Ísafold - 19.04.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.04.1902, Blaðsíða 2
t 82 bezta orð; segir, að hann sé mað- ur einstaklega viðfeldinn og yfir- lætislaus. það lét hann lýsa fyrir sér skólamálum og skólatilhögun hér á landi og gerir glögga og rétta grein fyrir því, og að í ráði sé gagugerð um- bót á þeim málum. f>að spurði hann síðan, hvernig honum hefði litist á sig í Kristjaníu, á alþýðuskóla þar. Hann lét mjög vel yfir því, kvaðst hafa komið þar í 3 'skóla, er hann til nefn- ir og kendir eru við Oslo, Foss og Lilleborg, og hlýtt þar á kenslu. Mér virtist alt ganga þar svo kyrlátlega og rólega, mælti hann; cilsögnin fjörug og örvandi, nemendur hlýða henni með áhuga, og viðbúð kennara og nem- enda frjálsleg og óþvinguð. Nú hefi eg einnig átt kost á að vera við próf, og hefir mér ekki litist síður á fyrir það. Eg hefi auk þess um prófið komið í 7 skólaeldhús, með hinni einkar- skynugu og ötulu umsjónarkonu yfir þeim, frk. Helgesen. Eg hefi séð hús- mæður ókomna tímans vinna þar, í eldhúsunum, og þótti mér mikið til koma að sjá, hve alt fór þar fram með öruggri reglu, og hversu vinnuá- nægjan lýsti sér þar í hverju viðviki. Eg var látinn borða matinn, semtelp- urnar bjuggu til, og fanst mér hann mikið góður. Eg þóttist sjá, að hér væri verið að sá því fræi, er heimilis- ánægja og góður efnahagur sprytti upp af síðar meir í þúsundum heim- kynna. Loks vil eg taka það fram, mælti hann, að dvöl mín hér hefir verið mjög ánægjuleg, með því að eg hefi átt mestu greiðvikni og alúð að fagna hvar sem eg hefi fyrir mér leitað. „Bóndason" eða Halldór? Eankagjaldkeri Halldór Jónsson hefir í |>jðlf. 11. þ. m. gert tilraun til að svara grein minni í ísafold 29. marz, sem gjörði glögga grein fyrir, að bankareikningsdæmi »Bóndasonar« væri rammvitlaust. Svo mikil vansmíði voru á því, að óhugsandi er, að tveir menn í senn skuli hafa getað haft sömu villuna í höfðinu, að tveir menn samtímis skyldu ekki geta áttað sig á því, að reikningsdæmið var vitleysa, aftir að eg svo glögglega var búinn að sýna þeim fram á það. Og það eitt, að »Bóndason« fær 62,143 kr. tekjuaf- gang, en eg 15 þús. kr. tekjuhalla, hefði átt að vera nóg til þess, að vekja umhugsun H. J. um það, að dæmi »Bóndasonar« gæti þó verið vit laust. Svona mikið athugaleysi hlýtur að gefa manni ástæðu til að ætla, að ein- mitt H. J. sé »Bóndasonur«, sem dæmið samdi og hann er að svara fyrir. H. J. furðar á því, að eg skuli ekki þekkja »kassareiknings«- og ijafnaðar- reikninga«-form það, sem »Bóndason« notar, er sé alveg rétt, og alveg sam- kvæmt jafnaðarreikningum í Stjórnar- tíðindunum, reikningum HalldórsDan- íelssonar, Jóns Sigurðssonar, Páls Briem o. fl.!! Beikningur »Bóndasonar« er hvorki •kassareikningun né »jafnaðarreikn- ingur«; og af því að ekki er hægt að dæma um rsikningsdæmið, nema mað- ur hafi það fyrir sér, þá neyðist eg til að taka dæmið í annað sinn upp í ísafold, í von um, að mér takist að gera H. J. skiljanlegt, hvað fljótfær hann hefir veríð, er hann samdi þetta dæmi. Dæmið var þannig: Tekjur: Kr. 1. Vextir af 2*/4 miljón á 5°/0 . 112,500 2. Provision og aðrar tekjur . . 