Ísafold - 02.04.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.04.1902, Blaðsíða 3
lögur við frumvarpið, er á undan var gengin. Bg víaa þessuDj sakaráburði heim til áberanda. Bg bygði mína ályktun á því allra minsta, sem falist getur í atkvæðum þeirra þingmanna með frumvarpinu, sem áður höfðu greitt atkvæði með breytingartillögunum, og tók þaunig hið fylsta tillit, sem taka mátti, til hinnar fyrri atkvæðagreiöslu þeirra. Minna gat ekki legið í atkvæðum þeirra með frv., eftir að br.till. þeirra, voru fallnar, en það, að þeir vildu heldur að frv. óbreytt yrði að lögum, en að það yrði felt, — vildu heldur hlutabankann sem einkabanka lands- ins, en að alt stæði við sama sem nii. Meira en þetta hefi eg ekki upp úr atkvæðum þeirra lagt, og minna en þetta geta þau ekki þýtt. Gagnvart þessu heldur B. því fram, að þau þýði ekkert! Tillitið, sem hann vill láta taka til fyrri atkvæðagreiðslunnar, er það, að seinni atkvæðagreiðslan sé markleysa. Sitt eigið atkvæði, og þeirra H. Hafst. og Péturs við fullnaðarafgreiðslu mik- ilsvægs lagafrumvarps út úr þingdeild þeirra telur hann markleysu eina, — vill gera þeirra jákvæði að dauðu og tnarklausu orði. Og þettá^ílfcæki sitt, að gera sjálfum sér og tveimur merk um þingmönnum slíka hneisu, reynir hann að réttlæta með ránsdæmi sínu, — dæmi sem vantar svo mjög tilsvörun til þess, sem það á að sýna, að það sýnir ekkert annað en að það er sjálft lokleysa. Mergurinn málsins hjá honum er það, að af því að þessir þrír þing- menn hafi vitað fyrir, að þeir mundu verða í minni hluta við atkv.greiðsl- una, og hverra viðtekta málið ætti von í efri deild, þá hafi verið »alveg sama, hvort þeir sögðu já eða nei eða þögðu«, hvað sem sannfæringu þeitra leið. Eftir þessu ættu þingmenn ekki að vera Bkyldir til, að greiða atkvæði eft- ir sannfæring sinni, er þeir þættust vita, að þeir yrðu í minni hluta, eða að hin þingdeildin mundi taka svo eða svo í málið. En sá er hængur á, að ýull vissa um það, hvernig atkvæði muni falla um mál að enduðum umræðum, eða um það, hvernig máli reiði af eftir þrjár umræður í hinni deildinni, er ó- hugsanleg, ómöguleg og því ófáanleg fyrir fram, — og ekki fyrri en fulln- aðaratkvæði eru greidd, enda er þessi kenning Bjarnar fyrirdæmd um allan rnentaðan heitn sem siðferðislega röng og óforsvaranleg, og tjáir B. því ekki, að byggja á henni kröfu sína um, að atkvæði hans og tveggja annarra þing- ttanna um hlutabankafrumvarpið út úr neðri deild alþingis 15. ágúst síð- astl. verði áiitin markleysa. Görðum 16. marz 1902. Jens Pálsson. Eg bið ísafold fyrir leiðrétting |iessa, ffleð því að ábm. Þjóð. befir verið svo réttsým>(!) og löghlýðinn(!), að neita að taka hana. J- P- Sfeagafirði 8. marz. Tiðarfar niikið gott mn þetta leyti og jörð nóg. Hinn 27. f. m. var haldinn fnndur á Sauðárkróktil að ræðd stjórnbótarmdlið.— Hann var mjög fjölmennur. Menn lýstu á- n«gju sinni yfir konungshoðsbapnum, og voru stjórninni þakklátir fyrir tilhoð henn- &r um ráðgjafa í Reykjavík, og öllum kom sainan um, að þiggja það hoð þakksam- >ega, og kjÓRa þá eina á þing, sem fylgdu Pvi wnlæglega og eiudregið, fleygalaust, svo að stjórnardeilunni yrði lokið. Pöntunarfundur var haldinn 21—22. 1- m, i Áíi i (Jegranesi, og var ákveðið og buið svo um, að pöntun gæti haldið á- fram l'yrir allar islenzkar vörur. Sýslufnndur var haldinn 24.-27. f. m. Um kvennaskólann á Blönduós, sem H.