Ísafold - 03.12.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.12.1901, Blaðsíða 2
302 fjendur verði í munni mótstöðumann- anna að stjórnarbótafjendum er ekki tiltökumál og ríður engan bagga- mun; það sem þeir kalla stjórnarbót, kalla hinir að eins stjórnarbreyting. Alveg eins og annar kallar það aftur. hald, sem hinn kallar framsókn. Um flokkanöfnin »heimastjórnar- menn« og »Hafnarstjórnarmenn«, er afturhaldsliðið tönlast á sí og æ — kallar sig »heimastjórnarmenn«, en mótstöðumenn sína »Hafnarstjórnar- menn«,—sagði ræðum. svo, að það væru að eins veiðibreltu-orð eða agnyrði. Kvaðst að eins eigi fortaka, að í minni hlutanum kynnu að finnast ör- fáir menn svo vitsmunalega lítilsigld- ir, að þeir trúi á þetta sjálfir. En hinir allir, sem þessum orðum beiti, hljóti að nota þau móti betri vitund. |>eir hljóti að skilja vel og vita, að þau eru rangnefni sem aðgreining á flokkunum; en það sé blettur á vönd- uðum mönnum, að beita tilefnislaus- um agnyrðum eða veiðibrelluorðum vióti betri vitund. að eins til að reyna að fleka hugsunarleysi grunnhygginna manna. Skakt var það hjá ræðumanni, er hann lagði að jöfnu málaleitun dr. Valtýs við stjórnina eftir þing 1895 og ferð »erindrekans« eða »erindrek- anna« á stjórnarinnar fund eftir þing núna í haust. f>ví erindi dr. V. var að reyna að fá því framgengt, er meiri hlutinn á þinginu 1895 hafði samþykt og óskað fastlega eftir, að stjórnin legði fyrir þingið 1897 stjórn- arskrárfrumvarp, er færi sem næst því, er tiltekið var í þingsályktuninui (frá 1895). f>að tókst ekki til fulls eða beinlínis, heldur að eins óbeinlín- is; og kunnu flestir mætir menn og sannarlegir stjórnarbótarvinir honum beztu þakkir fyrir, sem maklegt var, en þeir einir óþökk, sem annaðhvort sáu ofsjónum yfir, að hann varð til þess, en ekki þeir, eða þá sáu fram á, að úr því mundi stjórnarbótinni eigi afstýrt verða til lengdar. |>á komst málið úr vonleysis-sjálfheldu þeirri, er það hafði í verið til þess tíma, og inn á þann framsóknarrek- spöl, er það hefir haldið síðan. En hins vegar fór »erindrekinn« í haust til þess að fá ónýttar aðgerðir þings- ins í sumar, til að afflytja meiri hlut- ann fyrir stjórninni, og fá hana til að virða að vettugi vilja hans og gjörðir. f>ar er því svo ólíku saman að jafna, sem framast má verða. f>ess þarf ekki að geta, að fyrir- lesturinn var áheyrilega fram fluttur og snjalt orðaður, eins og ræðum. er lagið, og margt skarplega athugað. Ganga mun og mega að því vísu, að haun birtist á prenti áður langt um líður (í Andvara?). Grjafsókna-farganið. Skrifað er frá Khöfn núna, að rekt- or (B. M. Ó.) hafi fengið hryggbrot þar með gjafsóknarbeiðni sína í hé- gómamálinu gegn ábyrgðarmanni »Reykjavíkur« út af stafsetningargrein- inni þar í fyrra (sbr. ísaf.14/9 þ.á),þrátt fyrir sterkleg meðmæ'li héðan, eftir því sem að vísu þykir mega ganga. f>að er þó eins og votti fyrir ein- hverju skýjarofi, þar sem er hin nýja stjórn, að minsta kosti í gjafsókna- farganinu. Og skulum vér vona, að fleira fari þar á eftir. Raunar er ekki ólíklegt, að þessi gjafsóknarbeiðni hefði einnig gengið fram af hinni eldri stjórn. En hver ábyrgist það samt? Ekki var hún vön að kalla alt ömmu sína í þeim efnum og þvílíkum. Trúaöir og vantrúaðir. f>að er gaman að afturhaldsliðinu hér um þessar mundir. Svarið stjórnarinnar í stjórnarbótar málinu gerir það sér nú vísa von um að verði eftir sfnu höfði, sem sé að oss verði boðið upp á kák, er annað- hvort veldur nýrri margra ára deilu, eða þá tryggir því lögfesting ástands- ins, sem nú er, með nafnbreytingum einum, breyting á embættistitli. Láta svo málgagn sitt æpa svo hátt, að heyrist landshornanna í milii, að nú standi oss til boða ómenguð, glæsileg »heimastjórn«; svo sé þeim fyrir að þakka, frelsishetjunum þess. Hitt stórmálið, bankamálið, telur það sig einnig hafa í sinni hendi, úr því að þeir Arntzen og Warburg séu frá gengnir að svo stöddu og banka- stjórinn eigi vísar svo margar milj- ónir, sem hann fýsir, að lúni handa Landsbankanum. þennan fagnaðarboðskap flytja þeir í samkundum sínum og á gatnamót- um og láta málgagn sitt þeyta fyrir sér lúðurinn með því lagi einu viku eftir viku, trúuðum þjónum sínum til in- dællar fróunar og hugarléttis. »Mikill er bankastjórinn og mikill er »erindrekinn«! 