Ísafold - 23.11.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.11.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinm eÖa tvisv. i viku VerfJ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða t1/* doil.; korgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram.) ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema koinin sú til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXYm. árg. Reykjavík laugardasfinn 23. nóv. 1901. 74. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTED S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadriúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. I. 0. 0. F. 83II2981/,.______________ Forngripas. opið md., mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafn opið beern virkan dag k). 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. ti) útlána. Okeypis lsekning á spitalsnnm á þriðjud. og föstud. kl. 11 -1. Ókeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjnd. hvers mánaðar k. 11-1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Svems- nonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn livern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Háseta á flskiskip ráðum við undirritaðir, fyrir næstkom- andi útgerðartíma (1902), upp á hálf- drætti og mánaðarkaup. Atyinnan boygast að ðilu leytií peningum. Menn snúi sér til Sigfúsar Bergmann í Hafnarfirði, sem gefur nánari upp- lýsingar og semur um vistráðin. Bíldudal í ágúst 1901. P. J. Thorsteinsson & Co. Kommissionsforretning. Vi tillade . os höfligst at bringe til D’ Herrer Köbmænds Kundskab, at vi have etableret os som Kommissions Agenter for Færöerne & Island. Vi have förste Klasses Forbin- d e 1 s e r saavel her i Landet, som paa Continentet for Salg af Færöiske og Islandske Produkter. De Ordres, der maatte blive os betroede, effectueres til laveste Markedspriser. Til stabile Köbmænd gives ett kortere eller længere Kredit. Dansk Korrespondattce. Ærbödigst Anderson Brothers 15 Bobinson Kow. Hull. Uni tvent að velja. Naumast er svo mörgum ljóst,, sem skyldi, að lítt er hugsanlegt öðruvísi vaxið tiltækilegt stjórnarfyrirkomulag fyrir oss en annaðtveggja, að laga- staðfestingarvaldið og þar með æðsta úrsburðarvald í sórmálum vorum sé hér í landinu sjálfu (»benedizka«, »miðl- unin frá ’89«), eða þá að vér höfum þann fulltrúa við hlið hins útleDda staðfestingarvalds, er sé í fylsta skiln- ingi vor maður, þ. e. landsins og þingsins maður — með öðrum orðum: sérstakur, íslenzkur ráðgjafi, er viuni jafnt með alþingi og konungi og enginn komist þar upp í milli löglega. Fyrri kostinn mundu vitanlega flestir eindregnir stjórnarbótarvinir helzt taka, og slíkri stjórnartilhögun gerum vér ráð fyrir fyr eða síðar, ef þjóðin á fyrir sér sæmilegan vöxt og þroska. Síðari kosturinn stendur oss nú til Iboða og hefir staðið mörg ár (frá því 1897). |> a ð er aðalinnihald stjórnar- bótar þeirrar, er þingið samþykti í sumar. Fyrri tilhögunin er heimastjórn. En hin síðari raunar hvorugt, hvorki Hafnarstjórn né heimastjórn. það er heima8tjórn að þingvaldinu til og um- boðsstjórnarvaidi landshöfðingja, en Hafnarstjórn að öðru leyti. Og sér- staklega ríður á að skilja það, að ekki verður úr því heimastjórn fyrir það, þótt ráðgjafinn yrði talinn eigaheimili í Reykjavík. |>ungamiðja embættis hans yrði eftir sem áður samvinnan við þingið og konunginn, — við þing- ið þann stutta tíma, sem það situr hér, og konung hinn tímann. Um- boðsstjórnarstarfið mundi landshofð- ingi annast hvort heldur væri, með því eftirliti ráðgjafans, sem ábyrgð hans krefst. Nafnið »heimastjórn« eða »ekki- heimastjórn« gerir og minst til, og er því gagnslítið að þrátta um það. Nema þegar það er notað til blekk- ingar, notað til þesa að fleka lands- menn til að biðja um »steina fyrir brauð«, eins og reynt var í sumar með »heimsku-stjórnarfrumvarpinu« og enn virðist vera á seiði hjá afturhaldslið- inu með nýju útgáfunni af því, »er- indreka«-útgáfunni, þ. e. reykvískum ráðgjafa með dönsku ráðgjafana alla eða hvern þeirra sem vill fyrir milli- liði milli sín og konungs; þ á verður nafnið hættulegt. f> á getur það flek- að þjóðina til að sætta sig við hé- góma, við margfalt rýrara sjálfsforræði en felst í frumvarpinu frá síðasta þingi. En að því sleptu skulum vér virða fyrir oss, hvort sá munur mundi g e t a verið á því, á hvorum staðnum, í Khöfn eða Reykjavík, reglulegur ís- landsráðgjafi ætti heimilisfang, að heyja beri langa og harða stjórnarbar- áttu um það eitt. Dvalið g e t u r hann langdvölum á hvorum staðnum sem hann vill held- ur, hvort sem bann er skrifaður held- ur til heimilis hér eða þar. Vér vit- um, að lausamenn eru stundum 1 viku af árinu eða ekki það þar, sem þeir láta skrifa sjg til heimilis. Og fer þá búsetu-atriðið að verða nokkuð lítil- vægt. En gsrum ráð fyrir hinu, að