Ísafold - 30.04.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.04.1902, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Reykjavík miðvikudaginn 30. apríl 1902. Ketnur ut vmist einu sinnt eða tvisv. i viku Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l»/> doil.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram.) XXIX. ársr. I. 0. 0 F. 84528Vj. B'orngripasafn opið mvd. ogld. 11—12 Landsbókasafii opið hrern virkao dag ki.12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) rud., mvd. og ld. tii útlána. Okeypis lækning k spítalenum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Okeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers ménaðar 'kl. 11—1. Okeypis tanniækning í húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Tildrög stj öniarbötariiinar Svo heitir nýr bæklingur, nær 4 arka, eftir E i n a r ritstjóra H j ö r 1 e i f s- s o n, og hefir verið látinn fylgja btaði hans út um land, þess efnis, er lieiti hans segir til. t>að er sögulegt yfirlit yfir rekspöl stjórnarskrármálsins frá því á aiþingi 1895, svo ljóst samið og lip- urt, glögt og gagnort, vel rökstutt, þótt fáort sé, aðlaðandi og sannfærandi, að jafnvel þeir, sem hálfgerða óbeit hafa á að lesa nókkurn skapaðan hlut um »landsins gagn og nauðsynjar«, geta naumast slitið sig frá því fyr en þeir hafa lesið það frá upphafi til enda, ef ■ekki tvile8Íð meir að segja. Svo snildarlega er það samið. Það er eins og höf. leiði lesandann sór við hönd á skemtigöugu og láti honum bera fyrir sjónir fyrirhafnar- laust hvert úts/nið eftir unnað, allar þær myndbreytingar, er stjórnbótar- baráttan hefir tekið nýliðið 7 ára tíma- bil, allar þær hliðar málsins, er komið hafa helzt til greina, og þá um leið öll þati tíðu eudaskifti, er andvígismenn stjórnbótarinnar hafa gert á sjálfum sér þann tíma, ekki lengri en hann er. — Það er kostuleg sjón, og vitaskuld raunaleg þó í aðra röndina, þar sem hér er um að tefla landsins mesta vel- ferðarmál. En sögulegur satinleiki er það alt, sagður blátt áfram, með mestu spekt, og hnjóðsyrðalaust. Ekki getur betri leiðarvísi til að átta sig á afstöðu málsins, eins og nú stend- ur, heldur en þettá kver. Tildrögin eru rakin til þess, að gera hana sem glöggvasta og greinilegasta. Það er því mesta þing fyrir þá kjós- endur, sem hafa vilja á að ganga sjá- andi að kjörborði í vor víðs vegar um land, en ekki blindir á báðum augum og heyrnarlausir á alt nema blekkingar- óp óhlutvandra lýðskjalara, sem leikið hafa um hríð látlaust þá ófögru, list, að dáleiða þjóðina með eintómum sjón- hverfingum, þar sem höfð eru hausavíxl á róttu og röngu, sannleika og lygi, æra hana með landráðabrigzlum og hvers konar rógi, og aftra henni með þeim ærslum frá að ganga við ljós heilbrigðr- ar skynsemi og rósamlegrar íhuguuar. Vikið mun verða fiekara á rit þetta síðar. — Það má ganga að því vísu, «ð malgögnum afturhaldsliðsins þyki það vera því ógóður gestur, svo spaklegt sem það er og hógvært, og reyni að yfirgnæfa með ærslum og óhljóðum þá skilmerkilegu sannleiksrödd, sem al- menningur á þar kost á að hcyra. Möðruvallaskóli brunninn. Brunabælið Möðruvellir í Hörgár- dal brunnið einu sinni enn, skólahúsið, er reist var fyrir 22 árum. það gerð- ist 22. f. m., um hádag. Br haldið að kviknað hafi i sóti í ofnpípu eða ofnpípa bilað á efsta lofti skólans, þar sem örsjaldan var gengið um. Bjarga tókst miklu af lausum munum í hús- inu; skólastjóri, J. A. Hjaltalín, sem hér hefir dvalist í vetur, misti þó meginið af bókum sínum, og af bóka- eign skólans tapaðist nær helmingur. þá mistu og hinir kennararnir allir töluvert af bókum, og Halldór Briem aleigu sína þar nyrðra — hann hefii annan bústað hér í Bvík —; meðal þess, er brann hjá Olafi Da- víðssyni, var nokkuð af handritum, sumt