Ísafold - 11.06.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.06.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 14/s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram.) TJppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til dtgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœt.i 8. XXIX. ársr. I. 0. 0 F. 846139. I. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. Landsbókasafn opið hveru virkau dag bi. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) nid., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar ’kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki, 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Friður. Friðargerð lokið með Bretum og Búum og friðarsáttmáli undirskrifaður fyrra laugardag, 31. maí. Bretar skíra það raunar ekki »frið«, heldur »uppgjöf«. Fyrsta grein sáttmálans er á þá leið, að allir íbúar Transvaalsríkis og Óraníu leggja niður vopnin og selja Bretum í hendur allar fallbyssur sín- ar, handbyssur og skotföng, hætta allri mótspyrnu gegn hans hátign Ját- varði konungi og játa hann réttan höfðingja sinn og löglegan drottin. í>á er í næstu grein svo fyrir mælt, að allir Búar utan endimarka ný- lendnanna (Transvaal og Óraníu) skuli eiga þangað afturkvæmt hið bráðasta, «f þeir játa hollustu við Játvarð kon- ung, og slíkt hið sama skuli herteknir menn utan Suður-Afríku fluttir heim þangað svo fljótt, sem því verður við komið. |>ví næst er tiltekið, að Búar þeir, er upp gefast eða hverfa heim aftur, skuli hvorki frelsi sviftir né fé á neinn hátt. f>á er þessu næst Búum heitið því, að þeir skuli ekki verða lögsóttir fyr- !r neitt, er þeir hafa aðhafst í ófriðin- lnum eða í sambandi við hann, hvorki til hegningar eða fjárútláta, nema farið hafi f bága við venjulegar hernaðar- reglur. Búum er heitið, að tunga þeirra, hollenzka, skuli kend verða í alþýðu- skólum þeirra, þegar foreldrar barn- anna óska þess, og leyfð í málaferlum, þegar þörf gerist. Hervaldsstjórn skal létt af landinu svo fljótt sem auðið er og borgaraleg stjórn upp tekin með fulltrúamensku- tilhögun, er leiði til sjálfstjórnar svo fljótt sem kringumstæður Ieyfa. Sömuleiðia er Búum heitið því, að málið um að veita þarlendum mönn- UÐa (blámönnum o. s. frv.) kosningar- íétt skuli ekki upp tekið fyr en þeir t*afa fengið sjálfstjórn. ®nginn sérstaklegur fasteignaskatt- ur skal á lagður til þess að standast hernaðarkostnaðinn. Þrjár miljónir punda (54 milj. kr.) skulu Búum veittar úr ríkissjóði Breta til að komast heim og að búum sínum, Reykjavík miðvikurdaginn II. júní 1902. 30. blað. koma sér upp skýlum, búpeningi og búsáhöldum m. m.; og auk þess lán leigulaust í 2 ár í sama skyni eða því um líku, en þeirra nýtur þó enginn út.lendingur né uppreistarmaður, þ. e. er þrifið hefir til vopna eftir að Bret- ar höfðu lýst landið brezkar nýlendur. Brezkir þegnar í Kaplýðlendu, er stutt hafa Búa í ófriðinum með vopn- um, skulu missa kosningarrétt æfi- langt, þeir er verið hafa óbreyttir liðs- menn, en forsprakkar slíkra uppreist- armanna og yfirmenn dregnir fyrir dóm fyrir drottinsvik og þeim hegnt eftir málavöxtum, en þó eigi með líf- láti. — |>á eru friðarkostirnir upp taldir hinir helztu. j?eim var lýst í parlamentinu fyrra mánudag, 2. þ. m., og mikill rómur að gerður, eins af forsprökkum and- vlgisflokks stjórnarinnar. Höfðingi framfaraflokksins, Sir Campbell-Bann- erman, lét hið bezta yfir og kvaðst •samfagna konungi og landinu«; en Rosebery lávarður og aðrir stjórnar- andstæðingar í efri málstofunni kom- ust það frekara að orði, að þeir kváð- ust samfagna