Ísafold - 12.04.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.04.1902, Blaðsíða 2
þeas fyrir litla þóknun, og seldu af hinum eldri birgðum, svo kornið yrði aldrei of gamalt, en fyltu svo nýju korni í skarðið. Kaupmenn þeir, er hefðu geymslu kornsins á hendi, úthlutuðu því, þegar nauðsyn krefði, eftir fyrirlagi lögreglu- stjóra, til sýslu- eða sveitarfélaga, sum- part gegn borgun út í hönd, en sum- part að láni með alt að eins árs gjaldfresti. Með þessu fyrirkomulagi mætti hafa forðabúr í öllum fyrnefndum fimm verzlunarstöðum norðanlands, og væri hvert þeirra þá undir handarjaðri lögreglu3tjóranna, sem hefðu aðal- umsjón þeirra. þægilegra og umsvifaminna fyrir landssjóð mundi þó, að hann þyrfti ■kki að hafa kornkaupin á hendi, heldur að kaupmenn tækju að sér eftir samningi við landsstjórnina, að hafa jafnan til tiltekinn kornforða í verzlunum sínum, og gyldi landssjóð- ur þeim ársvexti af því fé, er þeir hefðu bundið með þessum hætti. — Bn sýslumenn sæju um, að samning- um þessum væri vandlega fylgt. jpví ætti að mega gera ráð fyrir, að allir þeir, er vilja framför landsins, verði samdóma um, að kornforðabúr- um verði að koma upp nyrðra einu eða fleirum. Fyrirkomulag þeirra mætti jafnvel hugsa sér á einhvern annan veg en hér hefir verið bent á; en á því ríður, að það geti orðið sem kostnaðarminst og óbrotnast, og þó svo, að komið geti almenningi að full- um notum. Bankaályktunin. J>að sem þeir fengu samþykt hér um nóttina í bankamálinu með all- mikilli atkvæðatölu (um 70), banka- stjórinn og menn hans, var, að fund- urinn tjáði sig »algerlega mótfallinn því, að seðlaútgáfuréttur landssjóðs sé fenginn útlendum mönnum í hend- ur, og skorar hins vegar fastlega á þingið og landsstjórnina, að auka og efla landsbankann sem mest, svo að hann geti fullnægt viðskiftaþörf þjóð- arinnart. |>að er krókaleiðin, sem farin er í þessari ályktun, er gerir hana einmitt ekki eins vísdómslega og vera bæri og til mun ætlast af höfundi eða höf- undum hennar. Hugsunin er fyrir honum eða þeim þessi: Vér (eða eg) erum algerlega mót- fallnir því, að hér sé rekin banka- verzlun af nokkrum manni öðrum en bankastjóranum, sem nú er; og með því að óhugsandi er, að því fáist fram- gengt með öðru móti en að halda við landsbankanum og láta hann hafa einkarétt til bankaviðskifta hér á landi, þá viljum vér láta þing og stjórn tryggja það með lögum. — Bannið gegn sölu seðlaútgáfuréttar- ins í hendur útlendingum afstýrir sem sé alls ekki því. En hvað stoðar hin samþykta fund‘ arályktun til að fá þ e s s u fraragengt? Seðlaútgáfurétturinn gæti ekki ein- ungis komist öðrum í hendur, þrátt fyrir hana, heldur og útlendingum. — f>ing og stjórn gæti aldrei framfylgt ályktuninni svo dyggilega, að því yrði afstýrt. f>ví fyrst og fremst kæmi það alls ekki í bága við hana, að t. d. nokkr- um íslenzkum kaupmönnum, með bein í hendi, væri veittur seðlaútgáfuréttur til hlutabankastofnunar. Og hvernig ætti því næst að fara að afstýra því, að þeir seldu hlutabréf í banka þeim jafnt útlendum mönnum sem innlend- um? Geta frumkvöðlar ályktunarinn- ar gert sér nokkra von um, að fá tóma skósveina sína kosna á þing, eða þingið skipað að meiri hluta þeim Bakkabræðrum, er lögleiða vildu bann gegn því, að útlendir menn mættu eignast íslenzk verðbréf? Bða hvernig ætti að fara að framfylgja þeim lögum? Eða hvað hugsaði bankastjórinn, að láta ekki setja í veðdeildarlögin, að útlendir menn megi aldrei eignast vaxtabréf veðdeildarinnar? Gerir hann sér eigi þvert á móti alt far um, að selja þau útlendingum, og er hann ekki meir en lítið »upp með sér«, þegar honum tekst það dálítið? f>að sýnir sig með öðrum orðum, ef ályktun þessi er krufin til mergjar, að það er viðlíka vit í henni, fyrri hlut- anum, eins og í »tvísaga ályktuninni« þeirri um daginn. Með efling landsbankans, þessari sem um er talað í síðari hluta ályktunar- innar, virðist helzt vera átt við ríflegt tillag til hans úr