14,000 3. Vextir af varasjóði bankans . 0,000 4. Arleg afborgnn af gullforðan- um, sem bankinn eignast árlega, að meðalalti.................. 44,645 Kr. 177,143 Gjöld: 5. Vextir og afborgun af 1 */4 milj. kr. 6°/0 i 28 ár, á ári að með- altali....................... 75,000 6. Kostnaður við bankahaldið í Reykjavík.....................22,U00 7. Kostnaður við 3 útibú (6 þús. hvert)........................18,000 8. Tekjuafgangur legst við vara- sjóð..........................02,143 Kr. 1 <7,143 þetta dæmi »Bóndasonar« telur H. J. »bæði rétt og mjög venjulegt reikn- ingsform*. Eg sýndi fram á í grein minni, að bæði reikningsformið og allir liðir dæmisins væru skakkir, að undantekn- um 5. lið. Nú hefir H. J. ekkert á kveðið á móti því, að eitthvað kunni að vera bogið við suma reikningslið- ina; en formið telur hanu bæði rétt og venjulegt. Til þess að gera H. J. sem hægast fyrir að skilja mig, ætla eg að skýra formhliðina á dæmi hans, án þess að breyta tekju- og gjaldaupphæðunum hans. Hinar sönnu árstekjur eftir hans áætlun eru 1., 2. og 3. liður dæmisins, samtals kr. 132,500, og hin sönnu árs- útgjöld 5., 6. og 7. liður, kr. 115,000; tekjuafgangur kr. 17,500. Tekjuafgaugur «Bóndasonar« er því ekki 62,143 kr., heldur að eins 17,500 kr. f>etta sannar fullkomlega, að tekjuhæðinni 44,643 kr. í dæminu er of- aukið, eins og eg staðhæfði í grein minni. Hvernig þeir »Bóndasonur« og H. J. fara að reikna, sést bezt á svo lát- andi samanburðardæmi, sem er ná kvæmlega eins og þeir vilja hafa: H. J. hefir í árslaun t. d. 2400 kr. og á að að borga þar af upp í lán 1000 kr. á ári. En í staö þess að segja eins og er, að árstekjurnar geri hvorki að minka né vaxa fyrir það, að þeim er varið svo eða svo, eða þá að draga 1000 krónurnar frá og segja: þá eru eftir 1400 kr. fyrir hann á að lifa, þá gera þeir svo vel og bceta þessum 1000 kr. við árstekjurnar og koma þeim þar með upp í 3400 kr.! Dæmið þetta verður hjá þeim svona: Tekjur. Kr. 1. Árslaun........................2,400 2. Af þessum launum greidd afborgun af láni .... 1,000 Kr. 3,400 Gjöld. 3. Gréidd afborgun af láni . . 1,000 4. Lagt til heimilis á árinu 2,400 Kr. 3,400 f>arf nú meir en hin einföldustu, ó- bjálaða skynsemi til að sjá, hver haugavitleysa þetta er? f>að er auð- sætt, að í dæmið vantar að setja lið gjaldamegin til jafnaðar á móti 2. tekjulið, kr. 1,000; því auðvitað hefir H. J. ekki nema 1400 kr. til að lifa á, þegar hann er búinn að borga af- borgun, (1,000 kr.), af launum sínum, sem eru 2,400 kr. Jafnaðarreikningur »Bóndasonar« er að forminu til alveg eins og þettadcemi, en að efninu til enn þá vitlausari; því fjárhæðin 44,643 kr. gat aldreí staðið þar tekjumegin, heldur að eins 17,500 kr. Og svo ber þess að gæta, að H. J. hefði getað aukið starfsfé sitt með því, að taka þegar lán út á þessar I, 000 kr., er hann græddi í eign sinni, en bankinn getur ekki tekið slíkt lán út á innunninn gullforða. Sá maður, sem vílar ekki fyrir sér að staðhæfa, að jafnskökk reikningsdæmi eins oghans, séu rétt, getur alls ekki vænst þess, að fá rúm fyrir jafnmikið rugl og fjarstæður, eins og hans grein