Ísafold - 30.11.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.11.1901, Blaðsíða 2
294 urnar séu hreinar að utan, þegar þær koœa á sölustaðinn, því fíollendingar eru orðlagðir þrifa- og snyrtimenn. Hinn bezti tími fyrir sölu á Laber- dan í Amsterdam og Antwerpen er á vetrum á föstunni fyrir páskana og aftur í ágústmánuði. Verð á fiskinum fer mikið eftir gæð- um, og sömuleiðis eftir því, hvort mik- ið eða lítið berst af honum á markað- inn. En yfirleitt hefir lagarsaltaður fiskur lækkað í verði á síðari árum, og er orsökin sú, að boðist hefir svo mikið af honum; en samt mun meðalverðið af góðum fiski, verkuðum með hollenzku lagi, ekki hafa orðið undir 30 gyllinum = 45 kr. tunnan. 1894 var meðalv. 42 gyllini = 63 kr. 1895 — -------- 36 ----- = 54 — 1896 — ------- 30 ----- = 45 — Hollenzkt botnvörpugufuskip, sem hér var við fiskiveiðar í sumar og saltaði þorskinu niður í tunnur, eftir hollenzkum reglum, taldi upp á að fá fyrir tunnuna, þegar heim kæmi, sem svaraði 36—45 kr. Bæði norskur og skozkur »Laberdan« hefir undanfarandi ár verið fluttur til Hollands og Belgíu, en jafnan verið í lægra verði en hinn hollenzki og belgiski og er mest kent um verkun- inni, t. d. árið 1898 var verð á Belgíu- fiski 70—100 frankar tunnan = 49 til 70 kr., en í sama mund var verð á norskum fiski 42—52 frankar tunn- an = 29 til 36 kr. Síðastliðið vor voru sendar héðan úr Reykjavík nokkurar tunnur af lagar- söltuðum fiski (eins og að framan er tilgreint). Fiskurinn* þótti ekki vel verkaður, enda seldist hann með skaða. Jafnvel þótt reglur þessar sé svo nákvæmar, sem mér hefir veríðuntað útvega, tel eg þó æskilegast, að nokk- urir efnilegir ungir sjómenn færu til Hollands og lærðu þar verkunarað- ferðina með því að vera á hollenzkum fiskiskipum um tíma. Reykjavík, 16. nóv. 1901. Helgi Jónsson. Erlend tíðindi. Tyrkjasoldán þorði loks eigi annað en láta undan Erökkum og gera þá ánægða, er honum var sýnt í tvo heimana með hervaldi, og hvarf þá Caillard aðmírál brott frá Mytilene og heimleiðis með flotadeild sína. f>að er og mælt, að gerst hafi í Frakklands- för Rússakeisara, að hann hafi sago Frakklandsstjórn meinfangalaust af sér, þótt sorfið værí að soldáni. Karlungaóeirðir vaxandi á Spáni, og mælt, að til stæði, að Weyler hers- höfðingi, böðullinn alræmdi Cuba, taki við ráðaneytisforstöðu af Sagasta, sem er garaall og farinn mjög. Tollverndarfrumvarp býsna-freklegt fyrir landbúnaðarafurðir er hafa f>jóð- verjar á prjónunum og hugsa ná- grannaþjóðir ekki gott till. Nú er það langt komið Síbiríujárn- brautinni miklu, að talið er áreiðan- legt að henni, verði lokið að fullu á 2 ára fresti. Hún kvað verða nær 350 mílur danskar á lengd og verður eitt heimsins mesta mannvirki. Stórmikið er látið og nær einróma af manngildi hins nýja Bandaríkja- forseta, Theodore Roosevelts, skörung- skap hans og drengskap í hvívetna. Dauður er Li-Hung-Chang, stjórn- skörungurinn kínverski, er kallaður befir verið »Bismarck Kínverja«. — Hann