Ísafold - 01.02.1902, Síða 2

Ísafold - 01.02.1902, Síða 2
bókasafn. J>á eru á neðra lofti 4 kenslustofur og ein stofa með kenslu- áhöldum fyrir nattúrusögu og eðlls- fræði, og eru þessar greinir kendar þar; á efra lofti eru ð kenslustofur. Kvisturinn er bústaður skólastjóra; þar er og prentsmiðja — því skólinn hefir sjálfur prentsmiðju. —En 1 kjallar- anum býr dyravörður; þar er og mið- stöðvarhitunarvél skólans og þvotta- kjallari. Allar eru kenslustofuruar að eins 7$ al. á braidd, til þess, að birtan sé sem jöfnust í allri stofunni, og að eins 5$ al. á hæð, svo að ekki sé misboðið raddfærum skólasveina. Á lengd eru þær 9, 10 og 11£ al. A hverju lofti er gangur í miðju, 5$ al. á breidd og 14 álnir á lengd, -og liggur út úr hon- um miðjum hliðarkriki með 4 þvotta- skálum. I göngunum er slegið upp borðum um morgunverðarbilið og sitja skólasveinar þar að snæðingi. f>ar eru og snagar til að hengja yfirhafn- arfötin á og hillur fyrir það, sem skólasveinar hafa með sér. í hverri kenslustofu er svört eða dimmgræn linoleumstabla, hér um bil 2 álnir á hæð, og er eins og belti eft- ir veggjunum endilöngum, svo að allir bekkjarsveinar geta skrifað eða teikn- að á töfluna í senn. f>essi linoleums- belti hylja hér um bil 200 □ al. á hverjum sal. Skólaborðin eru öll eins manns borð, svo að hver lærisveinn getur setið óhindraður við starf sitt. I leikfimishúsinu er leikfimissalur, 26 álna langur, 14 álna breiður og 7| al. á hæð. Við innganginn er bað- herbergi með 4 steypiböðum með köldu og heitu vatni. Uppi á loftinu er skólaiðnaðarsalurinn, 18 álnir á lengd og 10| al. á breidd, og upp- dráttarstofa, 9 álna löng og 10$ alin á breidd. Báðar eru stofur þessar 5 ál. á hæð. Birtan kemur að ofan. Við innganginn eru 2 þvottaskálar. Ætlunarverk skólans og aðalfyrir- komulag sést bezt á 1. gr. í reglu- gjörð hans. »SkóIi danska félagsins skiítist þann- ig: 1. Undirbúningsskóli fyrir sveina 6—15 ára að aldrí. Engum sveini má veita viðtöku í 1. bekk yngri en 5 ára og enginn lærisveinn má lengur vera í undirbúningsskólanum en svo, að hann fullra 17 ára hafi lokið námi 9. bekkjar, nema skólanefndinni þyki á- stæða til að veita samþykki sitt til þess, ef sérstaklega á stendur. Markmið undirbúningsskólans er, að veita námssveinum almenua mentun, er bygð sé á sönnum skilningi á því, sem framkvæmdalífið þarfnast, og virðingu fyrir því,'og að gera þá vel leikna í þeim greinum, er nauðsyn- legar eru í daglegu lífi, skrift, reikn- ingi, dráttlist og lifandi tungumálum, svo að þeir geti annaðhvort gengið út í Iífið með löngun og hæfileikum til að hefjast handa, eða valið um, hverrar frekari mentunar þeir vilji afla sér, með ljósum skilningi á því, í hvaða átt hæfileikar þeirra og óskir stefna. 2. Tvær framhaldsdeildir, ein eins árs gagnfræðisdeild fyrir þá, er gagn- fræðispróf vilja taka, og ein þriggjaára deild fyrir þá, sem ætla að leysa af hendi stúdentspróf*. I undirbúningsskólanum eru engin próf haldin, en að afloknu námi fær lærisveinninn vottorð um, að hann hafi gengið í gegnum skólann. þegar skólinn byrjaði fyrir 2$ ári, var lærisveinum skift niður í 5 bekki eftir aldri og þroska. Nú eru bekk- irnir 7, því einn bætist við á ári hverju, þangað til bekkjafjölda Iatínu- skólans