ún- vetningiir sóttu um styrk til hjá oss, var ákveðið, að styrkja hann því að eins, að haun yr ði s a m e i g i n l e g u r kvenna- skóli fyrir alt Norðurland. Skagfirðing- ar vilja hafa að eins einn kvennaskóla á Norðurlandi, og vilja styrkja liann tiltölu- lega við aðra, hallast ágrein.ngslaust að skoðun alþingis 1897, sem vildi einn kvenna- skóla á Norðurlandi. Eins og kunnugt er mörgum, fluttu Húnvetuingar kvennaskól- ann frá Ytri-Ey inn á Blönduós næstl. ár i trássi við Skagfirðinga, án þess að leita vilja þeirra eða samkomulags til þessarar stórfeldu hreytingar fyr en eftir á, enda þótt Ytri-Eyjarskólinn væri sameign beggja sýslnanna. Mjög mikilsvert mál var rætt í sýslu- nefndiuni: um hreytingu á göngu póstsins, þá breytingu rrá þvi, sém nú er, að hann gangi beina leið frá Blönduós á Sauðár- krók. Fjallvegurinn á leiðinni frá Blöndu- ós að Sauðárkrók er nú jregar tóluvert fjöl- farinn, og verður eflaust mjög fjölfarinn, þegar þar er kominn póstvegur, þar eð þetta liggur sérlega beint við fyrir ferðainenn, og nauðsynin á þessum vegi fer vaxandi eftir þvi, sem kaupstaðirnir stækka og fólk- ið fjölgar þar og verzlunin vex. Vér ósk- um og vonum, að landstjórnin stuðli að því, að póatvegurinn verði lagður þannig sem allra fyrst; þetta er ahnenningsheill. Oskandi er, að menn snúi sér að því ein- dregið, að fá þar póstveg handa pósti og öllurn öðrum ferðamönnum, en fari eigi að káka við veginn á annan hátt. Svo ætti póstvegurinn að liggja yfir á dragferjunni og Héraðsvatnabrúnni og siðan yfir Yxna- dalsheiði. Þannig mun efalaust póstvegur- inn vetða látinn liggja hér fyr eða síðar. Ýmislegt utan úr heimi. Loftför f liernaði Þau þykja nii oröið alveg ómissandi þáttur í herbúnaði allra vígra þjóða, hváð sem líður stjórn þeirra, loftfaranna; þau eru þá oftast tjóðruð niður, og gagnið, sem þau gera, mest i því fólg- ið, að þau eru liið mesta þing til njósn- ar og til yfirlits yfir vígvöllinn, hversu víður sem er og jafnt beggja lið, þeirra sem við eigast; því hleypa má þeim svo hátt í loft upp sem vill, þótt haft só á þeim taumhald af jörðu. Féstar- hælinn má og flytja eftir vild og færa sig langa leið með þeim hætti. Bretar kváðu hafa haft stórmikið gagn af tjóðruðum loftförum í viður- eigu sintii við Búa og staðið fyrir það þrásinnis rnun betur að vígi en þeir; því að engin slík loftför hafa Búar haft eða ekki komist upp á að hagnýta þau að neinum mun. Svo hefir fullyrt ver- ið í enskunt blöðum, að loftfari hafi það verið eingöugu að þakka, að her þeim, er Buller stýrði og veita skyldi setuliðinu í Ladysmith, varð forðað frá gersamlegri tortímingu, Búum stendur mikill geigur af loft- faranjósnurum Breta og er afar-illa við þau hvirnlfeiðu hernaðartól. Það er haft eftir herteknum Búa einum, að ef þeir næðu einhvern tíma i brezkt njósnar- loftfar, þá nnindu þeir saxa það sund- ur í smátt og loftfarann sjálfan með. »Þau hafa gert oss meira en lítinn baga oft og einatt« mælti hann. »Þarna gerðu þau okkur ófrert að leynast fylgsna í milli og ónyttu fyrir oss þrá- sinnis kænlegar ráðagerðir. Þau skyldu hafa fengið á því að kenna, ef vér hefðum klófest þau«. Talsími er oft hafður á milli loftfars- ins og yi'irliða þess, er bardaga stýrir, auk þess sem koma má við með hægu móti margvíslegum bendingum, til mik- ilsverðrar fræðslu og leiðbeiningar. Laus loftföv koma og að góðu haldi í hernaði að ýmsu leyti og