Ísafold - 12.05.1902, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku Verð árg. (80 ark.
minust) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
, 1'/» doll.; korgist fvrir miðjan
júíi (erlendis fyrir fram.)
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstræti 8.
XXIX. árg.
Beykjavlk mánudaginn 12. maí 1902.
28. blað.
I. 0 0 F. 845l68'/g. II. (I)._______
Forngripasafn opið mvd. og ld. 11—12
Landsbókasafn opið lirern virkan dag
kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
rnd., mvd. og ld. tii útlána.
Okeypis lækning á spitalsnum á þriðjud.
og föstud. kl. 11 -1.
Ókeypis augnlæ.kning á spitaianum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
%1. 11—1.
Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landakotskirkja. Gruðsþjónusta kl. 9
og kl. 6 á hverjum helgum degi.
Löghlýðni
yfirvalda og undirgefinna.
f>að mun hafa þótt óvægilega að
orði komist hér í blaðinu nýlega, þetta,
að »lítið yrði úr valdsmannstigninni,
ef yfirvöld þyrftu að vera jafn-lögblýð-
in og sauðsvartur almúginn*.
Líklega styrkir það þó heldur þá
hugsun, er felst bak við fyrnefnda
■setningu, ef eftirfarandi embættisbréf
verða talin vítalaus:
Snæfellsness- og Hnappadalssýsla.
Stykkishólrni 8. marz 1902.
AmtmaSurinn yfir Vesturamtinu hefir
meS brófi, dags. 31. des. f. á., fyrir
skipaS sakamálshöfðun á henduryður fyrir
skjalafals, út af grun um fölsun á verð-
lagssk/rslunni úr Breiðavfkurhreppi
haustið 1900.
Fyrir þvi er yður hór með uppálagt
að koma hingað til frekari yfirheyrslu
og til að standa fyrir máli yðar í kring-
•um 20. þ. m.
Lárus H. BjarnaSon.
Hreppstjóri Armann Jónsson
á Saxhóli.
***
Snæfellsness- og Hnappadalssýsla.
Stykkishólmi 24. apríl 1902.
Með skjali, dags. 8. f. m., skipaði eg
yður, hr. hreppstjóri, að koma hingað
um 20. s. m. til frekari yfirheyrslu til
uppl/singar f sakamáli því, út af grun
um skjalafölsun, er amtmaðurinn yfir
Vesturamtinu hefur skipað að höfða gegn
yður.
Þór eruð ókominn enn, og læt eg
yður nú vita, að eg læt sækja yður,
svo framarlega sem þór ekki verðið kom-
inn hingað mánudaginn, 5. dag næst-
komandi maímánaðar. Jafnframt skora
eg hór með á yður að hafa hingað með
yður fæðingarvottorð yðar.
Lárus H. Bjarnason.
Til
Ármanns Jónssonar, hreppstjóra
á Saxhóli.
* * * *
* * * * *
Að eftirrit þetta só orð fyrir orð sam-
hljóða mér sýndum frumritum, vottast
hér með notarialiter eftir nákvæman
samanbuið.
Notarius publicus í Reykjavík,
12. maf 1902.
Halldór Daníelsson.
^jald 12 a. (tólf
aurar). BorgaT).
H. D.
Það eru skrítin skjöl, þetta.
Löglega aðferðin, þegar sakamálshöfð-
un er fyrirskipuð, er sú, eins og flest-
um mun kunnugt, að gefa út stefnu eða
fyrirkall, og stefna sakborning á varnar-
þing hans.
S/slumaður hirðir ekkert um þau
lagafyrirmæli, heldur tilkynnir að eins
mauninum bróflega, seint og síðar meir,
að sakamálshöfðun só skipuð af háyfir-
valdinu, og þar með búið að því leyti
til.
En svo kemur hann með alt annað,
og það synilega frá sínu brjósti, en ekki
háyfirvaldsins.
Það er skipun um, að »koma hingað«,
þ. e. á s/slumannssetrið, ekki fyrst og
fremst til að svara til sakar, heldur »til
frekari yfirheyrslu«.
Amtmaður hefir naumast skipað
þessa »frekari yfirheyrslu«. Hefði
svo verið, mundi hann að líkindum hafa
látið málshöfðunarskipunina bíða, þar til
er henni var lokið. Eða hvað átti »frek-
ari yfirheyrsla« að þ/ða, 6. eða 7. skifti,
og er amtmaður taldi sig hafa næg gögn
í höndum til að skipa að höfða málið?
Annað er þó enn merkilegra, og það
er það, að s/slumaður slær alveg striki
yfir lögmæltar varnarþingsreglur.