óbætanlegt. Mestu af því, er piltar áttu í skólanum, varð bjargað, en fáeinir piltar mistu þó bækur sín- ar og hirzlur. það var óvátrygt, og eins bækur kennaranna og annað sem H. Br. misti. En skólahúsið sjálft vátrygt, fyrir 30,000 kr., og eins hús- gögn skólastjóra. Meðan skólinn var að brenna, var kul á útnorðan. Fyrir það var bæði kirkjunni, húsi St. St. kennara og leikfimishúsinu óhætt. f>ó var ekki átt undir öðru en að bera lausa muni út úr húsi St. St., ef veðurstaða kynni að breytast, og leiddi af því skemdir á þeim. Vakað var yfir rústunum fyrstu næturnar eftir, með því að lergi rauk úr þeim; þá var 14—16 st. frost(C.)og blindhríð. Kensla varð vitanlega að hætta. En með því að ilt þótti, að piltar þeir, er próf skyldu taka í vor og áttu ekki eftir nema að lesa upp undir það, yrðu af því, og rýmdi St. St. kennari og settur skólastjóri svo til í húsi sínu, að veikgerðari piltarnir gætu sofið þar — hinir úti á kirkjulofti —; en geymsluhús hjá honum búið út svo, að piltar gætu lesið þar undir prófið í 2 herbergjum. Prófið á síðan að halda annaðhvort þar á Möðru- völlum eða inni á Akureyri. þetta er 4. bruninn á Möðruvöllum á tæpum 80 árum. Eyrst brann amt- mannshúsið þar í tíð Gríuis Jónsson- ar, aðfaranótt 7. febr. 1826. f>ví næst brann kirkjan þar 5. marz 1865. þá amtmannshúsið aftur aðfaranótt 21. marz 1874; það hafði Friðrik konung- ur VI. gefið eftir fyrri brunann og því var það kallað Friðriksgáfa. (Síra Frið- rik J. Bergmann hefir lýst þeim bruna íbóksinni nísland um aldamótin«; hann var þá að læra þar undir skóla og þeir Pálmi Pálsson adjunkt). Sex ár- um síðar var gagnfræðaskólinn reistur á þeim rústum. Fimta brunanum er sagt frá í ann- álum, og gerðist fyrir 6 öldum tæpum, árið 1316. f>á var þar klaustur og brann bæði það og kirkjan. jþví var um kent, að munkarnir hefði ekki verið vel gáðir. Slys þetta verður að líkindum til þess, að greiðist fyrir flutningi skólans inn að Akureyri, en þess hafa margir verið mjög fýsandi. Misjafn dómur. Eg hvorki kaupi »saurblöðt nú les. En eg var staddur á bæ einum hér um daginn, og þar lá á borðinu fyrir framan mig sannleiksvitnið(!I) »Austri«, sem meðal annars auglýsir sig að vera •langstærsta og ódýrasta blað lands- ins«! — f>að er nú kannske ekki lyg- inni líkt. — í þessu blaði, er fyrir framan mig lá, rak eg augun í frétta- grein úr Austur-Skaftafellssýslu. f>ar var, sem við mátti búast, meðal ann- ars minst á þingkosningar, og þess getið, hverir mundu bjóða sig fram til þingsetu fyrir Austur-Skaftfellinga. — Umnúverandi þingmann Austur-Skaftf., síra Ólaf í Arnarbæli, var í greininni sagt eitthvað á þessa leið: *að hann mundi ekki hafa sérlegt fylgi hér í sýslunni, með því að hann þætti ekki hafakomið alls kostar vel fram á þinginu í fyrra«. Eg gjöri ráð fyrir, að þessi frótta- greinarhöf. í »Austra«, — sem annars er, eins og asnínn, »auóþektur á eyrun- um« —, muni hér eiga við þau mál, sem síra Ólafur flutti fyrir sitt kjör- dæmi sérstaklega, því að í aðalmálunum var hann fyllilega í samræmi við skoðanir miklu meiri og betri hluta sýslubúa hér. Mér finst því ekki nema sanngjarnt, að farið sé fáum orð- um um framkomu síra Ólafs í þessum sérBtöku málum hóraðsins, sem hann hafði að flytja. Málin, sem hann flutti fyrir hérað- ið sérstaklega, voru þessi: 1. Um sölu á þjóðjörðinni Horni. 2. Um fjárframlag til vegagjörðar í Mýrahreppi. 