Ísafold - 23.11.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.11.1901, Blaðsíða 2
294 Svona segir 1 Borsen, eina blaðinu, sem hingað hefir borist með fréttir af þessari fyrirspurn. Svarið er góðvildarlegt f vorn garð, eins og ganga mátti að vísu. Hin nýja stjórn vill hvarvetna láta á sann- ast, að orðin sé breyting til batnaðar frá því sem var hjá fyrirrennurum hennar. En furðulíkt er þó svar þetta að efni til, ef til mergjar er klofið, því sem viðkvæðið var hjá eldri Btjórn- inni, t. d. þessu um ríkiseininguna í kgl. auglýsingu frá 2. nóv. 1885, eða þá yfirlýsingu stjórnarfulltrúans á al- þingi 1899 um, að öll stjórnarbótarat- riði væri samningsmál milli þings og stjórnar, nema sambandið milli ís- lands og Danmerkur. »Heimastjórn« nefnir ráðgjafinn ekki, og er í stuttu máli ekkert nýtt á þessu svari hans að græða, nema ef vera skyldi þetta, að jafnvel þá, seint í oktbr., var stjórnin ekki búin að hugsa sig um; og má af því marka, hvað henni muni hafa liðið 5—6 vik- ur áður, þegar »erindrekinn» var að makka við hana. Um góðan vilja hennar í vorn garð hefir enginn efast nokkurn tíma. En það er ekki nóg. |>ví verða að fylgja á k v e ð n a r undirtektir undir málið, og það þær undirtektir, sem vit er í frá voru sjónarmiði og oss geta að haldi komið. Skilríki aftm*haldsmálgagn8in8 Ritstjóri þess hefir birt í heilu líki greinina í »Politiken« 13. september: ísland og Danmörk. Grein þessi er rituð með alvöru og hógværð og mik- illi góðvild í vorn garð; en eigi er hún laus við misskilning og missagnir, svo sem Fjallkonan þegar hefir bent á, t. d. um r é 11 ráðgjafans til að mæta á alþingi, því alveg sams konar fyrir- mæli eru í stjórnarlögum Dana, og dettur þó víst engum annað í hug en að þessi r é 11 u r ráðgjafanna til að mætá á ríkisþingi sé sama sem s k y 1 d a; einnig er það misskilning- ur, sem margbúið er að hrekja, að Rump hafi sett þann skildaga, að með frumv. því, sem dr. Valtýr flutti á þingi 1897, skyldi allri stjórnarbaráttu lokið um aldur og æfi. Dálítið bros- legt er það einnig, að sjá síra Arnljót talinn »radikal« eða stækan framsókn- armann, mann, sem var mótstöðumað- ur Jóns Sigurðssonar og ritaði marg ar greinar móti honum í Norðanfara, mann, sem hæddist að frumv. B. sál. Sveinssonar, og nefndi hina innlendu stjórn, er það vildi koma á »skrifvéla- báknið«, mann, sem nú er 77 ára; menn eru þó sjaldan á þeim aldri stækir framsóknarmenn. |>ýðing blaðsins á téðri grein er og hvergi nærri nákvæm. Eg nenni þó eigi að vera að elta ýmsa smámuni, en vil að eins minnast á tvent. I greininni er dr. Valtýr talínn dugandi stjórnmálamaður (kraftig Poli- tiker); en eigi vill þýðandinn nota þetta algenga íslenzka orð, heldur »pólitíkus«, af því auðsjáanlega, að það er stundum baft í daglegu tali í fremur óvirðandi merkingu, — ann dr. Valtý ekki þessa lofs, og reynir að draga úr því með klaufalegri þýðingu. Svo bætir ritstjórinn gráu ofan á svart með því að fullyrða, að alt það hól, sem borið er á dr. V. í greimnni, sé ritað í háði. Er þetta heimska eða lymska? Um þriðja getur eigi verið að ræða, því hver meðalgreindur mað- ur, sem les greinina með athygli, mun fljótt sjá, að þar er ekki nokkur ein málsgrein 1 háði rituð; öll greinin köld og róleg alvara frá