Ísafold - 08.02.1902, Blaðsíða 4

Ísafold - 08.02.1902, Blaðsíða 4
28 en gamanið tók brátt að grána, er hin voðalega úlfaldagigt greip þá í bakið og um þá miðja með þungum hviðum og löngum, er verða smám- saman að nístandi kvölutr. »Eg stenzt það ekki, Sadiea, hrópar frk. Adams ah í einu. »Eg iiefi gert eins og eg get. Eg dett af baki«. »Nei, nei, frænka; þú fótbrotnar og handleggsbrotnar, ef þú gerir það. Harkaðu af þér ofurlitla s'und; þá kannske þetta skáni«. •Hallið yður aftur á bak og haldið fast í söðulinn#, segir hersirinn við frk. Adams. »Og vitið þér svo, hvort að tarna gerir yður ekki hægra«. Hann tók sólardúkinn af húfunni sinni, hnýtti saman endunum og brá um söðulklakkinn á úlfaldanum henn- ar. »Stingið fætinum í lykkjuna; það veitir yður stuðning, eins og ístað«. f>að hjálpaði undir eins, svo að Stephens gerði Sadie sömu skil. En rétt á eftir dettur einn vistaflutnings- úlfaldinn með miklun. dynk og réttir frá sér lappirnar steinuppgefinn, svo að þeir urðu að hægja á sér aftur og fara lestagang, eius og áður. »Er nú þarna annar roksandsskafi- inn?« spyr hersirinn alt í einu. ■ »Nei, þessi rák er hvít«, segir Bel- mont. »Heyrðu, túlkur, hvað er að tarna þarna fram undan okkur?« En túlkurinn hristi höfuðið. »Eg veit ekki hvað það er, herra minn. Eg hefi aldrei séð neitt því- 1 í k t«. |>ar var um þver öræfin, frá norðri til suðurs, dregin hvít rák, beint og skírt, eins og dregið væri með krít strik þvert yfir dökkmórautt borð. það var örmjótt, en náði yfir öll öræfin sjón- bauga í milli. Tippy Tilly segir eitthvað við túlk- inn. »J>að er úlfaldabrautin mikla,« kvað Mausoor. »En hvernig stendur á, að húu er svona hvít?« *Af beinum«. það var ótrúlegt; en satt var það samt. því þegar nær dró, sást glögt, að þetta var troðningur um þver ör- æfin, grafinn niður af traðkinu öld eft- ir öld, og svo þakinn beinum, að til var að sjá eins og óslitið, hvítt band. þar var krökt af aflöngum hauskúp- um með frammjóum skoltum, og rifja- hylkin lágu svo þétt, að sumstað- ar var til að sjá sem beinagrind úr geysilöogum höggormi. þes8Í endalausi vegur glampaði { sólskininu, eins og lagður væri allur fílsbeini. þetta hafði verið þjóðleið um öræfin þúsundum ára saman; loft- ið þurt og gerilskætt hafðí varðveitt óskemda beinagrind úr hverjum dauð- um úlfalda úr öllum þeim ótölulegum grúa, er- hafði lagt beinin í öræfa- lestaferðum. f>á er engin furða, þótt nú 8é naumast hægt að fara þennan veg öðruvísi en að troða ofan á beina- grindur. »f>að hlýtur að vera úlfaldabrautin, sem eg var að minnast á«, mælti Stephens. »Eg man, að eg markaði hana á lauslegan landsuppdrátt, sem eg bjó til handa yður, frk. Adams. Baedeker-leiðarvísirinn segir, að hann sé lagður niður, vegna þess, að hætt er öllum verzlunarviðskiftum síðan dervisjar risu upp til vopna, en áður hafi það verið þjóðbrautin, sem húðir og strokleður var flutt eftirfrá Darfur til Norður-Egiptalands. þeir félagar gáfu þjóðbraut þessari lítinn gaum; þeir áttu nóg með að hugsa um sjálfa sig og sín forlög. Le9tin hélt suður hina gömlu öræfa- leið, og virtist Golgatavegur þessi eiga vel við, svo sem undanfari þess, er fyrir þeim lá að honumloknum. Dauð- lúnir