Ísafold - 23.04.1902, Qupperneq 2
86
góðu, smátt og stórt: tóma, ómengaða
»valtýsku«, eins og eg hefi nú magnað
hana að yður fornspurðum og í yðar
óþökk líklegast. —
Ekki getur hann að því gert, ráð-
gjafinn, þótt afturhaldshöfðingjarnir
ali til hennar blint hatur, »valtýskunn-
ar«, af því það var og er vit í henni,
og af því hún hefir orðið sigursæl.
þeir, sem við þjóðmál fást, eiga að líta
á það, hvað landi og lýð er fyrir
beztu, en hugsa minna um að þjóna
geði sínu, svala hefndarhug sínum.
Ekki á hann þeim neitt gott upp
að inna hvort eð er, ráðgjafinn, svo
að hann þurfi að vera að hlífa þeim
eða þyrma skapsmunum þeirra. þeir
ætluðu að blekkja hann ókunnugan
og telja honura trú um, að þeir,—þ e i r
væru íslenzkir vinstrímenn, afturhalds-
seggirnir, og véla hann til að ganga á
öll sín heit um að efla þjóðfrelsi og
þingræði.
»Valtýakuna« verðið þér að aðhyllast,
segir hann, eins og hún er, hvert at-
riði hennar, smátt og stórt; þar er
ekkert undanfæri. Annað fáið þér
ekki hjá mér.
Nema þessa viðbót, sem er alveg í
»valtýskunnar« anda, en anda hinna
og óskum svo gagnstæð, sem mest má
verða. f> a ð veit hann vel.
Hann veit, að þeir voru með fals-bú-
setu,»heimastjórn«, sem ekki var annað
en grímuklædd Hafnarstjórn og stefndi
að þvf, að gera íslendinga að »þegn-
um þegnanna«, með því að halda uppi
yfirráðum danskra ráðgjafa og lands-
höfðingja sem undirtyllu þeirra, en
með ráðgjafa-nafnbót, til fordildar og
blekkingar, en annars ekki. f>eir vildu
efla og auka landshöfðingjavaldið,
þetta óþjóðlega embætti, sem stofnað
var fyrir einum mannsaldri í þvf skyni,
að sýna Islendingum í tvo heimana
með skrifstofu-ofurvaldi til hnekkis
þjóðræði og þingfrelsi.
f> e 11 a var það sem þ e i r vildu.
En hvað er það, sem ráðgjafinn
vill?
Hvernig er háttað búsetu þeirri og
heimastjórn, sem h a n n býður ?
Hún fer í þveröfuga átt við það,
sem þ e i r ætluðust til, í gagnstæða
átt við fals-»búsetuna« f þeirra ótæka
og »óhafandi« frumvarpi (10-m.frv.).
Er þeim þá ekki vorkunn, þó að
þeir hatist við hið fyrirhugaða stjórn-
arfrumvarp, og að þeim verði á, að
láta bóla á þvf hatri stundum?
f>eir sjá mikið vel, að það er ekki
hyggilegt, af því að þjóðin hallast
eindregið að því og heimtar frið, vill
nú hafa endalok baráttunnar. f>eir
látast þvf yfirleitt vera á því bandi,
til þess að verða síður útskúfað í vor.
En sumir þeirra kunna illa að stilla
skapi sínu, og slær því út í fyrir þeim
stundum. Ráðgera þá »fleyga«, eða
segjast vilja engan frið hafaog
því um Ifkt.
En e r það ekki vorkunn?
Gufuskipið Patria (285, Fekr, frá
Björgvin) kom hingað i fyrri nótt, eftir 6
daga frá Khöfn, með spitalann kaþólskaog
ýmsar vörum til kaupmanna hér. Farþegi
Gnnnar Einarson kaupm., auk dansks yfir-
smiðs að spitalanum.
>Bóndason> eðaHalldór? Mérþyk-
ir réttara að geta þess, þótt engin áhrif
hafi á aðalefni greinar þeirrar í siðasta
blaði, að i stað orðanna >heldur að eins
17,500 kr.« í 2. d. 18. 1. a. n. hefði átt
að standa: >heldur að eins 25,000 kr.«
II. Kr.
Þráðlaus rafskeyti
til íslands.
