Ísafold - 07.12.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.12.1901, Blaðsíða 3
307 Ekki vel vakandi í síðasta tbl. afturhaldsmálgagDsins, 3. þ. m., er örstutt grein með yfir- skriftinni »Heimastjórn« og undirskrift- inni »X«, þar sem svo segir, að ef vér viljum fá forræði yfir sérmálum vor- um, verðum vér að flytja stjórn þeirra inn í landið og afnema stjórn þeirra í Khöfn. »þá fyrst geta Islendingar fengið sjálfsforræði yfir sérmálum sín- um, er þeir hafa heimastjórn«, segir svo. Ritstjórinn hefir eigi gert neina athugasemd við greinina um þetta; líklega eigi skilið, hvað í henni felst. f>að er alveg rétt, að innlenda stjórn eða heimastjórn í r é 11 u m s k i 1 n i n g i fáum vér eigi fyr en lagastaðfestingar-vftldið og hið æðsta úrskurðarvald í sérmálum vorum er flutt inn í landið (o: skipaður hér landsstjóri, ábyrgðarlaus fyrir alþingi, en hafandi ráðgjafa, er beri ábyrgð á stjórnarathöfninni fyrir alþingi). þetta stjórnarfyrirkomulag girnumst vér Stjórnarbótarmenn, að því tilskildu, að sambandi voru og samskiftum við hina dönsku ríkisstjórn í Khöfn sé viðunanlega fyrir komið. Tíu-manna- frumvarpið sæla fer í alt aðra átt, og Sömuleiðis alt hið fárránlega, illa hugs- aða og heimskulega ráðgjafa »búsetu«- brask, sem nú er efst á baugi, og auðsælega Btefnir að því, að selja úr- slit málefna vorra í hendur hinum dönsku ráðgjöfum annaðhvort öllum í einni bendu eða forsætisráðherranum einum að nafninu til, en í raun og veru í hendur einhverri svonefndrí ís- lenzkri skrifstofu í Khöfn. þessu sýn- ist ábm. afturhaldsmálgagnsins eigi hafa haft athugun á, er hann tók á- minst greinarkorn. Hann hefir ekki verið »vel vakandi« þá. Hann hefði líklega annars ekki farið að hirða mótmælalaust hugvekju, sem fer í svona þver-öfuga átt við hugsjón hans og hans félaga um þessar mundir. Stjórnarbótarvinur Mikiisverð iðja. Mörgum mun þykja einkar fróðleg og merkileg skýrsla sú eftir herflota- höfuðsmann K. Haramer, sem ísafold flytur í dag. það er harla mikilsverð iðja, hans og fyrirrennara hans, mjög merkur og áríðandi þáttur í viðleitninni að gera landið sem byggilegast, sem ekki er minna í varið en margt það, er kent er við stórkostlega föðurlandsást og stórmikið af látið. Að þessu verki er unnið í hægð og kyrþey, að manni liggur við að segja, en með frábærri elju og samvizkusemi, ár eftir ár, af útlendum ágætismönnum, sem sjaldan eru nefndir á nafn, og fyrir útlent fé. það er mikil eftirsjá í því, að hr. R. Hammers skuli ekki vera von framar hingað til þessa starfs. Hann hefir getið sér hér bezta orðstír, og það er vÍ3t, að landsmenn, ekki ein- ungis þeir, er kynni hafa af honum haft, heldur og allir þeir, er meta kunna hið mikilsverða starf hans, senda honum og hans mönnum í hug- anum einlæga þakkarkveðju. þá skyldu og landsmenn, þeir er þess eru megnugir, sízt undir höfuð leggjast að verða við áskorun hr. Hammers um að láta í té allan fróð- leik, er þeir geta, og koma kynni að einhverju haldi þeim er umbæta vilja sjóbréfin fslenzku. Bezt að senda alt slíkt til »S0kortarkivet, Kobenhavn*. Vopnaflrði, um veturnætur: Héðan er fátt markvert að frétta. Afla- brögð heldur treg, svo útvegsbændur munu hafa gjört litlu betur en standast kostnað í sumar, og sumir alls ekki. Hafa því valdið stormar og ógæftir, enda hefir fisk- ur oftast verið mjög hvikull. Sildarafli hefir aftur verið með meira