Ísafold - 02.04.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.04.1902, Blaðsíða 2
62 til að reyna, að taka alment upp notkun séralinna mjólkursýrugerla, sem hér er eingöngu haft í huga að búa til smjör handa Englendingum, að hætti samlagsmjólkurbúanna, þ. e. að stunda smjörgerð með samlögum. f>egar sett er upp mjólkurbú, þá er þeim, sem að í það leggja, alveg ó- mögulegt, að koma rjómanum eða mjólkinni frá sér til búsins öðru vísi en að krökt sé orðið áður í henni af gerlum þeirrar eða þeirrar tegundar, og fæstum gagnlegum. Og ef strokka * ætti rjómann eins og hann kemur, þá mundi fara fjarri því, að smjörið hefði hinn þægilega, ísúra keim og bragð, sem er einkennilegur sýrðu smjöri; það er engin leið að því, að fá hann, nema nota séralda gerla. f>að er að vísu leiðinlegt, að mörg- um íslendingum fellur illa þess konar smjör; það er leiðinlegt að því leyti til, að það spillir fyrir máli, sem nauð- synlegt er að hafa fram. Eg vildi mega spyrja þá, ef þeir eiga um tvent að velja, tvenns konar mat, sínn með hvorum gerlunum í, og þeim væri sagt að borða annanhvorn, hvort þeir mundu ekki heldur vilja kjósa þann, sem þeir VÍ88U, að Iaus væri við eða að miklu leyti laus við þá gerlategund, sem ger- ir matinn feyrinu, væminn o. s. frv., eða hinn, sem í eru góðir mjólkur- sýrugerlar, er veitt hafa smjörinu þann keim, sem þeim er eiginlegur. Onnur höfuð-orsök þess, að rjóminn er sýrður, er sú, að þá fæst úr hon- um meira smjör. f>að hefir oft bor- ið við hér í skólanum, að ef búið hef- ir verið til ósýrt smjör, þá hefir þurft 3—4 pd. meiri mjólk f smjörpundið eu ella, og raunar það eigi svo litlu, ef mjólkin er t. d. 500 pund á dag. Fengjust t. d. upp og niður 20 pd. af smjöri úr 500 pd. af mjólk, með því að nota séralda mjólkursýru- gerla, en það samsvarar því, að fari 25 pd. mjólkur í 1 pd. af smjöri, þá mátti eiga það víst, að ef tekið værí til að strokka úr ósúrum rjóma, mundi smjörið fara niður í 18 pd. eða minna, eða sem svarar því, að þá fer 28 pd. af mjólk í 1 pd. af smjöri. En 2 pd. minna á dag, með 80 a, verði, er sama sem 1 kr. 60 a. tap á dag, eða 570—580 kr. tap á ári. Og með því að mestur er gróðínn í síð- ustu fitunni, sem hægt er að kreista úr mjólkinni í skilvindu, og síðasta smjörinu, sem hægt er að fá úr rjóm- anum í strokknum, þá er það degin- um ljósara, hve áríðandi er, að fá svo hreint smjör, sem framast er auðið, með því, að það er beint tap, sem annars fer til ónýtis. Ef vér höfum þetta tvent fyrir aug- um, betra og vandaðra smjör og minni mjólkureyðslu í pundið, þáætla eg rétt vera, að vinna að framgangi þessa máls, og því hefi eg ritað línur þessar. Og yrðu þær til þess, að al- menningi skildiat þetta betur, þá er tilganginum náð. Hvanneyri í marzmán. 