Ísafold - 14.06.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.06.1902, Blaðsíða 2
146 fiski, en allur franski, íslenzki og fær- eyski fiskifiotinn afla hér aliir að sam- anlögðu. Hugsið yður dæmi, að eftir því sem Guðm. Binarsson í Nesi sagði mér, þá hafði af 10 botnvörpuskipum, er lágu á sama fiskimiði í Faxaflóa nóna á sunnudaginn, verið kastað í sjóinn að minsta kosti 5—600 skpd. af fiski, þennan eina dag. Við Vestmanneyjar skifti það tugum þúsunda, sem þeir fleygðu í sjóinn daglega frá því í byrj- un marz og þangað til síðast í maí. Enda ber og Englendingum saman um það, að nú sem stendur geti þeir með engu móti fiskað á beztu fiskimiðum við Ingólfshöfða og Dyrhóla, af því að varpan troðfyllist undir eins af dauð- um og morknum fiski. Hvernig á nó að taka hér í taum- ana? Hér er sannarlega margt, sem þarf að athuga. |>að er mjög mannóðlegt og rétt, sem hr. kommandör Hammer sagði nó fyrir nokkrum dögum: »það er ljótt og skaðlegt, að íslendingar skuli hafa svona mikil viðskifti og mök við botnvörpungana; en það er líka sorg- legt að hugsa sér, að þessum auðæf- um skuli öllum vera fleygt í sjóinn aftur«. En eins og ástatt er hjá oss getum vér ekki öðruvísi en með samkomulagi við þá, er hlut eiga að máli, skift oss neitt af því, sem botnvörpungar að- hafast fyrir utan landhelgi, en vér ætt- um þó að minsta kosti að reyna að gera ráðstöfun um, að ekki sé fleygt ót fiski á fiskimiðum í land- helgi. |>að gefur að skilja að íslendingum sjálfum ætti að vera það áhugamál, að botnvörpuskip þau, er fiska í land- helgi, fái makleg málagjöld, og ættu þeir þvf að gjöra alt sem í þeirra valdi stendur til að koma upp um þá. Enda hefir höfuðsmaðar sá, er nó er fyrir »Heklu«, kommandör R. Hamm- er, látið þann boðskap ót ganga til margra bér við land, að ef botnv rpu- skip sé í landhelgi, pá skuli róa út að þeim, og taka nákvœmlega mið af þeim stað, sem botnvörpungur er á, ásamt nafni hans, heimili og tölu, og senda þœr skyrslur svo til sýslumanns eða til hans (B. Ilammer) við fyrsta tœkifcerú. f>að liggur í augum uppi, að ekkert er að græða á þeim skýrslum, sem marg- ir hafa komið með til Heklu, að »margir« botnvörpungar hafi verið í landhelgi þann og þann dag og á þeim og þeim stað, þegar enginn veit um nöfn þeirra eða nómer. Áður en eg lýk við þetta mál, vil eg í sambandi við það minnast hval- veiðanna hér við land. f>ær eru orðnar sannarleg landplága, bæði til skaða og minkunar landi voru og löggjöf. f>að er nærri því orðið ofseint, að reyna til að reisa skorður við ótrýmingu hvalsins við ísland. Hér er gjöreytt hval á öllu því svæði, sem hvalarar hafa veitt á und- anfarin ár. Nó hafa þeir orðið að flýja Vestfirði og flytja sig til Austur- lands, vegna þess að þeir hafa engan hval fengið. En það verður skamm- góður vermir, því eftir nokkur ár sést þar heldur enginn hvalur, og erhon- um þá gjöreytt við ísland. Verður þá hvorutveggja jafnsnemma, að hval- urinn hverfur, og að eigendur ótvegsins hafa sig á kreik til að reyna fyrir sér annarstaðar. Eru þá úr sögunni fram- lög þeirra til landssjóðs og sveita. f>að er annars eftirtektavert, að lög- gjöfin gjörir ekkert til að stemma stigu við þessu, að