Ísafold - 11.06.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.06.1902, Blaðsíða 3
143 undir kærleiksmáltíð mannvinarins Jesú Krists, eða jafnvel undir dauð- ann. Að frumv. frá 1899 gangi fram, er auðvitað betra en ekki neitt, en þó að eins kák, og bændum eugiun meiri hagur en þó prestar væru að öllu launaðir úr landssjóði, ef landssjóður tekur kirknaeignirnar. Só prestum lauuað sómasamlega, á þeim engm vorkunn að vera, að útvega ser veru- stað, fremur en öðrum embættismönn- um; núverandi laun eru pappírslaun, skjaldaskrifla og baugabrota laun, sem þjóðinni er til vansa að láta lengur viðgangast, og eigi er ólíklegt, að verði ekkert breytt til, verði fáir stú- dentar svo gernýtir, að sækja presta- skólann, ef annar er kostur; á þessu bryddir nú þegar. Af bræðrunum norsku getum vér lært í þessu sem öðru, og voru þó kjör norskra presta ólík kjörum íslenzku prestanna, áður en hinir norsku voru settir á föst laun (1897). jbetta, sem hér er sagt, eru að eins aðaldrættir í stóru málverki, þingi og þjóð til íhugunar og útfyllingar nú, meðan málið er á dagskrá þeirra. Illa borið mótlæti. Hann ber ekki vel mótlætið, banka- þjónninn þessi, sem sendur var út af örkinni um daginn til að ná á vald afturhaldsliðsins nsvartasta blettinum«, sem það kallar svo (Gullbr. og Kjósars.) |>að var að vísu neyðarleg útreið, sem hann fekk, að ná ekki x/8 atkv. móts við þann, er hann var sendur til höf- uðs, þrátt fyrir »læknisheimsókn« og »bankadropa« m. m. Og svo hitt, að hafa farið áður eins flatt og hann fór fyrir sama manni (hr. B. Kr.) í reikn- ingsdeilunni alkunnu. En ekki bætir það úr skák fyrir honum, að bera sig jafn-ókarlmann- lega og hann gerir á eftir, og vera meðal annars að heimskast til að reyna að hefna sín á Isafold, eins og hann gerir í síðasta tölubl. máltólsins þeirra fóstbræðra, hans og þjóðólfs- mannsins, — hefna sín með heimsku- legum og móðgandi ósannindaupp- spuna, sem gerir tvent í einu : bakar honum heimsókn hegningarlaganna og sannfærir almenning enn betur en áður um, að hann láti sér ílétturúmi liggja, hvort hann fer með rétt mál eða rangt, er svo ræður við að horfa. Málavextir sjást að öðru leyti á þessú skjali: »Fyrirspurn til þeirra herra Björns Jenssonar adjunkts og airaEiríks Briem prestaskólakennara. Halldór Jónsson bankagjaldkeri ritar I giðasta Þjóðólf út af ágreiningi milli hans og Björns kaupmanns og alþingismanns Kristjánssonar um reikningsaðferð »Bónda- gonar« i áætlun um tekjur og gjöld Lands- bankans, ef hann tæki lán sér til eflingar, og minnist þar a eitthvert »yfirlýst álit« frá ykkur um þann ágreining. Því næst kemst liann svo að orði: • Jafnskjótt sem þetta yfirlýsta álit birt- ist i Þjóðólfi, gerði Ísafoldarklíkan tilraun til að fá þessa menn eða að minsta kosti annan til að lýsa því yfir, að þetta væri ekki álit þeirra«. Eg vil nú leyfa mér að spyrja, hvort þið hafið orðið fyrir »t,ilraun« þeirri, er kér segir frá, annarhvor eða báðir, — óska að eins já eða nei ritað af ykkur á þetta blað og endursent raér siðan. Reykjavik 10. júní 1902. Virðingarfylst Björn Jónsson ritstj. ísafoldar. Nei Kirikur Briem Björn Jensson». Hvort sem nú heldur er, að