hafði níu um sjötugt. Hann var umkomulaus bóndason, og hlant frægð sína og gengi að upphafi fyrir skörulega herstjórn í nppreistarófrið- inum mikla um miðja öldina sem leið, er stóð 14 ár og olli 20 miljónum manna bana, að mælt er. Síðar gerð- ist hann mestur frömuður frjálslegra viðskifta við Norðurálfuþjóðir og ýmissa framfara að þeirra dæmi. Frá Khöfn skrifað 16. þ. m.: »Frá- munalega blíð veðrátta hér í baust alt til þess aðfaranótt 13. þ. m.; þá gerði afspyrnurok með fannkomu mikilli um alla Danmörku. Ofsaveður þettagerði mikinn skaða víða. Skip strönduðu, járnbrautalestir fengu ei fram komist fyrir fanakingi, og símstaurar ultu víða um koll. Skaðinn á samgöngufærum ekki nærri bættur enn. Mikið rætt og ritað um kirkjulaga- frumvörp, sem kirkju- og kenslumála- ráðherrann hefir borið fram í fólks- þinginu. þau eru 4 alls og er aðal- frumvarpið um stofnun sóknarnefnda og hluttöku safnaða í veitingu brauða. — Heimatrúboðsmönnum er meinilla við þau og telja þau spilla hálfrar aldar starfi sínu og loku skot- ið fyrir nokkurn árangur af því eftir- leiðis, ef þau nái fram að ganga. — þeir áttu fund mikinn í Óðinsvéum í byrjunjmánaðarins. Var þar samþykt, að gera menn á fund ráðherrans og reyna að telja honum hughvarf að einhverju Ieyti. Haun tók þeim ljúf- mannlega, hver sem verður árangur- inn. »Politiken« hefir stungið upp á, að haldin verði iðnaðar- og landbún- aðarsýning hér í Kaupmannahöfn árið 1903 eða 1904, og hefir verið vel tek- ið í það af stjórninni og af mörgum málsmetandi mönnum. Kristján Friðriksson konungsefnis (Chr. X.) liggur hættulega veikur í skarlats8Ótt«. Rö<ld ft'á almenninKÍ um bankamálið, Hr. ritstj.! Enn hefir engin rödd látið 'til sín heyra um það mikilsverða mál úr hóp okkar alþýðumannanna, og eru það þó vér, sem það komur mest niður á, hverjar lyktir á því verða. Um það virðist allir á eitt sáttir, að útlends fjár sé óhjákvæmilego að afla sór til að koma hér upp viðunan- legum banka, hvort heldur er hlutafó eða að láni. f>að kannast við nú orð- ið sjálfur bankastjórinn okkar, hvað þá heldur aðrir. Hann vill nú fara lántökuleiðina og má ekki heyra hitt nefnt. Segir, að með lántökuaðferð- inni geti Landsbankinn eflst til hlítar og átt sig sjálfur meir að segja — átt alt lánsféð eftir 30 ár. Eg skal nú ekki um það þrátta. Eg heyri sagt, að hann muni uú ekki vera mikill bankafræðingur; en það er eg því síð- ur og mínir líkár. En eitt fæ eg ekki skilið í einfeldni minni, og enginn, sem eg hefi náð tali af, og það er, að það geri sig sjálft, þetta, að bankinn verði á tilnefndum árafjölda eigandi hins mikla lántökufjár, sem hann þarfnast. Mér skilst eigi betur en að það hljóti að verða töluvert erfið glíma, og að hún komi til muna við oss alþýðuna. Eg fæ ekki betur sóð en að vér hljótum, hvernig sem fer, að greiða 2»/„ hærri vexti af oankalánum vorum heldur en með hlutafélags- bankafyrirkomulaginu. Hlutaféð þurf- um vér ekki að endurborga, heldur að eins einfalda vexti af því. En