móti og stund- unj mjög mikill, en engin útgerð er hér fyrir þá veiði, nema litil lagnet til beitu- veiða, og er það skammsýni mikil. Heyskapur er hér aftur í bezta lagi, því tíðin hefir verið ágæt fyrir landbúnað, og grasvöxtur i betra iagi. Verzlun er hér danf og fjörlítil, og lit- ur út fyrir, að það liggi hér í laudi. Flest- ar útlendar vörur dýrari en á Seyðisfirði, og svo mikill vöruskortur, að til vandræða horfði með nauðsynjavöru um hásumavið, Kaupstaðarskuldir eru hér mikiar, eu sam- kepni í verzlun nauðalitil. Pöntunarfélag var stofnað hér fyrir nokkrum árum, og bætti það talsvert úr skák við það, sem áður var, en það er nú liðið undir lok. Banamei í þess mun hafa verið efnaleysi og samhaldsleysi bænda, og loks ekki sizt verzlun sú, er þeir Zóllner og Vídalin settu hér á stofn fyrir fám árum. Hugðu bænd- ar gott til, og að pöntunarfélag mundi nú óþarft. En raunin hefir orðið sú, að hin nýja verzlun fetar dyggilega í fótspor hinn- ar eldri verzlunar, siðan hún náði bænd- um á skuldaklafann. Margt er hér rætt um stjórnarbótar- mál, en sorglega fáir menn hugsa það mál ofan i kjölinn; og svo mun þvi miður vera um alt Austurland. Það eru að eins örfáir menn, sem áhuga hafa á því máli, en allur fjöldinn fylgir þessum leiðtogum hugsunariaust Ræður þá oftast vinátta, auðvald eða ótti, hverjum fylgt er. Plest- ir Vopnfirðingar efldu harðsnúinn fRkk i fyrra gegn valtýskunni, undir forustu þeirra Ólafs verzlunarstjóra Davíðssonar og Jóns læknis Jónssonar. Munu forkólf- arnir halda fast við þá stefnu enn; en svo virðist mér sem ýmsir hinir gætnari menn séu farnir að skoða huga sinn betur um þetta mál. Æsingar þær, sem Seyðisfjarð- arblöðin hafa haft i frammi bæði við kosningarnar síðustu og um málið síðan, hafa eflaust komið mörgum til að athuga betur tákn timanna, og einknm ýmsar hug- vekjur i ísafold í sumar. Mörgura er þvi eflaust kunnari afstaða þessa máls en áður. og ætti það að vera góður undirbúningur undir næstu kosningar. Meðallandi 11. nóv,: Tiðarfar næstliðinn vetur, vor, sumar og það sem af þessum vetri er, má heita gott. Reyndar hafa rigningar og hvass- viðri verið tið, i köflum. Slátturinn var með köflurn rigningasamur og yfirleitt þerridaufur, svo hey þornaði ekki svo vel sem þurfti. Einungis eina viku, siðla í á- gúst, var góður þerrir. Skömmu eftir höfuðdag brá til rigninga og óþerris, svo eftir það var úti með allan heyafla, svo sumt liggur úti óhirt, en hitt náðist blautt og skemt. Heilsufar yfirleitt hærilegt. A stöku bæjum stakk sér niður inflúenzaveiki, held eg, heldur en önnur brjóstveiki eða lungna- bólgusnertir; sem þó kvað ekki mikið að. Skarlatssóttin gerði vart við sig hér í hreppi, dó einn maður úr henni, stúlka um tvitugt; en fyrir stranga einangrun og sterkan vörð tókst að girða fyrir að hún færðist út. Slys engin og höpp heldur ekki, nema síra Bjarni Einarsson fekk hvalkálf á fjöru sína i haust. Engir nafnkendir hafa dáið. Yegna hausthríðanna aflaðist litið af ís- lenzka melnum. Yerður því harðrétti manna á milli, ef ekki ber neitt til happa. Sveitarútsvör óþolandi. Bæjarstjórn Reykjavikur. Bæjarstjórain samþykti ð. þ. mán. svofelda skifting á áætluðu vegafé bæjarins 1902: Til Laugavegar (gangstéttar 75 f., púkklagningar 30 f.).......... 1100 kr. auk efnis, sem til er 240 kr. virði. Hverfisgata 115 f........... 460 — Klapparstígur 120 m. á 1 kr. og 160 m. á xj^.......... 