grein- árhöf. í |>jóð. (H. J.) hefir spunnið sjálfur upp áburð þann, er þeir, sem um það geta borið með óyggjandi vissu, lýsa hér ósannindi, eða hann hefir látið einhvern óvalinn strák ljúga í 8ig og hlaupið svo með það án allr- ar frekari eftirgrensluuar, svo auðgerð sem hún hefði þó verið, þá er atferli hans jafnvítavert og skaðlegt fyrir traust almeunings á honum. Hann er orðinn opinber ósanninda- maður að þessum áburði. Attan við hina tilvitnuðu klausu bætir hann síðan æruleysisaðdróttun, sem hann kemst ekki hjá lögsókn fynr. Hið »yfirlýsta álit«, sem maðurinn tal- ar um, kannast menn við, hvernig er lagað, af greininni Gróa á Leiti e n n í ísatold 31. f. mán. f>að voru einmitt þeir Björn Jensson og Eiríkur Briem, sem bornir voru fyrir umgetnu »áliti.« Aðferðin er lík og ef hr. B. Kr. hefði það eftir einhverjum, sem hann tilnefndi, að hann segði eins og ein- hver annar, sem s á tiltæki, að því oftar sem H. J. tæki til máls um bankamálið, því greinilegar lýsti sér gersamlegt skynleysi hans á það mál. Og svo hefði hann kallað það »yfirlýst álit« þeirra 2 manna. Mundi H. J. vera ánægður með þannig útbúið sönnunar- gagn.hvað sem annarsliði innihaldi þess? Ráð væri fyrir áminstan bankaþjón, að bera sig ofurlítið karlmannlegar, þegar hann fer viðlíka sneypuför næst. Útflutningur á nýju kjöti. Eftir tillögu búfræðÍ8kand. Guðjóns Guðmundssonar í fyrirlestri hans hér í vor ritaði stjórn Landsbúnaðarfélags- ins stjórn »Gufuskipafélagsins sam- einaða* um að flytja til reynslu í haust í einhverju skipi þess héðan svo sem 500 sauðarkroppa til Leith. Félagið býðst í svari sínu til að láta Vestu gera það, er hún fer héð- an 23. sept. Skrokkarnir séu vafðir innan í striga og flutningsgjaldið er 2 kr. En með því að Vesta á að koma við í Færeyjum í þessari ferð sem oftar og getur þá orðið 8—9 daga á lpiðinni til Skotlands, enda er þetta nokkuð suemma hausts, mun naum- ast þykja tiltækilegt að ráðast í þann- ig vaxna tilraun, er hafa mundi ill eftirköst, ef mishepnaðist. LandBbúnaðarfélagið hafði hugsað helzt til Hóla í síðustu ferð þess frá Austurlandi. En það fæst ekki, vegna fyrirfram pantaðs fullfermis. Fyreta skilyrðið er vitanlega alveg bein ferð til Skotlands. En hún fæst fráleitt með ueinu móti hjá þessu gufuskipafélagi, sem lætur heldur 2 skip elta hvort annað milli landa hvað eftir annað en að fara fram hjá Færeyjum, þótt fullfermi hafi án þess að koma þar við. Markarfljótsskemdirnar. Markarfljót lagðist í J>verá í vetur, sem kunnugt er, og olli miklum voða, sem Landsbúnaðarfélagið fekk fyrir á- skorun héraðsbúa Sveinbjörn Ólafsson búfræðing til að standa fyrir umbót- um á, með þvi að reyna að hlaða f ósa þá m. m., er áin (fverá) hafði brotið í bakka sína í Landeyjum — einkum Bakkakotsós og Valalæk. Nú skrifar Sveinbjörn félagsstjórn- inni 5. þ. mán. og skýrir frá, að tek- ist hafi að teppa Bakkakotsós, en að gerðar hafi verið 3 árangurslausar til- raunir til að teppa Valalæk og hafi kostað 2000 kr. Nú hafa þeir verið hér á ferð sýslu- maður Rangæinga Magnús Torfason og Grímur hreppstjóri Thorarensen, til að leita hjálpar hjá Landsbúnaðar- félaginu og meðal annars fá verkfróð- an mann