Ísafold - 01.03.1902, Page 1
Kemur at vmist einu sicm eða
tvisv. i vibu VerfJ árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l’/s doll.; korgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir iram.)
ISAFOLD.
TJppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXIX, árg.
Reykjavík laugardaginn 1. marz 1902.
10. blað.
I. 0. 0. F. 83378'/2. I
Forngripasafn opið mvd. og Id 11 — 12
Landsbókasafn opið livern virkan dag
kí. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. tii átlána.
Okeypis lækning á spitalsnum á þriðjud.
og föstud. kl. 11 -1.
Ókeypis angnlækning á spitalanum
fyrst.a og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11-1.
Ókeypis tannlækning í húsi Jóns Svems-
sonar hjá kirkjunni l. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12 1.
Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9
°g kl. 6 á hverjum helgum degi.
Erlend tíðindi.
Dufferin lávarður látinn.
Nýfrétt frá Englandi lát Dufferins
lávarðar, fyrrum landstjóra í Canada
(1872—1878), og síðar varakonungs á
IndlaDdi (1884—1890) m. m. Hann
ferðaðist hér um land fyrir nær hálfri
öld og ritaði einhverja. hina vönduð-
ustu ferðasögu héðan, sem til er,
einkar-hlýlega í vorn garð og af mik-
illi ritlist gerða. Hann var vitur
maður og stiltur vei, góðgjarn og
hjartaprúður. Hann var írskur að
ætt að uppruna. Auk hinna mjög
8vo veglegu embætta, er nú voru
nefnd, hafði hann um hríð ráðherra-
tign hjá Gladstone (1868) og rak
ýms vandasöm stjórnarerindi við önn-
ur ríki. Eftir heimkomuna frá Kan-
ada gerðist hann sendiherra 1 Péturs-
borg, og því næst í Miklagarði. —
Sfðast var hann um mörg ár sendi-
herra Breta í Paris, eftir heimkomuna
frá Indlandi; en það þykir vera hið
virðulegasta sendiherra-embætti f
Bretaveldi. Einkason sinn, vísigreifa
af Ava, misti hann í Búa-ófriðinum
snemma. Hann var fæddur í júní-
mánuði 1826 og var því rúmlega hálf-
áttræður, er hann lézt.
Af Búrt-ófiiðinuni
Sagt er svo af einum fundi Bua og
Breta nýlega, 5. þ. m., að 600 Buar
réðust á enska hersveit og unnu þar
gagngerðan sigur, og tóku þar tölu-
vert herfang, en herforinginn brezki
féll.
Skömmu áður lá við, segir Kitchen-
er lávarður, að Chr. de Wet, garpurinn
mikli, lenti í klóm Bretum, eu slapp
að vanda.
Heldur þykja þetta daufleg tíðindi
þar heima á Englandi, og magnast
þar æ meiri kurr alþýðu út af þess-
um slysalega ófriði, sem seint ætlar að
létta.
Vilhelmína Hollandsdrotning eða
stjóru hennar hefir orðið til að stynja
Upp við Breta hógværri ósk um, að
ófriðinum létti. §ví var nú tekið ekki
mjög óliðlega, en svarað á þá leið, að
ekki gæti stjórnin brezka farið að
bjóða Búum frið að fyrra bragði. —
Búar yrðu að vekja máls á því sjálfir,
og koma með friðartilboð, en það
yrði að gerast þar syðra, á ófriðar-
stöðunum.
J>að er þakkað Kosebery lávarði, að
heldur er að draga úr þvergirðing
Breta og ofstopa í þessu máli. —
|>jóðinni blöskrar orðið hinn gífurlegi
kostnaður og sífelt manntjón, þótt
vitanlega örvænti sér ekki sigurs að
lokum, með því raikla bolmagni, sem
Bretar hafa, einkum fyrir auðlegðar
sakir.
Vextir mjög að lækka í dönskum
bönkum og norskum, komin niður í
49/0 eða vel það.
Um kynbætur búpenings.
Eftir
Jóhann Magnásson (frá Glerárskógum).
. III.
(Niðurl.)
Ar frá ári verður æ tilfinnanlegra
gagnsleysi skepnanna. Eftir því, sem
þarfirnar aukast og verzlunarkröfur
um vandaða vöru verða hærri, eða
samkepnin við önnur lönd verður örð-
ugri, að sama skapi eykst þörfin, að
vér framleiðum búpening, sem gefi af
sér miklar og góðar afurðir.
pegar smjör- og ostgerð færist í
vöxt, mun brátt koma í ljós, hversu
nautpeningur er arðlítill og ósamkynja.