Bústaður s/slumanns, Stykkishólmur,
er hvorki heimilisvarnarþing kærða né
verknaðarvarnarþingí þessu máli. Kærða
er skipað að taka sór ferð á hendur,
2 daga ferð eða svo, fram hjá róttu varn-
arþiugi, án þess að honum hafi verið
úrskurðað varðhald. Hér virðist samt
sem áður eiga að fara með hann beint
sem bandingja.
Skipun þessi var, eins og rótt var, virt
að vettugi.
Þá kemur síðari s/slumanns-pistillinn.
Þar er kærða beint hótað því, að hann
verði sóttur, ef hann komi nú ekki á
ákveðnum fresti.
Þetta »sóttur« getur naumast annað
þ/tt en að það eigi að gerast m e ð
v a 1 d i. Með öðrum orðum, að þá eigi
beinlínis að fara með hann eins og
bandingja. En enginn varðhaldsúrskurð-
ur upp kveðinn alt um það, og því
síð'ur tilkyntur.
Hreppstjóri legst auðvitað þessa n/ju
skipun undir höfuð, og bregður sór í
þess stað hingaö suður til að kæra þetta
hátterni fyrir yfirboðurum s/slumanns.
Lengra er ekki málinu komið.
Fyrir það eitt, að hreppstjóri þessi
er óvenju-einurðargóður og sæmilega að
sér, — fyrir það eitt vitnast þessar að-
farir og komast bæði í hámæli og til
eyrna réttum hlutaðeiganda.
En hægt ei að fmynda sér, hvernig
ganga muni ella um þessu líkt hátterni
hins fræga valdsmanns, sem hér um
ræðir.
Blátt áfram þannig, að hlutaðeigend-
ur hafa ymist ekki vit á öðru en að
hl/ða eða þora ekki öðru en að hl/ða
hverri lögleysu, sem honum dettur í hug.
Ástandið virðist vera' það, að yfirvald
þetta geri ekki einungis að undanþiggja
sjálfan sig frá að hlyða lögunum, er
honum ræður svo við að horfa, en láti
sér í þess stað ekki nægja að heimta
skilmálalausa löghlyðni af þeím, sem
hann er yfir settur, heldur skapi þeim
þar um fram lög frá sjálfum sór og
ætlist til jafnskilyrðislausrar hlyðni við
þau.
Skjalafals það, er hreppstjóri þessi er
sakaður um — og 2 hreppstjórar aðr-
ir í sömu syslu — er fólgið í breyting
ánokkrum atriðum í undirbúningssk/rslu
undir verðlagsskrá haustið 1900, verð-
lagsskrárverðinu til lækkunar: skafnar
út tölur í nokkrum sk/rslunum. Verð-
lagsskrá sy;slu þessarar varð fyrir það
óvenju-lág, og kærðu nokkrir gjald-
þegar eftir henni fyrnefnt brot, er þeir
fengu vitneskju um það. Satt að segja
höfðu þeir og látið sér detta í hug, að
leiðin til að finna hinn seka eða. hina
seku þyrfti ekki endilega að vera sú
e i n, að þ/fga hreppstjórana, og var
stungið upp á sérstaklegri ráðstöfun til
rannsóknar málinu. En ekki var nærri
því komandi hjá háyfirvaldinu. Hefir
syslumaður verið að reka það mál síð-
an og ekki lengra kominn en þetta.
Hreppstjóri sá, er framanskráðir pistl-
ar eru stílaðir til, tjáist hafa sannleik-
anum samkvæmt l/st sig í prófunum
alveg saklausan af glæp þeim, er hann
er sakaður um, og veit ekki til nó get-
ur hugsað sór annað en að ekki hafi
fram komið neinar hinar minstu líkur í
móti sér. En auðvitað hefir amtmaður
eitthvað fyrir sér samt sem áður, er
hann skipar sakamálshöfðun móti hon-
um.
Lesendum Isafoldar er fullkunnugt, að
þetta er ekki í fyrsta sinni, sem yfir-
vald þetta vekur eftirtekt á sér fyrir
embættisrekstur sinn.
Þá mun reka minni til framkomu
hans á kjörfundi haustið 1900, og að
það hátterni alt sannaðist á hann með
vitnaleiðslu og framlögðum skjölum
og skilríkjum, eins og því var 1/st
hór í blaðinu (af hr. E. H. ritstjóra).