milj- ónirnar, sem Landsbankinn tekur til láns, lendir á oss að endurborga; þær verða þó hvergi teknar nema úr okk- ar vasa. En svo á að vera þetta litla fyrir að gangast, að vér Islend- ar »eigum bankann sjálfir«! En eg veit ekki til, að vór, almenníngur, sem er ætlað að »borga brúsann« með því að greiða bankanum 2°/> meira í vöxtu af bankalánum vorum en ella mundi, getum ráðið því, hvernig hon- um, Landsbankanum, er stjórnað. f>ví er það, að þótt vér leggjum fram okkar fé til að eignast hann, þá verð- ur hann sú eign, sem vér höfum eng- in umráð yfir. Landsbankinn verður með öðrum orðum sú hít, sem sýgur til sín allan hag af þeiin fyrirtækjum, sem vér þurfum að nota fé hans til, og skilur okkur ekki eftir nema gjaldþrot fjölda þeirra manna, sem svo eru ólánssamir, að þurfa að nota fé hans. Auk þess mundij og svona lagaður banki ekki notaður af helming þeirra, sem ella mundi gera það,—mundu nota banka, sem byði þolanleg kjör, en það er hið sama sem að draga úr mönnum allan mátt og kjark til að bjarga sér eitthvað áfram. Að vera að gylla þessar fyrirhuguðu lántökur Landsbankans fyrir almenu- ingi með fyrirheiti um, að hann eign- ist sig sjálfur, þ. e. alt það, sem hann tekur til láns, eftir stuttan tíma, það er að leiða athugalaust fólk út á glapstigu og bjóða því steina fyrir brauð, þar ti) er vér erum flestir dauðir. Hlutafélagsbankanum fylgja hins vegar þau stór-hlunnindi, að hann þurfum vér ekki að kaupa, en höfum þar peningalind í landinu, og undir landsmanna stjórn þó, er vér getum satt með þarfir vorar með bærilegum kjörum; og það er það, sem vér þörfn- umst og getur orðið oss til ómetan- legra hagsmuna. Svona horfir nú þetta mál við fyrir mínum sjónum. En það kann nú að vera einfaldlegt, með því að eg er ekki annað en óbrotinn alþýðumaður. Hið glæpsamlega atliæíi. Prófessor Finnur Jónsson hefir í lélegu greinarkorni í »|>jóðólfi« 22. þ. m. andmælt greiu minni í 69. tbl. »ísafoldar«, þar sem eg að makleg- leikum vítti hina hranalegu og ástæðu- lausu árás hans á oss, 6 efri-deildar- þingmenu, í pjóðólfi 49. tbl. (12. okt.). Hann dregur nú að vísu úr ummæl- um sínum um glæpsamlegt framferði vort í sumar og vill eigi nú staðhæfa, að sumir af oss hafi greitt atkvæði móti betri vitund, sem hann gaf full- komleaa í sáyn í hinni fyrri grein sinni; og er það góðra gjalda vert af honum. En eg vil þó enn geta þess með mestu hógværð, að þó að prófes- sorinn telji það »logiskt« og #psykolog- iskt« ómögulegt, þá er það þó fullvíst, að nefndir 6 efri-deildarmenn greiddu atkvæði með stjórnarskrárfrumvarpinu, af því að þeir álitu, að það væri hin einu réttu úrslit málsins eftir atvikum þeim, sem þá voru fyr- ir hendi. J>etta veit eg betur en pró- fessorinn, og get því lizt frásögn hans um þetta atriði ósanna. Hitt má deila um fram og aftur, hvort þessi skoðun vor hafi verið rétt; en sýni- legt er það, að prófessoriun á engin rök til fyrir hinu gagnstæða, því að hann hefir engin tilgreint. f>að legg- ur sig sjálft, að