Ísafold - 07.12.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.12.1901, Blaðsíða 2
306 gömlu uppdrætti til undirutöðu undir nýjar mælingar þar, og varð aðalnið- urstaðan sú, að á svæðinu frá Qorni á Hornströndum austur að Langanesi mundi ekki verða ókleifir örðugleikar við að kljást, ef hepni væri með veður við mælingarnar; en fyrir Vest- urfjörðum og um innanverðan Breiða- fjörð ekki hægt að gera viðunandi mælingar fyr en búið er að gera þar landmæliug, sem fara má eftir. Mælingu þá á Islandi, sem »Gene- ralstabent byrjaði á 1900, er því miður hætt við að sinni, með því að ekki hefir lánast að útvega fé til þess. jþó er vonandi, að tekið verði þar aft- ur til óspiltra mála svo fljótt, að lúka megi við sjómælingarnar umhverfis land alt, sem nú er kominn rekspöl- ur á. Ný landmæling er þó naumast við að búast að komist til framkvæmd- ar nema landssjóður leggi fram styrk til þess, og Islendingar sýni sjálfir á- huga á málinu, og fái gerða málaleit- un um það við hina dönsku stjórn. Bftir heimkomuna með Díönu 1901 hefi eg fengið vitneskju um, að eg mun að svo stöddu ekki eiga kost á að halda áfram starfi því, er eg hefi haft á hendi 3 ár, og mér hefir, þrátt fyrir alt strit, verið mjög hugnæmt, ekki sízt fyrir það, að eg hygg raig hafa unnið verk, það er verða muni íslandi að gagni og því til frambúðar. Áður en eg lýk þessari skýrslu vil eg því tjá þakkir mínar öllum þeim Is- lendingum, er margsinnis og með margvíslegum hætti hafa verið mér innan handar í mælingarstörfum mín- um. |>að hefir þrásinnis verið ein- göngu að þakka mikilsverðu fulltingi íslendinga, að lánast hefir að finna grynningar og sker, sem mikið er í varið fyrir sjóbréf; oss hefir þó sjálf- sagt skotist yfir mörg enn, en mæl- ingarskipið er og verður ávalt fegið að fá hvaða vitneskju, sem er, um boða, sker og aðrar siglingaháska- semdir, sem þeir einir vita um, sem heima eiga þar nærri og nákunuugir eru á sjó þar; og hafa skyldi það < huga rækilega, að það er góðverk við fjölda manna, að láta slíka vitneskju í té handa hinum nýju sjóbréfum, með því að það getur ekki einungis komið skip8tjórum að notum bæði nú og síðar meir, heldur getur það orðið til þess, að forða skipum strandi og farþegum og skipshöfn líftjóni. Löghlýðni og lánstraust. í tveim greinum í afturhaldsbiað- inu 29. nóv. og 3. des. er baukastjór- inn að leitast við að svara grein minni í Isafold 9. nóv., sem var í 4 köflum. Hann hefir með þögninni samþykt eftirfarandi atriði í grein minni: 1. að húsaleiga Landsbankans sé í bankareikningnum rangt tilfærð, eða of lágt talin um kr. 2812,32; 2. að hagurinn af seðlaútgáfunni sé nú eigi meiri að frádregnum kostn- aði en rúmar 7000 kr.; 3. að traust bankavaxtabréfanna í Danmörku geti ekki bygst á því, þótt Landmandsbankinu hafi lofað að taka þau að veði fyrir 500 þús. kr. láni, þar sem hann mundi hafa lánað það fé veðlaust til þess að fyrirgirða, að önnur peningastofnun en Landsbankinn kæmist hér á fót, sem skifti við aðra 1 KaupmaDnahöfn en Land- mandsbankann sjálfan; 4. að s a 1 a veðdeildarbréfa sé hinn eini ábyggilegi