úlfaldar eigruðu með þá félaga nppgefna á baki sér leiðar sinnar að sínu óskemtilega endimarki. En nú, er sú stund færðist nær, er sjá mundi fyrir enda á forlögum þeirra, lét Cochrane hersir yfirbugast af hræðslunni um, að kvenfólksins biði einhver óumræðileg hrelling, og braut þann odd af oflæti sínu, að hann sótti túlkinn að ráðum, trúníðinginn ódygga. Hann var hrakmenni og bleyða; en hann var samt austræn manntuska, sem skíldi vel hugsunarhátt Araba. Siðaskifti hans höfðu gert hann der- visjum handgengnari, og hann hafði heyrt þá talast við sín í milli. Cochrane varð að heyja harðan hildarleik við stórmeDsku sína áður en hann fengi gert svo lítið úr sér, að fara að sækja slíka mannskepnu að ráðurn, og er hann gerði það loksins, gerði hann það í svo byrstum róm og óþjálum, sem hann átti framast t-il. »f>ér þekkið þessa bófa og hafið sama hugarfur og þeir«, mælti hann. •Markmið okkar er að halda í horf- inu sama einn sóiarhring enn eða svo. Eftir það stendur ekki á miklu, hvað við okkur verður gert; því þá er eng- in leið að því, að oss verði hjálpað. En hvernig á að fara að haf-a á þeirn hemil einn dag enn?« »f>ér vitið, hvað eg hefi ráðlagt yð- ur«, anzaði túlkurinn. »Ef þið viljið verða öll það sem eg er orðin, þá verður áreiðanlega farið með ykkur heila á húfi suður í Khartum. En ef þér gerið það ekki, farið þér ekki lif- andi úr næsta áfangastað«. Hersirinn brá lit og reið hljóður um hríð. Herþjónusta hans á Indlandi hafði gert hann heldur stygglyndan, og þetta, sem nú hafði á daga hans drif- ið sfðast, hafði ekki bætt skap hans. f>að liðu nokkrar mínútur áður en hann þorði að eiga undir sjálfum sér að svara. »Við látum það liggja nrilli hluta«, segir hann !oks. »Sumt er takandi í mál, en sumt ekki. þetta er af síðara tæginu«. »f>ið þurfið ekki nema að látast gera það«. »f>að er ekki meira um það«, anzar hersirinn þurlega. Mansoor ypti öxlurn. ágætar í verzl. Nýhöfn. Bátasaumur galv., ýmsar lengdir, mjög ódýr í verzl. Nýhöfn. Rosenborg KRONE-ÖL fæst í verzl. NYHÖFN. Koí 2 ágætar tegundir og Steinolía (Royal Daylight), ávalt nægar birgðir í verzl. Nýhöfn. Syltetöi, Pickles, Fisksósa, Soya, Cibils og Liebigs Carry, Capers o.m. fl. i verzl. Nýhöfn. Vín og Vindlar fæst ódýrast í verzluninni NYHÖFN. íslendingar, lesið þetta! Vönduð og ódýr fiskiskip í öllum stærðum, og eftir hverjum sem helzt uppdrættj, geta menn pantað hjá stórskipasmið P. Olsen Kragero — Norge Nákvæmari upplýsingar fást, ef óskast. NB. Dansk korrespondance önskes. Lengur en heilt ár hef eg þjáðst af kvala'ullri óhægð fyrir brjóstinu og taugaveiklun og á þessum tíma hef eg stöðugt neytt rnargia lækriislyfja án þess að öðlast nokkurn bata; þess vegna fór eg að reyna Kína-líf selixír hr. Valdemars Petersens; hef eg nú neytt úr hálfri annari flösku af hon- um, og finn þegar mikinn létti, er eg á eingöngu elixírnum að þakka. Arnarholti á Islandi. Guðbjörg Jónsdóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á Islandi, án verð- hækkunar á 1,50 (pr. fl.) glasið. