Ísafold - 07.12.1901, Side 1

Ísafold - 07.12.1901, Side 1
Kemur út ýmist einn sinni eða tvisv. i viku Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l’/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram.) ISAFOLD. Uppsögn (sú.»ifleg) bnndin viö áramút, ðgild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október.. Afgroiðslustofa blaðsins er Aust.urstrœti 8. XXVIII. árg Reykjavík lau^ardatrinn 7. des. 1901. 77. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTBD S DANSKA SMJ0RLIKI, seni er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódyrastu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. I. 0. 0 F. 83l2l38’/g._______________ Forngripas. opið md., mvd. og ld 11—12 Lanasbókasafit opið livern virkan dag Jci. 12—2 og einni stundu lengnr (til kl. 3) md., ravd. og ld. til útlána. Okeypis lækning ú spitalsnum á þriðjud. og föstud. kl. 11 -1 ■ Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrst.a og þríðja þriðjud. hvers mánaðar tt. 11 — 1. Ókeypis t.annlækning i linsi Jóns Sveins- sonar fcjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn fcvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Háseta á fiskiskip ráðum við undirritaðir, fyrir næstkom- andi útgerðartíma (1902), upp á hálf- drætti og mánaðarkaup. Atvinnan borsrast að öllu leyti í peningum. Menn snúi sér til Sigfúsar Bergmann í Hafnarfirði, sem gefur nánari upp- lýsingar og semur um vistráðin. Bíldudal i ágúst 1901. P. J. Thorsteinsson & Co. Sjómælingar við ísland. Eftir R. Hanuner fcerflotahöfuðsmann. Meðal framfara þeirra, er vottar fyr- ir á íslandi í mörgum efnum síðari árin, er eigi hvað minst varið í hinar mjög svo auknu gufuskipaferðir, ekki einungis hafna í milli, heldur einkum tnilli landa. það er tæpur manns- aldur síðan er eitt póstgufuskip ann- aðist ferðirnar milli íslands og Dan- merkur sumarmánuðina, en nú halda ekki einungis allmörg gufuskip uppi reglulegum ferðum milli landanna nær árið um kring, heldur eru og allmörg flutningagufuskip á ferðinni með strönd- um fram bæði sumar og vetur. |>ar af leiðir, að ár frá ári er gert meira og meira tilkall til hæfilegs farargreiða fyrir farmenn. Fyrrum, er höfð voru mestmegnis seglskip til vöruflutninga, var ekki verið að fást mikið um, hve laugur tími fór til ferðarinnar; kæmi ekki skipið þann daginn, þá hinn; og væri á þoka eða dimmviðri, er komið var undir land, var lagt til hafs af nýju, til þess er dimmunni létti. En nú, er dagsetja má eða nærri stund- setja komu gufuskipanna, eru slíkar tafir óþolandi orðnar bæði fyrir skip og farþega og eins fyrir landsmenn. Tálmanir af veðri verður að yfirbuga; áfram verður að komast, hvort sem er nótt eða dagur, hvort sem bjart er yfir eða dimt, og til þess að geta það svo, að eigi sé skipi og farþegum of mjög í hættu stofnað, er óhjákvæmi- legt, að farargreiða þess, er á hefir komist smám saman með fram strönd- um annarraj Ianda, sé einnig aflað hér. Slíkur farargreiði er vitar, þoku- lúðr'astöðvar, sjómerki og um fram alt góð sjóbréf. Sjóbrófin eru undirstaða allra siglinga, og án þeirra má kalla hættuspil að koma nærri landinu í vondu veðri og dimmu. Fyrir því verða nóg og góð sjóbréf fremst í röð meðal þess, er greiða á fyrir skipa- ferðum til íslands og með ströndum fram þar. ]pað sem skilið er við góð sjóbréf og til er ætlast af þeim, er, a ð þau sýni áreiðanlega mynd af landinu, eins og það ber fyrir utan af liafi, með fjöll- um, dölum, kirkjum, húsum, ármynn- um o. s. frv.; að þau sýni strand- lengjuna með nákvæmni, með hættum þeim fyrir skip, sem þar eru, svo sem grynningum, skerjum og boðum o. þ. h.; og loks, a ð þau tilgreini glögt, hvernig háttað er mararbotni með ströndum fram, svo að skipstjórar hafi tök á að vita, hvar skipið er statt, þóbt hvorki sjái til