mælikvæði fyrir trausti veðdeildarbréfanna í Dan- mörku; 5. að s a 1 a þessara 200 þús. kr. í veðdeildarbréfum hafi verið kom- iná áður en bankastjórinn ferðaðist til Kaupmannahafnar til að koma þeim á markaðinn; 6. að næg þörf hefði verið fyrir þessar 200 þús. krónur hér í landi, svo óþartí hafi verið að fara að skifta þessum veðdeildar- bréfum fyrir önnur ver trygð verðbréf; 7. að hann hafi ekki getað komið bankavaxtabréfunum út í kaup- mannasamkundunni (Börsen) í Kaupmannahöfn. 8. Bankastjórinn hefir loksins ekki neitt á móti því, að lánstrausti landssjóðs sé betur varið í þarfir veðdeildarinnar, til þess að afla fjár til löngu lánanna, í stað þess að verja því til að ábyrgjast bankaseðlana, sem grein mín að- allega leiðir rök að. það er að eins eitt atriði í báðum greinum bankastjórans, sem snertir grein mína, og hann er ekki samhvkkur mér í; það er, að lands- sjÓOTft hafi lítið lánstraust í Dan- mörku, sem geti staðið sölu veðdeild- arbréfanna meðal almonnings og kaupmanna þar fyrir þrifum. Alt annað í greinum hans eru bollaleggingar um það, hvort Lands- bankinn geti staðist, ef hann tekur lán með 4"/<. vöxtum, og þess konar, sem grein mín hreyfir alls ekki við. Um þetta eina ágreiningsatriði get eg verið fáorður, því bankastjórinn hefir sannað sjálfur, að lánstraust landsins sé lítið meðal almennings og kaupmanna í Danmörku, þar sem hann segir sjálfur frá, að hanu hafi ekki getað selt þessi 200 þús. kr. í veðdeildarbréfum nema 3 stofnunum, sem er stjórnað af þeim mönnum, sem helzt þekkja hag íslands. Og á meðan ekki er búið að selja nema 200—250 þús. króna virði í veðdeild- arbréfunum til einstakra stofnana í Danmörku, þá veitir það litla sönnun fyrir, að Island hafi gott lánstraust meðal almennings og kaup- m a n n a þar. Sú skoðun mín, að Island hafi ekki það lánstraust meðal almennings í Danmörku, sem það á skilið, og að það muni stafa af ábyrgð landssjóðs á ógulltrygðu seðlunum, stendur því al- veg óhögguð enn, þrátt fyrir hinn ó- sanna áburð og hnútukast banka- stjórans, sem honum er svo tamt að nota í röksemda stað. Vegna þess, að eg er að fara á stað til útlanda, hefi eg ekki tíma til að athuga önnur atriði í grein banka- stjórans, sem alls ekki koma rninni grein við; eg mun athuga þau síðar, ef aðrir verða ekki fyrri til að sýna, hvað staðlaus þau eru. í sambaudi við þá virðingu, sem bankastjórinn ætlar að sýna mér, með því að láta ritgjörð mína »á Börs- í n n«(!!), vil eg minna hann á, að gleyma því ekki, að láta henni vorða samferða bankabyggingarreikningana og banka-p a k k h ú s-reikninga vara- sjóðs bankans með fylgiskjölum, eins og þeir komu loksins úr hans hönd- um í sumar, svo og reglugjörð lands- bankans 29. marz 1894, til þess að eg sitji etíki einn að virðingunni, og að »Börsinum«(!!) gefist kostur á að sjá um leið reglusemi bankastjórans, reikningsskarpleik h^ns og fágæta lög- hlýðni, og hvað fastheldinn hann er við þá skoðun, að »með lögum skuli land byggja«. Beykjavík^ð. desember 1901. Björn Kristjánsson. Tíðarfar. Vetrar hefir lítt ;kent hér nm slóðir eða alls eigi