Ísafold - 30.04.1902, Blaðsíða 2
Alveg sama bragðið.
f>að er alveg sama bragðið, sem for-
kólfar afturhaldsliðsins beita nú til að
reyna að koma af sér grun um, að
þeir ætli enn að fá ónýtta stjórnar-
bótina, með »fleygum« eða þess háttar,
eins og þeir hafa fyrir sig borið til
að draga fjöður yfir vammir sÍDar á
þinginu síðasta og eftir þing.
f>eir æpa í sífellu, að v é r, »Valtý-
ingar«, Framfaraflokkurinn, ætlum oss
að »fleyga« eða fella stjórnarfrumvarp-
ið væntanlega.
þeir ímynda sér, að ekki þurfi ann-
að en að æpa þetta nógu hátt og nógu
oft, þá muni kjósendur trúa þvf og
vilja ekki hafa aðra á þing en þá,
afturhaldsseggina og þeirra jórturdýr.
Sýnt var fram á hér um daginn, í
ávarpi Framfaraflokksstjórnarinnar »til
allra sannra stjórnbótarvina*, margvís-
legan vott þess í málgögnum aftur-
haldsliðsins og fundarræðum, að þ a ð
ætlaði sér að »fleyga« frumvarpið í
sumar. Meir að segja skreppur upp
úr »erendrekanum« alkunna (H. H.) á
Nauteyrarfundinum í vetur, að hann
munar í og gerir sér beztu von um
nýja sendiför á stjórnar fund út af mál-
inu, til að semja við hana á nýjan
leik og á s í n a vísu um frekari stjórn-
arskrárbreytingar, þ. e. »fleyga«, sem
valdið gæti drætti á málinu enn eða
frestun út í óvissu.
jpeim er svo sem ekki gaman.
þetta ráðabrugg eiga ópin gegnVal-
týingum og brigzlin um fyrirhugað
banatilræði við stjórnarfrumvarpið alt
að byrgja fyrir augum almennings.
ímynduð einfeldni, hugsunarleysi og
trúgirni lýðsins, — það er sú hjálpar-
hella, er afturhaldsliðið byggir á allar
sínar vonir, alt sitt starf í þjónustu
síns göfuga markmiðs!
Ný sjóbréf íslenzk.
Hr. R. Hammer, yfirmaðurinn á strand-
rarnarskipinu »Heklu«, hefir beðið mig að
tilkynna skipstjórum á hérlendum fiskiskip-
um það, sem hér segir:
»Frá sjóbréfa-safninu í Kaupmannahöfn
•ru komin út nokkur ný sjókort (sjóhréf)
yfir ísland, sem bygð eru á mælingum
þeim, er mælingaskipið »Diana« gerði hér
við land, og i þeim eru gefnar margar mik-
ilsverðar skýringar fyrir fiskimenn um
dýpt sjávarins og botnlag kringum strend-
ur landsins, og er það gert eingöngu
handa sjómönnum. Ennfremur hafa mörg
af binum eldri kortum verið leiðrétt og
aukin, og geta þvi gefið sjómönnum marg-
ar góðar bendingar viðvikjandi dýpinu.
I.
Hin nýju kort eru:
a. Strandkort eftir sama mælikvarða og
hin eldri kort yfir strendurnar.
Nr. 189. Austurströnd íslands frá Langa-
nesi að Vestrahorni með viðbæti yfir
ströndina frá Vesturhorni að Ingólfshöfða.
Verð 3 kr.
b. Fiskiveiðakort, þ. e. kort eftjr miklu
stærri mælikvarða yfir firði, strendur og
skipaleiðir þær, er næst liggja landinu. í
þeim er aðaláherzlan lögð á það, að gera
dýpi og botnlag sem ljósast.
Nr. 190, frá Bakkaflóa að Kollumúla,
verð 1,50.
Nr. 191, frá Kollumúla að Dalatanga,
verð 1,50.
Nr. 192, frá Dalatanga að Kambanesi,
verð 1,50.