1902. J. H. Grönfeldt. Vorharðíndum miklum kviða nú veð- urfróðir menn, úr því að svo fór, að páska- straumarnir keyrðu ísinn fastara að land- inu, en ekki frá. Búast ekki við að hann fari þá fyr en um Jónsmessu í fyrsta lagi. En oft er spám gjarnt til að sptinga, — sein betur fer, ef iilar eru. Kosningaundirröður í Isafj.sýslu. ísafirði '.iO. marz 1902. líér hefir gengið alirnikið á nú und- anfarna daga. Svslumaður (H. H.) er búinn að fiuna manninn, sem ísfirðing- ar eiga að hat'a fyrir þingmann með honum. Það er Matthías nokkur Ól- afsson faktor fra Haukadal í Dýra- firði. Þeir héldu tvo fuudi fyrir vestan Breiðadalsheiði, á Framnesi og Flateyri, síðan á Isafirði, og svo byrjuðu þeir fundaleiðangur umhverfis alt Djúpið 10. þ. m. Var sent á undan þeim með fundarboð í hvern hrepp. Leiðangur þessi hófst þannig, að í 3 fyrstu hreppunum, Súðavíkur, Ogurs og Reykjarf jarðar, varð enginn fundurhald- inn sökum þess, að svo fáir sóttu. I Nauteyrarhreppi komu 9—10 inn- anhreppskjósendur a fund og tveir eða þrír utanhreppsmenn; þar var fundur haldinn. I Snæfjallahreppi tirðu 6 á fundi; í Grunnavíkurhreppi nokkuru fleiri og í Sléttuhreppi 12 eða 14. Eftir er að heimsækja kjósendur í Hólshreppi og Eyrarhreppi, og er þá hringfe;ðinni lokið í norðursyslunni. Aðalfundarefnið hefir hvarvetna verið stjórnarskrármálið og reifing þess fyrir kjósendum, og svo að vara þá við, að kjósa nokkurn Valt/ing, er var á síð- asta þingi, til aukaþingsins í sumar. Þykjast kunnugir skilja, að með þeim viturlega hugsuðu viðvörunarorðum só einkum átt við samþingismann sýslu- manns vors á síðasta þingi (Sk. Th.); en árangurinn af þess konar fundarhöld- um því meiri, sem houum var allsend- is varnað að sækja fundi þessa; hann var ekki einu sinni látinn af þeim vita; svo drengilegar voru nú aðfarirnar. Um ályktanir þær, er gjörðar hafa verið á fundum þessum, veit eg ógjörla, nema ísafjarðarfundarins; en hvergi munu þeir þó hafa fengið samþykta sams konar ályktun og á Isafirði, nema ef til vill á Hesteyrarfundinum. Ann- ars höfðu kjósendur víðast hvar látið í ljósi, að þeir vildu ekki bitida sig með neinum atkvæðagreiðslum. Á futidunum í vestursýslunni hefi eg heyrt að þessi viðvörun við Valtýing- um ltafi ekki verið tekin neitt vel ttpp af atkvseðamestu mönnunum þar, þeim síra Kristni og síra Janusi. Þeir hafa haldið því fram, að fundir þessir ættu að vera lausir við alt flokksfylgi og flokkarig, eins og stjóruarskrármál- inu væri nú komið; og allir hafa fund- ir þessir verið á eitt sáttir um það, að taka tilboði stjórnarinnar um hér bú- setta ráðgjafastjórn. Auðvitað er þessi lífróður allur gerð- ur í þeim tilgangi, að afla sér atkvæða og spilla fyrir kosningu þeirra Sk. Th. og síra Sigurðar í Vigur. Mun sýslu- maður alls ekki óhræddur um sig. Mun hafa 8Óð þess merki, að fylgi við sig sé heldur að doftia en örvast. (Um Matt- hías þennan er enginn minsta von; honum er svona blátt áfram fórnað, eins og prófasti hér í hitt eð fyrra). Og eltki hefir gengi hans vaxið í þessum leiðangri, sem ekki verður annað um sagt en að verið hafi mesta fýluferð. Enda stofnað til hans meir at' kappi en forsjá. Hræðslan um, að Skúli kæmi núna með Vestu, dreif þá út í þetta. Þar reið lífið á, að alt væri búið, er hann kæmi. Annars hafa aldrei verið hér slíkar æsingar sem nú. Þeir hamast, sýslu- maður og meðhjálparar hans. Kjósend- ur, sem í kaupstað koma, eru nærri því teknir undir próf um, hvern þeir ætli að kjósa, og annað þar að lútandi. Það er ekki fyrir lítilsiglda að verða fyrir þeim ósköpum. Hafíslnn virðist ekki vera landfastur fyrir norðan eða vestan neinstaðar, eftir nýlegum