hafa komið, þótt ekki hafi látið að' stjórn til þessa. Þegar Þjóðverjar sátu um París vetur- inn 1870—71, komust ekki færri en 64 loftför burt það'an og út yfir her- búðir Þjóðverja, rneð 155 farþega alls, og var einn þeirra hinn frægi stjórn- skörungur Frakka, Leon Gambetta, er settist síðau að lengst suður í la.ndi, í Tours, og stýrði þaðaii viiriiinni gegn Þjóðverjum með hinni inestii atorku og skörungsskaji. Eitt loftfarið leið yfir láð og iög alla leið norðnr á Þelamörk i Noregi, með’ 2 l’arþega, er almúga- meiin þar hupðn fyrst vera ekki menska menn, heldur púka eða loftára. Þá voru og í aniian stað brófdúfur svo hundruðum skiftí sendar úr hinni umsetnu borg með loftforum, og ski’- uðu þær sór síðan heiin aftur með á- ríðandi fróttaskeyti lengst utan af láuds- bj'gð, sem bæjarbúar hefðn annars enga vitneskju af haft. Nú herma síðustu fróttir það af til- lögum nefndar þeirrar, er Stjórnin í Washington hefir skipað til að rann- saka og íhuga, hvar bezt muiii að grafa skipaskurðinn fyrirhugaða úr Mexicoflóa vestur í Kyrrahaf, að henni lítist nú betur á að halda áfram Pan- anmaskurðinum, er Frakkar gáfust upp við fyrir mörgum árum, eu að fara að eiga við hiua leiðina, gegnum Nicaragua; þar verði skurðurinn lö1/^ milj. doll. dýrari, en réttindi Panamaskurðarfélags- ins, áliöld og útbúnaður, svo og það, sem fólagið var búið að vinna að skurð- inum, sé falt fyrir 40 niilj. dollura. Mjög er B r e t u m það mikil rauiia- bót í erfiðri viðureign þeirra við Búa, hve lýðlendur þeirra um víða veröld eru boðnar og búnar að liðsinna þeim með ýmsu móti. Þeir hafa fengið hvað eftir annað almikinn liðsauka breði frá Ástr- alíu og Catiada. Og nú síðast fréttist, að Kaplýðlenda, þar sem margt er þó um Búa og Búavini, sendi þeim að gjöf 3 bryndreka, 14,000smál.hveni, með 30,000 hesta gangafl og 23 mílna ganghraða. Mun England halda Austur- Indíalöndum? Enskur maður, Meredith Tounsend, er kynt hefir sér vandlega, og varið til mörgum árum, hagi og háttu Austur- álfuþjóða, hefir ritað nýlega bók, er heitir »Bvrópa og Ásía«, og er einn kapítulinn með þessari fyrir3ögn: iMun England halda [ndíalöndum?« Hann kveður nei við því. »Eng- lendingar ímynda sér« segir hann, »að þeir muni drotna yfir Indíalöndum öldum saman enn, eða jafnvel um ald- ur og æfi. En það er mín sannfær- ing, að ríki þetta, er reist var á ein- um degi, muni hrynja á einni nóttu. Vér Bretar höfum orð á,' hvílíkum undrum það sæti, að slíkur Ianda geimur, sem Indíalönd eru, skuli lúta Englandi, ekki stærra en það er. En fáir hafa gert sér glögga grein fyrir, hverjum kynjum þar er raunar til að dreifa. Indíalönd eru eins stór og öll Norðurálfan vestan Weichselelfar, og fólkstala 30 miljónum meiri. þar búa margháttaðar þjóðir. þar er fjöldi stórborga. þar er ógrynni herliðs. þar kennir margs kyns þjóðmenningar. þar eru þjóðfélög með kennimanna- ríki, og önnur, þar er eðlibornir menn einir ráða lögum og lofum. Hvergi getur margháttaðri mannfélög né breytilegri að markmiði. Sum stunda trúboð ýmis konar; sum eru til þess stofnuð eingöngu, að myrða menn. þar eru 40 miljónir vígra manna, er standa enskum hermönnum jafnfætis að hreysti, en kunna miklu síður að hræðast en þeir. þarlendir þjóðhöíð ingjar hafa í sinni þjónustu 400,000 vel taminna hermanna. Vér höfum sízt f því skilið, hvað orðið hefir um þau ógtynni af slegnu silfri, er horfið hefir af