lands né lofts fyrir þoku eða dimmviðri, með því að stika djúpið. Góð sjóbréf verða þvf að styðjast við góðan landsuppdrátt. En því miður skortir ísland hann. Eaunar var i upphafi 19. aldar gerð allgóð mæling af landinu, eftir því sem þá gerðist; en nú, 100 árum síðar, er ætlast til miklu meiri nákvæmni, og það, sem þá þótti viðunandi, getur nú ekki heitið nema óáreiðanlegt. Fyrir því hefði þurft að byrja á gagngerðri nýrri mæling landsins; en til þess þarf mikið fé, sem ekki hefir verið hægt að útvega að svo komnu. f>ess vegna leitaðist sjóbréfastofnun- in danska við mörgum árum saman að tjalda sem framast var auðið því sem til var, með því að láta varðskipið við Island gera sjómælingar, þegar aðrar annir leyfðu, og eftir þeim mæl- ingum eru gerð sjóbréf þau, sem nú eru til. En uú tóku annir varðskips- ius að fara stórum vaxandi, og varð þá að láta mæliagarnar sitja meir og moir á hakanum, og það gerðist ein- mitt samtímis því, er skipaferðir tóku mjög að aukast og þar með að gerast meiri þörf á góðum sjóbréfum. Eftir tillögum sjóbréfastofnunariun- ar hefir því herflotaráðaneytið danska sótt langan tíma um fjárveitingu í fiárlögunum dönsku til að senda til Islands sérstakt mælingaskip, er gœti varið öllum tímanum til þessa starfs. RíkÍ8þingið synjaði þessi lengi; en loks tókst, 1898, að fá veitt svo mikið fé, að skonnortan »Diana« varð send í 3 mánaða leiðangur til mæi- inga við strendur Islands, og hefir því starfi verið haldið áfram síðan á hverju sumri, 1898 undir stjórn G. Holms höfuðsmanns, sem þá var, en 3 árin síðustu hefir höfundur þessar- ar greinar haft stjórnina á hendi. Við þessar mælingar hefir alla tíð aðaláherzlan verið lögð á það, að mæla hin miklu grunnsævi, er liggja umhverfis Btrendur landsins alt út á 100—150 faðma dýpi, með því að þar var eldri sjóbrófum mest áfátt, og af því að mest ríður á, að skipstjórar geti verið öruggir, er þeir uálgast strend- ur landsins í myrkri eða dimmviðri. |>að er því haria mikilsvert starf, sem unnið er í þessum mælingaferð- um, mikilsvert fyrir sigliugar til ís- lands; en það er mjög örðugt við- fangs, bæði vegna þess, að landsupp- drátturinn er ónákvæmur, og hins, hve margá daga er þoka, rosar og dimm- viðri við strendur landsins. Mælingaraðferðin er sú, að skipið heldur frá landi í jafnhliða stefnur með skömmu millibili hvað eftir ann- að út á djúp, og rannsakar um leið með djúpsökku, hvað langt er til botns og hvernig mararbotni er háttað, en jafnframt afstaðan mæld nákvæmlega með 5—6 mínútna milJibili, til þess að marka raegi með fullri vissu djúp- mæliugarnar þar, sem þær hafa verið gjörðar. Dýptin er mörkuð sem fyrst á þar tii ger stór sjóbréf, og svo skamt haft í milli ferla skipsius, að dýptartölurnar dreifast jafnt um alt svæði það, er mælt er. Strik er dreg- ið um þá depla alla, þar sem fundist hefir 100-faðma-markið, sem svo er nefnt; fyrir innan það er þá grynnra en 100 faðmar og fyrir utan dýpra. Með líkum hætti er dregið strik við 70, 50, 40 faðma markið o. s. frv. og fæst þá með þessurn strikum mynd af löguu botnsin3, með öllum álum, grynningum og mishæðum. Til þess að firrast alla skekkju, þegar sjóbréfið er nákvæmlega til bú- ið síðar meir, verður að bóka mjög vandlega þegar jafnóðum hvert srcá- atriði; fyrir þvf er sífelt aunríki á mælingarskipi jafnan meðan bjart er veðfifi bæði fyrir yfirmenn, æðri og lægri, og háseta. |>að er ekki auðleikið ókunnugum að gera sér í hugarlund, hvílíka vega- lengd þarf að fara áður en þessu starfi er lokið. En nokkura hugmynd má fá um það á því, að fyrir hverja mílu, sem mælingum þokar áfram með fram ströndinni, verður að sigla (eða »eima«) 30—40 mílur beint að landi eða frá, áður en hægt er að fá bráðabirgðamynd af lögun mararbotus- ins, og þar við bætist enn fremur