Nr. 193, frá Kambanesi að Eystrahorni,
verð 1,50.
Nr. 202, Vestmanneyjar, verð 0,50.
c. Sérkort (Specialkort), þ e. kort eftir
stórum mælikvarða yfir minni svæði, t. a.
m. firði eða hafnir.
Nr. 194, Seyðisfjörður, verð 1 kr.
Nr. 195, Hornafjörður, verð 1 kr.
II.
Leiðrétt kort, sem útlcomin eru
í nýrri útgáfu:
a. Yfirlitskort, þ. e. kort eftir smáum
mælikvarða.
Nr. 56, ísland og Færeyjar. Nýjar djúp-
mælingar og dýpislínur eru settar umhverf
is Færeyjar, svo og umhverfis ísland frá
Langanesi að Vestrahorni, frá Hjörleifs-
böfða að Reykjanesskaga og á Húnaflóa.
Misvísunin er leiðrétt til ársins 1902. Verð
3 kr. 67 a.
Nr. 114, ísland og dýpið umhverfis það.
Nýjar djúpmælingar og dýpislínur eru sett-
ar frá Langanesi að Vestrahorni og frá
Hjörleifshöfða að Reykjanesskaga. Misvís-
unin er leiðrést til ársins 1902. Verð 3
kr. 67 a.
b. Strandkort.
Nr. 174, Húnaflói. Dýpislínir og nýjar
djnpmælingar eru settar umhverfis Skagatá
og viðar. Verð 3 kr. 67 a.
Nr. 50, Norðurströnd íslands frá Skaga-
firði að Langanesi. Nýjar djúpmælingar og
dýpislinur eru settar frá Langanesi að
Vopnafirði. Nokkurar leiðréttingar og við-
aukar hafa gerðir venð á Haganesvík,
Flateyjarsundi, Snartarstöðum og Dórshöfn.
Misvísunin er leiðrétt til ársins 1902. Verð
4 kr. 33 a.
Nr. 51, Suðurströnd íslands frá Ingólfs-
höfða að Reykjanesi. Lega landsins um-
hverfis Reykjanes og Geirfuglaskerin er
leiðrétt. Misvísunin árið 1901 er sýnd, en
að ári mun nýtt kort koma út i stað þessa.
Verð 5 kr. 50 a.
Nr. 87, Faxaflói. Lega landsins umhverf-
is Reykjanes og Geirfuglaskerin eru leið-
rétt, en á þessu korti munu gerðar verða
frekari umbætur áður en ár er liðið hér
frá«.
Eins og tilkynning þessi sýnir, hafa sjó-
kortin umhverfis Island fengið þær umbæt-
ur, er að l^dndum koma að góðu haldi
fiskimönnum vorum, þvi að það er ber-
sýnilegt, að þegar dýpið og botnlagið er
nógu þétt og nákvæmlega markað á kort-
inu, þá eru meiri likur til þess, að unt sé
að finna þá staði, sem fiskurinn heldur sig
á; því vist er um það, að fiskurinn sækir
i góða haglendið í sjónum, eins og skepn-
urnar gera á landi.
Dað er slæmt, að Vestfjarða-sjókort vort
skuli enn engar umbætur hafa fengið, þar
eð svæði það, er kortið nær yfir (frá Snæ-
fellsnesjökli að Hornbjargi) er aðalstöð
fiskiskipanna á sumrin; að kortið er enn
ekki endurbætt, stafar af því, að hnatt-
staða Vestfjarða er ekki nákvæm og verð-
ur því fyrst að gera nákvæmar landmæl-
ingar; fyr en það er gjört, verður þetta
sjókort ekki endurbætt.
Vonandi er, að skipstjórar telji jafnan
skyldu sína, að hafa kortin svo góð sem
föng eru ú; þeim á öllum að vera það full-
ljóst, að kortið og kompásinn eru aðalbjálp-
ræðið, sem treysta verður á, er land hverf-
ur sýn, og eins er þeir vilja leita aftur til
lands, eða forðast hlindsker og boða.