sendan austur til að segja fyrir um, hvort gjörandi séu írekari tilraumr og á hvern hátt. jieir fóru í morgun og með þeim Kn. Zimsen verkfræðingur í þessum erindum, með samþykki bæjarstjórnar. Sveinbjörn búfræðingur segir svo, að ef ekki verði tept í Valalæk, þá hljóti 13 jarðir, flestar góðar, að fara í eyði eða sama sem í eyði, og auk þess mörg býli að skemmast svo, að á þeim muni naumast þykja lifvænlegt. Búnaðarfélagið kostar ferð verkfræð- ingsins og veitti auk þess 500 kr. bráðabirgðahjálp. Bæjarstjórn Reykjavíkur.Slátrunar- kúsmálÍDu var frestað á fundi 5. þ. mán., þar til er fengin vueri áætlun um, hvað kosta kunni að koma kúsinu upp og til reksturs stofnunarinnar. Samþykt i hagkeitarmálinu, að hafa í sumar Vatnsmýri og Kringlumýri fyrir kúahaga, auk annars iands, sem þær hafa gengið í; Fossvog fyrir ferðamannahesta, og Laugarness- og Kleppsland fyrir norð- an þjóðveginn fyrir hesta og kýr bæjar- manna. Nefndinni í hagbeitarmálinu falið að íhuga, hvort tiltækilegt þætti að af- girða hæfilegt svæði í Fossvogi austan- verðum til kúabeitar. Grirðing að norðan- verðu frestað ura sinn. Launabótarbeiðni frá bæjargjaldkera heit- ið að taka til greina á einhvern hátt, þegar samin verður fjárhagsáætlun i haust. Til húsahóta á Kleppi gefið upp eftir- gjald þetta ár, gegn þvi að ábúandi kosti til jafnmiklu frá sjálfum sér. Nefnd kosin til að gera rillögu um stækk- un kaupstaðarlóðarinnar, og undirbúa frum- varp til alþingis í því skyni: Guðm. B., Jón Jensson, Þ. B. Grunnari kaupraanni Einarssyni synjað um útmælingu undir hús á stakkstæðum fyrir neðan Hafnarstræti. Birni kaupmanni Kristjánssyni leyft að breikka klöppina fyrir norðan hús sitt. Eftir tillögu veganefndar fallist á, að hugsa ekki til að svo stöddu að lengja Ingólfsstræti heint suður að Spitalastig. Afsalað forkaupsréíti að Norðurholts- bletti (S. J. fangav.) og hálfu Biskupsstofu- túni (frú L. Fr.). Rækileg smölun á landi bæjarins ákveðin. Samþyktar 6 brunabótavirðingar, en 1 neitað samþykkis. Þessar 6 voru: hús Siggeirs Torfasonar við Laugaveg 15,890 kr., Jóns Bjarnasonar sömul. 12,637; Einars Finnssonar, Klappar- stig, 11,7 (0; Þorgrims Jónssonar, Bergst.str 7,821; Magnúsar Vigfússonar, Hverfisgötu, 3,567; Gruðm. Matthíassonar, Lindarg. 2770. i I heljar greipum. Frh. Með kreptum hnefa og illmanulegu glotti gengur hann að þeim, hinn feit- lagni, eineygði kennimaður; endaruir 4 á barkarræmunum stóðu fram á milli fingranna á honum. Hann rétti þá fyrst að Belmont. írinn stundi við og kona hans tók andköf; því ræman var svo lítil, að hún hvarf í lófa hans. |>á kemur að Fardet, og var ræman sem hann dró, hálfum þumlungi lengri en Belmonts. |>ví næst var Gochrane hersir látinn draga; hans ræma var eins löng og hinna beggja saman lagð- ar. Stephens ræma var ekki lengri en Belmonts. Hersirinn hafði unnið í þessari ó- skemtilegu hlutaveltu. »Yður er vel komið að fara í minn stað«, mælti hann; »eg á hvorki konu né börn, og varla nokkurn vin í öllum heiminum. Farið þér með konunni yðar, en eg verð eftir«. »Nei, nei. |>að stendur, sem einu sinni er um samið. f>að er alveg fair play, og sá hlýtur verðlaunin, sem hepnastur er«. »Emirinn segir, að þér eigið að fara á bak undir eins«, kvað Mansoor. Og einn Arabinn kemur og dregur hersinn á úluliðnum að ixlfaldanum, sem beið hans. »Hann getur fylgst með eftri sveit- inni«, segir emírinn við undirforingja sinn. »f>ér getið líka tekið kvenfólk- ið með yður«. »Og túlkurinn, hundunnn sá?