er, í nokkru heiðarlegu blaði. f>að er skylda allra heiðarlegra blaða, að bægja frá öllum greinum um mikilsverð lands- mál, sem eru villandi og blekkjandi. H. J. finnur að því, að áætlun mín hafi ekki sýnt, hver væri sannur árs- gróði, og er hissa á því, að eg skyldi ekki setja hana upp í jafnaðarreikn- ingsformi, eins og hann — það er ekki furða, þó hann hafi mætur á þessu formi, sem hann ræður ekkert við! — og lætur sem hann hafi ekki séð at- hugasemdir mínar við áætlunina. Ein þeirra var þannig: •Ejárhæðin eða reikningshallinn, 15 þús. kr., er að vísu ekki tap, heldur vantar 15 þús. kr. upp á, að bankinn geti grætt nóg til þess, að geta af gróða sínum svarað allri afborguninni, 25 þús. kr.; hann hefir því eftir dæm- inu lagt upp 10,000 kr. upp í afborg- unina fyrsta árið«. f>essi skýring mín hefði átt að vera næg til þess að sýna hverju meðal- greindu skólabarni, hver gróðinn var 1 raun og veru; en H. J. nægir það ekki; hann er svo dæmalaust hneigð- ur fyrir að semja »jafnaðarreikning«(H). f>á segir H. J.: »|>að sem er þó allra afkáralegast hjá B. K., er það, að hann kemur nú í grein sinni með sömu villuna, sem Indr. Einarsson flaskaði á síðastliðið haust, en sem B. K. þó segir, að Indriði »hafi leiðrétt í sömu grein«, villuna þá sem sé, að baukinn verði að svara útlendum lán- ardrotnum sínum reikningshalla sín- um í gulli af gullforðanum, með öðr- um orðum, að útlent gulllán verði að borgast í gulli. Eg hefi hvergi sagt, að I. E. hafi haft rangt fyrir sér í þessu; þvert á móti er eg alveg samdóma honum um það. f>að sem eg átt við, er, að úr grein hans hafði fallið allur bankakostnað- urinn, sem gleggra hefði verið að stað- ið hefði í dæmi hans. Má vera, að I. E. hafi gert ráð fyr- ir, að læsir og reiknandi menn mundu geta sagt sér sjálfir, að bankakostnað- ur hlyti að loða við Landsbankann á- fram eins fyrir því, þó hann tæki út- lent gull-lán. Til sönnunar því, að ekki þurfi að borga reikningshalla bankans af gull- forða hans, segir H. J., að banki, sem fái »á ári hverju yfir \ milj. tekjur innborgaðar erlendis, muni geta notað 75 þús. kr. af þeim til að borga afborg- un og vexti skuldar sinnar þar«. f>essi röksemdaleiðsla er á jafn- lausum sandi bygð eins og»kassareikn- ingur« og »jafnaóarreikningur« H. J.; því þótt innborgist £ milj. á ári er- lendis í reikníng bankans, þá getur hann vel staðið í skuld við viðskifta- vin sinn þar um áramót, svo að til gull- forðans verði að taka, svo framarlega sem bankaviðskiftin við menn erlendis eiga að ganga sinn eðlilegan gagn alt árið. f>að kemur alveg undir árferð- inu, hvort bankinn á þar inni um ára- mót eða skuldar þar, og er því alls ekki hægt að byggja neitt útlent gull- lán á því, að bankinn eigi alt af trygga inneign í útlendum bönkura um áramót; bankinn hér getur eins vel staðið þar alt af í skuld, og hlýt- ur að gera það í sumum árum, eins og að eiga þar að jafnaði inni. H. J. er því bezt að halda sér við þann sannleika, að útlent gulllán verður að borgast í gulli. Eg rona að H. J. þreyti ekki leng- ur lesendur blaðanna á ritgerðum um bankamál, hvorki undir sínu