það er afarmikilsvert fyrir smjörgerð-
ina, að kýr séu hraustgerðar, kostgóð-
ar og samkynja. Undir því er komið,
að nautpeningsræktin reynist svo arð-
söm, sem hún gæti verið, ef rétt er á
haldið. Hestar vorir yrðu stærri og
föngulegri og seldust því vafalaust
miklu hærra verði, utanlands og inn-
an, ef kynið væri bætt. Og er þá ó-
talin sú sæmd og ánægja, er bændur
hefðu af að eiga verulega fallegar
skepnur; en það er mikils virði.
Líkt er um sauðfjárræktina; væri
hún í lagi, yrði mörlandið sannarlega
lífvænlegt íbúunum. — |>á drypi smjör
og tólg af hverju strái.
Sé nú farið að gera tilraunir með
kynbætur, þá er mjög nauðsynlegt, að
settar séu ákveðnar reglur, sem fólög
þau, er fyrir kynbótum standa, sjái
um að allir hagi sér eftir vandlega
þær reglur þyrftu að vera sem bezt
úr garði gerðar, og svo nákvæmar,
sem auðið er. Taka þarf skýrt fram alt
það, sem hefir bætandi áhrif á kyn-
ferðið, engu síður þótt það kosti nokk-
ura fyrirhöfn. Só leitast við að sneiða
hjá öllu, sem kostnaðarsamt er og
örðugt, verða allar tilraunir helbert
kák, er ef til vill gerir meir að spilla
en bæta. f>ví má ekki gleyma.
f>etta er það, sem helzt þarf að at-
huga:
1. Að undaneldisBkepnur séu hraust-
gerðar og hafi sem skýrust öll þau
einkenni, er ætlast er til að kymð
taki sér fram um.
2. Að skepnurnar séu ekki náskyld-
ar eða í ætt við þær, er hafa þá galla,
er eyða skal og útrýma.
3. Varast skal að hafa ungar
skepnur til undaneldis, helzt aldrei
fyr en þær eru orðnar fullþroska.
4. Allar undaneldisskepnur þurfa
að sæta góðri meðferð, hafa gott og
heilnæmt fóður f uppvextinum, og
mikla hreyfineu, þegar þær eru
við gjöf á vetrum. Sérstaklega skal
þess gætt um karldýr, að meðferð
þeirra sé góð.
5. Gæta þarf allrar varkárni, er
fengnar eru skepnur til kynbóta úr
béruðum, þar sem hagkvisti er ólíkt
og önnur lífskjör.
6. Fá skal svo hæfan mann, sem
framast er kostur á, til að velja und-
aneldisskepnur.
Að skepnur séu hraustgerðar og
heilbrigðar, er áríðandi, ekki einungis
vegna arfgengra veikinda og veiklaðs
skapnaðar, heldur og vegna arðsemi
búpeningsins; því skiljanlegt er, að ó-
hraust skepna geti naumast gefið af
sér eins mikið og heilbrigðar. Vegna
þess, að kostir og lestir á búpeningi
eru arfgengir, er mjög svo mikilsvert
fyrir þá, sem velja fénað til kynbóta,
að vera glöggir á öll ill og góð ein-
kenni hans. Ella er hætt við að
ókostunum verði ekki útrýmt nógu
fljótt, og kostirnir komi heldur seint í
ljós.
f>að er, sem fyr segir, hinn mesti
ósiður, að hafa ungar skepnur og ó-
þroskaðar til undaneldis. Fátt veldur
fremur aíturför, eða gerir kynið óstyrkt
og heilsulítið. T. d. ættu hross aldrei
að vera yngri en 3 ára, þegar farið
væri að leiða þau saman; nautpening-
ur ekki yngri en 2 ára, og sauðfé
—2 ára gamalt. f>á skal og varast
að hafa gamlar skepnur til undaneld-
Í8. f>ó er talið óhætt að hross séu
16 ára gömul, naut 8 og kýr 12—16
ára, hrútar 6 vetra og ær 8.
Varla er hyggilegt að lóga undan-
eldisskepnum of ungum, ekki sízt ef
þau eru góð og gallalaus; þvf áhrifa
þeirra á kynferðið nýtur þá við of
skamma stund. Gallalausu dýrin eru
mjög sjaldgæf og því skaðlegt og ó-
hyggilegt að lóga þeim, fyr en æfin
er öll, eða þau hafa náð fullum aldri.
Mörgum mun það ljóst vera, að ill
meðferð á skepnum er illkynjað áta-
mein í landbúnaðinum, eins og nú er.
En ekki mundi kveða minna að þeirri
spillingu, ef farið væri að gera kyn-
bætur. f>að er því afarmikilsvert, að
allur skepnur sæti góðri meðferð, hafi
gott og nóg fóður og alla aðbúð góða.
