Ísafold - 08.02.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.02.1902, Blaðsíða 2
En mestum tíma verja nemendur til að gera landsuppdrætti; þeir búa sjálf- ir til öll sín landabréf. Landsupp- drættir eru sá grundvöllur, sem öll þekking barnanna er reist ofan á. En, eins og flestir vita, er ekki svo hlaup- ið að því, að lesa út úr landsuppdrátt- um allan þann fróðleik, sem þar er fólginn. Og eitthvert bezta ráðið til að gera landabréfin »lifandi«, eins og <lr. Stareke kemst að orði, er, að láta nemendurna draga upp landabréf. Jafnframt festist fróðleikur sá, er landsuppdrættirnir geyma, einkarvel í minni. Og sú dráttlist hefir auk þess sömu kosti og ella, að hún venur nem- endur á hagsýni og nákvæmni, og vekur ánuga þeirra. Að draga upp landabréf kvað ekki vera eins erfitt og ætla mætti, því pappírinn og fyrirmyndirnar er hvort- tveggja rúðótt, svo að nemendur kom- ast furðufljótt upp á að finna sam- svarandi depla á pappírnum og fyrir- myndunum. Auðvitað er byrjað á því, sem auðveldast er. f>egar búið er að gera uppdrátt af grunnfleti skólans og gn ndinni, er tekið til við smáeyjarn- ar dönsku, fyrst dregin upp umgjörðin, og síðan notaðir litir. f>egar því er lokið,' er tekið til við heil lönd og álf- ur og búin til ýmisleg landabréf. f>að er gaman að koma í land- fræðistíma til dr. Starcke. Stundum sitja nemendur uppi í dráttlistarstof- unni og gera landsuppdrætti. f>eir líta á hvor hjá öðrum, þegar þeim ræður við að horfa, finna að, og veita þar með hver öðrum efni til athugun- ar; við ber að þeir raula vísu fyrir munni sér, og telur dr. Starcke ekki að því. Hann gengur meðal nemend- anna, að líta eftir, hvernig gengur. En nemendur langar til að fræðast um leið um blettinn, sem þeir eru að draga upp. f>eir spyrja í þaula um, hvern- ig standi á því og því. »Hvers vegna verður bugða á ánni þarna?« o. s. frv. Alt, sem nemendur langar til að vita um, út af því sem þeir hafa með höndum, bera þeir upp við kennarann, því hér biudur enginn beygur hugs- anir þeirra á klafa, enginn kaldur hryssingsgustur drepur hugsananý- græðinginn í fæðingunni. Spurning- arnar gefa kennaranum tækifæri til að skýra hugmyndir barnanna, segja og írá merkum atburðum, er orðið hafa á þessum stöðum. Og eins og þyrstum manni er ljúfast að drekka og honum verður svaladrykkurinn minnisstæðast- ur, eins festist það bezt í minni, sem kom á óskastundinm'. Með þessum hætti getur kennarinn, só hann starfi 8Ínu vaxinn, sáð ótal fræjum þekking- arinnar svo sem eins og af tilviljun í frjóan jarðveg barnssáJarinnar. f>egar piltar hafa lokið við uppdrátt af einhverjum landshluta, fá þeir ný- prentaða örk, þar sem alt það, er kennarinn hefir sagt þeim í dráttlist- artímunum, og margt fleira, stendur svart á hvítu. Svo er þetta Iesið f sérstakri kenslustund. Eftir því, sem gengur á landfræð- ina, eru nýjar myndir af merkum stöðum og mannvirkjum festar inn í eyður, sem þeim eru ætlaðar í tekst- anum. Piltar lesa nú upphátt sinn atuttan katla hver, en jafnframt er staðnæmst í öðru hvoru spori og spurt út úr, veitt ný vitneskja um það og það, og nýjar skýringar. Sé t. d. ver- ið að lesa um Sámsey, er athuguð ná- kvæmlega afstaða eyjarinnar, Iögun, stærð, miðað