nafni, »Landnema«, »Bóndasonar« eða öðrum nöfnum. Hann hlýtur að sjá það sjálfur, að honum er annað starf bet- ur lagið en að rita um bankamál, og að semja »kassareikning« og »jafnaðar- reikning*. Björn Kristjánsson. %ZSr Munið nú eftir, bæj- armenn, að athuga kjör- skrána nýju, þá sem kosið verður eftir að vori (1903), fyrir mánudag 21. þ. m.; ella er það um seinan. t Valdimar Ásmundsson ritstjóri lézt í fyrra kveld, eftir sólarhringslegu tæpa, úr »slagi« eða heilameinsemd, vart fimtugur að aldri, f. í júlímán. 1852 að Hvarfi í Bárðardal. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum þar og norður í J>Í8tilfirði, og var ekki til menta settur utan það er hann ment- aði sig sjálfur mestmegnis, en það var furðumikið, því námsgáfur hafði hann miklar. Milli tvítugs og þrítugs kom hann hingað suður á land og fekst um hríð við alþýðukenslu (Leirá, Flensborg), þar til er hann stofnaði blaðið »Fjallkonuna« 1884, er hann stýrði síðan til dauðadags, og átti sjálf- ur nema fyrstu árin. Hún hlaut skjótt allmikið gengi, því maðurinn hafði óvenjumiklar blaðamannsgáf- ur. Annað aðalstarf hans var að búa undir prentun útgáfu hr. Bigurð- ar Kristjánssonar á íslendingasögum mestalla og semja við þær vísnaskýr- ingar m. m., er þótti vel takast. Rit- reglur íslenzkar samdi hann og, er brátt urðu alþýðukenslubók mjög mik- ið notuð. Nýbúinn var hann, er hann lézt, að lúka við Alþingisrímur, er birzt höfðu áður að nokkru í blaði hans, en hann jók nú mjög og breytti. Hann var töluvert hagmæltur. — Hann kunni til muna í útlendum tungum, þýzku, ensku og frönsku, auk dönsku; hafði kent sér það alt sjálfur að mestu. Hann var og mætavel að sér í íslenzku. Hann var kvæntur Bríet Bjarnhéð- insdóttur, útgefanda Kvennablaðsins m. fl., er lifir mann sinn ásamt 2 börnum þeirra hálfvöxnum. Markarfljótsskemdirnar °g varnir við þeim. í 8. bl. ísafoldar þ. á. hefir síra, Skúli Skúlason í Odda skýrt vel og greinilega frá spjölium þeim, er Mark- arfljót veldur, sökum þess, að það fell- ur í |>verá, og er þar ekki neinu veru- legu við að bæta. En hvernig á að varna þessum skemdum? |>að er mál, sem þörf er á að ræða, og nauðsyn er að athuga. Til þe8B að verja sýsluna að neðan- verðu, mætti ef til vill sýnast nægi- legt, að hlaða í alla þá ósa, sem |>verá hefir brotið í bakka sína, og á þann hátt halda henni í farveg sín- um. En reynslan ætti að vera búin að kenna oss það, að það er hvergi nærri einhlítt. Meðan vatnsmegnið er svona mik- ið, meðan Markarfljót liggur í þverá, megum vér alt af búast við, að vötnin brjóti einhversstaðar skörð í bakkana, og það jafnvel um hvaða tíma árs sem er, einkurn ef *hlaup* (vöxtur) kemur í Fljótið, og getur það, ef það er að sumrinu, verið margfalt skaðlegra en að vetrinum; en að vetrinum er því auðvitað hættast og þá helzt í frosta- vetrum. Meðan Fljótið liggur í |>verá, er þar að auki mjög hæpið, að takist að teppa í alla þessa ósa; það kostar að minsta kosti mjög mikið. En hitt er þó lak- ara, að árangurinn er ákaflega óviss. |>ó að vötnin brjóti ekki skörð í bakkana, geri ósa, þá bera þau svo

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.