Reykjavík, 17. apríl J902.
Pdll Halldórsson.
Sýslufnudur Árnesinga var haldinn
dagana 14.—19. þ. m., á Eyrarbakka.
Dar var meðal annars skorað á lands-
stjórnina, að útvega fyrir næsta vor sund-
nrliðaða kostnaðaráætlnn fyrir bru á Sog-
ið, sem oft er ófært á vetrum á bát fyrir
ísskriði, skörum og sköflum, og þá jafnó-
fært dragferju.
Sömuleiðis var landsstjórnin beðin að út-
vega álit verkfræðinga um, hvort eigi mætti
minka brúargœzlu við ölfusá og Djórsá
og þá gjöra hana kostnaðarminni eða jafn-
vel sleppa henni alveg.
Gerð var lántöknráðstöfun til umbóta á
Stokkseyrarhöfn.
Sýslunefnd tók ábyrgð á láni til að koma
upp tóvinnuvélum við Varmá i Ölfusi
Lán til rjómabúa var 5 hreppum leyft
að taka: Biskupstnngna, Gnúpverja, Hruna-
manna, Sandvíknr, Ölfus.
Laxveiðiíími ákveðinn 15. júní til 15.
sept.
Skorað á Landsbúnaðarfélagið að rann-
saka, hvað þarf til að nota Þjórsá til á.
veitu, og enn fremur, hvort auðið muni
að hefta sandfok á Skeiðum i Ölfnsi og
í Selvogi.
Skorað á alþingi, að semja ný hunda-
laekningalög fyrir alt landið.
90 ára afmæli.
Siðasta vetrardag 1902 var ekkjan Rann-
veig Gisladóttir í Drándarholti í Gnúp-
verjahreppi í Arnessýslu orðin fullra 90
ára að aldri. Hún er enn búandi og hefir
nú alls búið 63 ár, alt af þar á samastað;
þar af 48 ár ekkja.
Dau 3 af börnum hennar, sem upp hafa
komist, hafa alurei við hana skilið, en stutt
hana dyggilega í búskapnum.
Hið elzta þeirra er nú á sjötugsaldri.
Eftir að Rannveig varð ekkja, átti hún
fyrst framan af erfitt uppdráttar með fjöl-
skyldu sina; en með atorku hennar og að-
stoð harnanna, er þau komust upp, rétti hag-
ur hennar smámsaman við, og mörg siðari
árín hefir hún verið talin með efnaðri bú-
endum í sveitarfélagi sinu og stutt það vel
að sinu leyti.
Hún býr í þjóðbraut og hafa margir
gestir heimsótt hana og jafnan átt þar góð-
vild og gestrisni að mæta. Einnig að öðru
leyti hefir hún og ætið þótt sæmdarkona.
Hún má enn heita ern eftir aldri, þó að
hún síðasta missirið hafi verið algjörlega
við rúmið. Hún hefir góða sjón og lestr-
arfýsn, og er síglaðvær og málreif við
alla, er að garði her.
A 90 ára afmæli hennar fluttu nokkrir
menn fyrir hönd sveitunga hennar henni
þakkar- og árnaðarávarp og að gjöf bækur
(Biblíuljóð og Daviðssálma).
V. B.
Bréfaskrínur. Dað er vandræðaó-
mynd, hve örfáir höfuðstaðarbúar liafa hirðu
á eða tima að hafa bréfaskrinu utan á híbýl-
um sinum, — skrifstofum eða öðrum her-
bergjum, — undir bréf og blöð, sem þeim
eru færð heim til þeirra, ýmist frá póst-
húsinu, siðan er farið var að bera þau um
hæinn, eða frá afgreiðsium blaðanna, eða
öðrum. Afleiðingin er sú, að standi svo
á, að bréíberinn hitti á alt lokað, t. d.