landssjóði. Hann var 3tofnaður með fjárframlagi úr landssjóði og haldið hefir honum verið við meðfram á sama hátt, með því nærvaxtalausum bráðabirgðalánum það- an. Frekari »efling« liggur því næst að hugsa sér: með ríflegri landssjóðsstyrk. Bn mundi ekki gjaldþegnum fara þá að þykja nóg um? Bnginn hlutur hefir verið greinilegar sýndur og sannaður í bankamálsum- ræðunum, bæði á þingi og utan þings, en að með lánsfé er ókleift að reka bankaverzlun. Fyrir því stoðar ekk- ert, þótt landssjóður gengi í ábyrgð fyrir láuum handa bankanum, eða því um líkt. »Eflingin« hlyti með öðrum orðum að vera fólgin í auknum landssjóðs- styrk. »Mikið skal til mikils vinna«, lands- bankastjóra-einveldisins yfir peninga- málum þjóðarinnar. Tfirlýsing. Blaðið »f>jóðólfur« hefir fleirsinnis í vetur borið á stjórnarmálsflokk vorn, sem hann kallar Hafnarstjórnarflokk- inn, að hann hafi talsvert fé í sjóði (um 6000 kr.), sem hann hafi fengið frá bankamanninum Warburg, og að fó þetta sé ætlað til þess að breiða út skoðanir flokksins á stjórnarskrár- málinu og bankamálinu (sjá einkan- lega f>jóð. 1. jan. þ. á., viðaukablað, og 21. marz þ. á., og víðar). Sami áburðurinn hefir verið tekinn upp í Austra og fleiriblöð, og er svo að sjá, að ritstjórar allra þessara blaða telji hann sannan; en hann er sýnilega settur fram til þess, að svívirða og sverta flokk vorn. Fyrir því þykir oss vera tilefni til þess, að lýsa því yfir fyrir vora eigin hönd og flokksmanna vorra, að ofan- greindur áburður er tilhæfulaus lygi, og að hver sá, er með hann liefir farið eða hér eftir fer með hann, er opinber ósanninclamaður. Reykjavik, BessastöSum og Görðum 11. apríl 1902. Kristján Jónsson. Björn Jónsson. Bj'órn Kristjánsson. Jens Pálsson. Slcúli Thoroddsen. Er þeini það láandi? Er þeim það láandi, forkólfum aftur- haldsliðsins, þótt þeir reyni að bjarga sér af skipbroti með því kænskuráði, að eigna Valtfingum klækina sjálfra sín? Því hvernig eru þeir staddir? Svo líklega sem þeir létu fyrir þing í fyrra um samkomulag við Valtýinga, ef þeir rífkuðu svo um stjórnarbótina, sem til var tekið og Valtýingar gerðu síðan þegar í þingbyrjun, þá gerðu þeir óðara samsæri um að ónýta alveg málið þá, með tilstyrk Hafnarsendilsins alkunna. Þeir börðust jafnframt aföllummætti eða létust berjast fyrir 10-marma-frum- varpinu alræmda, er útvega skyldi lands- höfðingjanum ráðlierranafnbót, en gera þann »heimastjórnar«-höfðingja um leið að undirtyllu danskra ráðgjafa í Khöfn og ónýta þar með gersamlega hið rýmk- aða sjálfsforræði, er Valtýingar börðust fyrir og hafa ávalt barist fyrir. Þegar það var fallið, neyttu þeir ekki einungis allrar orku til að fá frumvarp Valtýínga annaðhvort felt eða láta það daga uppi, heldur afstýrðu því, að neðri deild sendi konungi ávarp um enn rífari stjórnarbót en frumvarpið frá þinginu hafði í sér fólgna, ef þess væri nokkur kostur. Því næst gera þeir erindreka af landi burt til að afflytja þingið fyrir stjórn vorri, nýrri og enn ókunnugri en hinni, þ. e. meiri hluta þingsins,og fá að vettugi virtan vilja hans og gerðir í stjórnarskrár- málinu. Og til þess að koma því erindi betur fram, var hinni frjálslyndu, nýju stjórn og hennar flokksmönnum í Khöfn talin trú um, að þeir, afturhaldsseggirn- ir, væru íslauds vinstrimenn, en Valtýr og hans liðar hægrimenn og afturhalds- þrjótar! Vitanlega var fyrirsjáanlegt, að þau ósvífnu ósannindi og blekking kæmist upp mjög bráðlega og bökuðu höfundum þeirra maklega óvild og lítilsvirðingu bæði hjá stjórn og þjóð. Enda fór svo. En þá voru góð ráð dýr orðin fyrir þeim. Þeir sáu fram á, að nú mundi ekki nokkurt kjördæmi vilja við þeim líta næst, eftir alt þetta, er þeir höfðu fyrir sér gert og nú var hverjum manni bert orðið. Þá er það, sem þeir sjá sér eigi annað ráð vænna en þetta, sem al- kunnugt er að afbrotamenn bregða fyrir sig, er þeir eru að komast undir manna hendur — þótt vitanlega sé ólíku saman að jafna að öðru leyti. Maður er staðinn a.