Ísafold - 08.03.1902, Síða 2

Ísafold - 08.03.1902, Síða 2
42 gæfu til að senda þá eina á þing, sem ekki brestur vit og kjark til að visa á bug hverju tilræði við stjórnbótina, í hvaða mynd, sem það birtist. Má vera að þetta sé hræðsla ein. En allur er varinn góður; og þar er mér »úlfs von, er eg eyrun sé«. 21. febr. 1902. S. St. Mjólkurbú i Árnessýsln o. v. f>að var árið 1900, er hið fyrsta mjólkurbú var stofnað hér á landi, búið á S e 1 i í Hrunamannahreppi. f>að tók til starfa 10. júlí s. á., og voru samlagsmenn að eins ð. Síðastliðið sumar var annað bú sett á fót í sömu sveit, búið í Birtinga- holti, en 2 í Ölfusinu og 1 norður í Skagafirði. í haust er leið voru formönnum þes3ara mjólkurbúa sendar skriflegar fyrirspurnir um rekstur búanna, stærð þeirra, söln smjörsins o. s. frv., og þeir beðnir um að svara þeim. Flestir þeirra hafa svarað, og vil eg leyfa mér að skýra hér frá hinu helzta, er svörin hafa að geyma. Um búið á Páfastöðum í Skagafirði er fátt að segja. Formaður þess og aðalfrömuður, Albert búfr. Kristjáns- son, sem þar er bóndi, hefir i bréfi til Búnaðarfélags íslands, dags. 30. des. f. á., komist þannig að orði: •Tilraun sú, er gjörð var hér með smjörsamlög, var mjög smávaxin, sem stafaði af því, að smjörgerðaráhöldin komu ekki fyr en í ágústmánuði, sam- lagsmennirnir örfáir, og gengu sumir úr sökum veikinda«. Ennfremur getur hann þess, að eng- in vitneskja hafi verið komin um sölu smjörsins, þá er bréfið var skrifað. Búið í Birtingaholti, sem er rjóma- bú, starfaði frá 18. júní til 31. sept. Samlagsmenn 14, og höfðu samtals65 kýr og um 600 ær. Framleiðslan var 4734 pund smjörs. Meiri hluti þess var sendur til Englands, og selt þar. f>að var sent út 25. júlí, 26. ágúst og 24. sept. og seldist sem hér segir: Fyrsta sendingin seldist á 75 aura pundið, önnur á 77 a. pd. og hin þriðja á 81 e. pd. Vanalega var smjörið sent til Reykja- víkur vikulega, og geyrat þar í íshúsi, unz það var sent út. Allur kostnaður við rekstur búsins, þar með talinn útflutningskostnaður- inn, sölulaun o. s. frv., var 16 aurar á hvert pund smjörs. Búinu á Scli, er var áður mjólkur- bú, hafði nú verið breytt í rjómabú. f>að starfaði í 80 daga. Félagsmenn þess voru 9, er höfðu samtals 53 kýr og um 530 ær. Af smjöri fengust 4143 pd. f>að var sent út í tvennu lagi, seint í ágúst og sept. Fyrri sendingin seldist á 76 a., en hin á 82 aura pundið. Smjörið var geymt um tíma í íshúsi áður en það var sent. Allur kostnaður af rekstri búsins og 8. frv. varð 15 aurar á pundið. Búið á Kröggólfsstöðum starfaði í 13 vikur. Samlagsmenn voru 4, er höfðu samtals 26 kýr og 140 ær. Bú- ið framleiddi 1725 pd. smjörs. Smjör- ið var sent út í fernu lagi, í júlí, á- gÚBt og september. Fyrsta sendingin seldist á 75 a. pd., önnur á 77 a. pd., þriðja á 79 a. pd. og hin fjórða á 80 a. pd. f>ríðja og fjórða sendingin hafði verið geymd nokkra daga í íshúsi. Allur kostnað- urinn af rekstri búsins o. s. frv. varð 13 aurar á smjörpundið. Handafl var notað á öllum búunum, en það veittist all-erfitt á sumum þeirra, bæði vegna þess, hvað