við aðrar eyjar, lands- lag, bséir, atvinnuvegir og lifnaðar- hættir eyjarskeggja o. s. frv. En jafnframt er sagt frá Griffenfeld, og ekki er farið svo fram hjá haugum Angantýs og bræðra hans, að eigi sé minst á Hjálmar og Ingibjörgu, Her- vöru og sverðið Tyrfing: »Sjá mun Tyrfingr, ef þú trúa mættir, ætt þinni, mær, allri spillau. Með þeim hætti verður landsupp- drátturinn lifandi. Saga þjóðarinnar bregður sínum bjarma yfir hann og æfintýrin lýsa þar eins og haUgaeldar. Eg vildi g]arna bafa, ef rúm Ieyfði, minst á keusluna í útlendum tungu- málum. — f>au eru töluð við börnin í fyrsta tímanum, sem þau eru kend, ekki síður en í hinum síðasta, og stundum má heyra söng í miðri kenslu- stundiuni; það eru ljóð, sem börnin hafa numiö á tungu þeirri, er venð er að kenna þeim. Gaman'hefði og ver- ið að minnast á Iestrarkensluna, réikn- inginn, sögu og fleira; en því verð eg öllu að sleppa í þetta sinn. En áður en eg yfirgef skólann, þarf eg að segja frá, hvernig danskur still verður til einhverjum af neðri bekkj- unurn. Kennarinn fær drengjunum dálítið blað með mynd á, sitt eintak hverj- um. Og nú eiga þeir í sameiningu að búa til dálítið sögukorn út af því, sem á myndinni stendur. Kennarinn bj'rjar nú á því, að láta þá hjálpast að, t. d. 5 í senn, um að að lýsa öllu, sem sýnilegt er á myndinni, hús- um, trjám, lofti, mönnum og útliti þeirra, svip, iimaburði, klæðum eða hverju öðru, sem þar er. Og nem- endur eru einkar-glöggir á það alt, því á sama hátt brjóta þeir til mergj- ar hverja mynd, sem fyrir þeim verð- ur í lesbókum þeirra, og auk þess skerpir dráttlistarkenslan augu þeirra í þessu efni. f>egar búið er að lýsa öllu í krók og kring, er eftir það, sem erfiðast er, og það er að lifa sig inn í það, sem myndin á að tákna. f>ví þessi mynd, eins og allar aðrar mynd- ir, sýnir að eins augnabliksástand; en þetta augnablik á sér fortíð og bendir inn í framtíðina. f>essa fortíð og framtíð verða nemendur að skapa, hugsa, sér hvað á undan er gengið, og hvað á eftir muni fara, með öðrum orðum: semja sögu. Og sagan verður að vera í samræmi við það, sem sjá má á myndinni. Ef til viil verður einhverjum að hrista höfuðið og spyrja sem svo, hvort nú eigi að gjöra skáld úr hverj- um skólasveini. En börn eru meiri skáld en margur hyggur, sé ímyndun- arafl þeirra ekki vængbrotið með þursaskap. Og flestar sögur þær, er eg hefi séð eftir piltana í skóla þess- um og heyrt þá búa til, eru furðu- smellnar. Sagan verður nú til á þann hátt, að piltarnir koma sér saman um, um hvað sagan eigi að vera, og það fer auðvitað eftir myndinni. f>egar svo er langt komið, taka þeir til að setja saman fyrstu setninguna; einn kemur með þessa uppástungu, annar með aðra, og það, sem fellur bezt í geð, 8krifar kennarinn á töfluna, þannig, að hann lætur börnin í sameiningu stafa hvert orð, áður en hann skrifar það, og á sama hátt verður næsta setning til o. s. frv. Starf kennarans er í því fólgið, að vekja athygli á þeim atrið- um á myndinni, sem kynnu að benda í áttina, og yfirhöfuð brýna fyrir þeim, að láta hvað vera í sem beztu sam- ræmi við annað. — f>egar svo sem 6 línur eru komnar á töfluna, er rit- smíðinni lokið í það skifti. Kennar- inn les upp fyrstu