Khafnarblaðið Samfundet flytur 14.
þ. mán. dálitla hugvekju um þráðlaus
rafskeyti til íslands, ásamt Færeyjum
og Grænlandi, eða rafneistaakeyti, sem
þau eru kölluð öðru nafni.
Blaðið lætur þess getið, að nú sé
liðin nær 2 missiri síðan er Marconi
tókst að koma við þráðlausum skeyt-
um fullar 300 rastir, og síðar hafi lán-
ast að sendast á kveðjum með sama
hætti eigi skemur en 560 rastir, frá
Poob á Englandi til Crookhaven á
írlandi; en að ekki séu nema 400 rast-
ir milli Skotlands og Eæreyja, og við-
líka langt þaðan til Dyrhólaeyjar—með
öðrum orðum: miklu skemmri vegur
en búið er fyrir löngu að koma slík-
um skeytum á Englandi.
|>ví þykir mál til komið, að fara að
hugsa um rafskeytatengsli milli Is-
lands og annarra landa, hvað sem lfð-
ur tilraunum Marconi til slíkra tengsla
milli írlands og Canada, tífalt lengri
veg en milli Skotlands og Færeyja eða
Færeyja og íslands, 400 rastir hvort
sundið það, — hvort sem lagður er
trúnaður á að það takist eða ekki.
(það eru nær 8 rastir í hverri mílu
danskri).
En um þessi rafneistatengsli um
þvert Atlanzhaf, 4000 rastir, segir
blaðið annars, að enginn efi geti á því
leikið, að Marconi hafi áreiðanlega
tekist þetta, sem hann segir, að senda
rafskeytÍ8merkið fyrir stafinn S þá
vegarlengd, núna skömmu fyrir jólin í
vetur. Hann hafi gert það þá ekki
einu sinni, heldur mörg hundruð sinn-
ura í striklotu, 32 sinnum á mínútu;
þar sé því ekkert um að villast. Og
nú nýlega hafi hann verið á ferð vest-
ur um Atlanzhaf, og tekist þá að
sendast á greinilegum rafneistaskeyt-
um við rafmagnsstöð sína í Cornwall
þangað til komið var 2700 rastir vestur
eftir Atlanzhafi, en 3700 rastir hafi
skilist stafurinn S; þá sögusögn stað-
festu þeir, yfirmennirnir á skipinu,
sem hann fór með og heitir Phila-
delphia.
Fyrir því sé ekki ólíklegt, að koma
megi ef vill hæglega á þráðlausum raf-
skeytatengalum beina leið milli Jót-
landsskaga og Færeyja, rúmar 1000
rastir, og meira að segja einnig frá
Eeykjavík til Hvarfs á Grænlandi,
1100—1200 rastir. En það sé alla tíð
mikilsvert ekki einungis fyrir Græn-
landsbyggja, heldur og eigi síður fyrir
veðurfræðinga um heim allan, og þar
með fyrir siglingar um Atlanzhaf; og
sömu not fylgi einnig rafneistatengslum
við ísland.
|>á er þess getið í greininni, að Mar-
eoni hafi oftar en einu sinni verið að
hugsa um, að nota einmitt leiðinaum
Færeyjar, ísland og Grænland til raf
neistatengslanna milli Norðurálfu og
Vesturheims, vegna þess, að þótthon-
um takist að komast beinu leiðina, þá
sé hætt við truflun þar á nálægar
rafskeytastöðvar, en þeim verði ekki
til að dreifa norður hér.
Loks er á það vikið, að hér sé tæki-
færi fyrir danska auðmenn og fram-
faramenn að hagnýta sér sem skjótast
þennan merkilega töfragrip til sam-
kepni við sæsímana; og mun það eiga
að skiljast svo, sem blaðið ætlist til,
að þeir bregði við tafarlaust og gang-
ist fyrir þessum rafneistatengslum fyr-
nefnda leið um Færeyjar, ísland og
Grænland. Ekki væri þar leiðum að
líkjast, með því að auðvaldsjötuninn
Morgan í Ameríku standi fyrir nýju,
stóru félagi þar til hagnýtingar á hinni
nýju uppgötvun Marconi um öll
Bandaríkin af enda og á.