8vo hljóða orð hinna trúuðu, innan borgar og utan. En þá koma hinir vantrúuðu og kveða við annan tón. Og þeir eru í ískyggilegum meiri hluta, utan borgar að minsta kosti. Eigum vér, segja þeir, meginþorri þjóðarinnar, að sætta oss við það, þótt landsbankaholan dugi nokkurn veginn einum bæ á landinu, þó að fráskilinni kaupmannastéttinni þar yfirleitt, sem hvarvetna þarí samt einna mesta peninga að hafa handa í milli? Eigum vér að gera oss að góðu, að aðrir landsfjórðungar séu bankalausir, útibúalausir, 20—30 ár enn, eða hver veit hvað, til þess að geðjast höfð- ingjagerinu í Reykjavík? Eigum vór að láta það við gangast, að vér verðum að bíða enn eftir því heilan mannsaldur, eða hver veit hvað, að verzlunin komist í sama horf og gerist með siðuðum þjóðum, svo að jafnhægt sé að komast yfir pen- inga eins og hverja aðra vöru fyrir þá, sem eitthvað hafa fyrir þá að láta, og geta svo sætt aftur þeim kaupskaparhlunnindum, sem á boð- stólum eru fyrir peninga út í hönd, í stað þess að þurfa að fara auðmjúka bænarleið til þess að geta orðið þeirra aðnjótandi af skornum skamti og það að eins á stöku stað á landinu? þarf hin ómengaða, eldheita föður- landsást nauðsynlega að koma fram í ókvæðisorðum í röksemda stað, í sak- næmum meiðyrðum um þá, er af viti og þekkingu tala eða rita um lands- ina annað mesta velferðarmál, banka- málið? Svona heimskulegum spurningum önzum vér ekki, segja hinir rétttrúuðu og drotnar þeirra. Vér rotum þá með landráðanafns-sleggjunni, trúleysingj- ana, og höllum oss á eyrað að því búnu. Myndarlegt kosningabrask! Gerður hafði verið nýlega maður héðan úr höfuðstaðnum til Vestmann- eyja, að ráða þar ríki undan dr. Val tý, lævís legáti nokkur, er laumaðist þar hús úr húsi og bæ frá bæ með miklum hraða, til þess að ekki yrði tóm til að búast til varnar. En áður hafði verið stráð þar út, til að greiða götu hans og undirbúa jarðveginn, miklu fjaðrafoki af rógbæklingum aftur- haldsliðsins um dr. Valtý og aðra stjórnarbótarvini, sem nógar eru birgð- irnar af hér á höfuðstöðvunum, með því að endursendar kváðu hafa verið af þeim hingað á sína sveit margar hest- klyfjar jafnóðum, bæði »draughendurn- ar« og annað góðgæti af líku tægi; varla nokkursstaðar á landinu fyrir- fundist svo lítilsigldir kjósendur og fávísir, að til nokkurs hlutar væri að bjóða þeim slíka andlega fæðu. En hugmyndir afturhaldshöfðingjanna sýnilega ekki hærri en það um eyja- skeggja, að fúahrat það mundi falla þar í góðan jarðveg, þótt hafnað væri víðast annarstaðar með smán og fyrir- litning. En með hverjum hætti þeir hafa aflað sér þannig vaxins trausts hjá afturhaldshöfðingjunum, það mega þ e i r bezt vita. Oðrum mun það miður kunnugt, að þeir séu hóti lítil- sigldari að vitsmunum og þekkingu eða skilningi á landsmálum en annar- staðar gerist, þar sem sæmilega þyk- ir mega við una. Eigi að síður kvað afturhaldsliðið vera stórum hreykið af árangrinum af för legátans. En lakast er, að helzt til marga rekur meðal annars glögt minni til sigurhróss-öskursins mikla, er málgagn þess rak upp hér í fyrra f y r i r f r a m yfir annari sendiför frá því á austurvegu og herfilegum óförum eins höfuðkappans í liði stjórnarbótarvina, þ ó 11 svo færi, sem fór, er á hólm- inn kom, að úr sigrinum varð ein hin mesta sneypuför því til handa, aftur- haldsliðinu, sem dæmi eru til í kosn- ingabaráttu hér á landi. Nú hefir það og farið þar á ofan 8vo viturlega að ráði sínu, að hafa á boðstólum til þings þar í eyjunum mann, sem alls eigi hefir gefið kost á sór, og kunnugir hafa fyrir satt, að alls eigi muni gera það! Mikilsverð vitrun. ÞaS er afturhaldsmalgagnið hórna, sem þykist hafa fengið vitrun um það á eftir póstskipinu, j>yfir England«, aS IslandsráSgjafinn ætli sór aS láta