upphafi til enda. Hvernig lízt mönnum á þjóðarleið- toga, sem beita slíku lagi til að ó- frægja mótstöðumenn sína? Geta slíkir menn ætlast til, að þeir haldi óskertum orðstír í augum heiðvirðra manna? I greininni stendur um ráðgjafann væntanlega, sem höfundurinn ætlast til að verði búsettur hér á landi: »han kau ikke lösrives fra den siddende Regering*. f>etta þýðir blaðið svo: »f>að má eigi m e ð ö 11 u slíta hann frá hinni ríkjandi stjórn«. þessum orðum er hér auðsjáanlega vísvitandi bætt inn 1; það er dálítið betra bragð að þessari viðbót, svo sem að það megi þó slíta hann að mestu leyti frá hinni ríkjandi stjórn eftir skoðun höfundar- ins. Nei, það er hreint og beiut skoð- un þessa vinstrimannaritstjóra, svo sem flestra danskra lögfræðinga, að ráðgjafi íslands eigi að bera öll lög og stjórnarráðstafanir undir staðfest- ingu konungs hvergi annarstaðar en í ríkisráðiuu; hann vill alveg eins og hægrimenn »negla hann fastan« — svo sem blaðið hefir nefnt það — í ríkisráðinu, þótt hann verði búsettur á íslandi. í þessu efni er hann þó sannarlega ekki betri en dr. V. og flokksmenn hans, því þeir hafa þó aldrei farið því fram, að hann endi- lega ætti að sitja í því um aldur og æfi, heldur sagt, sem satt er, að stjórn- in teldi annað fjarstæðu; en hér eru tvímælin tekin af i því efni. Betur að vonir þær rættust, sem sumir gera sér um stjórnfrelsi það, er vinstnmenn muni veita oss; vér munum sannar- lega ekki slá hendinni á móti því; vor flokkur, stjórnbótarmanna, hefir eigi farið lengra í stjórnfrelsiskröfum en gert hefir verið, af því engin von var um að fá meira, en engan veginn af því, að vér höfum talið þær fullnægjandi — svo sem ávarpið til konungs sýnir bezt —; það var spor í áttina, og dr. V. tók það fram á þingi 1897, að þetta ætti að vera meðal til þess síð- ar að öðlast frekara stjórufrelsi, og muuu þau orð að sögn hafa fallið ráð- gjafabroti voru, er þá var, fullþungt. En fyrnefnt málgagn ætti ekki í til efni af glæsilegum vonum að vera að spúa eitri yfir alla andstæðinga sína og ata þá auri; ritstjórinn verður engu meiri maður fyrir það; til þess eru of margir þjóðkunnir heiðursmenn í þeirra hóp; eða mundi Kristján yfirdómari vera minni föðurlandsvinur en Pétur bróðir hans, eða Ólafur Briem heldur en Eiríkur bróðir hans, þótt þeir hafi verið sínir á hvoru máli í stjórnmála- baráttu vorri? Væri eigi sæmra fyrir blað þetta, að reyna að stuðla að því, að ófriðaröldurnar færu smám saman að fækka og lækka, og að sem flestir góðir menn sameinuðu nú krafta sína til að leiða hina langvinnu stjórnar- baráttu vora til farsællegra lykta. f>að er ofmikið komið af rifrildi, og að minsta kosti sum blöð vor ættu eftirleiðis að beita meiri vitsmunum og einkum meira siðgæði en hingað til. Ritstjóri fyrnefnds málsgagns er kandídat í guðfræði frá prestaskólan- um með loflegum vitnisburði, og man það eflaust, að lærifeður hans hafi gefið bonum aðrar lífernisreglur en þær, að hann ætti að sá ófriðar- og tvídrægnissæði út á meðal landa sinna, þá er hann var að búa sig undir að verða boðberi erindis friðar og kærleika. S tj órnarbóta rvinur. Saltfisfesmarbaður með daufasta móti erlendis og talað jafnvel um stórkostlegt verðhrun á ísl. saltfiski, en þó svo að heyra, sem það