rjóminn var mikill, og sökum þess, að áhöldin voru ófullkomin. f>etta með öðru fleira hefir aukið töluvert kostnaðinn af rekstri búanna, en það ætti að vera hægt að bæta úr þeim annmörkum að meira eðaminna leyti eftirleiðis. Að sumri er í ráði að nota vatns- afl þar, sem því verður komið við, en annars hestafl. f>að er mikils um veit og hlytur að draga úr kostnaðinum. Vera má, að ýmsum þyki sá kostn- aður æði-hár, og búist nú við, að búin muni ekki svara kostnaði. f>ví verður að vísu ekki neitað, að kostnaðurinn er mikill og eflaust miklu meiri en hann þyrfti að vera, ef búin væru stærri og betur úr garði gerð. En þess er að gæta, að þetta er ekki nema byrjun, og því er eðli legt, að búin séu miður fullkomin, eða að þau hafi verið það til þessa. f>ess vil eg geta, að margir hafa spurt mig, hvort þessi mjólkurbú svari kostnaði, eða hve mikinn árlegan hagnað þau gefi af sér. f>essu verður nú eigi svarað bein- línis, eða sýnt með tölum, hver ágóð- inn sé. En hitt er auðsætt, að þeir, sem eru í þeim, hafa hag af því að meira eða minna leyti. f>eir, sem eru skepnufáir, hafa ef til vill hvað mestan hagnað af því, að senda rjóm- ann til búanna. Samlagsmenn þeirra fá tíðast meira verð fyrir smjörið, að frádregnum kostnaði, en þeir hafa áð- ur fengið. En jafnvel þó hver sam- lagsmaður um sig fái eigi hærra verð fyrir smjörpundið en hann gæti feng- ið að öðrum kosti, þá mun það eigi að síður reynast hagnaður, að vera í búinu. f>etta stafar aðallega af því, að smjörið verður meira, sem hverjum ber. En því veldur einkum tvent. Mjólkin er skilin í skilvindu, sem hef- ir þau áhrif, að feitin næst betur úr henni en með gamla laginu, að láta hana setjast. Sá mismunur er tíðast nokkuð mikill. Sumir telja, að með því móti fáist J meira smjör. Og þó það kunni nú að vera vel í lagt, þá er hitt víst, að meira smjör fæst á þennan hátt, og má óhætt telja þann smjörauka J/.—\/6 fram yfir það, er áður fekst, meðan mjólkin var látin setjast í trogum. Annað, er veldur því, að smjörið verður meira á búunum, er sam- kepnin. f>á kappkosta flestir, að fara sem bezt og sparlegast með rjómann og nýmjólkina, til þess að geta fengið sem mest smjör. f>á er og þess að gæta, að smjörið er selt í einu lagi og fyrir peninga, og er það eigi sízti kosturiun. Hins vegar vitum vér það, að mönn- um gengur misjafnlega að selja smjör sitt, og þykir flestum gott, ef þeir fá 55—60 aura fyrir pundið, og það stundum í vörum með uppsettu verði. Beynslan sýnir einnig, að bændum í þeim sveitum, sem búin hafa, þykir tilvinnandi að vera í þeim, og það jafnvel þótt þeir eigi langt tildráttar með flutningina á rjómanum. f>etta sést á því, að samlagsmönn- um fjölgar stöðugt, og ný bú rísa upp. Næsta sumar verða S bú í Ölfus- inu: eitt í Arnarbœli með 14 samlags- mönnum, annað í Bœjarþorpinu (sama búið og var á Kröggólfsstöðum) með 14, áður voru þeir 4; og hið þriðja á Hjalla með 18. f>á stækka þau mikið, bæði búin í Hrunamannahreppi. Síðastliðið sumar voru samlagsmenn búsins í Birtingaholti 14, en verða að 8umri 23. Samlagsmenn í Selsbúinu voru 