að'kalla má, ein- lægar þíður, en rosasamt nokkuð. Varla komið föl á jörð fyr en lítilsháttar í út- synningnum í gær og í dag. „Markaðsbætirinn < Newcastle«. Herra ritstjóri! Viljið þér gefa rúm línum þeim, er hér fara á eftir? í ísafold 14. sept. þ. á. hefir Jón kaupm. þórðarson ritað um hrossa- sölu sína í sumar o. fl. Er sumt gott í greininni, svo sem það, að hann bendir á, að hærra verð mundi fást fyrir hesta, ef einungis væru fluttir út hæfilega gamlir, einlitir hestar. Betta er eflaust rétt, en verður því miður varla framkvæmanlegt, fyr en hesta- k y n i ð hefir batnað og breyzt, t. d. að lit. En það verður aldrei of oft brýnt fyrir mönnum, hve mikilsvert það er, að vanda hverja vöru sem er, hvort heldur eru hross eða annað, svo að sem næst komist því, er kaupend- um líkar bezt. það er sömuleiðis rétt, er herra J. þ. segir: »í þetta sinn fór eg því miður ekki með hestunum*. Já, »því miður«. Hefði hann farið með hest- unum, þá hefði hann sjálfur séð, hvað fram fór, og ekki þurft að fara eftir sögusögn »samvinnumanns« síns um það, hvers vegna salan gekk svo, sem hún gekk. »Samvinnumað- urinn« hefir llklega haft sínar ástæð- ur til að skýra svo frá, sem hann gerði. En hefði hr. J. þ. verið sjálf- ur við, þá hefði hann enga slíka skýrslu þurft, og þá hefði hann held- ur e k k i ritað grein þessa, því aðal- atriði hennar eru fullkomin ósann- indi. Hann segir, að um sama leyti og hestar hans voru seldir í Glasgow hafi verið sendir frá Newcastle 100 hestar á markaðinn í G. og geldirfyr- ir £ 2. 10. 0 = kr. 45. það er nú slæmt, að ekki sést á greininni, hve nær þetta var. En eg hefi, til þess að vera viss, kynt mér sölureikninga um a 11 a hesta þá ísl. hesta, sem sendir hafa verið til sölu frá Newcastle til Glasgow frá 24. júlí til 4. sept., að þeim dögum báðum meðtöldum, og á því tímabili hafa hestar J. þ. eflaust verið seldir, því bréfið, sem færir honum tíðindin um söluna, er dagsett 16. ágúst. Hinn 24. júlí eru sendir 30 (ekki 100!) hestar frá Newcastle til Glasgow og seldir við opinbert uppboð, eins og annars viðgengst mest, er ísl. hestar eru seldir. Hestarnir eru seld- ir einn og einn. það vill svo skríti- lega til, að 1 hestur af þeim hóp er seldur fyrir £ 2. 7. 6 = kr. 42,75. En það hefir auðvitað verið gallagrip- ur, því sá, sem er næstur honum að verði, er seldur á £ 4. 0. 0 = kr. 72,00; hinir allir meira, og ipeðalverðið, að frúdregnum flutningskostnaði frá N. til G., sem er töluverður, o. fl., er £ 4. 15. 10 = kr. 86,25. Næsti hóp- ur er seldur í Glasgow 14. ágúst. (Mun það ekki hafa verið um það leyti, sem hestar J. f>. voru seldir þar?). í þeim hóp voru ekki nema 15 hestar, og sá, sem fór fyrir lægst verð, var seldur á £ 4. 10. 0 = kr. 81,00, og meðalverðið, að írádregnum fyrnefndum kostnaði, varð £ 4. 12. 2 = kr. 82,95. Hinn 4. sept. er enn send- ur hópur til Glasgow og seldur þar. |>að voru 24 hestar, og varð þá með- alverðið ekki nema £ 3. 15. 11 = kr. 68,32, og þá var 1 hestur seldur á £ 2. 17. 6 = kr. 51,75 og sá næsti £ 3. 0. 