stjórninni. Friðarkostir þessir stóðu Búum til boða fyrir meir en ári liðnu. Bn þeir vildu hvorki þá né endrarnær ganga að öðru en fullu sjálfsforræði og upp- gjöf saka við landa þeirra f Kap-lýð- lendu, er veitt höfðu þeirn lið í ófrið- inum. jpar hafa Bretar aldrei viljað slaka til og fengið nú loks sínum vilja framgengt. Lítilmagninn orðið að lúta ofureflinu að lokum, svo sem við mátti búast. Bretar hafa ekki viljað frið semja fyr en gengið væri svo vel frá fjandmönnum þeirra, að þeir þyrftu ekki að eiga þá yfir höfði sér framar óg þeim væri lítt kleift að hefjast handa á nýjan leik. þ>ar með hefir Játvarður konungur fengið því framgengt, er hann þráði mest: að friður væri á kominn á und- an krýningunni, sem fram á nú að fara 26. þ. m. Samfagnaðaróskir bár- ust honum, er friðurinn var gerðut heyrum kunnur, frá ýmsum tignar- bræðrum hans, erlendum þjóðhöfðingj- um, þeirra á meðal hjartnæmt skeyti frá Vilhjálmi keisara. Hann kveður nú við annan tón en er hann sendi Krúger forseta kveðju sína eftir her- hlaup Jamiesons fyrir 6 árum síðan. J>að eru um 2f ár, sem ófriður þessi hefir staðið, frá því í öndverðum októ- bermán. 1899. jheim hefði þótt fyrir- sögn þá, Bretum, ef þeim hefði verið sagt, að þeir kæmust eigi af með færri mánuði en það til að vinna bug á Búum, hvað þá heldur ár; þeir munu helzt hafa ímyndað sér, að það yrði búið á svo sem 3 vikum. Ekki var nú sparað í parlamentinu, er friðinum var lýst' þar, að bera á Búa lof fyrir vaskleik þeirra og þraut- seigju, unj leið og brezkum hermönn- um var hrósað fyrir hreysti þeirra. Og mikið stendur sjálfsagt til um viðhöfn og vegsemd til handa Kitchener lá- varði, er hann kemur heim úr herferð þessari. |>ess þarf og eigi að geta, að almenningar muni telja Chamber- lain hafa vaxið af máli þessu heldur en hitt. Hann hefir fengiðsínum vilja framgengt að flestu eða öllu, enda setið rígfastur við sinn keip alla tíð. En beiskar eru dreggjarnar ófriðar- ins, er til fjárútlátanna kemur fyrir al- menning og manntjóns. |>ær búsifjar munu mönnum seint fyrnast. Frá Martinique Hræðileg hörmungasaga. Af síðara eldgosinu þar, 20. f. mán. eru ekki komnar enn greinilegar sög- ur. En hitt er fullyrt, að það hafi verið enu stórkoslegra en bið fyrra. Um manntjónið í fyrra gosinu, 8. maí, er nú talið sannspurt, að það hafi numið fullum 40,000. Æðsta yfirvald eyjarskeggja, lands- stjórinn franski, er Mauttet hét, var einn þeirra, er lífi týndi í St. Pierre í fyrra gosinu. Hann var þangað kominn fyrir nokkrum dögum til eftirlits og varúð- arráðstafana, er eldfjallið tók til að láta á sér brydda. Hann skipaði nefnd manna til rannsókna og álitsgerðar um, hvortj bænum mundi stórháski búinn, með því að felmtur hafði kviknað þar og bæjarlýður ætlaði að þjóta á brott. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að svo væri ekki. |>eirra á njeðal voru tveir allmiklir náttúrufræðingar. En þó höfðu höggormar, er höfðust við í fjallinu, flúið þaðan hundruðum saman 3 vikum fyrir gosið, og allar skepnur, tamdar og ótamdar, er nærri fjallinu komu viku fyrir gOsið, snugg- uðu sig og sýndu af sér öll óttamerki. Samkvæmt nefndarálitinu gaf land- stjóri út auglýsingu um, að bæjar- menn skyldu spekjast, og munu þeir hafa hlýtt því yfirleitt. En feigur var hann og þeir allir að kalla má. Nýja gosið, 20. maí, huldi það alt raold og ösku, sem eftir var af borg- inni St. Pierre, en það var varla ann- að en sviðnar rústir. Steinolíubirgðum hafði verið dembt saman hingað og þangað um rústirn- ar til að brenna við líkin og eyða þar með pestinni af þeim. En gosið kveikti í þeim, og lagði