Ísafold - 14.06.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.06.1902, Blaðsíða 1
Tíemur út ýmist einu siuni eða tvisv. í viku Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., eriendis ð kr. eða 1 l/s doll.; borgist fyrir miðjan jnli (erlendis fyrir fram.) ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til ntgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. árg. Reykjavík laugardaginn 14. júní 1902 37. blað. Bidjið ætíð um OTTO M0NSTBD S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadriúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnutn. I. 0. 0 F. 846139. I._______________ Forngripasafn opið md., mvd. og ld 11—12. Landsbókasafii epið hvern virkan dag -ki. 12—2 og einni stundu lengnr (til kl. 3) n/d., mvd. og ld. tíl átlána. Okeypis augnlsekning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar 'kl. 11-1. Ókeypis tannlækning 1 húsi Jóns Svems- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. ki. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl, 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 'Og kl. 6 á hverjum helgum degi. Alþingiskosningar. Mýramenn endurkusu í fyrra dag síra Magnús próf. Andrésson á Gils- bakka með 67 atkv.; Jóhann í Sveina- tungu fekk 46. Dalamenn endurkusu sömul. 7. þ. m. sýslumann sinn, Björn Bjarnarson á Sauðafelli, með 82 atkv.; síra Jens próf. Pálsson fekk 77. Húnvetningar endurkusu 7. þ. m. sína þingmenn síðustu: Hermann á f>ing- eyrum Jónasson með 192 og Jósa- fat Jónatansson á HoltastÖðum með 146; Páll amtm. Briem fekk 110, og Björn Sigfússon 94. Skagfirðingar hafa endurkosið sína þingmenn Ölaf Briem umboðsmann með 235 atkv. og Stefán kennara Steý- ánsson með 134 atkv.; Jón Jakobsson bókavörður fekk 123. Eyfirðingar endurkusu einnig sína þingmenn Klemens Jónsson sýslum. og Stefán Stefánsson í Fagraskógi. At- kvæðatala ókunn. ísfirðingar kusu 11. þ. m. þá Skúla ritstjóra Thoroddsen og síra Sigurð Stefánsson í Vigur. Um atkvæða- fjölda ekki frétt greinilega, en því er fleygt, að H. Hafstein hafi haft um 100 atkv. minna en þeir Sk. og S. — þeir rúm 200, hann rúm 100. f>á er frétt um kosningu 22 þing- manua af 30. Og er flokkaskifting þar alveg hin sama og áður, að öðru en ef þm.Borgfirðinga hinn nýi er látinn vera utan flokka, þótt kosinn væri af eindregnum Valtýingum og fyrir hon- um félli mjög dyggur fylgifiskur aft- urhaldshöfðingjanna (B. B. í Gröf). Verði því engin flokksbreyting með- al þeirra 8, sem ófrétt er um (Aust- flrðingafjórðungur og Barðastrandar- sýsla), verður flokkaskiftingin eins og á síðasta þingi, svo framarlega sem hún helzt á annað borð og ekki skapast nýr, fjölmennur stjórnbótarflokkur, er þeir skipa allir, sem full alvara er um ®tjórnarbót þá, er nú eigum vér kost en hugsa ekki til að ónýta hana á neina lund né draga, tilþess að halda emr um hríð í stjórnarástand það, er nú eigum vér við að búa. Hafísinn huldi bæði Húnaflóa og Skagafjörð fyrir fám dögum. Hefir rekið inn aft- ur skömmu eftir að Vesta fór suður um. Hún hefir því fráleitt komist þar inn norður í leið. Eyjafjörður einnig talið víst að muni vera fullur af ís. Gróðurlaust fyrir norðan, heyskortur og bjargarskortur nokkur sumstaðar. Nýjasta mjalta-aðferð. Eftir vísindalegum reglum hefir danskur maður, dýralæknir J. Hege- lund, fundið nýja aðferð til að mjólka kýr. j?að eru um 2 ár síðan. þessi uppgötvan hefir gert Hegelund stórfrægan um öll Norðurlönd og víð- ar. Við alla búnaðarskóla