alt skjöktið fram og aftur til að afla sér kola og vista o. þ. h. J>að gerir og starf þetta enn stórum örðugra en ella, að gera verður það fyrir opnu Atlanzhafi, þar sem hin rninsta und- iralda getur valdið miklum ósjó, svo að skipið fær brátt svo miklar veltur, að nákvæmar mælingar verða alveg ókleifar. Aðalskilyrði fyrir, að vel gangi, er þó hreint og bjart veður, svo að land sjáist jafnvel í mikilli fjarlægð. f>á daga, sem það er ekki, notar skipið ýmist til mælinga á fjörðum inni og nærri landi, eða til fiskirannsókna. Fiskirannsóknirnar eru gerðar með því, að fiska með ýmsum veiðarfærum svo víða sem hægt er og á ýmsum tímum, til þess að geta tiltekið, hvar fiskur gerir vart við sig, hve stór hann er og þungur, hvaða sævardýr eru aðalfæða fiskanna, hverrar tegundar um sig, og hvar mest er um það æti. Til að komast fyrir það, er hver fisk- ur veginn og mældur, skoðað í mag- ann á honum, og síaður leirinn úr botniuum o. 'þ. h., þar sem fiskurinn hefir verið veiddur, til »þess að vita, hvað margt er þar af ætinu og hvar það er; enn fremur er safnað bæði ó- æðri dýrum, fiskseiði og fágætum fisktegundum. Arin 1898, 1899 og 1900 hafa mæl- ingar- og fiskirannsóknir gerðar verið við austurströnd landsins og land- sunnanmegin, og þetta verið afrekað : 1) gert nýtt sjóbréf af austurströnd- inni frá Langauesi til Hornafjarðar (út komið 1901); 2) búinn til séruppdráttur af Seyð- isfirði, og 3) af Hornafjarðarós (þeir koma út báðir fyrir 1. jan. 1902); 4) búin til 3 fiskisjóbréf af Aust- fjörðum, þ. e. stór sjóbréf, þar sem lögð er aðaláherzlan á, að veita ís- lenzkum og dönskum fiskimönnum sem bezta vitneskju um, hvers eðlis er mar- arbota á tilteknu svæði í landhelgi. |>es8ir uppdrættir koma sömuleiðis út fyrir 1. jan. 1902; 5) samdar fiskiskýrslur um hvert ár og birtar í aðalfiskiveiðaskýrslum Dana, er búnaðarráðaneytið gefur út á hverju éri. f>ví miður hefir það sýnt sig, að landsuppdrátturinn af suðurströndinni frá Hornafirði suður um Ingólfshöfða alla leið vestur í Meðallandsvík er svo skakkur, að ekki er neinu lagi nær, og engin leið að nota hann til undir- stöðu undir nýja mælingu. Fyrir því hefir mátt til að hætta þar við að sinni, þar til er fengin er betri undir- staða, og er vonandi, að takast muni að útvega nauðsynlegt fé og menn til þess áður en langt um líður, svo að ekki þurti að láta þennau hættuleg- asta kaflann af strandlengju Islands vera ómældan til lengdar. Árið 1901 hefir verið haldið áfram mælingunum frá Dyrhólaey vestur um Vestmanneyjar að Reykjanesskaga, og hefir skipið þar haft ágætan stuðning af mælingum þeim, er pr.lautinant Ravn gerði sumarið 1900 á landssjóðs kostn- að, og hefði að öðrum kosti orðið ó- kleift að gera nýtt sjóbréf af svæðinu kringum Reykjanes. Mjög hefir illa viðrað í sumar fyrir mælíngarstarfið; sffeldar rigningar og dimmviðri. f>ó hefir lánast að kom- ast frá Vestmanneyjum vestur um Reykjanesskaga, með því að notasem bezt hina fáu sólskinsdaga, og um leið verið alveg mældur upp og rannsak- aður til hlítarsuðurkafli Faxaflóa og inn- leiðirnar fyrir austan Reykjavík. Ár- angur þeirra mælinga, sá er mest ber á, er sá, að það hefir komið upp úr kafinu, að .í Meðallandsvík liggur strandlengjan f mílu dauska lengra í sjó fram en eldri sjóbréf votta, en hins vegar strandlengjan frá Stokks- eyri austur fj>rir Vestmanneyjar gengur \ mílu lengra inn í landið en áður var talið. Ennfremur fundust 10—12 mílur í landsuður og suður af Reykjanesi áð- ur ókunnar fiskileitir, sem vera má að rnikils verði um vert fyrir fiskiveiðar við ísland eftirleiðís. |>egar Díana lagði á stað frá Reykja- vík í lok ágústmánaðar, brá hún sér norður um land til að grenslast eftir, hvort hægt mundi að nota hina

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.