bálið upp í gegnum brennisteinssvæluna, fult af olíuþef og voðalegri nálykt. Amerískt herskip, Potomac, var stutt frá landi beint fram undan eld- fjallinu, er það gaus í síðara skiftið,* 20. maí, og var mesta mildi, að það fekk forðað sér. »Ósköpin, sem á gengu« segir kapteinnin, »voru miklu stórkostlegri heldur en í fyrra skiftið. Eldbjarminn, þrumurnar, öskuregnið og grjótflugið logandi — alt þetta var sú voðasjón, er eigi verður með orð- um lýst«. þeir fáu, er fengu forðan sér með lífi úr bænum Le Carbet, er gos- ið eyddi þá, sögðu svo frá, stórbjörg hefðu dunið yfir húsin og mölvað nið- ur þakið og banað þeim, sem inni voru. »Steinarnir voru margir glóandi, og löðrandi í hraunleðju, og sprungu eins og sprengikúlur*. Nálykt og steinolíuþef frá St. Pierre lagði langt langt út á sjó, og mátti sjá þaðan í kíki stóra gamma og loðna, er flögruðu yfir borgarrústunum til að leggjast á náinn, svo hræðilegir útlits, að þarlendum þorpurum, er komnir voru til að ræna líkin, stóð ógn af þeim og flýðu burt sem fætur toguðu. Kona dansks embættismanns í Vest- urheimseyjum (St. Thomas), er var á heimleið þaðan, segir nokkuð frá því, er fyrir hana bar og samferðafólk hennar á gufuskipi, er var statt nærri Martinique nóttina eftir fyrra gosið. Skipverjar vissu ekki fyrri til en þeir lentu í þykkum öskumekki og sá ekki nema 2—3 faðma fram undan skip- inu. Áttavitinn gerðist áttaviltur og vissi í vestur, er í suður skyldi. Bjuggust skipverjar við að reka sig á land þá og þegar. Að stundu liðinni bar þá afturút úr öskuhríðinni. |>á bar fyrir þá sjón, er seint mun fyrnast þeim, er á horfðu. Fram undan þeim lá borgin St. Pierre öll í einni logabreiðu, 2 mílur enskar frá suðri til norðurs. Gufuskipið rendi hægt og seint inn til borgarinnar. »Vér ímynduðum oss satt að segja, að mtigur og margmenni biði þar þess, að skip bæri að landi og bjargaði fólkinu á brott. þegar skipið var hér um bil 2 mílur enskar frá venjulegum lendingarstað, stað- næmdist það og blés hvað eftir annað til að kalla á báta úr landi. En eng- inn svaraði. þar var dauðaþögn og engin lífsvottur. Loks ræður skipstjóri af, að senda bát. til lands og á honum 2 yfirmenn skipsins. |>eim dvaldist og vorum við farin að undrast um bátinn. Stund- um heyrðum við og dynki og hvelli, sem eitthvað væri að springa í loftupp á landi. Loks kom hann aftur við svo búið. Engin leið að stíga fæti á land nokkursstaðar, fyrir afskaplegum brunahita. Ekki sást nokkuð kvikt, engin mahnhræða; en lík í haugum og hrönnum. Járjú skip lágu á höfninni logandi. f>ar á meðal amerískt gufu- skip, sem við höfðum séð hjá St. Croix tveim dögum áður; það sprakk í loft upp, meðan báturinn var þar rétt nærri. Við urðum fegin að hraða okk- ur burt úr þessum skelfilega stað. Við fengum ekki að vita fyr en morguninn eftir, er við komum til St, Lucia, hve ósköp höfðu dunið yfir Martinique. þangað hafði komið dag- inn eftir, að gosið varð, gufuskip frá Martinique, brennandi, og kunni nokk- uð frá tíðindum að segja. Hraunflóðið, sem upp úr gígnum vall, steyptist yfir borgina (St. Pierre) og eyddi þar öllu kviku á fám mínút- um. það kviknaði í skipunum á höfn- inni, siglum og þilfari. Gufuskip það, er fyr segir frá, fekk forðað sér, af því að kynt hafði verið undir kötlun- um áður en eldgosið dundi yfir, og af því að siglur og þilfar var úr járni. En 23 lík lágu á þilfarinu, er .það kom til St. Lucia. þeir höfðu stikn- að kvikir af hitanum. Skipstjórínn og fáeinir hásetar voru á lífi, en trylt- ir orðnir af hitanum og að dauða bomnir«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.