línuna og þurkar hana út, en nemendurnir skrifa hana í stílabækur sínar, og svo koll af kolli. þannig læra þeir réttritun. I næsta tíma er þráðurinn tekinn upp aftur, og svona er haldið áfram, unz börnin kunna ekki söguna lengri. f>á er hún prentuð í prentsmiðju skólans, mynd- in límd yfir fyrirsögnina, og smátt og smátt verður úr þessum sögum dálítil lesbók með myndum, samin af les- endunum. f>að er ótrúlega gaman að látabörn gjöra stíl á þennan hátt, og aldrei hef- ir mig langað meir til að kenna sjálf- ur en þegar eg sá þessa aðferð. Börnin vinna að þessu með lífi og sál, ímyndunaraflið fær byr undir báða vængi og ein uppástungan rekur aðra, og verður hin snjallasta jafnan ofan á. Séu skiftar skoðanir um, hvort af tvennu sé betra, ber kennarinn það undir atkvæði. Og hér er ekki teflt um það eitt, h v a ð segja skal, held- ur, h v e r n i g á að orða það. Hver um sig kemur fram með það, sem hann á bezt til í herfórum sínum, bæði að efni og búningi. Hið lakara verð- ur að þoka fyrir því, sem bezt er völ á; það er sett í hásætið. — Hér læt eg staðar numið. Meðan eg hefi verið að rita þessar línur, hefir mér stundum alt í einu orðið undarlega glatt 1 geði. Eg hefi þá séð hugsana- leiftri bregða fyrir í sakleysislegum barnsaugum. f>að er endurminning frá skóla Starckes. Kaupmannahöfn í janúar 1902. Jarðræktarfélag Reykjavikur. f>að hélt ársfund sinn 27. f. mán. Unnar jarðabætur síðastliðið ár nema 3000 dagsverkum. Sléttaðar höfðu verið fullar 18 dagsláttur. Fimm félagsmenn höfðu komið upp safnþróm á árinu. Félagið átti í sjóði í árslok- in 1280 kr., en geymsluskúr og meiri hluti áhalda hafði vetið seldur, eftir fundarályktun 25. okt. f. á., nam and- virði hins selda fullum 330 kr. Fé- lagar eru 80 að tölu. Úr félagssjóði hafði verið varið 618 kr. tilaðstyrkja menn til jarðabóta. Flest dagsverk höfðu unnið á liðnu ári: H. Andersen, klæðsali, 186; W. Ó. Breiðfjörð, kaupmaður, 185; Vil- bjálmur Bjarnarson á Rauðará, 179; Sturla Jónsson, kaupmaður, 145; Schreiber, prestur í Landakoti, 133; dr. J. Jóuassen, landlæknir, 122; Kr. þorgrímsson, kaupmaður, 110; Gróðrarstöðin 106; þórhallur Bjarnar- son, lektor, 105; Aldamótagarður 80; þorsteinn Tómasson, járnsmiður, 78; Sveinn Sveinsson, trésmiður, 77; þor- leifur J. Jónsson í Mjóstræti, 72; Guð- mundur Ingimundarson á Bergstöðum 68; þórður þórðarson í Laugarnosi 61; Einar Finnson á Steinsstöðum 52; Jón Guðmundsson, austanpóstur, 52; Jón Tómasson á Grímsstaðaholti 52; Jón Magnússon, landritari, 51; Pálmi Pálsson, kennari, 51; Jóhannes Páls- son í Klapparholti 50; Matthfas Matt- híasson, faktor, 50. Á liðnu ári hafði í fyrsta sinni inn- anfélags verið að marki og myndar- lega unnið að plægingu og herfingu; kvað langmest að því hjá Sturlu kaup- manni Jónssyni. Jón Jónatansson bú- fræðingur hafði þar plægt 6 dagslátt- ur, vorið 1901; af þeim voru 4 dagsl. grasgróin jörð, smáþýfð mýri, sem var nokkurn veginn þurkuð. Á fundinum skýrði Jón frá þessu verki sínu; hafði það kostað 26 kr., að einplægja dag- sláttun í gróinui jörð, eu 42 kr. að tvíplægja og herfa. Maðurinn og hést- arnir tveir kostuðu 90 a. um stundina. Fundurinn veitti stjórninni alt að 100 kr. til umráða til að ráða fyrir