9, en nú færist það að Aslœk í sömu sveit, og verða samlagsmenn 24. Svo verður rjómabú sett á stofn í Gnúpverjahreppi við Kálfá, sem nefnt er Asbúið, og eru samlagsmenn þar orðnir 17. Ennfremur er í ráði að stofna rjómabvr í Holtunum í Rangárvalla- sýslu, og verður það eitt hið stærsta af þeim, sem þegar eru stofnuð, eða í ráði er að stofna. f>að verða í því að líkindum 24—28, eða fleiri. A Kjalarnesi er og í áformi að koma upp mjólkurbúi með 10—12 mönnum. Búið verður í Brautarholti. f>á hafa ýmsir í hyggju að stofna mjólkur- og rjómabú vorið 1903, þar á meðal í Sandvíkurhreppnum og Bisk- upstungum, og ef til vill víðar. Fram að þessum tíma hafa mjólk- urbúin, sem stofnuð eru, leigt sér hús til smjörgerðarinnar, en nú er í ráði að reisa mjólkurskála við þau, og er það mun betra og hagkvæmara en að leigja í mÍ8jöfnum húsum, þó skála- gjörðin hafi töluverðan kostnað í för með sér. Eins og áður er getið, þá hefir bú- unum verið að ýmsu leyti óbótavant. Eftirleiðis verður reynt að ráða bót á göllunum og ófullkomleikunum, að svo miklu leyti, sem efni og kringum- stæður leyfa. Meðal annars verða reistir nýir mjólkurskálar, eins og þegar er getið, og útvegað ný og betri áhöld. Sömuleiðis verður nú notað vatnsafl eða hestafl á búunum til að strokka með o. s. frv., og má telja það mikilsverðar breytingar til batn- aðar. Að sjálfsögðu er það ýmislegt fleira, sem lagfæra þyrfti, til þess fyrst og fremst að draga úr hinum árlega kostnaði, og eigi síður til þess, að fá smjörið sem bezt verkað, og að það geti geymst sem lengst, án þess að það gangi mikið iir sér. f>au mjólkurbú, er liggja við ak- brautir eða nálægt þeim, ættu að eiga vagn eða væna kerru, annaðhvort hvert fyrir sig, eða þá í félagi, til að flytja á smjörið frá búinu. Er það miklum mun hagfeldara, og um leið sjálfsagt ódýrara, en að reiða það á hestum langan veg. Flutningur smjörs- ins á vagni eða kerru fer betur með það, koBtar minni útbúnað, og hefir minna erfiði í för með sér, enda mega srajörílátin vera því stærri, og má þá nota 100 pd. tunnur. — Flutninginn á rjómanum ættu búin að gjöra svo ótilfinnanlegan, sem kostur er á, með- al annars með því, að fá félagsmenn til að sameina sig sem mest um hann með því að vera í samlögum um flutn- inginn. Sumstaðar verður þessu ekki komið við, eu víða mætti þó létta undir með flutninginn eða gjöra hann kostnaðar- minni á þennan hátt. f>ar, sem bæir eru þéttir eða liggja í röð, getur sami maðurinn flutt fyrir fleiri og færri með því, að leggja til hesta sjálfur, gegn þóknun, eða þá að menn láni hest eða hesta til skiftis. f>á mætti á nokkur- um stöðum nota kerru og flytja rjóma- brúsana á henni. En til þess því megi framgengt verða, þyrfti sumstað- ar að gera'veginn greiðari, slétta hann og ryðja, og ætti það að svara kostn- aði, ef það er eigi því meira verk. — Ennfremur gætu búin dregið úr kostn- aðinum með því, að kaupa efnið í smjörílátin og smíða þau heima, í staðinn fyrir að kaupa þau »uppsett«. Eitt, sem mikils værium vert fyrir smjörgerðina, er það, að búin komi sér upp íshúsum með