búset- unni fylgdu langdvalir, t. d. miklu meir en helming ársins. Mundi það eittþá gjörbreyta afstöðu ráð- gjafans og gagni því, er hann gæti unnið þjóðinni? Líkamleg návist ráðgjafans er vegs- auki fyrir höfuðstaðinn og höfðingja- samkundunni þar félagsbót, enda og hlunnindi nálægum héruðum, að skamt er til hans að ná. Oðrum landshlut- um er hann viðlíka nærstaddur í Khöfn; samgöngur við þá héðan eru ekki örari en það. f>jóðlegri og þjóð- ræknari kynnu sumir að ímynda sér að hann yrði hér búsettur heldur en í Khöfn. En ekki bendir undanfarin reynsla í þá átt. Vorir mestu og frægustu ættjarðarvinir hafa alið mest- an aldur sinn í Khöfn, svo sem Jón Sigurðsson á öldinni sem leið og Jón Eiríksson á öldinni þar á undan, m. fl. Enda alkunn reynsla, að í fjarska verður fósturjörðin hverjum góðum dreng enn hjartfólgnari en ella. f>ó er hitt meira um vert, hve litlar líkur eru til, að manni, sem hér ætti heima og skryppi að eins til KhafDar endr- um og sinnum, yrði auðveldara að koma fram sínum.vilja þar heldur en ef hann ætti þar heima og hefði dag- leg kynni af þeim mönnum, er hann ætti nokkuð undir um landsins mál, en svo yrði um aðra ráðgjafa konungs, sakir eðlilegra áhrifa þeirra á hann, konunginn, þótt ekki færi þeir að vasast beint í vorum sérmálum. Auð- sóttara yrði og þá minni hluta-»erind- rekum« héðan, slíkum sem þeim í haust, að koma fram sínum vilja, andstæðum meiri hluta þingsins og ráðgjafanum, ef haldið yrði uþptekn- um hætti um að fara þess á flot, er svo réði við að horfa, og sú aðferð þá skírð hin háleitasta föðurlandsást, eins og fyrnefndir erindrekar frá í haust gera. f>að væri notandi fyrir slíka »föðurlandsvini«, að geta brugðið sér utan í snatri í þinglok t. d., á undan ráðgjafanum, og komið þar ár sinni sem bezt fyrir borð í fjarvist hans. Slík g æ t u orðið hlunnindin að bú- setu ráðgjafans hér, m e ð a n svo stæði, að sækja þyrfti hvort sem er æðstu úrslit sérmála vorra til Kaup- mannahafnar, f>að er þá fyrst, er því væri lokið — það er þ á f y r s t, sem fullkom- in stjórnarbúseta hér væri skilmála- laust æ8kileg og vitanlega sjálfsögð, er ekkert þyrfti til Khafnar að sækja framar í sérmálunum. Að öðrum kosti er 'búsetan eins líkleg til ógagns sem gagns. Hér er því ekki nema um tvent að velja. Hún verður annanhvorn kostinn að gera oss, hin nýja, frjálslynda stjórn í Khöfn. Og til þess hefir hún fult tilefni, þar sem annars vegar er frum- varpið frá þinginu í sumar, en hins vegar ávarp efri deildar, samið með ráði og vilja meiri hluta stjórnarskrár- nefndarinnar í neðri deild og þar með alls meiri hluta þingsins. KáÉið þar í milli einhversstaðar, sem fyrir »erind- rekunum« vakti — »eitthvað meira« —, getur ekki leitt nema til ills eins, enda enginn vottur þess enn, að þeir hafi far- ið nema tóma erindisleysu, sem betur fer, hversu borginmannlega sem þeir láta, eins og ekki er raunar láandi; það er aldrei fýsilegt að játa sjálfur á sig hryggbrot eða fýlufórð. Mjólkurbúin. Líklegar horfur um allmikinn vöxb og viðgang þeirrar mikilsverðu fram- faranýbreytni hér. Tvö voru mjólkurbúÍD f fyrra sum- ar, fyrsti vísirinn, að eins í einum hreppi, Hrunamannahreppi, á bæjun- um Seli og Birtingaholti, samlagsbú fyrir nágrennið. Sumarið sem leið voru þau orðin 5. Tvö bæzt við í Olfusi, á Kröggólfsstöð- um og í Arnarbæli, og eitt norður í Skagafirði, á Páfastöðum. Næsta sumar er von á miklu meiri viðkomu, auk þess sem eldribúin eiga að verða miklu ílögumeiri og öflugri, t. d. þau 2 í Olfusinu með nær 200 kýr samtals, í stað um 50 áður, og 3. búið á að reisa þar nýtt, á Hjalla, með 70—80 kúm. Nyrðra er þá von á 2 nýjummjólk- urbúum, á Kornsá og Möðruvöllum í Hörgárdal. Ennfremurí Dölurn (Sauða- felli), og talað um 1 í Mýrdal og. 1 í Hvolhreppi, 2 í Gnúpverjahreppi og 1 í Biskupstungum. Loks ætlar Reykvíkingur einn, kaupm. Sturla Jónsson, að Betja á stofn að sumri 20 kúa mjólkurbú á hinu forna höfuðbóli Brautarholti á Kjalarnesi og hafa auk þess samlög bænda þar, 10—12, með 40—50 kúm. Búi því á að stjórna Jón Jónatansson búfræðingur. Sala mjólknrbúasmjörsins hefir gengið vonum betur, fengist í sipnar t. d. 75—78 a. f>að örvar. Aðalfrömuður mjólkurbúanna er Sigurður alþm. og búfræðingur Sigurðs- sonar og hans ráða jafnan leitað, hvar sem þau eru stofnsett. Svarið líkt. Frézt hefir, að við fjárlagaumræðu í ríkisþinginu um 20. f. mán. hafi Chr. Krabbe, fyrrum forseti þar o. s. frv., vakið máls á óánægju vorri, íslendinga, um stjórnarhagi vora, og spurt, hvað stjórnin nýja ætlaði fyrir sór um það mál. Alberti svaraði, að málið væri nú á döfinni hjá stjórninni, en næst skapi væri henni að veita oss sem ríflegast sjálfsforræði; en þó yrði að halda óhaggaðri stöðu Islauds í ríkinu (dog maatte det statsretlige Forhold til Danmark bibeholdes).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.