3. Um sérstakan prest handa Mýra- mönnum, o. fl. þrátt fyrir megna mótspyrnu af hálfu þingsins, sem mun hafa verið sprottin af undirróðri einstakra manna hér í sýslu, tókst síra Ól. að fá söl- una á Horni samþykta með all-viðun- anlegum kjörum, eftir því sem um var að gjöra. Féð til vegabótanna í Mýrahreppi útvegaði hann, eins og um var beðið — og meira að segja: það er sérstak- lega honum að þakka, ef þessi vega- gjörð, sem er afarnauðsynleg, verður tekin fyrir í sumar. Sem kunnugt er, tókst síra Ól. ekki að útvega Mýramönnum prest; en hann kom þó því máli, þrátt fyrir hina megnustu mótspyrnu, gegnum efri deild, og er það að margra áliti hér mesta meistarastykkið, sem hann vann á þinginu, þegar þess er gætt, hve öndvert þingið nú ávalt rís gegn fjölgun presta. Og þetta sýnir, að maðurinn er mjög lipur og laginn að koma fram sínu máli. Auk þeirra mála, sem nú voru nefnd, má þakka síra Ólafi það, að styrkur- inn fyrir »Tvær læknisferðir á ári til Öræfa« var ekki feldur, sem þó var gjörð alvarleg tilraun til af öðrum þingmanninum úr Suður-Múlasýslu, ef- laust fyrir áeggjan persónulegs óvild- armanns héraðslæknisins hér. En Uppsögn (skiifleg) bnndin viO áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Aust.urstrœti 8. 24. blað. þessar læknisferðir hafa, það eg veit, orðið hinum afskektu Oræfingum til mikils gagns og hægðarauka. En kát- legast er þó það, að sfra Ól. mun hafa útvegað sjálfum fréttagreinarhöfundin- um í »Austra* dálítinn bita úr lands- sjóði, og sannast því hér sem oftar, »að sjaldan launa kálfar ofeldi«. Af þessu, sem að framan er sagt, er það auðséð, sem og öllum kunnug- um var vitanlegt, að síra Ól. í Arnar- bæli rak erindi kjördæmis síns prýðis- vel á sfðasta þingi. Um það atriði eru allir beztu menn kjördæmisins eindregið á sama máli, og vér Austur- Skaftfellingar teljum oss aldrei hafa haft slíkum þingmanni á að ekipa, síð- an Jón heitinn Guðmundsson ritstjóri var þingmaður þessarar sýslu. Um þetta var hann heldur í engum efa, einn skynsamasti bóndinn hér í sýslunni, sem í vetur átti tal við fyr- veranda þingmann þessa kjördæmis um þingmensku. Fyrverandi þing- maður vildi, sem vonlegt var frá hans sjónarmiði, gjöra fremur lítið úr fram- komu og afrekum síra Ól. á þinginu í fyrra. þá segir bóndinn eitthvað á þessa leið: »Mér finst að þér ættuð nú sem minst um þetta að tala, próf. minn, þar sem síra 01. hefir á þessu eina þingi afrekað meira sýslunni til gagns heldur en þér á öllum þeim þingum samtals, er ’þér hafið á setið«. Svona leit hann nú á, þessi einarði bóndi, og svona er mér óhætt að segja, að meiri hluti manna hér lítur á frara- komu þessara tveggja þingmanna. það er oss Austur-Skaftfellingum því mikið leiðindaefni, að síra Ól. hefir nú horfið frá oss, fyrir alvarlegar og eindregnar áskoranir sinna eigin sýslu- búa, og var hann þó öldungis viss að ná hér kosningu með miklum meiri hluta. En hins vegar getum vér alls ekki láð Árnesingum, þótt þeir vilji ekki sleppa jafnvöldum manni út úr sýsl- unni, heldur hafa hann sjálfir fyrir fulltrúa sinn, því þeir eiga eflaust eng- an mann innan héraðs jafnfæran til þingmensku sem síra Ól. er; en á hinn bóginn óviðkunnanlegt fyrir svo fjölment og framfaramikið kjördæmi, að þurfa að sækja sér rýrðar-höfuð útúrsýslunni til þess að sitja á þingi fynr sína hönd. En vér Austur-Skaftfellingar eigum vonandi kost á mjög efnilegum og prýðisvel mentuðum bóndamanni til þingmensku, manni, sem í fyrra fekst með engu móti til að gefa kost á sór, þrátt fyrir ítrekaðar og alvarlegar á- sboranir, en nú er einráðinn í að bjóða sig fram, að því er eg bygg. f>ótt oss því þyki mjög leitt, að missa af síra Ól. sem fulltrúa vorum, þá græðum vér þó það tvent á skiftunum, að vér fáum mjög efnilegan innanhéraðsmann, og þessi innanhéraðsmaður er b ó n d i, sem mun þykja viðkunnanlegast, þar sem kjördæmið er eingöngu landbún- aðarhérað. Alt þetta vona eg nú að fréttagrein- arhöf. í »AU8tra« fallist á við nánari athugun, því eg get ekki trúað því, að greinin sú sé skrifuð af sannfæringu. En honum mun koma betur, mann- inum þeim, að hafa héraðsprófastinn heldur með sér en mót. Jökull.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.