0 = kr. 54,00, 1 fyrír kr. 56,25, 1 fyrir 58,50, og svo upp eftir. Eg hefi í höndum frumreikninga þá alla, er sanna það, sam hér hefir ver- ið sagt. þetta nægir til að sýna, hversu ranglega hr. J. f>órðarsyni hefir verið skýrt frá atburðunum, og er enn eitt dæmi þess, hve varasamt það er, að trúa keppinautasögum, og ætti að vera bending til hr. J. f>. og annara samvizkusamra manna um það, að hyggilegast er, að gera ekki slíkt að opinberu umtalsefni í blöðum, fyr en að fullsönnuðu máli. Hr. J. f>. kemur með hrossasölu- sögu frá 1899, og verður varla hjá því komist að ætla, að hann geri það í þeim einum tilgangi, að geta komið að all gífurlegum dylgjum og storkun- aryrðum. En sú saga er í eðli sínu ekki svo, að hún gefi tilefni til þess, þótt hún fái þann blæ hjá hr. J. f>. Sumarið 1899 sendi Louis Zöllner 100 hesta til Kaupmannahafnar og hafði fyrirfram verið samið um sölu á þeim. En er hestarnir komu til Hafnar, rauf kaupandi samninginn, og vildi ekki taka við hestunum. f>á voru þurkar miklir og hart bæði um haga og vatn. L. Z. neyddist því til að láta selja hestana við því verði, er bauðst, og fór þá svo, sem alloft verð- ur, að sú verzlun varð ekki ábata- söm. J. f>. veit víst vel, að svo getur oft farið, og ekái hvað sízt um hrossa- verzlun. Markaðsverð breytist oft skjótt, og áhættan í flutningnum er einnig takandi til greina. Haldi hann áfram hrossaverzlnn, er óhætt að spá því, að vonbrigði hans nú verða hvorki hin einu né síðustu. Dylgjur hans og storkunaryrði eru bygð á þeim ósannindum og rangfærsl- um, sem hér hefir verið reynt að leið- rétta. f>að þarf því ekki að svara þeim sérstaklega. En vlll ekki hr. J. f>. fallast á það með mér, að verzlun- armál vor íslendinga, sem og önnur þau málefni, er sannarlega þurfa end- urbóta og breytinga, muni lítið græða á því, að í umræðum um þau sé stað- lausar dylgjur og persónulegar að- dróttanir einkum hafðar að vopnum? 14. nóv. 1901. Jón Jónsson frá Múla. Meira sigurhrós. Svo segja þeir, sem lund hafa tií' að yfirfara allan óhroðann í aftur- haldsmálgagninu, að þar sé í gær á- kaflegur sigurhrós-sgauragangur yfir fyrir fram vísum kosningaróförum dr. Yaltýs í Vestmanneyjum. En þó er ekki því að fagna enn fyrir málgagn- inu, að hið nýja þingmann3efni hafi fengist til að gefa kost á sér, sem er þó lögmælt skilyrði fyrir þingkosningu og hefir verið hér meir en 20 ár. f>á er og í annan stað óhjákvæmilegt skilyrði fyrir gildi loforða, hvort held- ur er um þingkosningu eða annað, að þau hafi ekki verið höfð út með falsi og blekkingum. f>að væri kannske ráð fyrir -gagnið eða ábm. þess, að hugsa út í þetta tvent, áður en hann hælist meir um. Eða hvernig fór í fyrra á Leiðvallarkjörþinginu? Beðið um Hovgaard aftur. Með þessari póstskipsferð er send til stjórnarinnar bænarskrá frá Beyk- víkingum og Hafnfirðingum, miklum fjölda mauna, um að kapt. A. P. Hovgaard verði látinn halda áfram næsta ár að stjórna varðskipinu, með því honum hafi tekist þetta ár með árvekni sinni, snarræði og frábærri at- orku að verja nær gersamlega land- helgi vora fyiir botnvörpungum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.