Ísafold - 23.11.1901, Page 3

Ísafold - 23.11.1901, Page 3
Samþ. viðgerð á Skólavörðustíg neð- antil. Bftirgjöf á nokkurum aukaútsvör- um m. fl. þá var á fundi 21. þ. mán. Stú- dentafélaginu veitt ókeypis húsnæði í barnaskólanum (1. bekk) með 1 jósí og hita til alþýðufræðslu í vetur. Sóturum bæjarins var veitt launa bót frá næsta nýári, þeim í austur bænum upp í 600 kr. og hinum upp í 540 kr., með þeim fyrirvara, að ekki yrði launabótakvabbi frá þeim sint næstu 3 ár. Neitað um ljósker við Stýrimanna- skólastíginn, með því það væri ekki almenningsgata. Til að semja skrá yfir alþýíustyrkt- arsjóðsgjaldendurkosnir Magnús Benja- mínsson, Olafur (dafsson, Sig. Thor- oddsen. »Út af erindi frá bæjarfulltr. Tryggva Gunnarssyni um, að hann segi sig úr bæjaretjórninni, samþykti bæjarstjórn- in að svara honum, að af þeim ástæð- um, er hann tilfærir í bréfi sínu, gæti hún eigi veitt honum lausn úr bæjar- stjórninni«. — Astæður þessar voru, að hann skoðaði síðustu veganefndar- kosning fullkomna móðgun gagnvart sér, ásamt fleiri ónotum til bæjarstj, Um 20 brunabótavirðingar samþykt- ar á báðum fundum samtals: hotel ísland (nýtt og gamalt) 56,620 kr., hús Árna Eir. við Vesturg. 7794, Jón- asar Jónssonar við Vesturg. 7154, Sveins Bir. við Br.borgarstíg 6745, Geirs Sigurðss. og þórðar Sigurðss. við Bergstr. 6290, Hannesar Hafliðas. við Smiðjustíg 6290, Sólmundar Krist- jánssonar og Ólafs Teitssonar við Bergstaðastr. 5875, Guðjóns Jónssonar og Hildibrands Kolbeinssonar á Há- kotslóð 5815, Jóns Helgasonar og Sig- urjóns Grímesonar við Laugaveg 4941, Marteins Haldorsens við Laugaveg 4595, Jónasar Jónssonar við Klapp- arstíg 3387, Guðna Egilssonar vió Framnesveg 3360, Daníels Féldsted við Veghúsalóð 2760, Jóns Jónssonar skipstj. við Lindarg. 2710, Jóns Fel- ixsonar við Laugaveg 2425, Jóns Jör- undssonar við Hverfisgötu 2085, Jóns Oddss. við Bræðrab.stig 1833, Biríks Eiríkssonar á Sellandsstíg 1530 kr. Erlend tíðindi. Dalítið blaðahrafl l>arst með gufu- skipinu »Alf« í fyrra dag. l’ar sést, að Buar hafa enn unnið sigur í smáorubtu vi8 Breta 30. f. m., þar sem heitir Berkenlaagte. Féllu þar 2 hersar af Bretuni, þeir er orustunni stýrðu, Benson og Guiness, og náðu Búar frá þeim enufremur 2 fallbyssum. Bretar tóku það ráðs í haust snemma, eftir 15. sept., að skjóta hertekna Búa- foringja svo sem drottinssvikara. Nú gera Búar þeim sömu skil í móti, og tóku af li'fi uylega brezkan lautinant hertekinn, er Doyle hét. Viðsjár með Frökkum og Tyrkjum, og hafa Frakkar lagt hald á 3 hafnir í eynni Mytilene, hinum til ógnunar. — Horfur á, að Kríteyingar fái nú vilja sínttm framgengt, aðsameinast Grikklandi Dáinn i Khöfn Tietgen geheime- etazráð, einhver mesti fjármálavitringur Dana á öldinni sem leið og mjög mik- ilhæfur frömuður