« *Með hinum«. »Og þeir?« »f>eir eiga allir að deyja«. Níundi kapítuli. Með því að enginn þeirra skildi tungu Araba, mundu þeir félagar ekki hafa vitsð neitt, hvað emírinn hafði skipað, hefðu þeir eigi ráðið óðara í það á háttalagi tulksins. Eftir öll svikin, öll sleikjulætin og trúníðings- skapinn sá nú túlksræfillinn fyrir sér liggja það, sem mest hafði hann ótt- ast og lengst viljað forðast, er yfir- maður dervisja kvað upp hinn fáorða dóm sinn. Hann æpti aumkunarlega, fleygði sér á ásjónu sína fram fyrir emírinn og þreif dauðahaldi í skikkju- fald hans. Emírinn kipti að sér skikkjunni til að losa sig; en er hann sér, að hann heldur sama heljartakinu, þá snýr hann sér við og sparkar Mansoor eins illilega og óþolinmóðlega, eins og hann væri að reka frá sér óþægan rakka. Strompurinn rauði á bausnum á hon- um þaut upp í loftið og hann lá með stunum á grúfu þar, sem hann hafði komið niður undan heljarafli fótarins á Arabanum. Nii var alt komið á kreik; því em- írinn gamli var komin á bak úlfalda sínum og menn hans sumir lagðir á stað á eftir lagsmönnum sínum. Und- irforinginn þrekvaxni, kennimaðurinn og eitthvað tólf dervisjar umkringdu bandingjana; þeir höfðu ekki farið á bak úlföldum sínum, því þeim hafði verið skipað að framkvæma aftökuna. f>eir félagar þrír sáu það á svipnum á þeim, að nú var þegar út runnið úr tímaglasinu þeirra. f>eir voru bundn- ir enn á höndum; en varðmenn hætt- ir að halda í böndin. f>eir sneru sér við allir þrír og kvöddu kvenfólkið á úlföldunum. »Nú er alt úti, Nora«,, segir Bel- mont. »f>að er þungbært, úr því að þó var hugsanlegt að sleppa. En við höfum gert það, sem við gátum.» f>á féll henni allur ketill í eld í fyrsta sinn, veslings-konunni. f>að setti að henni ofsagrát og hún hélt höndum fyrir andlit sér. •Gráttu ekki, hjartað mitt góða. Við höfum átt góða daga saman. Berðu ástarkveðju mína öllum vinum okkar f Prag og beiddu hana Amy Mc-Garthy og Blessingtons að gleyma mér ekki. f>ú munt sjá, að nóg hefurðu á að lifa og meir en það. En eg hafði ætlað mér að ráðgast um við hann Roggers, hvernig verja ætti höfuðstólnum. Mundu það!« »Ó, elskan mín; eg vil ekki lifa án þín«. Belmont féll svo nærri um harm konu sinnar, að hann mátti eigi vatni halda lengur, þótt þrékmikill væri, og hann fól andlitið á sér í kafloðinni síð- unni á úlfaldanum hennar. f>au voru bæði úrvinda. Að hmu leytinu hafði Shephensþokað sér þangað sem Sadie sat á sínum úlfalda. Hún sá gegntært, alvarlegt andlitið á honum horfa upp í móti sér i rökkurdimmunni. »f>ér skulið ekki vera hrædd um ykkur frænku yðar«, mælti hann. »Eg er vis8 um að ykkur verður bjargað. Hann Cochrane hersir elur önn fyrir ykkur. Egiptar geta nú ekki verið langt undan. Eg vona að þér drekk- ið vel áður en þér leggið á stað frá brunnunum. Eg vildi að eg gæti lát-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.