skrifstofur um matmálstima, þá verður hann
annaðhvort að snúa aftur og gera sér aðra
ferð, eða stinga bréfinu eða blaðinu ein-
hversstaðar milli stafs og hurðar eða á
einhvern jafnótryggilegan stað annan. Kom-
ast má að visu oftast inn eldhúsmegin. En
hverábyrgist,að blaðið eða bréfið týnist ekki
þar eða glatist í höndum á eldabuskum eða
vatnskerlingum ? Blaðið kemur þá og ef til
vill útatað i hendur réttum viðtakanda, er hef-
ir þá vanalega það ráð, að þykjast aldrei
hafa fengið það, gerir mikla rekistefnu út
af vanskilun„m og heimtar annað eintak.
Detta er þrátitt.
Hjá sumnm, einkum einhleypingum, eru
híbýlin lokuð allan daginn. Deir eru ekki
heima nema blánóttina og ekki það jafnvel.
Eigi að siður ætlast þeir til, að altkomi
þeim i hendur með beztu skilum. En til
þess veitti ekki af heilum her af leynilög-
reglu til að elta þá og hafa uppiáþeim hing-
að og þangað um hæinn, þar sem þeir eru
að rangla, eða þá liggja uppiyfir einhverjum
kunningja sínum, sem liður þeim að marg-
falda timaþjófnaðinn frá sjálfum sér með
2 eða 3 eða enn bærri tölu, ef svo á stend-
ur, — frá öðrum.
Árnessýslu 21. apríl. Tíðin má heita
góð til landsins, sífeldur mari, með litilli
úrkomu oftast, leysir ísa af mýrum og klaka
úr jörð með degi hverjum.
Til sjávarins er alt lakara. Hefir vertið
þessi að öllu samtöldu verið ein hin lak-
asta i manna minnum; fiskileysið og gæfta-
leysið hefir haldist í hendur, og gæfta-
leysið þó liklega bagað meira. Er það ó-
efað, að aflaleysið mnn draga bungan dilk
eftir sér fyrir efnahag manna. Finna bænd-
ur það sárt, að landbúnaðurinn þyrfti að
vera betur á vegi, enda hæði óskandi og
vonandi, að dagar hans verði bæði betri
og hjartari á öldinni, sem nýhyrjuð er, en
hinni, sem nýliðin er.
Enda þótt margt sé að smáfærast í lag,
þá þyrftu framfarirnar samt að vera meiri
og hraðstigari; við eigum svo bágt með að
bíða, því þörfin rekur fast á eftir.
Úr þvi eg minnist á framfarir, þá vil eg
um leið láta þess getið, að hér í sýslu eru
framfarirnar einna mestar að utanverðu,.
einkum í Ölfusinu. Dar hefir í vetur brytt
á framfarahreyt'ingum frekara en annarsstað-
ar hér í sýslu oss vitanlega.
Dar hafa verið sett á stofn á þessum
vetri 3 rjómabú, sitt i hverri sókn, eitt
að Arnarbæli, aunað að Hjaila og þriðja
að Yxnalæk; kvað meginhluti bænda þar
vera búinn að fá sér skilvindur. En slíkar
framkvæmdir, hvar sem þær eru, eru bænd-
um bæði sæmilegar og gagnlegar og jafn-
framt mannalegri en eintómur jarmur og vil
yfir eymd og niðurlægingu búnaðarins.
Dá kvað þar og hafa verið stofnað í
vetur hlutafélag til þess að koma á fót
íshúsi í Dorlákshöfn; var víst hin mesta
þörf á þeim framkvæmdum. Yar fundur
um það haldinn eftir messu í Dorlákshöfn;:
fundarstjóri síra Ólafur i Arnarbæli og
ritari Bjarni búfr. Eggertsson í Vaðnesi.
Hafði safnast á svipstundu í hlutaloforðum
4000 krónur og það mest úr Ölfusinu.