sé naumast alment að svo komnu, sem betur fer. Viðskifti „Hins sameinaða gufuskipafélags“ við Island. Herra ritstjóri' Mætti eg biðja yð- ur gjöra svo vel og ljá eftirfarandi línum rúm í blaði yðar? Alþingi síðasta á þakkir skilið fyrir að það gekk ekki að ókostum þeim, er erindreki gufuskipafélagsins hafði með að fara í sumar og lét hann snúa aftur við svo búið. Viðskiftum félagsins og meðferð þess á Islendingum, eins og nú er, er í mörgu svo ábótavant, að vér ættum alls ekki að taka nýjum ^samningum við gufuskipafélagið, nema því að eins, að vér jafnframt fengjum eínhverjum af hinum mörgu agnúum breytt til • batnaðar; því öllum mönnum hlýtur að vera það ljóst, hve mikið er kom- ið undir greiðum og góðum samgöng- um. Of langt mál yrði að tína upp alla hina mörgu galla á viðskiftum vorum við »Hið sameinaða gufuskipafélag«, enda gerist þess ekki þörf. þeir eru svo alkunnir. Eg drep að eins á nokkura hina helztu. Pyrst verða þá fyrir viðkomurnar í Eæreyjum. þær baka oss svo mörg óþægindi og mikið fjártjón, bæði farþegum og vöru- eigendum, að væri það tölum talið, mundi Sá skaði nema mörgum þús- undum króna á ári hverju, auk tíma- missis fyrir farþega. Er þó ekki á- bætandi tímalengdína til ferðarinnar, þar sem skipin eru miklu seinskreið" ari en póstflutninga- og farþegaskip siðaðra þjóða gjörast ella nú átímum. Færeyjar hefðu helzt átt fyrirlöngu að vera teknar út af áætlun póstskip- anna, þótt aldrei væri nema í hingað- leiðinni, með því að póstskipin hafa þráfaldlega svo mikinn vöruflutning til Reykjavíkur, að fólagið hefir neyðst til þess að senda önnur skip jafnhliða póstskipunum með vörur, sem þau hafa ekki getað rúmað, einmitt af því, að sömu skipin eru látin flytja póst og vörur til Færevja. Nú þetta ár varð t. d. tvívegis að senda aukaskip hing- að, en hefði í hvorugt skiftið þurft, ef ekki hefði verió eytt svo og svo miklu rúmi í aðalpóstskípunum handa Fær- eyjum. Hitt er þó enn verra, að þegar ekki liggja svo miklar vörur eftir af skip- inu, að félaginu þyki svara kostnaði að senda aukaskip, þá lætur það vör- urnar, sem afhlaups hafa orðið, eiga sig til næstu ferðar, og þá helzt að öllum jafnaði þær frá Skotlandi; og sjá allir, hvilíkt tjón slíkt hlýtur að vera fyrir íslenzka verzlun. Farþegum er, eins og lrunnugt er, gjört að skyldu, að borga fæðispen- inga allan þann tíma, sem gengur til ferðarinnar, og ekkert skift sér af því, þótt viðkoma skipanna í Færeyjum lengi ferðina svo mörgum dögum skiftir. f>ar eð póstskipin hafa vanalega lít- inn vöruflutning héðan til útlanda, þá mundi verða of kostnaðarsamt fyr- ir 088, ef Færeyjum væri slept alveg burt úr ferðaáætlun skipanna. Hins vegar virðist tiltækilegt að sleppa Fær- eyjum segjum t. d. í 5 ferðum, 3., 4., 5., 16. og 18. ferð, og með því það hefir sýnt sig, að skipin hafa venju- lega fullfermi til íslands allar þessar ferðir og geta því þeirra hluta vegna vel verið án þ9ss, að taka einnig vör- ur til Færeyja. Skipin sem fara kring- um land gætu þar á móti komið í Færeyjar báðar leiðir, eins og verið hefir, og eins hin skipin í útleið. — f>etta væri mikil bót í bráð. f>á vil eg minnast lítils háttar á vöruflutningsg j aldið. Nú er á farmgjaldsskránniekki tiltek- inn flutningseyrir frá Kh. nema fyrir