plæg- ingamann handa félagsmönnum. Má léttir sá í kostnaðinum við plæging- una, sem hver félagsmaður nýtur á þennan hátt, eigi nema meira en 20 a. um stundina. Vinnustyrk til félagsmanna skyldi veita eftir sömu reglu og undanfarið og með sömu skilyrðum, og var ætlað til þtíss 600 kr. Stjórn Aldamótagarðsins lagði fram til athugunar skýrslu og reikning um árið 1901. Auk 600 kr. gjafarinnar frá Jarðræktarfélaginu hafði Hið ís- lenzka kvenfólag gefið 100 kr.; stofn- féð þá alls 700 kr., og af því eytt um áramótin 450 kr. Landið, sem bæjar- stjórnin veitti, fram með Laufásvegi neðanverðum, suður og austur af Gróðrarstöð, er nú að meiri hluta girt með vörzluskurði, svo og kominn garð- ur í kringum túnauka þann, sem lát- inn var í skiftum fyrir niðurendann á túni Helga kaupmanns Helgasonar. Starfsmenn félagsins voru allir end- urkosnir, í stjórnina: lektor þórhallur Bjarnarson (form.), dócent Eiríkur Briem (skrifari) og bankagjaldkeri Halldór Jónsson (féhirðir), og endur- skoðunarmenn. ritstjóri Björn Jónsson og yfirdómari Jón Jensson. Hvað er nú að segja um ,glæpiiin?‘ Lesendur »Isafoldar« mun reka minni til þess, að prófessor Finnur Jónsson varð til þess í haust, að saka oss 6 efrideildarmenn (meiri hlutann í efri deild alþingis) um það, að vér hefðum gert oss 3eka í athæfi, sem hann lýstí glæpsamlegt, þá er vér hinn 13. ágúst f. á. samþyktum til fullnustu stjórnbót- arfrumvarp síðasta þings, og jafnframt greftruðum algjörlega tillögu 10- manna-frumvarpsins. Hvernig víkur þessu n ú við? þannig, að það er nú á daginn komið, a ð konungur mun staðfesta stjórnar- breytingarfrumvarpið, ef það verður aftur samþykt af alþingi; a ð ráðgjaf- inn hefir algjörlega hafnað fyrirkomu- lagi 10-manna-frumvarpsins, sem pró- fessor Finnur færði oss, og eru orð ráðgjafans þar að lútandí þessi: »en slík tvískifting mundi, jaínvel eins og vanalega gerist, hvað þá helaur ef ráðgjöfunum kemur ekki saman, bera í sér svo mikla og bersýnilega bresti, að telja verður hana fyrir- fram alveg óhafandii; og að stjórn vor ætlar að verða við ósk þeirri, sem kemur fram í ávarpi efri deildar, sömdu og samþyktu af oss, hinum sömu 6 þingmönnum, um þær frekari umbætur á stjórnarfarinu, sem hún tjáist geta fallist á, og mua leggja frumvarp um það fyrir þingið £ sumar. þannig hefir stefna og að- gerðir rneiri hlutans í efri deild leitt til hins farsællegasta árangurs, og ár- angurinn réttlætir stefnuna. Nú hef- ur almenningur tæbi til þess að dæma um það, hvort getsabir og æcumeið- andi áburður prófessors Finns á osa bafi verið réttlátur; úrslitin, sem orð- in eru, leggja forsendurnar upp { hendur almenningi. Annars hefir engum kunnugum, sanngjörnum og réttvisum manni get- að blandast hugur um það, að efri deild gerði það eitt í málinu í sumar, er rétt var. Átti hún þó þá við ým- islegt að stríða, og eigi sízt við undir- róður og mótspyrnu prófessors Finns; kom þá mörgum til hugar gamla heil- ræðið: iSkomager, bliv ved d i n Læsti, og þótti það eiga vél við prófessorinn, eigi síður nú en fyr- ir nokkurum árum, þá er því var vik- ið að honum út af afskiftum hans af öðru máli. Reykjavík, 3. febrúar 1902. Kristján Jónsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.