í Dan- mörku er þetta mjaltalag kent og fjöldi manna látinn ferðast um Dan- mörku þvert og endilangt til þess að kenna þetta. Inn á hvert heimili ætla Danir að koma þessan nytsömu kunnáttu á fáum árum. Og til Danmerkur sækir fólk þessa kunnáttu frá Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi, þýzkalandi og víðar. Við þessa mjaltaskóla (Malkekursus), sem standa 6 daga, er auk þess haldn- ir fyrirlestrar um mjólkurmeðferð, hreinlæti, júgurveikindi, fóðrun o. s. frv., alls 4—5 fyrirlestrar á dag og 2—3 verklegar æfingar í að mjólka. Tveir íslendingar hafa lært þetta mjaltalag, eg og hr. Flóvent Jóhann- esson á Hólum. Grönfeldt, mjólkurskólakennari,kenn- ir að mjólka, og það sem hann kenn- ir, er alveg rétt. þessi mjalta-aðferð kemur ekki til greina fyr en búið er að mjólka kýrnar meö þeirri aðferð, sem áður var þekt og hann kennir. Hin nýja aðferð er sem sé að eins notuð til að hreyta kýrnar. þegar ekki fæst lengur mjólk úr júgrinu með því lagi, sem Gröufeldt kennir, er tekið til að strjúka það og kreista á ýmsa lund eftir tilteknum reglum, sem styðjaat við visindalega þekkingu á skapnaði júgursins. Með því lagi fæsc venjulega í lítinn kaffibolla af mjólk, sem er sVo kost- góð, að jafngildir hér um bil rjóma. Dönum telst svo til, eftir reynslu margra manna þar, að það sem hver kýr mjólkar meira um árið með þann- ig lagaðri mjalta-aðferð, nemi um 30 krónum. Og svo má ekki gleyrna því, að með þessu mjaltalagi þroskast mjólk- uræðar kúnna, svo að þær verða nyt- hærri, betri mjólkurkýr, sérstaklega þegar byrjað er á að mjólka' þannig ungar kýr. Að skýra hér nánara frá þessari mjalta-aðferð, eða hreytun, sem kall- ast á dönshyiBenmalkning, yrði of Iangt mál, og engin leið að skrifa svo um hana, að læra megi af því. f>að er allmikill vandi, að læra að hreyta kýr þannig, og margir, sem ekki eru handlagnir, eiga erfitt með að læra rétt handtök að því. Hér er um stórmikið framfarastig að tefla fyrir landbúnaðinn, engu síð- ur hjá oss en frændum vorum á Norð- urlöndum. Vór megurn ekki lengur láta oss standa á sama, hver mjólkar — og hvernig mjólkað er. Sú var tíðin, fyrir 20—40 árum, að | ekki þócti í Danmörku takandi f mál, að aðrir færu út í fjós að mjólka en vinnukonur, og oft vistuðust þær með þeim skildaga, að þurfa ekki að mjólka. f>að þótti ekki »fínt». Nú er öldin önnur. Hugsunarhátturinn er breyttur. Nú senda embættismenn og stór- bændur syni sína og dætur á þessa mjaltaskóla. Nú þykir það »fínt«, að læra að mjólka. f>egar heldra fólkið gengur á undan, koma hinir á eftir. Eg gekk í Ladelunds-búnaðarskóla (hjá Askov) í september í fyrra haust til þess að læra að mjólka. þar var mér samtíða fólk frá 6 þjóðlöndum, þar á meðal ráðsmaður og vinnukona Grikkjakonungs. Georg Grikkjakonungur er mesti búforkur og á stórt fyrirmyndarbú. En Grikkir eru ella annálaðir búslóðar. Eg get um þetta að eins til þess að vekja eftirtekt á því, hvað meiri háttar mönnum finst mikils vert, að mjaltir á kúm fari í lagi. f>að er svo mikið fyrir kúnum haft, að ekki veit- ir af að gera alt sem hægt er til að hafa sem mest not af þeim. Reykjavík 13. júní 1902. Sig. pórólfsson. Botnvörpungar og livalarar við ísland. það er öllum kunnugt, að botnvörp- ungarnir hafa gert og gera landi voru stórtjón, og má fremur búast við, að eftir því sem þeim fjölgar meir og meir hér við land, eftir því vaxi yf- irgangur þeirra að sama skapi, ef ekki er því betur reynt að taka í