er náð. En neðri bekkjunum er vegna némendafjölda skift í 2 deild- ir, því í hverri kenslustofu mega ekki vera fleiri nemendur en 25. Nú eru í skólanum 230 nemendur, ef eg man rétt. JBvernig skóliUn leitast við að ná takmarki sínu sóst að nokkru leyti á því, hve miklum tíma hann ver til einstakra námsgreina; því mikilvægari sem námsgreinin er talin, því meiri tíma er auðvitað varið til hennar. Mestum tímafjölda er varið til leikfimi, 50 stundum á viku samtals í öllum bekkjunum 9, eða 5—6 í hverj- um. jþá kemur danska með 43 stundir, og skólaiðnaður eins. |>ar næst eru ætlaðar til reiknings- kenslu 34 stundir, til skriftarkenslu 29, trl þýzku 26, náttúrufræði 24, dráttlistar og ensku 23 hvors; þá landa- fræði 16, sagnfræði sömul. 16, trú- fræði 10, og söngs og stærðfræði 7—8. Stærðfræði er ekki kend nema í 2 efstu bekkjunum, þýzka ekki fyr en í 4. bekk og enska ekki fyr en í 5. b. Kenslan í skólanum byrjar dag hvern kl. 9 f. m. og endar kl. 3 e. m. Hver #tími« er að eins 40 mín. og 5 mín. hvíld á milli. Tímann kl. II10—1210 hafa nemendurnir til morg- unverðar og til að hvíla sig og leika sér. f>að þykir reynast vel, að hafa kenslutímana svona stutta; börnin þreytast síður þegar oftar er ákift um viðfangsefni, og hins vegar verður eng- inn tími til að dotta í síðari hluta tímans, eins og stundum verður ó- sjálfsrátt, þegar »tíminn« er heil klukku- stund. (I einum skóla, sem eg gekk á>í Khöfn, Erb. Allé’s Eællesskole, er hver »tími« að eins 25 mín.). Eg býst nú við, að lesendunum þyki nóg komið af þessum skýrslum og tölum, og skal eg nú reyna að lýsa nokkuð sauibúðinni milli kennara og lærisveina og kensluaðferðunum yfirleitt og í einstökum greinum. Sá sem kemur inn á leiksvæði skól- ans í tómstundunum verður þess fljótt var, að börnin lfta ekki á kennarana svo sem andstæðinga sína, er gaman sé að gjöra sem flestar skráveifur, heldur eins og vini sína og leikbræður, og þykir vænt um þá. Strangur agi, bygður á því, að drengirnir séu hrædd- ir við »nótur«, slæmar einkunnir eða jafnvel barsmíði, þekkist ekkí hér, því ekkert slíkt er notað í skólanum. — |>ar eru engar einkunnir gefnar. Skólinn reytiir ekki að beygja vilja nemendanna undir fastar reglur með því, að hegna fyrir yfirsjónir, heldur leitast við að gagntaka svo huga barnauna með því, sem þau eiga að starfa, að reglusemi og rétt breytni komi af sjálfu sér. Og þetta tekst. Nemendurnir hafa yndi af kenslunni, og þegar svo er, þarf ekki að óttast strákapör. Ein af orsökunum til, að skólaveran er drengjunum ljúf, er sú, að kröftum þeirra er ekki misboðið, og að mikil áherzla er lögð á, að temja og styrkja líkamann. Eius eg sjá má á tímaskýrslunni, er flestum tímum varið til leikfimi, og næst flestum til skólaiðnaðar (slöjd). Árangurinn er auðsær: drengirnir eru hraustir og iðandi af fjöri. — Sjaldan hefi eg séð ánægjulegri sjón en fyrsta sinn, sem eg kom í skólann. Mér var vísað inn á skóla-iðnaðarsalinn og þar var heldur en ekki starfað. — |>arna gekk hamar, hefill og sög fyrir mjúkum barnahöndum; ungir kraftar brugðu á leik og lærðu að inna á- kveðið verk af hendi. f>arna var líf og lífsgleði, síkvik starfsemi og áhugi, Kenslukonan hafði nóg að gjöra: hún varð að kenna einum að búa í hend- urnar á