oss fá »innlenda stjórn«; eu er vitanlega svo hyggið aS verjast frétta um þaS, hvern- ig sú innlenda stjórn eigi aS vera, hvort hún eigi aS vera annaö en kák, er horfi heldur til afturfarar en fram- fara frá því sem er, að öSru en því, að vér eigum aS fá aS bera allan stjórnar- kostnaðinn, 20—30 þús. minst á ári, um fram það, sem nú er, auk allmikill- ar fúlgu eitt skifti, aS upphafi. En ef aSrir hefSu nú fengiS samstund- is sams konar vitrun, meir aS segja af munni sjálfs ráðgjafans,þess efnis,aS hann hefði þ á ekki verið lengra kominn en aS vilja hallast einmitt aS uppsuSu úr tíu- mannafrumvarpinu, og henni líklega heldur lakari en það var? Sjálfsagt »í beztu meiningu« bæSi fyrir sig (þ. e. ríkissjóS) og oss. Glæsilegur árangur af iðju Finnlapp- anna og kögursveinaskottsins aftan í þeim! Ekki einu orði. Ekki er einu orði að því vikið í því, sem stjórnin sjálf minnist á úrslit stjórnarbótarmálsins á þingi í sumar, hvorki á ríkisþinginu né annarscaðar — og auðvitað ekki heldur í ræóu Krabbe né grein Scavenius o. s. frv. — að þingið hafi spilt fyrir rífari stjórnarbót með því að samþykkja í sumar frumvarp það, sem þá lá fyrir. Ekki kunnugri en hlutaðeigendur eru lætur enginn sér um munn fara þá lokleysu, að vór nöfum fyrirgert rífari stjórnarbót með því að sam- þykkja það frumvarp, jafnhliða og svo rík áherzla var á það lögð í á- varpi efri deildar, sem lýsti skoðun a 11 s meiri- hluta þingsins, að þáfyrst samsvari stjórnarskipun landsins full- komlega þörfum vorum, er hin æðsta stjórn landsins í sérmálunum sé bú- sett hév á landi. En það er hún vit- anlega því að eins, að lagastaðfesting- arvaldið og hið æðsta framkvæmdar- vald hafi hér aðsetu. það eru forkólfar afturhaldsliðsins, — það eru þeir einir, sem láta sér koma slíka fjarstæðu í hug, að góð- vild í vorn garð, sem allir vita að þá skortir ekki, er nú hafa stjórnartaum- ana í Khöfn, g e t i komið fram í lagasnáps-undanbrögðum. Og þeir láta sér það vitanlega alls ekki til hugar koma, heldur er sá heimskulegi til- búningur blátt áfram ein af mörgum blekkingarsmíðum þeirra, er villa á lýðuum sjónir og fleka hann með tii fylgis við þá kumpána. „Heimastjórn11 nefnist bæklingsómynd, nýprentnð í Khöfn, x/2 örk aS stærð, flogrit hingað sent nú með póstskipinu til útbýtingar um land alt, af einhverjum græningjum, sem hafa látið blekkjast af heimastjórn- arhjali afturhaldsliðsins og skynja ekki það, að þar er ekki átt við annað en aumlegt kák, sem roynast mundi a f t- u r f ö r frá því, er nú er, Það er hið aumasta og kjánalegasta stóryrða-fimb- ulfamb, sem heyrst hefir enn í ollu stjórnarbótarþrasinu, og er þá langt til jafnað, fléttað innan um laklega þýð- ingu af fyrirspurnarræðu Krabbe í fólks- þinginu í haust og svari ráðgjafans, sem löngu er kunnugt orðið, svo og á blaðagreinarstúf eftir Scavenins kam- merherra, rituðum af einlægri góðvild til vor íslendinga, en mjög óljósri hug- mynd um, hvað oss hentar og hvað vér kjósum og vér getum meira matið en gagnslaust eða jafnvel skaðlegt kák. Aðalviðkvæðið gegnum allan bækliug- inn er páfagauks-ópið: »Valtýskan er dauð! valtýskan er dauð!«, sem. aftnr- haldsmálgagnið hér hefir sí-klifað á, ár- um saman, og aldrei hærra en þegar hún hefir lifað beztu lífi. Og þessi ósköp »leppar« h á s k ó I a- k e n n a r i n n Finnur! Hann er ábyrgðarmaðurinn aftan á bæklingsóverunni! AlþingLkostnaðurinn hefir orðið þetta ár lægri en gerst hefir lengi, að eins 36,700 kr. rúml. — Var síðast 37,200 kr., og þar á undan yfir 38,000; komst einu sinni, 1893, upp í 41,500. Alþingistíðindin urðu í styttra lagi, og þingmenn líkl. farið fleiri sjóveg á þing og af en áður. Meiðyrðamál hefir revisor Indriði Einarsson orðið að höfða gegn bankastjór- annm fyrir illyrði hans i afturhaldsmál- gagninu í svörum hans gegn greinum hr. I E. hér i hlaðiuu — jókvæðisorð í röksemda stað. Málið var fyrir sáttanefnd i morgun, og gekk ekki saman. Um gjaf- sókn hefir hr. I. E ekki sótt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.