taum- ana af löggjafarvaldinu og ríkisstjórn- inni; og þótt gildandi lög um botn- vörpunga séu í marga staði góð, þá eru þó mörg atriði, sem þarf að at- huga og endurbæta. Auðvitað er, að varðskipin, sem hér eru við land árlega, haida þeim mikið í skefjum. f>eir þora ekbi, meðan þeir vita af lögreglunni hér við land, að skafa botninn upp að landsteinum fyrir framan þéttbygð sjóþorp, þar sem mikil skipaferð er, eða framan í aug- unum á varðskipinu. En þetta er ekki einhlítt; því, eins og auðskilið er, gatur ekki alls eitt skip, hversu hraðskreitt sem er og hve dugandi sem höfuðsmaður þess kann að vera, verið alstaðar á um 2000 sjómílna svæði. Eg veit mjög vel bæði af afspurn og eigin reynslu, að þeir höfuðsmenn, er nú um undanfarin ár hafa stýrt varðskipinu, hafa verið dugandi menn og gert alt sem í þeirra valdi hefir staðið til að gæta þess, að lögunum væri hlýtt. f>að eru t. d. mjög marg- ir, sem segja, að jafn-dugandi mann | sem Hovgaard væri naumast hægt að fá. En eins og öllum getur yfirsést, þá sést bezt á áreiðanlegum og rökstudd- um skýrslum, sem borist hafa »Heklu« frá sumum þilskipastjórum og öðrum mönnum víðs vegar að, hve miklum vandræðum það er bundið, að gæta hér botnvörpunganna, að þeir t. d. í fyrra sumar hvað eftir annað og tugum saman sópuðu innan Arnarfjörð, Aðal- vík, Hornvík og fleiri víbur kringum Horn, Rauðasandsflóa, Ólafsvík, Bakka- fjarðarflóa og fl. og fl., beztu fiski- stöðvar, þétt upp við land; en urðu þó ekki handsamaðir fleiri en þetta (2-3). f>eir eru varir um sig. Hér eiga í hlut þaulvanir, ósvífnir prakkarar, sem fyrir margra ára baráttu við lögregl- una bæði hér og í Englandshafi þekkja allar hennar hreyfingar og að- gerðir. Hugsið yður t. d. einn lögregluþjón á margra mílna svæði, er ætti að gæta fjármuna, er lægju á víð og dreif, fyr- ir 2—300 þjófum; það væri kölluð fá- liðuð lögregla. Hins vegar veit eg, að þeir þekkja mjög vel varðskipið; því þegar haldið er fram með suðurströndinni, þar sem þeir halda sig í stórhópum við land- helgismarkið, þá nraða þeir sér allir út frá landinu undir eins og þeir verða varðskipsins varir í kíki. f>eir þekkja skipið í 10 sjómílna fjarlægð í minsta lagi, og þó faiið sé með fullri ferð, þá geta þeir mjög hæglega farið 3—4 sjó- mílur með vörpuna úti, áður en kom- ið er að þeim, eða að hægt sé að gera svo nákvæma mæling af stað þaim, sem þeir hafa verié á, að auðið sé að höndla þá samkvæmt lögum. f>að þarf fleiri skip og smærri, sem ekki eru auðþekt. f>á eru viðskifti landsmanna við þá annað atriðið, sem er mjög eftirtekta- vert. f>au eru þeim að mörgu leyti til minkunar. Ekki er nóg með hin óeðlilegu verzlunarviðskifti og mök við þá, og það, að landið missir árlega fjölda af sínum beztu sjómönnum til Englands og annarra landa á botn- vörpunga, heldur hitt, að þegar ís- lendingar eru orðnir hásetar þeirra, þá fara þeir með þá á beztu fiskimiðin, sem þeir þekkja, og eru þess mest fýs- andi, að veitt sé í landhelgi, og njósna um ferðir varðskipsins og segja þeim frá, í félagi við formenn á opnum bát- um, er fá fisk hjá þeim. f>etta er því miður satt. Ennfremur er hörmung að hugsa sér, hvílíkum ógrynnum þeir fleygja út af dauðum fiski við strendur lands- ins. f>að skiftir mörgum miljónum króna. á ári. Eftir nákvæmum skýrsl- um úr mörgum stöðum veit eg með | vissu, að allir þeir botnvörpungar, sem fiska hér, fleygja miklu meira út af

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.