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend ur beðnir að líta vel eftir því, að standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum : Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Pet- ersen, Frederikshavn. Kontor og Lager Nyvei 16. Kjöbenhavn. »SAMEININGIN«, mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Islendingaj gefið nt af hinu ev.-lút. kirkjufjelagi í Vestnrheimi og prentað í Winnipeg. Ritstjóri Jón Bjarna- son. Verð í Vesturheimi 1 dol!. árg., ó Is- landi nærri þvi helmingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að prentun og allri útgerð. Lrett- ándi árg. hyrjaði i marz 1901. Fæst i bók- verzl. Sigurðar Kristjánssonar í Reykjavík og hjá ýmsnm bókscilum viðsvegar um land alt Kfæðaverksmiðja í Danmörku óskar að fá duglegán umboðsmann á íslandi til að taka á móti ull tifvefn- aðar. -— Beztu vörur, fljót skil. — Menn sendi blaði þessu skriflegar upp- lýsingar, með merki, »klæðaverksmiðja« um meðmæli og kröfur um þóknun fyrir að taka þetta starf að sér. HUS til söiu á góðum stöðum í bænum. Semja má við Bjarna Jónsson snikk- ara í Grjótagötu nr. 14. Til leip 14. mai i miðbænum 3—4 herbergi, auk eldhúss og geymsln- Ritstj. vlsar á. Húsnæði til leigu Eitt hið hezta prívat-húsnæði hér 1 hæn- um, 5 stór herbergi, eldhús og geymslupláss, fæst til leigu með góðu verði frá 14. maí n. k hjá undirskrifuðum. Jens Lange, Laugaveg 10. Nœstliðið haust hefirmér undirritnðum veriðsent fat, fnlt með saltfisk, en af þvi eg veit enga von til þess, og hef held- ur ekki enn þá fengið neitt skeyti frá þeim er sent hefir, óska eg því hér með að hann sendi mér utanáskrift sina og segi um leið, hvaða fisknr hafi átt að vera í tnnn- unni. Brokey 12. des 1901. Vigfús J. Hjaltalín Auglysing Hér með írefst öllum til vitundar, að vörumerki þau, er við höfum notað við verzlanir okkar, falla úr gildi 1. maí næstkom- andi, oir verða ekki inn- ieyst eftir þann dag. Bíldudal 20. desember. 1901 P. J. Thorsteinsson & Co. 0 til verzlunar 0 "ff' II r. loiffa. 11 Ymiskonar búsáhöld, emailier- uð og tiuuð, svo sem : Katlar, Kaffi- könnur, Olíumaskínur, Kastarholur, Mjólkurfötur, Skrtlar, Diskar, Ausur, Spaðar, Kafiibrennarar, Pottar, Pott- lok, Bollabakkar, Brauðbakkar, Brauð- hnífar, Vigtir, Kaffikvarnir, Leirtau, ýmsar sortir o. fl. o. fl., Húsa- og hirzluskrrtr, Lamir, Skrúf- ur, Hefiltannir, Sagir, Iljólsveifar, Nagl- bitar, S a u m u r mjög ódýr o. fl. o. fl. Barnakjólar, Barnahúfur, Stormhúf- ur, Skinnhúfur, Sjöl, stór og smá, — sumar og vetrar, Lífstykki, Milhpils, Nærfatnaður, Rekkjuvoðir, Sængur- dúkur, Léreft, Sirz. Flouel, Tvisttau, Hálsklútar, Vasaklútar. Gólfd.úkur, Hnappar allskonar, Skúfasilki. Enska vadmálið o. fl. o. fl. Nýlenduvörur og Matvör- ur. Alt mjög ódýrt gegn peninga, borgun. Öllum þeim mörgu, sem á hinum langvinna sjúkdómstínia dóttur minnar Ásu ísleifsdóttur voru henni til gleði, og öllum þeim, sem við jaríarför hennar sýndu mér og börnum mínum innilega hluttekningu, votta eg bezta þakklæti mitt Karítas Markúsdóttir. Cigarettur mildar birgðir mjög ódýrar í verzl. Nýhöfn. ÁGÆTAR DANSKAll kartöflur í verzl. NÝHOpN. 0 STUR, Pylsur, Flesk, Svinslæri, Fiskabollur í dósum og Reykt Síld í oiíu nýkomið í verzl. Nýhöfn Ritstjóri Björn Jónsson. ÍBafoldarprentsmiðja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.