Höfðu ríflegust verið framlög þeirra tengda-
feðganna Jóns dannebrogsmanns Arnasonar
i Dorlákshöfn og Jóns hreppstjóra Jóns-
sonar á Hliðarenda, og var það þeirra von
og visa, þar sem báðir eru menn vel fjáð-
ir og báðir framúrskarandi dugnaðarmenn,
sem alkunnugt er.
Dá má nefna hið þriðja, tóvinnuvélarn-
ar, sem í sumar kvað eiga að setja við
Varmá í Ölfusi, við foss skamt frú Reykj-
um. I það fyrirtæki hafa ráðist 3 ungir
og efnilegir menn í Ölfusinu: Erlendur
Dórðarson i Dorlákshöfn, Guðmundur Jóns-
son, hreppsnefndarmaður á Hrauni, og
Guðni Jónsson á Hliðarenda. Eru allir
þessir menn hinir efnilegustu og góðar
horfur á að fyrirtæki þessi farnist hið
bezta.
Vér álítum gleðiefni, hvar sem bólar á
dáð og dugnaði, fjöri og framkvæmdum til
að komast úr eymdarkútnum forna; vegur-
inn til þess er ekki að telja harmatölur í
gaupnir sér, heldur hitt, að manna sig upp,
taka höndum saman og færast i aukana.
Samtökin, það eru þau sem okkur vantar;
þau gera framkvæmdirnar viðráðanlegar,
sem einstaklingnnnm eru um megn.
Dað er því meira en litið ánægjuefni,
hvar sem menn sjá hóla á góðum félags-
skap, nýjum félagsanda, nýjum dugnaðar-
og framkvæmdaranda; þvi slikt er alt morg-
unroði betri tima.
Hafi því Ölfnsingar þökk fyrir fram-
kvæmda- og framfaratilraunir sinar; vér
óskum og vonum, að þær verði þeim bæði
til gagns og sóma, og ekki sízt að þeir
njóti sem lengst þeirra manna, sem þar i
sveit vinna að framkvæmdunum og al-
menningsheillinni.
Rjómabúin eiga eflaust mikla framtið
fyrir höndum og mjög sennilegt, að þau
hjálpi með tið og tima drjúgum upp á
landbúnaðinn. Dau hafa margt gott i för
með sér, er stundir líða. Dau geta af sép
framfarir i grasrækt, kynhætur og aukinn
þrifnað, auk margra beinna gagnsmuna.
Viðar hér i sýslu er lika hreyfing í þessa
átt, þótt ekki verði af framkvæmdum á
þessu ári kringumstæðnanna vegna. Rjóma-
bú eru komin á fót í Hreppunum, og eiga
Hreppamenn heiðurinn fyrir það, að hafa
fyrstir allra rutt. þá braut.
Dá eru og hreyfingar í þessa átt í Grims-
nesi, Grafningi og Sandvíkurhreppi; á þess-
um stöðum munu að líkindum stofnuð
rjómabú á næsta eða næstu árum.
Skagafirði 9. apríl. Veðráttan köld.
Is töluverður i firðinum og snjór allmikill.
Aðfaranótt hins 18 f. m. byrjaði veðurstaða
og snjókoma á norðan, og siðan hefir ver-
ið kalt og eigi tekið upp snjóinn.
Heilbrigði almenn.
Hákarl hefir að nokkrum mun veíðst
upp um isinn inn við Hegranes og Sauð-
árkrók.
Matvörubirgðir í kaupstöðum alls eng-
ar, og er þvi ilt og iskyggilegt, ef ísinn
liggur lengi við.
Blðndnós 18. april. Mikill ófögnuður
er að horfa hér út á flóann fullan af is,
svo þéttum, að ganga má yfir þvert og
endilangt. Gengið hefir verið á 2 klnkku-
stundum frá Blönduósi s.ð Krossanesi á
Vatnsnesi og eru það 2 milur vegar.
Hákarlsafli hefir að þessu verið mikill
upp um ísinn, einkum á Skagaströnd.
Svo sem við er að húast, er tið óstöðug
og ill, frost mikil, hriðar og þokur, en þó
logn og sólskinsdagar á milli.