heimsmarkaðinum. En vér mundum hætta að undrast það, ef vér fengjuni að lífca á kistubotninn hjá 10 miijónum auðugra bænda índverekra. Aðrar 10 miljónir eru svo snauðar, að esripzkur lciguliði, sem vaila á utan á sig fötin, mundi vera, í þeirra augum Krösusar jafni. þá eru iðcaðarmenn svo iniljónnm skiftir, er eumir reisa dýrÞgar hallir, en aðrir smíða harla fánýtan leirvarning. Yfir þennan ó- skaplega sæg eru settir 1500 embætt- ismenn brezkir með 65.000 heimanna. þeir hafa að yísu unnið Bretum trún- aðareiða, hermennirnir indversku, lög- regluþjónarnir og minni háttar em- bættÍ8menn þarlendir; en ekki getum vér reitt oss á nokkurn þeirra. Engin indversk þjóð eða kynkvísl berst vor megin þar heima á Indlandi, ef til þeirra kasta kemur, og enginn ind- verskur mannflokkur befir nokkurn tíma kjörið yfirdrotnara Bretaveldis höfðingja sinn að þarlendum hætti og með þeirri þegnlegri undirgefniskvöð, að vera boðinn og búinn til að láta fyrir hann líf sitt. Engin þjóð lætur sér vel líka útlenda yfirdrotnan. Auk þess er í milli Indverja og Englend- inga staðfest ómælilegt djúp óviðráð- anlegra, arfgengra hleypidóma, ólíkrar lífsskoðunar og þjóðhátta, er stafa af hörundslitnum. Drottinvald Breta styðst því við ímyndaða hollustu þar- lendra hermanna, og á sér hrunið víst fyrir það eitt, þótfc ekki væri annað«. Samvaxnir tvíburar eru eitt náttúruafbrigði, eigi mjög fátítt, og halda báðir lífi stundum. Eina slíka tvíbura var verið með á ferð hér um álfuna í vetur, til sýnis almenn- ingi í 8tórborgunum. það voru sysfc- ur af Hindúakyni, Eadika og Doodika, 12 ára gamlar og vaxnar saman á síð- unum. Oonur þeirra fekk brjósttær- ing, er læknar kváðu leiða mundu hana til bana á fárra mánaða fresti, og var þá hinni dauðinn vís um leið. þá var það ráð tekið henni til lífs, að reyna að skera þær sundur, og til þess valdir hinir færustu skurðlæknar í ParÍ8. það tókst vonum framar, á 20 mínútum. »Nú erum við skildar«, sögðu þær báðar jafnsnemma, er þær vöknuðu við úr klóróformsdáinu. Ra- dika var búin að fá aðkenning af tær- ing líka; hafði sýkst af systur sinni; en góðar vonir um að hana megi lækna. Hálfilla kunnu þær við sig öðru hvoru síðan »skilnaðinn«, og töluðu um, að gaman væri að vera orðnar samfastar aftur. Fám vikum eftir lézfc Doodika snögg- lega, og hefir systir nennar verið leynd því til þessa. Meðal gullnema íKlondyke er þýzk barónessa, ungogógift, Lillan von Tilse frá Chicago, dóttir Karls baróns v. Tilse frá Leipzig, er flufctist til Vesturheims fyrir 28 árum. Húu var vel efnuð, er hún lagði upp fyrir 4 árum frá Seattle norður i gulllandið, til að afla sér meira íjár og frama þar, með því að leggja sig í þrautir og mannraunir. Hún fór alein, stýrði sjálf sleða sínum og hreindýrum, fór á indverskri eikju niður verstu hávað- ana í Yukonelfi, leitaði fyrir sér sjálf um námreiti og varði þá með byssu sinni, er hún kunni á eigi miður en gamall veiðimaður. það eru lög, að enginn fær að halda námreit nema unnið 8é að honum svo og svo mikið á mánuði; en hún var eksi maður til þess og tók sér því 2 kaupamenn til þess, og var annað þeirra Skrælingi. Annað gerði hún alt sjálf og kom heim í vetur eftir 4 ára útivist með nær 200,000 dollara í gulli. Svo segja þeir, er hana sáu, að hún hafi ekkerfc látið á sjá í svaðilför þessari og sé jafn- blómleg yng)8mær eftir sem áður.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.