Ísafold - 02.04.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.04.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l’/t doll.; korgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram.) SAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til dtgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. árg. Keykjavík imðvikutlaginn 2. apríl 1902. 16. blað. I. 0. 0 F. 83448’/,. I. E. Forngripasafn opið mvd. og ld 11—12 Landsbákasaf?i opið hrern virkan dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) njd., mvd. og Id. tíl útlána. Okeypis lækning á spitalenum á þriðjud. og föstud. kl. 11 -1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í húsi.Jóns Sveins- sonar bjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Undirtektirnar. f>að lítið sem farið er að fást við að halda þingmálafuDdi, er þar yfir- leitt tekið í sama streng ura stjórnar- tilboðið ein8 og framfaraflokksBtjórnin gerði undir eins og konungsboðskapur- urinn kom. Fjölmeunur fundur á Sauðárkrók 27. febr. lýsir í einu hljóði og mdð öllum atkvæðum .ánægju sinni yfir konungs- boðskapnum«, nverður að telja tilboð stjórnarinnar aðgengilegt og vel við- nnandi«, »og treystir því, að-----hin langvinna atjórnardeila sé þarmeðfar- sællega til lykta leidd«, o. 8. frv. Seyðfirðingar eamþyktu á fundi 11. febr. ályktun þess efnis, að konungs- boðskapurinn væri svo góður, að íajár- vert mundi að hafna því, er þar væri boðið og hefja nýja baráttu, en hnýtir þó því aftan við, að hann telji ekki líkur til, að stjórnarbaráttunni sé lok- ið fyr en vér fáum landsstjóva með ráðgjöfum. Suður þingeyingar höfðu fund að Ljósavatni 22. febr. með kjörnum full trúum, 31 að tölu. þar var og lýst í einu hljóði gleði yfir konungsboðskapn- um, en svo hnýtt aftan í ákaflega skrítilega samanskrúfuðum umbúðum um selbita í vasaDn á móti frumvarpi síðasta alþingis, — þ ó að hið fyrirheitna stjórnarfrv., sem gleðinni er yfir lýst, sigi að verða alveg samhljóða þing- frumvarpinu, með þeim e i n u m við- auka, að þar á að vera til tekið berum orðum, hvar ráðgjafinn eigi að verá búsettur, sem sé í Reykjavík, þarsem ekkert var um það nefnt í þingfrum- varpinu, af þeirri einföldu ástæðu, að flytjendur þess óttuðust, að það yrði málinu að falli hjá stjórninni, hvaða stjórn 8em væri, ef sett væri í sjálfa stjórnarskrána annað heimilisfang fyr- ir ráðgjafann en konuugBsetrið. Nú á hann að vera búsettur í Reykjavík að lögum; það er öll breytingin. En þrátt fyrir þenna frámunalega barnalega »selbita í vasanru virðist ekki verða annað fengið út úr'þessari Ljósavatnsfundar-ályktun en að ætlaat sé til, að frumvarpið verði samþykt á þinginu í sumar brotalaust eða ófleyg- að. Hún er raunar býsna-þokukeDd, og er hugsanlegt, að höf. hennar eða frumkvöðull (sjálfur þingmaðurinD?) ^afi viljað hafa opnar dyr fyrir ein- ^Verja fleyga, ef bandamenn hans, em- Þættahöfðingjarnir, vilja svo vera láta; ^ann hefir rent hálf-blint i sjóinn um Það Þé. N ú þykjast menn sjá á því, ®em ísfirzki valdsmaðurinn hefir látið ^Beðhjálpara sína samþykkja á fundi í aðseturstað hans, að þeir hafi f ráði »að fleyga«, ef svo ræður við að horfa og nokkrar líkur eru til að það takist. »Norðurland« tekur það fram 15. f. mán., f grein með fyrirsögn »T e k i ð af 8karið«, að með bréfi framfara- flokksstjórnarinnar til ráðgjafans 11. febr. þ. á., þar sem hún tjáir honum afdráttarlaust, að tilboð stjórnarinnar muni »hafa öflugt fylgi flokksins, utan þings og innan«, og að bún »muni af fremsta megni leitast við að styðja þau úrslit stjórnarskrármálsins*,— séu