320 — Lindargata, grjóthreinsun og ofaníburður .............. 100 — Amtmannsstígur, stéttar- steinar samkv. reikningi..... 100 — Grettisgata, austurhluti ... 350 — Tjarnargata, lóðarkaup til breikkunar og vegalagning ... 200 — Vegur að Lágholti gegn 30 dagsv. hjá búendum og ó- keypis lóð .................... 165 kr. Hafnarstræti ............... 300 — Ofaníburður (þar á meðal á Laugavegi og Hafnarfjarðar- vegi)......................... 905 — Amtm. tilkynnir, að staðfest hafi ver- ið afnám fiskisamþ. 17/2 ’97. Eiríkur Magnússon selur f>. Tóm- assyni erfðafestublett á Melunum fyr- ir 30 kr.; bæjarstjórnin notar eigi for- kaupsrétt. Ljósker. skyldi setja við Nýlendu- götu og annað við Vesturgötu and- spænis Stýrimannaskólastígnum. Veganefnd falið að íhuga beiðni Um brunn í Sauðagerði. þiessar brunab.virðingar samþ.: hús Andr. Bjarnas. eöðlasm. við Lauga- veg 18,797 kr.; þvottahús nýtt við Laugarnar 1700; bær í Kaplaskjóli (Svb. Ól.) 1405; bær á Selsholti (Ól. og Sig. Ólafss,) 1125 kr. Allir á fundi nema Tr. G. V eðurathuganir í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson 1901 nóv. des. Loftvog millim. Hiti (C.) >- erÞ < o ox I" c* œ yr 3 p 15. Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld. 30.8 752,9 4,4 8W 2 10 9,6 3,2 2 755,8 1,6 W 1 9 9 75S,3 0,9 0 9 Sd. 1. 8 741,7 2,1 E 2 9 2,4 -1,1 2 742,2 4,6 S 1 10 9 740,1 2,9 E 1 7 Md. 2. 8 750,9 1,5 0 5 2,1 0,4 2 755,8 2,7 S 1 9 9 758,3 1,7 0 10 Þd. 3. 8 750,2 3,3 E8E 2 10 1,7 0,2 2 744,0 8,2 S8E 3 10 9 748,4 2,7 WSW 2 10 Mvd 4. 8 741,3 4,4 S8E 3 10 11,2 0,3 2 732,1 5,5 8SW 3 10 9 732,0 1,5 SW 2 6 Fd. 5. 8 732,5 0,2 8SW 1 6 18,6 -0,5 2 735,0 -0,2 SSW 3 9 9 736,7 0,9 sw 3 10 Fad 6. 8 722,2 0,8 E 2 9 0,8 -1,1 2 721,2 1,9 E 1 10 9 727,4 1,1 S8W 2 7 Póstskipið Laura, kapt. Aasberg, komst ekki á stað i gær, vegna rosa und- anfarna daga. Með því fara nú í dag kaupmennirnir Björn Kristjánsson og W. Ó. Breiðfjörð, yfirbakari Carl Frederiksen, Þorst. Gnðmundsson verzlm., Bjarni trésm. Jónsson og Eyvindur Arnason trésm., Ólaf- nr Hjaltested o. fl. i I heljar greipum. Frh' það var ákaflega fárránlegt, að heyra þetta hljóð í fjarska í þessari mikil fenglegu, tilbreytnislausu auðn. Nú heyrðist vot£a fyrir alkunnu lagi í þessum fjarlæga óm og það lá við að þeim fyndist þau heyra orðaskil, erindin þessi: Með degi hverjum dagleið nær Oss diramum skilar ranni. f>au vissu ekki, hvort heldur var, að síra Stuart hafði fengið aftur ráð- ið, eða svo hafði hizt á, að hann fór að syngja þetta ósjálfrátt í hitasóttar- órum sínum. Félagar hans rendu tár- stoknum augum í áttina til hans; þeim duldist það ekki, að þeim veg- faranda »skilaði» nú skjótt »nær dimm- um ranni«. Köddin hljóðnaði smám- saman og varð að óskýrum óm, þar til er hún sloknaði alveg í ómælilegri auðnar aldeyfunni. •Aldavinur minn kær! Eg vona að hann hafi ekki skaðmeitt yður«, mælti Belmont og studdi hendi á kné Coch- rane hersi. Hann sat nú keikur aftur, en nokk- uð andstuttur enn. *Nú er eg alveg jafngóður aftur. Viljið þér gera svo vel, að sýna mér þann, sem lagði í raig«. »f>að er hann þarna á undan — úlfaldinn hans gengur við hliðina á þeim, sem hann Fardet ríður«. •Pilturinn með yfirskeggið? f>að er svo dimt, að eg sé hann ekki glögt. En eg held þó, að eg mundi átta mig á honum. f>akka yður fyrir, Belmont!