Sérstaklega þarf hirðing og fóðrun að
vera góð í uppeldinu. Karldýr, sem
höfð eru til undaneldis, ættu jafnan
að sæta góðri meðferð; því hvertkarl-
dýr hefir víðtækari áhrif á kynferðið
en kvendýrið, því karldýrið getur af
sér fleiri afkvæmi á ári hverju en
kvendýrið. — Ekki mun þó hyggilegt
um hesta, að nota þá ekki til vinnu,
enda þótt haldið sé undir þá. Skyn-
samleg brúkun styrkir vöðvana, þenur
út brjóstið og varnar því, að heaturinn
verði latur og ístöðulítill.
Ekki munu allir vera á eitt sáttir
um, hvort hyggilegt só eða ekki, að fá
aðfengið kyn úr ólíku hagkvisti og
blanda með því kyn það, er fyrir er.
Ekki er óhugsandi, að þetta geti tek-
ist, einkum um sauðfé og hesta. Kýr
eru næmari fyrir allri breytingu en
annar búpeningur og því hættara við,
að slíkar tilraunir mishepnist á þeim.
f>ó er vafalaust alveg óhugsandi, að
flytja að frá öðrum löndum skepnur
til kynbóta. Enda munu nú flestir
komnir á þá skoðun.
Hætt er við, að sá ósiður loði lengi
við, að allir þykist jafnsnjallir að velja
kynbótafénað, einkum sauðkindur. f>eir
munu vilja ráða því sjálfir, hvernig og
hve nær þeir gera kynbætur á fé sínu,
eða telja alt kákið fullgildar og góðar
kynbætur. Slíkir menn eru að vísu
sjálfum sér verstir; en þó geta þeir
gert öðrum ógagn með ónákvæmni
sinni, og er það lakara.
Bezt væri, að einum manni væri
falið kynbótaval á stóru svæði, t. d. í
heilli sýslu. f>á yrði kynferðið betur
samkynja og þroskaðist fljótara. f>ess-
um sama manni mætti fela á hendur
að halda ættartölubækur yfir allar
kynbótarskepnur í hans umdæmi, og
hafa að öðru leyti eftirlit með, að að-
alreglunni sé fylgt sem nákvæmast
og gefa sýslunefndum skýrslur, fyrst
um sínar eigin gjörðir og þá um það
sem miður fer, af annarra hendi. Ættu
sýslunefndir því næst að gera nauð-
synlegar ráðatafanir til að kippa í lag
því, sem ekki má viðgangast.
Kvikfjárræktin er of mikilsverður
þáttur í landbúnaðinum til þess að
bæði þeir, sem stunda hann og lög-
gjafarvaldið, láti afskiftalaust slíkt
velferðarmál. Hér er lítið um félags-
skap með því markmiði, að koma kvik-
fjárræktinni á réttan rekspöl. Er í
einu orði naumaBt hægt að hugsa sér
ástandið öllu lakara, þar sem um ann-
að eins velferðarmál er að tefla.
Landbúnaðurinn mun ávalt talinn
standa á lágu stigi, meðan þetta er
ekki fært í lag.
Bæjarstjórn Reykjavlkur.
Fátækranefnd falið á fundi 20. f.
mán. að íhuga tillögu frá Framfarafélag-
inu um að láta þurfamenn aka grjóti
til uppfyllingar Vonarstrætis.
Frestað tillögu frá sama um að
reist verði á kostnað bæjarsjóðs hús til
að halda í uppboð og alm. samkomur.
Synjað tillögu frá sama um að hlaða
steiulímda skál yfir Skálholtskotslind
eða aðra lind vestan Tjarnar til að rann-
saka, hve hátt vatn geti komist, og hvort
eigi má veita því þaðan um járupípur
inn í bæinn. En veganefnd falið að
láta hlaða upp sem fyrst Skálholtskots-
lind með sama hætti og önnur vatnsból
hér síðari árin.
Til veganefndar vísað erindi um leng-
ing Ingólfsstrætis.
Formanni falið að svara erindi frá
Árna á Tóttum um eldsvarnargafl á
nágrannahúsi.
Beiðni frá Thorvaldsensfélagi um
kensluhúsnæði í barnaskólanum vísað til
skólanefndar.
Oluf Hansen hattara synjað veiðileyfis
fyrir Kleppslandi, — hafði sótt um það
gegn 25 kr. árgjaldi um næstu 5 ár.
Óveitt prestakall. Lundarhrekka í
Suður-Þingeyjarprófastsdæmi. Mat kr.
806,81. Prestsekkja nýtur náðarárs af
brauðinu næsta fardagaár. Búast má við
að nuverandi tillag til hrauðsins úr lands-
sjóði verði að nokkuru eða öllu leyti lagt
út í kirkjujörðum frá Grenjaðarstað og
Múla. Veitist frá næstu fardögum að telja.
Umsóknarfrestur til 8. april næstk.