hvölum sé gjöreytt við ísland. Hugsið yður áður á tíðum, þegar landið hefir verið umkringt af hafís og engar siglingar hafa komist með matbjörg til landsins, þá hafa það verðið hvalrekarnir, sem hafa haldið lífinu í fjölda manna víðs vegar um land, og hafa orðið til að stemma stigu við því, að kvikfénaður eyddist í heil- um sýslum mönnum til bjargar. f>að er síðast að á minnast um 1880, er Norðlendingar fengu hina miklu hvalreka með ísnum, er bjargaði mörgum héruðum við hungri og hörm- ungum. En hvernig fer? Nó þetta ár hefir hafísinn legið í kringum landið langan tíma, og víða sorfið að mönnum um bjargræði, en ekki orðið vart við nokkurn hvalreka. Mér finst annars það vera skylda fiskifræðings landsins, að opna augun á þjóðinni fyrir botnvörpu- og hval- veiðamálinu, því það má sannarlega ekki ganga þegandi fram hjá aðför- um þessara útlendu ránfugla. f>ótt bvalararnir eigi að heita að nafninu búsettir hér, þá eru þeir ein- göngu farfuglar, sem von bráðara yfir- gefa landið, þegar þeir sjá, að útgjörð- in svarar eigi lengur kostnaði, en það verður nó eftir nokkur ár, ef þeir mega eyða honum alveg fyrirstöðu- laust á síðasta griðastað hans hér við land, sem er nú norðurhluti Austur- lands frá Langanesi að Gerpi. það sem gera þyrfti til að reyna að létta þeim vandræðum er: 1. Að fá hingað til strandgæzlu tvo fallbyssubáta á stærð við botn- vörpunga, sem séu hér alt að 9 mán- uði árlega. 2. Að íslendingum sé gjört að skyldu að hafa eftirlit með þeim botn- vörpungum, er koma í landhelgi, sam- kvæmt því sem kommandör Hammer hefir gefið reglur fyrir, og jafnframt að þeir fái endurgoldna fyrirhöfn sína, ef þeir botnvörpungar nást, sem ljóst- að hefir verið upp um. 3. Áð öllum Islendingum sé með lögum bannað að eiga verzlun við þá úti á sjó, eða sækja fisk til þeirra. 4. Að reyna að koma samningum á við ótlend ótgerðarfélög, að euginn botnvörpungur fleygi neinum fiski út neinstaðar við Island. ð. Að hverjum botnvörpung verði gjört að skyldu að sigla á næstu höfn og selja þar fisk þann, sem þeir mundu annars fleygja, eða álíta ekki avara kostnaði að fara með á markað erlendis. 6. Að engan hval megi skjóta í landhelgi við ísland, og að hvalarasé eins gætt og þeir háðir sömu lögum sern botnvörpungar, ef þeir verða upp- vísir að broti. 7. Að lagt sé 50 kr. gjald til lands- sjóðs á hvern hval, sem skotinn er og fluttur til hafnar á íslandi, umfram það sem uó er. P. t. varðskipinu »Heklu« við Island 6. júni 1002 Matth. pórðarson. Bankaþjónninn með tekju-aukaupp- götvanina nafntoguðu (að auka tekjurnar með því, að bæta við þær nokkrum hluta útgjaldanna) kvað vera að ólmast enn og botnveltast ragnandi i bankatóls-flaginu þeirra fóstbræðra. Hann heldur að ekki þurfi annað en að bljóða nógu bátt og títt, að 2 og 2 sé 7 eða 9 eða hvað ann- að, er vera vill, til þess að renna fari tvær grirnur á tilheyrendur um, hvort gamla kenningin um, að 2 og 2 séu 4, muni nú vera áreiðanlega rétt og sönn. Og svo imyndar hann sér, að það sé vitna- leiðslu-atriði, lögmálið um, hvað fram kemur, ef tvær eða fleiri tölur eru lagðar saman; og ennfremur, að slík vitnaleiðsla firri hann vítum fyrir iilmæli, — illmæli um alt annað efni, meir