frystiklefa. f>essi íshús mættu vera lítil og einföld að gerð, og mundu þá eigi kobta ýkja mikið. Eftir því, sem maður hefir sagt mér, er því máli er kunnugur, mundi mega koma upp íshúsi með frystiklefa fyrir 200—300 kr. Árlegur kostnaður við þau yrði að sjálfsögðu nokkur, og er hann aðallega fólginn í því, að afla íssins, og útvega salt til að frysta með. íshús í sambandi við mjólkurbú er stórmikils um vert fyrir smjör- gjörðina og smjörgeymsluna. Ishúsin eru að minni hyggju afarnauðsynleg, og ættu helzt, er fram líða stundir, að vera við hvert bú. Smjörið yrði þá geymt í þeim frá því það er búið til og þar til það er flutt til Reykjavíkur eða þess staðar, sem það er flutt frá. Fleira mætti benda á í sambandi við mjólkurbúin; en hér skal staðar numið að þessu sinni. Reykjavík í febr.mán. 1902. Sigurður Sigurðsson. Glæpsamlega athæíið. Um »glæpinn« hans dr. Finns okkar og Uans kumpána, þann, að afgreiða stjórnarbótina á síðasta þingi í frum- varpsformi, segir svo sæmilega merk- ur utanflokksmaður, Páll amtm. Briem,. f »Norðurl«. 22. f. mán.: »Að mínu áliti hefði það« — að fresta málinu, — »verið h r a p- a 11 e g t pólitiskt glappaskot, og hefði landið ef til vill a 1 d r e i b e ð- ið þess bætur. f>að getur enginn sagt, hvernig samn- ingarnir við vinstrimannastjórnina hefðu gengið, ef menn hefðu ætlað að byrja á nýjum grundvelli. En hér lá fyrir fiumvarp, sem trygði þjóðræði, og um leið, að ráðgjafinn fyrir Ísland væri reglulegur fulltrúi íslands. Danir áttu að borga honum laun og eftirlaun, en vér hefðum getað komið honum. frá völdum. Auk þess var okkur í lófa lagíð, að ráða búsetuatriðinu bráð- lega til lvkta á hinn æskilegasta hátt. Hægrimannastjórnin var gengin svo langt, að það hefði eigi mælst vel fyr- ir, að neita frumvarpinu staðfestingar.. Ef stjórnin hefði viljað losast \ ið kostnaðinn við ráðgjafann og láta okk- ur fá innlenda stjórn, þá mátti til að bjóða okkur góð boð. Mér hefir fund- ist það nærri óskiljanlegt, að mót- stöðumenn frumvarpsins skyldu eigi skilja þetta«---- »Eg áleit enn fremur, að þeir mundu ætla að taka við hein.astjórn í hvaða formi sem er. Eg áleit af ýmsum ummælum, að þeir mundu gera sig ánægða með undirtyllustjórn«----- »Stjórn þess flokks, sem studdi al- þingisfrumvarpið, ritaði ráðgjafanum bréf til að mótmæla þessu, og ekki lét dr. Valtýr sitt eftir liggja að vinna gegn þessu. Leikslokin urðu þau, að tilboð stjórnarinnar »langt til fullnægir hin- um ítrustu kröfum, sem gerðar hafa verið«, eins og samkomulagsnefndin kemst að orði. |>etta eitt ætti að nægja til þess að sýna þjóðinni, að aðferð sú, sem meiri hluti þingmanna hafði, var mjög heppileg fyrir málið«. Meiðyrðamál það, annað af tveimur, er Indriði revisor Einarsson höfðaði i vetur gegn bankastj. Tr. Gunnarssyni fyrir illyrði i afturhaldsmálgagninu i bankamálssennu þeirra, var dæmt i bæjarþingsrétti i fyrra dag og bankastjórinn sektaður um 40 kr. (varahegning 10 daga einfalt fangelsi), auk málskostnaðar 12 kr., og umstefnd illmælí dæmd dauð og marklaus.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.