margvíslegra meiri háttar framfarafyrirtækja þar í landi. Alt með himnalagi á ríkisþingi Dana að svo komnu. Nýlögð fyrir það ny- mælin um endurbætta dómaskiþun og réttarfar, stórmál, er lengi hefir verið á döfinni, og er vel tekið. Banamaður McKinleys forseta, ill- virkinn Czolgosz, var líflátinn 29. f. m., með rafmagni. Ekki kvaðst hann iðr- ast verks síns. Karlungaóspektir á Spáni. Gufuskip Alf kom bingað í fyrra dag frá Halmstad í Sviþjóð með timbnrfarm til Godthaitbs verzlunar. Veðurathugunir i Reykjavik, eftir aðjnnkt Björn Jensson. 190 1 nóv. Loftvog millim. Hiti (C.) >- C*r rrr a> cx c cr $ œ 5 TQ Urkoma millini. Minstur biti (C.) Ld. 16.8 754,3 3,3 s i 10 0,4 -2,9 2 755,2 2,9 0 10 9 755,6 1,1 E 2 10 Sd. 17.8 758,4 -0,3 ENE i 10 2,6 -1,0 2 758,4 -0,7 ENE i 10 9 752,1 -0,2 NE 2 10 Md. 18.8 739,4 Ú5 ENE i 10 3,1 -1,5 2 742,8 0,0 N i 9 9 745,6 -0,3 N 2 5 Þd. 19.8 750,5 -1,4 NNE 2 7 6,9 -2,5 2 754,8 -2,6 N 2 2 9 758,5 -7,0 N 1 o Mvd20 8 759,5 -7,2 0 5 -10,4 2 759,2 -8,4 0 i 9 759,8 -6,8 0 2 Fd. 21.8 761,7 -7,6 E 1 2 -9,7 2 763,2 -4,6 0 3 9 765,0 -4,4 0 9 Fsd 22.8 765,9 -1,0 E 1 7 -8,7 2 766,4 0,5 E 1 9 9 764,6 1,0 NE 1 9 i I heljar greipum. Frh' Allur hópurinn fekk nýtt þrek og nýja von við að líta góðleg, grá aug- un og rólegt og fallegt andlitið á írsku konunni. Hún var trúuð kona, róm- versk-kaþólsk, og þau trúarbrögð eru ágætur stuðningur fyrir manninn, þeg- ar hætta er á ferðum. í huga henn- ar, eins og i huga hersisins, sem heyrði biskupakirkjunni til, frábrigð- inga-prestsins, presbýtersku Vestur- heimskvennanna, jafnvelíbuga heiðnu svertingjanna frá Súdan voru trúar- brögðin í sínum ýmsu myndum sama heilnæma verkið, hvísluðu að mönn- unum, að það væri ekki nerna smá- ræði, sem veröldin gæti gert þeim, og hvað ógreiðir sem vegir forsjónarinn- ar kynnu að virðast, þá getum vér yfirleitt ekki gert annað viturlegra né betra en að halda hugrakkir þangað, sem hin mikla hönd leiðir oss. þeim kom ekki saman um neina trúargrein, þessum píslarbræðrum; en i djúpi sálar sinnar áttu þeir þann innilega guð- móð, þá rólegu, öflugu forlagatrú, sem er frumgrundvöllur trúarbragðanna í heiminum, þar sem aftur á móti hinn nýi trúgreinagróður, sem dafnað hefir á þeim grundvelli, er líkastur ótraustum mosa á hellubjargi. »Veslingar!« sagði hún. »Eg sé það, að þið hafið orðið að þola langtum verri þrautir en eg. Nei, Jón minn, eg segi það satt, að mér líður prýði- lega — eg er ekki einu sinni neitt þyrst til muna; því að okkar sveit fylti leðurflöskur sínar í Níl, og mér var gefið eins mikið að drekka og eg vildi. En eg sé ekki hr. Headingly og hr. Brown. Og aumingja síra Stú- art — skárra er það ástandið, sem hann er í!