýslumaður nátt- ar sig í næsta húsi og lætur leyna því, að hann sé þar staddur í firðinum. Guðmundur kemur heim um nóttina og er þá jafnharðan tekinn og próf haldið yfir honum. Brófið bar að honum bönditi og játaði hann á sig, að þeir félagar, Jón og hann, hefðu kveikt í fyrnefndu húsi, kil þess að ná í vátrygg- ingarféð. Þeir höfðu borað með sveifar- bor göt inn í hlið hússins hingað og þangað og troðið þar inn tuskum, vætt- um í steinolíu, og kveikt í. Sömuleiðis reynt að kveikja í þakinu. Auk þess hafði húsið verið hespað aftur að utan- verðu. Stúlka vakuaði við brunalykt og fekk fólkið komist út um glugga og slökt eldinn von bráðara. Glæpa- mennirnir munu hafa ætlað sér að *

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.