Hver veit nema hér dragi þá til
meiri háttar tíðinda fyrir land vort
fyr en varir?
Kostningarréttarbreytingin
fyrirhugaöa.
þ>að eru vandræðareglur, kosningar-
réttarskilyrðin sum, sem nú eru í gildi
og hafa verið lengst af, síðan alþingi
var eridurreist, einkum þau um þá
menn í kaupstöðum, sem ekkert gras-
býli hafa og hvorki eru embættismenn
né kandídatar.
Samkvæmt þeim hafa þeir einir
utan fyrnefndra flokka kosningarrétt,
sem eru annaðhvort kaupstaðarborgar-
ar eða þurrabúðarmenn, og gjaldi þeir
8 eða 12 kr. til sveitar.
það er sem sé fjöldi manna f kaup-
stöðum, ekki sízt hér í höfuðstaðnum,
er virðast eiga eftir andlegum og efna-
legum þroska sínum engu síður tilka.ll
til kosningarréttar en margur grasbýl-
ismaður t. a. m., en verða þó hvorki
taldii með kaupstaðarborgurum né
þurrabúðarmönnum.
þ>að eru einkum einhleypir menn,
sem eru við verzlun, hafa atvinnu á
sknfstofum eða við einhvern iðnað.
Orðið kaupstaðar-b o r g a r i verður
að merkja anuaðhvort þann, sem hefir
borgarabréf til verzlunar eða iðnaðar,
eða þá sama sem kaupstaðarbúi. Ef
á að fara að láta það þýða eitthvað
þar í milli, hlýtur að verða úr því
tómur reykur og ruglingur.
það er og vafalaust, að upphaflega
hefir verið svo til ætlast, að orðið næði
til þeirra einna, er borgarabréf hefðu,
— alls ekki ætlast til, að kosningar-
rétturinn væri rifari en það.
þetta orðalag mun og vera úr norsku
stjórnarskránni frá 1814, er hefir ann-
ars heldur þröng kosningarréttarskil-
yrði, og hefir verið látið haldast alla
tíð, þrátt fyrir alla rýmkun á kosn-
ingarréttinum að öðru leyti, annað-
hvort í hugsunarleysi, eða þá af því,
að þeim, sem ráðið hafa, þingi og stjórn,
ekki sízt bændum á þingi, hefir þótt
óþarfi að vera hleypa inn í kjósenda-
hópinn alls konar kaupstaðar laus-
ingjalýð, er þeir mundu svo kalla,
*búðarlokum« o. s. frv.
Ed þjóðin er nú löngu vaxin upp
úr svo nærskornu fati. Og það hafa
þeir fundið, sem lögunum hafa átt að
beita, kjörstjórnir og kjörskrárnefndir,
og farið því meir og minna út yfir
þau endimörk, er lagastafurinn til tek-
ur. En komist fyrir það vitanlega í
ógöngur, og verið að reyna að fara
einhverja handahófsleið, er leitt hefir
til ósamkvæmni.
Til dæmis að taka er eftir lögunum
ekki hægt að setja á kjörskrá ein-
hleypan verzlunarstjóra, sem gelduref
til vill 100 kr. til sveitar, en hefir
ekki borgarabréf. HaDn er hvorki
borgari né þurrabúðarmaður. Lögin
gera hann með öðrum orðum rétt-
minni en bláfátækan þurrabúðarmann,
er geldur að eins 12 kr., sem vel get-
ur verið þar, sem mikil eru sveitar-
þyngsli.
Hér í höfuðstaðnum mun hafaverið
reynt að fylgja þeirri reglu, að telja
með kaupstaðarborgurum þá, sem
vinna sjálfum sér hvort heldur er við
iðnað eða verzlun, og þótt, ekki eigi
heimili fyrir að sjá. En í þurrabúð-
armannaflokki þá, sem það gera ekki,
og eru þó heimilisfeður.