kveðnar niður rækilega getsakirnar og dylgjurnar um, að flokkurinn mundi í raun og veru ætla sér að samþykkja frumvarpið frá síðasta þingi. Vitanlega hafa slíkar getsakir engri átt náð, þar sem stjórnin býður allar þær miklu réttarbætur, sem fólgnar eru í frumvarpi síðasta þings, og auk þess innlenda stjórn i nákvæmu sam- ræmi við ávarp það, er efri deild sam- þykti að undirlagi flokksins. Bn stjórnmálaumræðunum hér á landi er nú einu sinm svo háttað, að við fleira verður að berjast en það, sem nokkurri átt nær eða nokkurt vit er í. Mörgum ímyndunum, sem á engu eru bygðar, verður að foykja burt. |>e88 vegna er þetta bréf flokks- stjórnarinnar síður en ekki óþarft frá þjóðarinnar hlið skoðað, auk þess sem það v.:. »'jálf3ögð kai«dÍ8Í við fyrsta ís landsráðgjafann, sem orðið hefir að stórmiklu leyti við landsréttinda- og stjórnfrelsiskröfum Islendinga. Verði nokkur mótspyrna gegn því að þiegja tilboð stjórnarinnar, þá kem- ur hún -frá þeim mönnum, sem hingað til hafa risið öndverðir gegn þeim stjórnarumbótum, sem fáanlegar hafa verið. . Frá framfaraflokkinum kemur hún ek i. Fyrir því er margföld trygg- ing, og einn þátturinn í þeirri trygg- ing — að líkindum sá, er mörgum verður auðsæjastur — er þetta bréf flokkstjórnarinnar*. Jarðíirl'ör H. Kr. Friðrikssonar yfirkem.ara fúr fram í gær með miklu fjölmenni. Eirlknr Briem prestaskólakenn- ari flnfii húskveðju, en dómkirkjnprestur talaði i'kirkjunni. Hún var tjöldnð svörtu að tilhlutun bæjarstjórnar. Kennarar lat- inusKÓlims báru líkið i kirkju, en bæjar- fulltrúar úr. Lærisveinar hins framliðna höfðu gefið silfurskjöld á kistuna. Guftiskipið Vesta, kapt. Gottfredsen, er gerði nýja atrennu að komast á vestur- hafnirnar fyrir páskana, kom aftur þaðan páskadsginn og hafði komist þar alstað- ar inn fyrirstöðulaust af hafis, alt til Isa- fjarðar; reyndi ekki lengra, þvi að hún á að fara ferðina norður fyrir eftir áætlun á morg- un. Vnrð nú lítið vör við liafis á sinni leíð, að eins hrafi úti fyrir, nokkuð djúpt. Hún átti að koma vörum þ'eim á Stykkis- hólm, er Ceres hafði meðferðis þangað, og hafði orðið frá að snúa vegna stórðviðris. En nú kom Vesta þeim ekki á land fyrir lagnaðarís. Býsna-margir farþegar komu roeð skip- inu af vesturhöfnunum, um eða yfir 40. Vikuhrið látlaus var fyrir norðan, í Húnavatnssýsln, kringum pálmasunnadaginn og er talið víst, að' eftir þá skorpn muni, ekki nokkur auð vök á Húnaflóa. Riðið beint af Vatnsnesi vestur i Skriðnesenni. Frú Ólöf Briem frá Stóranúpl f. 1848, d. 16. marz 1<)02. Hermir fregn harma Hjúp ylir N ú p i; Autt eftir sæti, Auðn gerði dauði; Sal inndvalar Syrti’ að, þar birti GlÖS fyr með glöðum (Jóðpryði fljóða. Mær lilja á mærum Morgni heiðborna Blikandi í bikar Ber ljósa perlu; Eins hin ásthreina Yndi og dýrindi Avalt um æfi Atti og tjá knátti. Guðtrútt var geðið, Gljúp lundin djúpa, Auð’g sál og óðar Unni himinbrunni. Flugvængjum fögrum Fjær í hæð skæra Ond þín oft veudi, Ó 1 ö f ! ti) sólar. Sannprúðan svanna Sárblíðum tárnm Mun syrgja margur, Mest hver þekti bezt; Kveðjum — guð gloðji Gengna af jarðvengi, , Alvaldur alda Ó 1 ö f í heim sólar ! Stgr. Th. Sýrt smjör og ósýrt. Síðan eg kom til íslands og fór að fást við að búa til sýrt smjör, með því að láta í rjómann séralda mjólkur- sýrugerla, hefir smjör frá mér orðið fyrir töluverðum aðfinslum úr ýmsum áttum, og verð eg að segja, að þær horfi ekki til heilla smjörgerðinni hér á landi. Eg veit, að þetta, að sýra rjómann, þykir mörgum eitthvað tortvyggilegt og ískyggilegt, og vil eg því reyna að skýra það mál