sér, lagfæra sagarfarið hjá öðrum og svara spurningum um hitt og þetta, sem drengirnir voru í vafa um. En þýzkukennarinn var líka viðstaddur. Hann skrafaði þýzku við drenfcina, einn og einn, um það, sem þeir voru að starfa, kendi þeim nöfn- in á verkfærunum, algengustu hlutum umhverfis þá, og einstöku smáorð og sagnir, sem oftast verða fyrir í mæltu máli. Á þennan hátt venjast dreng- irnir við hin útlendu hljóð og læra algengustu orðin áður en farið er að kenna málið 1 eiustökum tímum. Skólaiðnaðurinn er talinrl mikils- verður. Hann hefir hressandi og styrkj- andi áhrif á líkama barnanna. f>au læra að nota augh og hendur, venjasc á að vinna með verklagni og í sem haganlegustu stellingUm. f>au læra að fara með algengustu verkfæri og búa í hendurnat á sér sjálf — yfir- höfuð að hjálpa sér sjálf —,og fyrirþað vex sjálfstæði þeirra og hagsýni. Efn- ið, serr smíðað er úr, er tré, en auk þess búa drengirnir í 2 neðstu bekkj- um skólans til ýmsa smámuni úr leir. f>eir byrja á að smíða teninga, sem síðan eru brendir og notaðir við fyrstu kenslu í reikningi. f>eim þykir mikið varið í að smíða svona muni, sem koma þeim sjálfum að gagni. Við skólaiðnaðinn kemur dráttlistin að góðu haldi, og á þá námsgrein er mik- il áherzla lögð við skólann. Drátt- listarkenslan er talin ágætt ráð til að skerpa eftirtektína og skilningínn, gjöra hugmyndir nemendanna um hlutina Ijósari og festa þær betur 1 minni. Hiin styrkir og temur ímynd- unaraflið og glæðir tilfinninguna fyrir formfegurð og litprýði. En dráttlistin er líka eins konar alheimsmál; það þarf ekki að þýða mynd á aðrar tung- ur, og hún er síður misskilningi undir- orpin en orðin, sem hver skilur oft á sina vÍ8u. Með fáum velvöldum strik- um má. oft gefa gleggri hugmynd um hlutina en með mörgum orðum. Drátt- list er því til stuðnings öðrum náms- greinum; hún venur og nemendurna á hagsýni og nákvæmni og vekur alment lifandi áhuga hjá þeim, sem kemur fram f því að þeir æfa sig af sjálfs- dáðum heima hjá sér. Hér er ekki rúm til að lýsa nákvæmlega kenslu- aðferðinni, og skal eg að eins geta þess; að við skólann er kent að draga upp með krít, blýant og pensli, einkum frí hendis, bæði eftir fyrirmyndum keun- arans og eftir hlutum, úttroðnum fugls hömum, þurkuðum blöðum og lifandi blómum. Myndir með litum.sem dreng- irnir gjöra eftir lifandi blómum, eru oft prýðisfagrar. (Frh.) Stjórnbótargreinin i Dannebrog. Eins og við var að búast, hafði afturhaldsmálgagnið hér í bænum ekki vit á því, að taka þessa grein og færa oss hana orðrétta, sjálfsagt einmitt af því, að hún annaðtveggja er rituð af ráðgjafa vorum sjálfum, eða eftir hans fyrirsögn, og gjörir 038 glögga. og skýra grein fyrir skoðun hans á mál- inu. |>ar á móti hefir nefnt málgagn flutt oss gagngjörða þýðingu á grein blaðsins »Politikken« um málið, sem að vísu í flestum atriðum er samhljóða »Dannebrogs«-greininni, enda auðsjáan- lega rituð eftir henui; en þar sem henni munar frá »Dannebrogs«-grein- inni, er það til hins Iakara, og það svo að það fer jafnvel með rangt mál. Meðal annars segir í greininni, að þeir þingmenn, sem báru fram 10- manna-frumvarpið á alþingi í sumar, hafi fallið frá tillögu sinni um 2 ráð gjafa, er þeir fréttu að vinstrimanna- stjórn var