að segja. »Kosningalækninum« hefði veríð meiri þörf að taka mann þenna til venjnlegrar lækningar en að leggja í leiðangur suður um nes til að reyna að pota honum inn á þing. Hafisinn og ritsími. Herra ritstjóri ! Hór meö leyfi eg mér að biðja yður um rúm í yðar heiðraða blaði Isafold fyrir nokkrar at- hugasemdir út af hafísnum, vorum skæðasta óvin hér á Norðurlandi, er hefir sýnt oss, hversu ómetanlegt gagn ritsími (telegraf) hefði gjört þessum landsfjórðung þetta ár, þótt verzlunar- stéttin finni alt af mest til þessarar vöntunar í viðskiftalífinu. Eftir áætlun sinni átti Vesta að koma hér um miðjan marzmán., en um sama leyti rak hafísinn inn á alla firði og flóa hér, og að Horni og Langanesi, svo að allar skipaferðir teptust, og verið var í verzl- unarstöðunum hér nyrðra viku eftir viku að gizka á, hvar Vesta væri þann og þann daginn, og hve nær hún mundi korna. Um þessar mundir voru rnenn mjög áfjáðir í að fá einhverjar fréttir með landpósti í hverri ferð að sunnan, kannske fréttir til gufuskipaafgreiðslunnar hér fyrir »Sameinaða félagið«, hvað skipstj. Gotfredsen ætlaði að gjöra við vörurtr- ar hingað, hvort hann ætlaði sér að af- ferma þær einhversstaðar, eða hafa þær í skipinu þar til hann gæti skilað þeim. En ekki kom nokkur fregn frá hinum heiðraða afgreiðslumannni í Reykjavík, sem líklega hefir þótt óþarfi að láta afgreiðslumenn á Norðurlandi vita um fyrirætlanir skipstj. Godtfredsens. Loks kom sú fregn með ferðamönn- um að sunnan, að skipstjóri »Vestu« hefði sagt, að ef ís tálmaði honum að komast fyrir Langanes og Horn, þá atlaði hann að bíða til 1. maí, og sjá, hvort ísinn lóhaði ekki frá; en lengur biði hann ekki, og þann dag færi hann frá Islandi. Sé þessi fregn sönn, hvers vegna var þá konsúll Zimsen í Reykjavík ekki svo hugulsamur, að tilkynna afgreiðslu- mönnum »Vestu« á Norðurlandi þessa fyrirætlun skipstjóra Godtfredsens, setn öllum hér hefði þótt fróun að fá svo mikla vitneskju um áætlun "Vestu, sem öll var komin á ringulreið? Hvar vörurnar hafa verið affermdar, er mötrnum hér jafn-óljóst ennþá, því »Norðurland« flytur þær fróttir eftir »Hólum«, ab Vesta hafi farið með vör- urnar til Færeyja og affermt þær þar, en með sunnanpósti kom sú fregn, að skipstj. Godtfredsen hefði lagt vörurnar fil Norðurlands upp í Hafnarfirði og Reykjavík. Hvað af þessu er sannleikur, hverju á að trúa ? Er það ekki skylda af- greiðslumanns »Sameinaða félagsins« í Reykjavík, að skýra afgreiðslumönnum á Norðurlandi frá þessu ? Það er von, að kaupmenn, sem eiga vörur með Vestu, vilji mjög gjarnan vita, hvað verði gjört við vörur sínar, hvar þeim verður skipað upp, er svona stendur á o. s. frv. Þetta er óskiljan- legt athugaleysi frá afgreiðslumannsins hálfu. Póstbréf þau, sem hingað áttu að fara með Vestu, var póstmeistarinn, S. Briem, svo hugulsamur að senda þeg- ar norður með landposti. En hvers vegna voru ekki póstbrefin, sem kontu með»Skálholti« fráútlöndum, einnig send með landpósti norður ? Póstbrófin, sem voru með Skálholti, komu því 1 mánuði seinna til viðtakenda, heldur en þau mundu hafa gjört, hefðu þau verið send með landpósti, sem kom hér um sama leyti og »Skálholt« átti að koma hing- að