málstaður vor gat ekki að neinu leyti breyzt til hins lakara við samþykt frumvarpsins. Vilji hin nýja stjórn vor veita oss frekari umbætur á stjórnarfarinu en farið er fram á í frumvarpinu, er svo sem sjálfsagt að taka þeim með þökk- um og hagnýta sér þær, og ávarp efri deildar gefur henni fullkomið til- efni til þess, að láta upp vilja sinn og álit um það efni. Að fella niður frumvarpið, sem komið var í gegnum 4 umræður á þinginu, þegar fréttin um stjórnarskiftin kom, var ómótmælanlega mjög varhugavert, því að vér höfðum enga áreiðanlega vissu um skoðun hinnar nýju stjórnar á málinu; líklega hefir hún þá enn enga ákveðna skoðun haft á því. f>að aitt er rétt í grein prófessorsins, að eg og flokksbræður mínir viljum fá — ef unt er — innlenda ábyrgðarstjórn, en heuni verður þá að vera öðruvísi fyrir komið en í 10-manna-frumvarpinu í sumar; staðfestingarvaldið verður að flytjast inn í landið, og málefnum vorum í Khöfn verður að vera sæmi- Iega ráðstafað. Geti prófessor Finnur útvegað oss stjórnarbót í þessa átt, skal eg vera honum þakklátur. Rvík, 25. nóvbr. 1901. Kristján Jónsson. Ný lög. é f>essi iög frá síðasta þingi hafa enn hlotíð konungsstaðfestingu, öll 8. þ. m.: 22. Fjárlög fyrír árin 1902—1903. 23. Tolllög fyrir ísland. 24. Lög um tékk-ávísanir. 25. Lög um kirkjugarða og viðhald þeirra. 26. Lög um viðauka við og breyting á tilskipun 5. janúar 1866 um fjárkláða og önnur næm fjárveik- indi á íslandi, og tilskipun 4, marz 1877 um viðauka við til* skipun þessa. 27. Lög um bann gegn verðmerkjum og vöruseðlum. 28. Lög um friðun hreindýra. 29. Lög um að landssjóður kaupi jörðina Laug- 30. Lög um frestun á framkvæmd laga 25. október -1895 um leigu eða kaup á eimskipi og útgerð þess á kostnað landssjóðs. 31. Lög um löggilding á Hjallasandi i Neshreppi utan Ennis ínnan Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. 32. Lög um löggilding verzlunarstað- ar við Sandgerðisvík í Gullbringu- sýslu. Póstskipið Laura (kapt. Aasberg) kom 28. þ. m. og með því Jón Jakobsson landsbókavörður, ekkjufrú H. Clausen með dóttur sinui og sira Friðrik Friðriksson;. enn fremur frá Yestmanneyjum Friðrik Gíslason ijósmyndari. Síðdegismessa í dómkirkjunni á morg- un kl. 5 (J. H ). Veðurathuganir í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 190 1 !? W ct í>- <1 CO cx p œ 3 <3 p.. -i — g§ nóv. 3". err- B S CfQ p c-h l-í a' 8 cx S p CÍQ 3 o S 5 p Bp Ld. 23.8 757,7 3,2 EBB 2 9 0,1 ~1,9 2 751,7 4,7 SSE 2 10 9 755,9 4,8 s 1 9 Sd. 24.8 753,1 4,6 wsw 2 7 4,8 2,6 2 759,6 3,6 wsw 1 7 9 762,9 2,7 *s 1 6 Md. 25.8 758,5 6,8 SE 2 10 4,9 1,3 2 756,1 8,6 s 2 9 9 755,3 7,6 88E 2 6 Þd. 26.8 757,0 4,0 ssw 2 7 1,6 2,9 2 755,9 2,9 s 3 7 9 759,5 4,3 8W 3 8 Mvd27.8 766,4 2,8 W 2 7 2,6 1,8 2 772,3 0,9 NW 2 6 9 774,9 -0,2 sw 1 7 Fd. 28.8 769,6 4,4 ssw 1 10 3,7 -1,2 2 766,5 6,4 sw 2 10 9 763,2 6,9 s 2 10 Fsd 29.8 758,0 7,4 ssw 2 10 0,1 3,6> 2 754,4 7,4 ssw 2 10 9 751,9 4,6 ssw 2 10

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.