fréttum, hvað sem vera kann á Austfjörðum norðan tíl. En úti fyrir öllu Norðurlandi er hanD, sjálf- sagt mikill; sá ekki út yfir af háfjöll- um. En svo er lagnaðarís óvenjumik- ill inni á fjörðunum öllum, svo að hafís kemst þar ekki iuu fyrir honum sumstaðar; en sumstaðar autt í milli. Eyjafjörðurlagðuróveujulangt út beggja vegna, að vestan hestís út að Dag- verðareyri og austanvt rðu út að Sval- barðseyri. Seyðisfjörður hafði og ver- ið maungengur í vetur einu sinni all- ur, út í fjarðarmynni; en það kvað vera harla-fátítt, ekki borið við síðan 1881. Lagnaðarís við Stykkishólm svo mikill, að ekki var hægt að koma þar upp vörum úr Vestu, en farþegar komust af skörinni út í skipið. Isinn keyrði þar saman í pálmasunnudags- veðrinu og fylti alla firði og víkur út á Ondverðanes, svo að varmenn komu þar engri fleytu fram og urðu að fara fótgangandi heim á páskunum, inn í sveitir. Með fiskiskútu, sem er nýkomin austan af Seyðisfirði — fór þaðan 19. f. m. — fróttist, að þar hefði þá eng- inn hafís verið, hvorki inni á fjörðura né úti fyrir, nema hrafl á Mjóafirði; vissu þó óglögt um norðurfirðioa. þar varð gufuskip Egill innifrosta í önd- verðum f. mán., á Bakkafirði; rak að hafíshrafl og varð samfrosta við lagn- aðarís; óvíst, hvort losnað hefir enn. Allranýjustu fréttir að norðan segja þar komin hafþök nú. Enda lýsir því veðráttan hér, sífeld norðan kólga. Mannalát Hinn 27. f. mán. andaðist á heim- ili sínu í Stykkishólmi frú S o f f í a Emilía Einarsdóttir, kona síra Sigurðar Gunnarssonar, prófasts í Stykkishólmi, eftir 3 mánaða legu. Hún var fædd 12. október 1841. Foreldrar hennar voru Einar Sæ- mundssen og Guðrún Ólafsdóttir í Brekkubæ í Bvík. Hún giftist síra Sigurði Gunnarssyni 3. sept. 1873 og varð þeim 5 barna auðið; urðu þau hjónin fyrir þeirri miklu sorg, að missa 3 þeirra úr barnaveiki á ekki fullum ársfresti (var hið elzta 9 ára, annað 7 ára og hið þriðja 5 ára). Tvær dætur lifa: Bergljót, gift cand. theol. Har. Níelssyni í Rvík, og Sigríður María, ógift í föðurgarði. En tvö börn tóku þau til fósturs: Signrð þor- steinsson, sem nú er verzlunarmaður í Stykkishólmi, og Sofffu Gunnarsdótt- ur, bróðurdóttur síra Sigurðar; er hún enn barn að aldri. Frú Soffía var óvenjulega tápmikil koua; hún hafði og hlotið meiri ment- un en alment gerist meðal íslenzkra kvenna: dvalið 7 ár í æsku á Englandi meðal mentafólks, og er slíkt meira virði en margra ára skólagatíga hér, enda var heimili hennar við brugðið fyrir skörungsskap og gestnsni. Hún var áhugasöm kona í hvívetna; en einkurn lét hún sér ant um fræðslu æskulýðsins, og þá unni hún bindind- isstarfseminni engu síður; því farsæld- armálefni var hún jafnan búin að ljá liðsyrði og rétta því styðjandi hönd; og það munaði um hana, þar sem hún var, því að hún var sannfæring- arföst og framkvæmdar8öm. Hún var hreinlynd og sagði jafnan það, er henni bjó í brjósti. Hjartagæzka hennar mun mörgum þeim í minnum, sem einhver kynni höfðu af henni, enda munu þau hjón hafa hjálpað mörgum, og það jafnvel um efni fram. það sem og auðkendi hana flestum öðrum fremur, var hið inriilega alúðar- viðmót, er hún sýndi öllum, bæði há- um og lágum. * Hér í hænum lézt — varð bráð- kvaddur — í fyrra dag f> o r k e 11 Gíslasou trésmiður, merkur maður og góður smiður, roskinn, ættaður úr Grímsnesi. Ekkja hans er Guðrún Tómasdóttir yfirsetukona. þá lézt skömmu fyrir páska frú Elinborg Kristjánsdóttir á Skarði á Skarðströud, ekkja síra Jón- asar heit. Guðmundssonar, en dóttir Kristjáns heit. Magnussens kammer- ráðs, gervileg kona og einkarvel látin. Hún mun hafa verið um sextugt. þau hjón áttu mörg börn á lífi upp komin. Sonur þeirra einn er Guðmundur, faktor í Skarðstöð. Svar til B i Gröf. í 10. tbl. þjóðólfs, sem mér barst í gær, er grein með fyrirsögninni: »At- kvæðagreiðslan í bankamálinu 15. á- gúst«, eftir f. alþm. Björn í Gröf. Greinin er tilraun til að hrinda því, að bankamálið sé ekki flokksmál vort, sem á síðustu árum höfum lagt leiðir saman í stjórnarskrármálinu að því markmiði, að fá framgengt sem mestri og beztri stjórnarbót, er kostur væri á. Eg lít svo á, að honum hafi mis- hepnast tilraunin, og óska rúms í þjóð. til að gera grein fyrir því áliti mínu, og jafnframt til að koma að leiðrétting og bera af mér ámæli Bjarnar í nefndri greín hans. Hann byggir á því, að eg í ummæl- um mínum í ísafold um þetta atriði liafi átt við sfðastl. þing og ekkí annað. En það er ekki rétt. Sú grein, sem eg þar gerði fyrir myndun og tilveru hins umrædda flokks, sýnir, að eg hafði ekki síðastl, þing eitt fyrir augum. Eg sagði, að þjóð og þing út af stjórnarskrármálinu og engu öðru máli hefði upp frá árinu 1895 tekið að skift- ast í tvo andstæða flokka; en eg neit- aði því, að bankamálið ásamt og með- fram stj.skr.málinu hefði skift þjóðinni þannig. Af þessu sést, að eg átti við flokkinn í heild hans í þjóð og þfngi, og ekki sórstaklega, því síður einung- is, við síðastl. þing. Eg tilfærði atkvæðagreiðsluua í bankamálinu sem sönnun þess, að þingmenn flokkanna fylgdust ekki all- ir að í því máli; en það gjörðu þeir í stj.skr.málinu. þótti mér sú atkvæða- gr-iðsla frambærilegur vottur um, að þeir hefðu ekki bundist sameiginlegri stefnu í bankamálinu, eins og þeir undantekningarlaust höfðu gert í stj,- skrármálinu. Og af því mér þótti þessi sönnun út af fyrir sig gild, slepti eg að geta um, að í þeirn flokki, sem eg var um að ræða, hafa menn jafn- an verið viðurkendir góðir og gildir flokk8menn, hvað sem skoðun þeirra og stefnu í bankamálinu hefir liðið, og að merkir og mikilhæfir menn bæði í þjóð og þingi hafa fylt flokk- inn og stutt tilraunir hans 1 hans máli, stjórnar8krármálinu, en verið hlutabankanum ýmist ekki fylgjandi eða alveg andvígir. Svo vel sem þetta sýnir, að flokkaskifting sú, sem átt hefir aér stað, — en nú ætti að hverfa —, hefir verið út af stjórnar- skrármálinu einu, og að bankamálið hefir ekki verið flokksmál, þá sýnir það ekki annað en hið sama, sem at- kvæðagreiðslan á þinginu, þótt B. reyni að gera sönnunargildi hennar að engu. Skal eg nú sýna, hvernig hon- um ferst tilraunin. Með óbeinum, en ótvíræðum orðum telur hann mig ekki »ráðvandan sann- ara« fyrir þá sök, að eg hafi vitnað í atkvæðagreiðsluna um hlutabanka- frumvarpið, án þess að taka tillit til atkvæðagreiðslunnar um breytingartil- Bcinkainálið ekki ílokksmál.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.