kominn að völdum í Höfn. |>etta er beinlínis rangt. Erumvarpið var felt í neðri deild; en í efri deild var ákvæðum þess (þar á meðal ákvæðinu um 2 ráðgjafa) haldið fram með miklu kappi í breytingartil- lögu-formi, eftir að fréttin var komin, og sá sein gjörðist framsögumaður minni hlutans í efri deild (Guðjón Guðlaugsson) tók það fram berum orð- um, að 10-manna-frumvarpið væri þeirra »program«. þessu »prógrammi« hélt minni hlutinn stöðugt frain, þangað til Hannes Hafstein virðist hafa verið fenginn til þess í Höfn, að sleppa því. Svona áreiðardeg er greinin í »Polí- tiken«, og náttúrlega átti það, sem rangt var og ósatt, lögheimili í »sann- leiksmálgagninu«. Alt öðrum, og harla ólíkum, dómi verður grein ráðgjafans í »Dannebrog« að sæta. Hún er rituð af sanngirni og góðvild, greind og þekkingu, og sýnilega með eindregnum og alvarleg- um áhuga á því, að útskýra málefnið alveg hlutdrægnislaust og sem réttast og sannast. það er því full ástæða til þess að benda á nokkur atriði í greinínni, sem einkanlega eru achugun- arverð. í greiniuni segir, að það sé mjög eðlilegt, að vér celjum oss vanhaldna fyrir það, að ráðgjafinn, er flytur mál vor fyrir hans hátign konunginum, getur hvorki lesið eða talað tungu vora. — f>etta eru mjög eftirtektarverð orð og ánægjuleg, því að það er eigi lengra síðan en í sumar, að andstæð- ingar stjórnbótarfrumvarpsins sumir báru það fram á þingi, að óhæfa væri að »heimta« af ráðgjafa vorum að hann kynni tungu þjóðarinnar, og á hiuum fyrri þingum hafa orðið harð- ar stælurút af þessu. Nú hefir sjálf- ur ráðejafinn, danskur maður, viður- kent, að krafa vor sá réttmæt. pá segir í greininni með berum orð- um, að undirstaða væntanlegs sam- komulags (um stjórnarbótarmálið) fel- ist í stjórnarbreytingarfrumvarpi síð- asta alþingis; og megum vér vel við þessi orð una, og getum með fyrir- Iitningarbr'osi lesið það, sem aftur haldsmálgagnið veður um þetta efni, og »Austri« og ,»Vestri« taka líklega upp eftir því. þá minnist greinin á það, að ávarp efri deildar í sumar hafi látið í ljósi, að stjórnarskipunarmál íslands væri þá fyrst komið í viðunanlegt horf, er hin æðsta stjórn landsins í hinum sérstaklegu málefnum þess væri búsect á íslandi, og að í sömu átt hafi óskir komið úr annari hálfu. þar sem ráð- gjafinn nú býður oss gallalausa »bú- setu« stjórnarinnar hér, þá er það að allega gjört beint eftir ósk efri deild- ar þingsins, stjórnbótarflokksins þar, með ráði flokksins í neðri deild, og megum vér stjórnbótarvinir kunna því vel. Greinin skýrir þá frá því, að sumir vilji hafa ráðgjafana 2, annan í Reykja- vík og hinn í Khöfn, og á hún hér við tillögu þá, sem kom fram í 10- manna-frumvarpinu, tillögu þeirra Hannesar Hafsteins, »|>jóðólfs«-mann8- ins, Guðjóns Guðlaugssonar, svo sem /tninst er á að framan, o. fl. Greinar- hófundurinn (ráðgjafinn) veit eigi ann- að en að tillögu þessari só þá enn haldið fram, og vér ætlum að það sé rétt; en hann steinrotar hana jafn- harðan með þessum orðum: »En slík tvískifting mundi, jafnvel eins og vanalega gerist, hvað þá held ur ef ráðgjöfunum kemur ekki saman, bera í sér svo mikla og bersýnilega bresti, að telja verður hana fyrirfram alveg óhafandú.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.