ð ófrómleik t. d. Hann tekur á rás undan þeim, sem ætla að höndla hann. Og hrópar þá s j á 1 f- u r sem hæst hann getur og í sífellu: »Takið þið þjófinti!«, og bendir á ein- hvern annan, til að villa um sig, og fá h a n n eltan og höndlaðan í sinn stað! Þetta bragð hepnast stöku sinnum; en ekki oft. Það var þ e 11 a , þessu samkynja, sem afturhaldsliðið gerði í haust, er það laust upp herópinu: »Niður með a 11 a Valtýinga við næstu kosningar! Kjósið engan, sem atkvæði greiddi með stjórnbótarfrumvarpi meiri hlutans á þinginu 1901!« Þeir sáu í hendi sér, að eftir aðfarir þeirra allar mundi ekkert kjördæmi vilja við sér líta framar. Og þeim fanst það sjálfum engin von. Þeir sáu engin sköpuð ráð önuur en að bregða fyrir sig þessum hrekk. Daufar horfur á því að vísu, að kjósendur yrðu þeir sauðirv að láta glepjast. En hér er ekki annað um að velja, sögðu þeir. Við v e r ð u m að reyna það. Þess kyns brögð h a f a tekist vonum framar oft áður, sögðu þeir. — Ohugsandi er það ekki enn. Og nóg höfum við tólin til að æpa með, og meir að segja í lófa lagið að fjölga þeim. Margur einfeldningur lengst út um sveitir heldur enn, að »þjóðblaðið« gamla só e n n þjóðholt og alþýðlegt og höfðingja-dólgur hinn mesti, þótt allir kunnugir viti vel, að ekki hefir mörg ár séð á kollinn á rit- stjóra þess upp úr vasa okkar aftur- haldshöfðingjanna, — alla tíð si'ðap er öndin skrapp upp af Benedikt heitnum Sveinssyni. Við mögnum það sem fast- ast, og látum það æxlast, höfum það »með kálfi« m. m. Við v e r ð u m að reyna það. — Og þeir reyndu það. Opum hafa þeir aldrei lint síðan: óp- inu u m »glæpinn« (að samþykkja frv. á síðasta þingi); u m að engan megi kjósa á þing, sem við hann var riðinn; u m að þeim, »tímenningunum«, »er- indrekanum« o. fl., só að þakka stjórn- artilboðið frá í vetur — það skyldi helzt vera í sama skilningi og ef nýtt hús væri þeim að þakka, sem kveikt hefir í því, er það kemur í skarðið fyrir —; u m að Valtýingar ætli sér að svikja loforð sín um að samþykkja stjórnar- frumvarpið óskorað og ófleygað (þarf að beina frá peim, afturhaldsforkólfunum, öllum grun um áform þ e i r r a að fleyga, er sumir þeirra hafa ekki farið nógu varlega með). Og svo síðasta ópið: Engan frið! Engan frið fyr en v i ð höfum sigrað, sigrað með framanskráðum ráðum, fögr- um ráðum, drengiiegum og viturlegum! Kosningabrask. Beðin hefir Isafold verið fyrir svo lát- andi klausu: Mótmœli. í siðusta hl. »Isafoldar< er þvi dróttað að einhverjum ónefndum mönn- um, að þeir hafi eftir laugardags-fundinn (5. þ. m.) borið það út, að hr. yfird. Jón Jensson ætlaði ekki að gera kost á sér til þingmensku hér, og á þetta að hafa verið gert i þeim »tilgangi, að gtra menn ljúf- fari á, að aðhyllast annan tveggja hinna, sem í boði eru (J. 0. eða Tr. G.)«. Þetta liggur nærri að skiija sem að- dróttun til min eða kosningaliðs mins, og sé svo, þá verð eg að lýsa þvi, að hvorki eg né, neinn af mínum eriudrokum hefir sagt þetta. Eg sagði þegar eftir fundinn hverjum manni, sem spurði mig nm það, alveg hið gagnstæða, og vona þvi að blað- ið undanþiggi mig og mina liða þessari ásökun. Vinsaml. Jón Olafsson. V V * Það er um »mótmæli« þessi að segja, að annars vegar var hr. J. O. aldrei eignað sjálfum nein hluldeild i uppspuna þeim, er hér ræðir um, og hins vegar fer þvi mjög fjarri, að hann geti nokkuð um i það á- hyrgst, hverjum ráðum hans »liðar« beita til að afla honum fylgis, að honum forn- spurðum. Atvinnufyrirheitum hinum og þessum var óspart beitt hér við síðustu kosningu til fylgis hankastjóranum. Hann á að vera ósmár atvinnuveitandi, hvorf sem hann hef- ir í raun ré.ttri nokkurri atvinnu að miðla eða ekki. Nú er tekið til að beita sömu xbrögðum, eins og við mátti búast, og með ekki meiri samvizkusemi en fyr. Til dæm- is að taka er sagt fullum fetum, að meiri háttar félag eitt hér í hænum ætli að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.