Houum hafði verið skipað að hreinsa
sig af þeirri miður fögru 1/singu, og
veitt til þess gjafsókn, eins og lög
gera ráð fyrir. Höf. greinarinnar fekk
að vísu lítils háttar sekt, en að eins
fyrir of harðorðan dóm um athæfi
syslumanns, en ekki hitt, að neitt í
1/singunni væri ósatt. Árangurinn varð
því gagnstæður því, sem til var ætlast
eða 1 ö g i n ætlast til að minsta kosti;
maðurinn hl/tur í allra augum að vera
jafu-óhreinn eptir sem áður, — á undan
hreinsunar-tilrauninni. Enda mun hann
hafa fundið það sjálfur, því fast-
lega ráðgerði hann áfr/jun, sem vitan-
lega átti að gerast með gjafsókn; en er
honum var neitað um hana, sjálfsagt
af því, að gjafsóknar-veitingarvaldið hefir
gengið að því vísu, hvernig fara mundi
í yfirrótti, þá — lætur hann sór lítið
fyrir verða og gerir sór kámið að góðu.
Hann ber það ósnert enn.
Þyngsta sakargiftin í hinni umstefndu
grcin út af kjörfundinum í Stykkis-
hólmi var um meðferð s/slumanns á
dánarbúi fyrirrennara síxis, þeirri, að
hann að vitni amtmanns, hafði »róið
öllum árum að þvi, að búið misti 1000
kr.«. Sakargift þessi var síðan ítrekuð
og rækilega 1/st öllum málavöxtum þar
að lútandi í nyrri grein í ísafold 28.
ágúst f. á. Hann kvað hafa viljað fá
þá n/ja hreinsunarskipun og gjafsókn
veitta, en verið synjað um það. —-
Þá gerir maðurinn sér að góðu, að hafa
alt svo búið. Og er þetta alt bæði
fagur vottur um fyrirmyndar-embættis-
framferði þessa yfirvalds, og eins hitt, hve
vel er gegnt hreinsunarskyldunni og
þar með fylgjandi gjafsóknarrétti rótt-
víslega beitt og tilgangi laganna sam-
kvæmt.
— Það þykir einhvern tíma sögulegt,
stjórnarástandið hér á landi um þessar
mundir.
Alþingisrímur.
Alþingisrimur (1899—1901).
Valdimar Ásmundsson gaf
ut. Rvík 1902. 98+30 bls.
Það er raunar úti sú tíð löngu nokk-
uð, að rímur voru ein hin vinsælustu
alþ/ðuskemtirit. Sá kveðskapur er nú'
yfirleitt í mestu lægingu hafður.
Eigi að síður er ekki hætt við öðru
en að þ e s s a r rímur hljóti allgott
gengi.
Því veldur yrkisefnið.
Það er svo tímabært — getur ekki
tímabærra verið, nú er kosningaeldur-
inn logar um alt.
Og nieðferð þessa handhæga efnis mun
naumast standa mikið á baki því, er
bezt gerðist á hinni reglulegu rímna-öld:
liðugt rímað, smellnar samlíkingar, svaða-
legar 1/singar á vasklegri framgöngu og
harðfenglegum vopnaviðskiftum. Keim-
urinn viðlíka bragðmikill fyrir það, þótt
vígaferlin, sem hér segir frá, gerist eigi
með bitrum brandi, með forntíðkuðum
lagvopnum ; eða höggvopnum af járni og
stáli, heldur í hæsta lagi með pennum
af stáli og með munntólum, sem stundum
eru kend við stál.
Það, sem hér segir frá, er hildarleik-
ur sá, er háður er annaðhvort ár, þ‘ar
sem )>stendur væn og vegleg höll, út við
grænan AusturvÖll«.
»Þar er stríðið þunga háð,
þar eru skörungarnir;
þar sjá 1/ðir þor og dáð,
þar fæst tíðum biti’ af náð.
Brandar gjalla góma þar,
glymja’ og ymja salir,
ræður snjallar, stórorðar
stökkva’ af palli mælskunuar«.
Yrkisefnið er sögulegustu viðburðirn-
ir frá síðustu þingunum tveimur —
sögulegustu frá rímnaskálds sjónarmiði
— ásamt 1/sing á höfuðköppunum:
»Nú skal byrja braginn á
Bensa hinum gamla;
mest á þingi þótti sá
þjóðskörungur bramla.
Hátt var ennið, bvatleg brá,
harka í andlitsdráttum;
gustur kaldur gaus um þá
úr geysi-mörgum áttum. — —
Þá segir frá því, er fylkingar sign
saman til orustu á þinginu 1899:
»Valt/r undir Lómsey lá,
laust í rómu harða;
Nellemanni fekk hann frá
feykimildnn barða.
Trjóna á dreka gein við grá
gráðugu hildar róti;