« •Headingly og Brown eru lausir orðn- ir við þrautir sínar«, svaraði maður hennar. »þú veizt ekki, hvað oft eg hefi þakkað guði fyrir það, að þú varst ekki með okkur, Nóra. Og nú ertu hingað komin samt sem áður!« •Hvar ætti eg fremur að vera en hjá manninum mínum ? Eg vil miklu, miklu heldur vera hér en vera kom- in heilu og höldnu til Halfa«. »Hefir nokkur fregn borist til bæj- arins?« spurði hersirinn. »Einn bátur komst burt; í honum voru frú Sehlesinger með barnið sitt og stúlkan hennar. Eg var undir þiljum í klefanum mínum, þegar Ar- abar réðu á skipið. |>eir, sem á þil- farinu voru, fengu tíma til að flýja, því að báturinn var við skipshliðina. Eg veit ekki, hvort nokkur þeirra varð sár; Arabar skutu á eftir þeim stundarkorn«. »Gerðu þeir það ?« sagði Belmont fagnandi; vonarglampinn komst inn í hug han8 á einu augabragði, eins og Irum er títt. »|>á veit eg, að við skul- um verða ofjarlar þeirra áður en lýk- ur; því að setuliðið hlýtur að hafa heyrt skothríðina. Hvað haldið þér, Cochrane ? Á þessum fjórum tímum hljóta þeir að vera komnir langar leið- ir á eftir okkur. Á hverri mínútu getum við búist við að sjá hvíta húf- una á brezkum Iiðsforingja*. En vonbrigðin höfðu gert hersinn vonlítinn og efasemdafullau. »þeir eiga alls ekkert erindi hingað, nema þeir kæmu með miklu liði og ágætlega vopnum búnir«, sagði hann. •þetta er iirvaldslið og foringjarnir góðir og geta staðist kuáleg áhlaup hér í eyðimörkinDÍ* Alt í einu þagnaði hann og fór að virða Araba fyrir sér. »þessi sjón er sannarlega þess verð, að á hana sé horft«, mælti hann. Við hádegismessu i dómkirkjnani á morgun stígur kand. Sigurbjörn Á GHsIason í stólinn. Áskorun átgefanda »Reykvík- ings«. 1 10. og ll.tbl. i þ- á. árgangi blaðs yðar er ritgerð með fyrirsögninni: »Af hverju eru þilskipasjó- menn álitnir óvirðulegri en landvinnumenn«, og i teðri ritgerð er einstökum sjómönnum bornir á brýn talsverðir siðferðislegir lestir, an þess þó að nokkur sé nafngreindur; i tilefni af þessn leyfnm vér oss að skora á yður, að nafngreina í næsta blaði yðar þá menn, sem þér eigið við i áðurnefndri rit- gerð að öðrum kosti (ef þér ekki verðið við þessari áskorun) er það áiit vort, að ummæli yðar i áðurnefndri ritgerð séueigi á rökum bygð, og skoðum vér þau þá sem annað marklaust hjal. í umboði sjómannafélagsins »Báran« nr. 1 í Reykjavík, á fundi félagsins þ. 22. nóv. 1901. Helgi Björnsson p. t. formaður félagsins. Til útgefanda »Reykvíkings«. SJÓNLEIKAR Á morgun verður leikið í leikliúsi W.Ó. Breíðfjörðs. »Salómon konungnr og Jörgen hattari< og »Hann drekkur!