í 1. ferð sinni að sunnan. Það virðist vera sjálfsagt, þegar ísinn auðsjáanlega tálmar skipaferðum kring- um landið, að öll bréf og blöð sóu send með landpóstum, þar til full vissa er fyrir því, að bréf og blöð komist tafar- laust til viðtakenda. Eg hefi leyft mér að vekja athygli á ofangreindum atriðum, þar eð það því miður verður varla í síðasta sinn, sem ísinn legst að ströndum vorum og hylur þær með sínum hvíta hjúp; og það muudi gleðja mig, ef línur þessar gætu orðið til þess, að vér Norðlingar yrðum ekki framar olnbogabörn lands- ins í þessum atriðum, er líkt stendur á. Sauðárkrók 22. maí 1S02. Chr. Popp. Manntjón af landskjálftum og eldgosum. Út af voðatíðindunum frá Marti- nique rifja blöð upp samkynja slys frá ýmsum tímum víðs vegar um heim, er sögur fara af, fyr og síðar. Ber sú skrá með sér, að nokkur dæmi eru til enn meira manntjóns er þar hefir orð- ið, svo voðalegt sem það er; en það eru landskjálftar, sem því hafa valdið ávalt hér um bil, en ekki eldgos. Landskjálftarnir hafa þá oft tekið yfir stórt svæði, og tjónið orðið þeim mun meira fyrir það. Að fráskildu gosinu úr Vesúvíus ár- ið 79 e. Kr. eru skýrslurnar að eins frá 3 síðustu öldum. 1667 gengu landskjálftar í Sche- macha í Kákasusfjöllum 3 mánuði sam- fleytta og urðu að bana 80,000 manna. 1692 hrundi borgin Port Royal í eynni Jamaica (í Vesturheimseyjum) og banaði 3000 manna. 1693 hrundu í landskjálfta 54 borg- ir á Sikiley og 300 þorp. þar týnd- ust alls um 300,000 manna. 1703 hrundi borgin Yedda í Japan. þar fórust 200,000 manna. 1751 urðu landskjálftar í nánd við Peking í Kína. þar týndust 100,000 manna. 1746 týndust 18,000 manna í land- skjálfta í Lima og Callao í Peru. 1755 varð landskjálftinn mikli í Lissabon. þar týndust að sögn 50,000 manna. 1797 hrundi borgin Santa Fe í Pa- nama. Manntjón 40,000. 1812 urðu landskjálftar 12,000 manna að bana í Kákasus. 1868 létust 20,000 manna í land- skjálfta í Port Royal í Peru. 1883 fórust 35,000 manna af eld- gosi í eynni Java. 1895 létust 1000 manna af land- skjálfta í Kamaschi í Japan, en sjór gekk á land þar og banaði 20,000 manna. Loks gerðu landskjálftar stórtjón í vetur (1902) í Schemacha í Kákasus og bönuðu 4,000 manna. Gód skilvindukaup. Herra söluagent S. B. Jónsson i Rvik. hefur birt í Isafold greinarstúf dags. •/* 1902, er hljóðar þannig: »Eftir þvi, sem nákttnnugur maður og skilrikur hefur skrifað mér, þá stendur svo á hinum óvenju-ódýru skilvindum, sem get- ur um i grein úr Austur-Skaftafellssýslu í ísafold 19. f. mán, að þær voru afgangur af vélum með eldra lagi og óumbættu, sem verksmiðjan taldi sér hag að losna við fyrir eitthvert verð« o. s. frv. Þar eð ummæli þessi munu eiga við skilvindur þær, er eg veturinn 1901 pant- aði fyrir okkur Austnr-Skaftafellinga, þá álit eg skyldu mina að leiðrétta þau, og leyfi mér þvi, að skýra lesendum ísafold- ar frá skilvindukaupum mínum, svo að þeir geti séð, hve ummæli þessi ertt ósönn og af illum toga spunnin Um haustið 1900 skrifaði eg hlutafélag- inu »Titan« i Kaupmannahöfn og spurði hvað það seldi skilvinduna Alexandra nr. 13, ef keyptar væru 5—10 skilvindur í einu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.