lítils háttar með þess- um línum. Vér vitum allir, að lífið hér á jörðu er komið undir lífi og viðgangi gerl- anna (baktería). Óll lífræn ummynd- un gerist fyrir áhrif gerlanna. Ef vér ætlum að búa til öl, getum vér notað sama efni og þó fengið ólíkar ölteg- undir. Hvað veldur því? |>að gera gerlarnir, og annað ekki. þegar öl er bruggað, er hlevptíþað gerð, og það er hún, sem veitir þvf þann eða þann keim, eftir því, hvers kyns hleypir er í það látinn. J>ví er yfirjastað öl ólíkt undirjöstuðu eða staðjöstuðu öli, og stafar muuurinn eingöngu af ólíkum gerlum í ölinu. Hleypirinn, sem látinn er í ölið, er séraldir gerlar eða sporar, er þróast í ákveðna stefnu og tekið síðan fyrir starf þeirra, er þeir eru komnir á til- tekið þroskastig. Nú er alveg sama máli aó gegna um rjómann eða mjólkina. Úr heiibrigðri kú með heilbrigt júg- ur kemur ófrjó mjólk (þ. e. gerlalaus) í því bili er hún drýpur úr júgrinu; en hún er það ekki lengur en þangað til, — þar til er hún kemur úr júgrinu eða spenanum. Undir eins og loft kemst að henni, óhreinkast hún af gerlum, — ef til vill af rotnunargerlum úr mykjunni; úr fóðrinu af gerlum, sem gera mjólk- ina feyrna á bragð; úr óhreinum mjólk- urfötum, óhreinum fat.naði og af óhrein- um höndum ef til vill af gerlum, sem gera hana súrbeiska á bragð, o. s. frv. Með því að mjólkin er 37 st. heit, er hún kemur úr júgrinu, og hefir auk þess í sér geymt alt það, er gerlar þarfn- ast sér til lífsviðurhalds, er sem þeir séu komnir í paradís; þeir aukast og margfaldast ákaflega ört og mjólkin ummyndast að vörmu spori. f>að liggur í augum uppi, að rotn- unargerill eða aðrir slæmir gerlar hljóta að spilla gæðum smjörsins; en hvað er hægt að gera til að varna því? Vandlegt hreinlæti er fyrsta skilyrð- ið. En það er ekki nóg. Vér yrðum þá að hafa ráð, sem er frágangssök að hafa á almennum mjólkurbúum. Fyrir því verður að þrífa til ann- srr^ ráða v'ð þessa gerla. f>að er alkunnugt, að þegar tvennir eru að berjast fyrir lífi sínu, þá bera þeir hærri hlut, sem meiri hafa mátt- inn. f>að hagnýtum vér oss eÍDmitt á mjólkurbúunum, er vér látum í rjómann annan geril, sem er máttar- meiri, séralinn gerill. Séralinn geril útvegum vér oss með þeim hætti, að mjólkursýrugerill, sem veitir smjörinu þægilegan, ísúran keim, er alinn út af fyrir sig og látinn í rjómann. Gerl- arnir eru séraldir f verksmiðjum og látnir æxlast þar í ófrjórri mjólk og gerlalausnm ílátum, þurkaðir síðan við hæfilegan hita, til þess að hægra sé að senda þá þangað, sem þá á að nota, og breytt í duft með því, að blanda saman við þá gerlalausu m]öli. f>eir geta geymst, þannig útbúnir, ó- skemdir árið um kriog, í flöskum, sem vel er búið um tappann á. f>ví næst eru þeir látnir æxlast aftur í mjólk á mjólkurbúunum, með hinu mesta hreinlæti. Og ef haft er af þessum mjólkursýrugerlum sem svarar 6—8 af hundraði á móts við rjómann, eru þeir góðir keppinautar við skaðlegu gerl- ana; þeir bera þá ofurliði eða kæfa þá, og koma þar með sínum keim á smjörið. Með þe8sum hætti verður að reyna að varna þess, að skaðlegu gerlarnir megi 8Ín of mikils í rjómanum. Annað mál væri það, ef hægt væri að varðveita rjómann alveg gerlalaus- an þangað til strokkað er. f>á mætti framleiða bezta smjör úr ósúrum rjóma. En með því að þess eigum vér ekki kost, oins og fyr segir, að varðveita rjómann fyrir skaðlegum gerlum ein- hverrar tegundar, er harla mikið í það varið, að geta með einhverju móti dregið úr skaðlegum áhrifum þeirra. Og það er því fremur ástæða

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.