« Sjá götuauglýsingar. NOTIÐ TÆKlFÆRlfl Undirskrifaður, sem hefir lært mál- araiðn í Kaupmannahöfn, og hefir bezta vitnisburð, tekur að sér að mála, hús, húsgögn, skilti o. s. frv. Alt vel og fljótt af hendi leyst, og óvanalega ódýrt. Magnús Þörarinnsson Vesturgötu 10. ísienzk frímerki k a u p i r Kocks frimárksaffár. Patahoim. Sveriige. Hús til sö!u með stórri lóð á góðum stað í bæ.num. Semja má við Guðmund Þórðarson á Hélsi. eru menn beðnir að sækja tauin, sem eg geymi, og borga um leið. Valdemar Ottesen. VOTTORÐ. Eg get ómögulega látið það ógert, að senda yður þessi meðmæli: Eg, sem skrifa nafn mitt hér undir, hefi árum saman verið mjög lasin af taugasjúkleik, sinateygjum og ýmsum sjúkdómum, sem þar eru samfara. Eftir er eg hafði leitað ýmsra lækna og enga bót fengið, íór eg að taka inn Kínalífselixír frá Valdemar Peter- sen \ Friðrikshöfn og get eg með góðri saravizku vottað, að þetta lyf hefir bætt mig meira en frá verði sagt, og eg finn að eg get ekki án þess verið. Hafnarfirði, í marz 1899. Agnes Bjarnadóttir, húsmóðir. Kína-lífs-elixírinn f»st hjá flest- um kaupmönnum á íslandi, án verð- hækkunar á 1,50 (pr. fl.) glasið. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend- ur beðnir að líta vel-eftir því, að standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Pet- ersen, Frederikshavn. Kontor og Lager Nyvei 16. Kjöbenhavn. Nú ættu sem flestir ♦ Kálmeti. Hvítkál — Rauðkál — Piparrót — Rodbeder — Gulræiur — Selleri, Sömul. Kartöflur kon.a með »Lauia« til C. Zimson. AFSLÁTTARHESTUR fæst keyptur hjá Hans í Fitjakoti. Kranzar Úr þurkuðnm blómum eru hvergi fallegri né ódýrari en í Grjótagötu nr. 10. Til sölu 3 hús á góðnm stað hér í bænum. Semja ber við Þorstein Gunnars- son, Laugaveg 17. Laudakot-Kirken. Söndag Kl. 9 Höjmesse, Kl. 6 Prædiken. Brjóstnál hefnr fundist á götum bæjar- ins; ritstj. visar á. Til sölu gott sexmannafar með öllu til- heyiandi. Ritstj. vísar á. gjjjtf" Myndir og rammalistar og grat- ulations- og jólakort, stórt úrval. Laugaveg 4. Eyv. Árnason. Öllum þeim, er heiðruðu jarðarför manns- ins míns sál. B. P. Hjaltesteðs og á annan hátt sýndu mér hluttöku i sorg minni, votta eg mitt innilegasta þakklæti. Rvík, 22. nóv. 1901. Gudríður Hjaltesteð. að senda verkefni til Silkeborg Klædefabrik með »LAURA«. Munið eftir, að koma sendingunum sem fyrst til undirskrif- aðs. Virðingarfylst Valdimar Ottesen. Skonn. »Agnes«, 3039/ioo tons, fæst keypt. Útbúnaður er allur vand- aður; fiskaði yfir síðastl. útgerðartíma- bil 47 þúsund. Lysthafendur snúi sér til Jóns kaup- manns þórðarsonar í Rvík. r Jón Olafsson heldur tölu um sjálfstjórn (stjórnarskrármálið, söguþess og horfur) þriðjudagskveld kl. 8£ stundvíslega í Iðnaðarmannahúsinu. Húsið opið kl. 8. — Umræður á eftir. — Aðgangur 25 aur. JARÐARFÖR frú Elisa- betar Egilsson er áformað að fram fari næstkomandi máuudag (25. þ. m.), ef veður leyfir. Sorgarat- höfnin hefst kl 10 árdegia i hús- inu nr. 11 A. á Sbólavörðustig. ExportkaíFi-Surrogat F. Hjort & Co. Kjöbenhavn K.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.