« »Eg hélt, að þór hefðuð rifbeins- brotnað*. »Nei. Eg gerði ekki nema fekk andköf«. »f>ér hljótið að vera af stáli gerður, en ekki holdi. f>etta var voðahögg. Hvernig fóruð þér að jafna yður svona fljótt aftur?« Hersirinn rumdi við og anzaði, hálf- hikandi: *Eg skal segja yður, Belmont minn góður — eg veit, að þér farið ekki, að segja frá því, sízt kvenfólkinu — eg er farinn töluvert að eldast, og til þess, að geta borið mig hermannlega — og kann ekki við annað — þá er eg í —« »Spanga-upphlut!« greip Irinn fram í, alveg forviða. »Hamingjan hjálpi mér!« '*Já, ofurlitlum, léttum reimaskorðum«, anzaði hersirinn, stuttur í spuna, og beindi talinu að því, hvað fyrir þeim mundi liggja daginn eftir. Oft ber þeim í drauma, er enn eru á lífi, þetta öræfa-ferðalag þá löngu nótt. f>að var og draumi líkast, þetta ferðalag, hljótt eins og draumur, er úlfaldarnir tifuðu áfram á lungamjúk- um löppunum, en förunautar þeirra hvarflandi eins og vofur á báða bóga. f>að var eins og algeimurinn lægi útþaninn fram undan þeim. f>ar blik- aði skær stjarna jafn-lágt veginum og önnur þar fyrir neðan undir eins og spölkorn skilaði áfram. Hver himin- hnötturinn og hvert himinhnatta- kerfið á fætur öðru sveif hátignarlega yfir höfðum þeim og leið í hvarf bak við dimman sjónbauginn. f>eim var ofurlítill hugarléttir, að horfa á þá mikilfenglegu dásemd drott- ins: það var eins og þeim fyndist ör- lög sfn og einka-hagir verða að fánýtu hjómi móts við slík regin-öfl. Hin mikla himintungla-fylking leið um þveran himin og seig síðan niður á við hátignarlega, þar til er loks vott- aði fyrir gráleitri dagsbrún í austri, og bandingjunum varð bylt við, er þeir litu hver framan í annan og sáu, hve hreldir og ömurlegir þeir voru ílits. Askorun. Yér undirskrifaðir, sem er- um í etjórn skipstjórafélagsins »Aldan«, skorum hér með fyrir vora eigin hönd, og allra einstakra meðlima nefnds félags, á átgefanda biaðsins »Reykvikings«, kaupm. V. O. Breiðfjörð, að lýsa því yfir opin- berlega, að hverjum skipstjórum, stýri- mönnum eða þilskipasjómönnum hann bein- ir illmælum þeim og aðdróttunum, sem finnast í grein nokkurri í nefndu biaði hans 10. og 11. tölubl. XI. árgangs, með fyrirsögninni: »Af hverju eru þilskipa- sjómenn álitnir óvirðulegri en landvinnu- menn?«,og að nafngreina þá jafnframt þannig, að þeir hinir sömu geti borið á- mælin af sér, en að aðrir félags- og stétt- arbræður vorir megi um leið vera undan- þegnir lastmælum þeim og ærumeiðandi á- burði, sem nefnd grein flytur lesendum Reykvíkings. Vér skulum geta þess, að í skipstjórafélaginu eru um 70 félagsmenn, og eru þá að eins tiltölulega fáir skipstjór- ar utan félags a'f þeim, sem eiga heima hér í Reykjavík. A hinn bóginn segir nú í greininni, að ámæli þau, sem sérstaklega eru borin á skipstjórana hér, séu verðskuld- uð af öllum þorra þeirra, að eins með nokkurum undantekningum, og er þannig auðsætt, að félag vort hefir fulla ástæðu til að fara fram á slíka yfirlýsingu af hálfu ábyrgðarmanns greinaiinnar, sem að framan er sagt. En vcrði V. O. Breiðfjörð kaupmaður ekki við þessari áskorun, er það sýnilegt, að hann þorir ekki að standa við það, sem í greininni er borið sjómönnum á brýn, og lýsum vér því þá jafnframt yfir, að vér álitum hann minni mann eftir. Reykjavík */„ 1901. Þorsteinn Þorsteinsson, Jafet Olafsson, pt. form. pt. skrifari. Finnur Finnsson, pt. gjaldkeri.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.