helztu vörutegundir, í 6 liðum. Annað er svo vanalega talið undir dýrasta flokkinn, hvort sem nokkurt vit er í eða ekki. Til dæmis að taka eru lampar hvergi nefndir í skránni, og tek- inn fyrir 5. flokks flutningseyrir, sem verður 3| kr. fyrir 100 pd, En fyrir lampaglös ekki uema 2 kr., af þvi, að þau eru talinn til 3. flokks. Vörur þær, sem nefndar eru í 5. flokki, með 3J kr. flutningseyri á 100 pd. eða 70 a. tenipgafetið, eru: lyfja- vörur, burstar, vindlar, neftóbak o. s. frv., og geta allir séð, hversu sann- gjarnt er, að telja jafnþungar og ó- dýrar vörur eins og lampar til þessa flokks, og taka hæsta flutningseyri fyr- ir. Svona mætti telja margt fleira. Farmgjaldsskráin er auk þess að sumu leyti sjálfri sér ósamkvæm, þar sem flutningsgjaldið frá Skotlandi er dýrara fyrir sumar vörur en samkynja vörur frá Kaupmannahöfn, t. d. fyrir leirvarning frá Khöfn 2 kr. á 100 pd., en frá Leith er 9 d. = 67 aur. á ten- ingsfetið. Auk þess kemur ýmislegur auka- kostnaður á vörur frá Leith, svo sem gjald fyrir farmskírteini, aukaþóknun til umboðsmanns félagsins þar o. fl. En við þenna aukakostnað eru menn lausir, þegar vörurnar koma frá Khöfn. |>á er flutningsgjald á sumum vörum svo afarhátt: t. d. steinolíu 6 sh. = kr. 5,40 á tunnuna, að frágangssök er að flytja slíkar vörur með skipum félags- ins, en það getur komið sér mjög bagalega fyrir kaupmenn, að geta ekki fengið aðra eins nauðsynjavöru og steinolíu flutta með skipum gufuskipa- félagsins öðru vísi en með sannkölluð- um afarkostum. Um fargjald er það að segja, að ekki er síður þörf á að fá því breytt, því næsta ósanngjarnt virðist vera, að leyfa gufuskipafélaginu að krefjast sama fargjalds fyrir menn, sem fara frá Islandi til Leith með skipum félagsins, eins og þótt þeir fari alla leið til KaupmaDnahafnar; og þó er fargj aldið milli Leith og K- hafnar hjá félaginu annars í fyrsta farrými 36 kr. og í öðru 27 kr. þetta álít eg vera svo bersýnileg rangindi, að ekki þurfi frekari útskýringar við. þetta er vitanlega samkepnisleysinu að kenna. Af því stafar einnig, hve við- urgjörningi við farþega er að mörgu á- bótavant, við það sem gerist ella með sið- uðum þjóðum. Til dæmis eru í 2 far- rými hrákadöllum ætlað að duga til allra svefnhúsíláta. Eg held, að ekki væri vanþörf á, ef til þess kemur, að alþingi gjöri nýja samninga við gufuskipafélagið, að það krefðist þess, að félagið ætti eftir- leiðis varnarþing í Reykjavfk í öllum þeim málum, sem snerta viðskifti fé- lagsins við Island; þá fyrst og fyr ekki er rétti vorum gagnvart félaginu nokkurn veginn borgið. Mercator. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Vilhj. Bjarnarsyni á Rauðará og Jóni Jenssyni yfirdómara m. fl. var á fundi 7. þ- m. seldur á erfðafestu mó- grafageiri milli landa þeirra, gegn 6 álna eftirgjaldi af dagsl. þorleifi J. Jónssyni veitt viðbót við erfðafestuland hans Vatnsmýrarbl. nr. 2 með 5 álna eftirgj. Afsalað forkaupsrétti að þorsteins- bletti (Gamalíelss.). Bæjarstj. samdóma veganefnd um, að ekki bæri að sinna vegabeiðnum frá Sig. Jónssyni í Görðum og Ben. Gröudal. Staðfestur samningur veganefndar við eigendur Félagsbakaríisins nýja um gangstétt sunnan fram með Amt- mannsstíg.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.