En þó hefir ekki orðið hjá komist,
að úr þessu yrði allmikið handahóf,
sem sjá mun mega á kjörskrá þeirri,
er nú er í gildi, og ættu þeir, sem þar
telja sig verða fyrir skakkafalli og só
ekki úr því bætt í hinni nýju kjörskrá,
að leggjast nú ekki undir höfuð að fá
það lagað, ef kostur er, meðan tími
er til. En það ervikuna þessa
á e n d a.
Nú er von um, að hver fari að verða
síða8tur fyrir þessar úreltu og óhæfu
kosningarréttarreglum.
f>ví að í nýju stjórnarskránni fyrir-
huguðu er þessari vitlausu skiftingu í
kaupstaðarborgara og þurrabúðarmenn
alveg slept og lágmark sveitargjaldsins
sem kosningarskilyrðis þar að auki
fært niður í 4 kr. aukaútsvar.
þar stendur svo:
•Kosningarrétt til alþingis hafa-----
Allir karlmenn í kaupstöðum og hreppum,
sem ekki eru öðrum háðir sem hjú, ef þeir
gjalda að minsta kosti 4 kr. á ári sem
aukaútsvar«.
það er munur á, hve þessi fyrirmæli
eru miklu gleggri en hin. |>au eru
alveg ótvíræð. Auk þess, sem þau
fela í sér stórmikla rífkun kosningar-
réttarins, meðal annars til lausa-
mauna.
f>etta er eitt af nýmælunum, sem
þeir banka8tjóri og lífverðir hans (30)
með *aðfengna« talsmanninum, Stykkis-
hólms-séníinu, fengu á fundinum 2. apríl
um 20 kjósendur aðra til að tjá sig,
»a 1 g e r 1 e g a mótfallna«!
Erlend tíðmdi.
Aðalfréttir í póstskipinu, enn ó-
komnu. En með gufuskipi, sem hingað
kom í gær og fór 4 dögura síðar frá
Khöfn, barst *það sögulegt, er síðau
hafði við borið, til 15. þ. m.
Töluverðar horfur orðnar á friðar-
gerð með Búum og Bretum. |>eir
höfðu sótt allir í einu fund Kitchener®
lávarðar í Prætoríu, Búahöfðingj-
arnir, bæði frá Transvaal og Óraníu,
forsetarnir báðir, Steijn og Schalck-
Burger (sem er fyrir Kriiger), og hers
höfðingjarnir Louis Botha (yfirhersh.),
De Wet, Delarey, Lucas Meyer o. fl.
En ólíklegt þykir, að þeir hefðu gert
það eða Kitchener viljað eiga tal við
þá, ef ekki hefði verið búið áður að
koma sér niður á frumatriðum friðar-
ins. En um það er öllu leyndu hald-
ið. Heima í Lundúnum mikill asi á
Chamberlain, svo sem eitthvað stæði
til. |>að var fyrra sunriudag, 13. þ,.
m., sem skeytin komu frá Kitchener
um viðtalið við Búahöfðingjana, og
þurfti þá Chamberlain öæði að hafast
við lengi dags á embættisskrifstofu
sinni, aldrei þessu vant á helgum degi,.
og finna konung að máli rækilega, en
sendast auk þess á tíðum skeytum við
Salisbury lávarð, er sat heima á bú-
garði sínum, Hatfield.
f>etta þótti alt vita á meiri háttar
tíðindi, og spáðu margir því, að frið-
argerðin ætti að spyrjast sviplega, ekki
fyr en henni væri fulllokið, svo að
ekki yrði neitt mas um eða þras út
f frá.
Megnar róstur í Belgíu, bæði höfuð-
staðnum og ýmsum borgum öðrum,.
með töluverðum vígaferlum og eigna-
spjöllum; liggur við fullkon?inni stjórn-
arbyltingu. það er mest út af rýmk-
un kosningarréttar, eða andróðri aft-
urhaldsmanna og klerkasinna gegn
henni.