Ísafold - 14.06.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.06.1902, Blaðsíða 3
Félagið svaraði þessu bréfi rninu og vísaði mér til umboðsmanns sins, berra St. Th. Jónssonar á Seyðisfirði. Eg skrifaði félag- inu þá aftur, og skýrði því frá að eg, af ástmðum, er eg tók fram í bréfi mínu, gæti ekki átt viðskifti við liann, en óskaði að fá ákveðið svar sem'fyrst. Félagið skrifaði mér þá á ný, og bauðst til að selja mér skilvinduna Alexamlra nr. 1 3 endurbœtta með umbúðum og fiutta á skip í Kaupmanna- höfn fyrir 6■> kr., ef eg keypti 5 —10 skil- vindur í einu, en tók það fram, að borgun- in yrði að fylgja með pöutuninni. I a- prílmánuði f. á. sendi eg félaginu peninga fyrir 23 skilvindur og 25 potta af skilvindu- oliu. I júnímán. komu skilviudurnar og olian með góðum skilnm frá félagsins hendi, en sakir þess að »Hólar« koinu ekki við á Hornafirði, varð eg að láta sækja þær austur á Djúpavog. Þegar skilvindurnar voru komnar heim til mín, þá kostaði hver þeirra, með einuin potti at skilvinduoiiu, 63 kr. 87 au Söluagentinn segir, að vélar þessar séu metfeldralagi og óumbættar, sem verk- smiðjan taldi sér hag að losna við fyrir eitthvert verð. Til þess, að herra S. B. Jónsson geti nú borið vélar þær sem hann hefur á boðstólum, samau við vélar þær, er eg keyfti, þá vil eg í fáum orðum lýsa þeim fyrir honum í aðalatriðnnum, þvi eigi hýst eg við að hann gjöri sér ferð austur i Hornafjörð til þess að leita sannleikans i þessu skilvindumáli. Möndullinn i skilvindunni gengur ofan í holu á botni hennar; á möndulhnúðnum hvilir skilkúlan. Ofan- og utanyfir hana gengur undanrennupipan og ofani hana rjémapípan. £>á kemur mjólkurtrektin; úr botni bennar gengur pipa niður i skilkúl- una, en niður í trektina gengur mjólkur- sigtið, sem einnig skamtar, mjólkurrenslið úr trektinni í skilkúluna, en i sigtið er lát- inn mjólkurtemprari, sem lyftist npp ‘ af mjólkinni í sigtinu, og gengur upp úr hon- um standur, líkur tappatogara, uppí kran- ann á mjólkurhylkinu og jafnar renslið úr þvi. Mjólkurhylkið stendur á þríarmaðri stétt, sem fest er á járnuppstandare, en hann er aftur skrúfaður á spaða, sem geng- ur út úr barmi skilvindunnar. Nú vil eg syrja herra söluagent S. B. Jónsson, i hverju þessi endurbætta skilvinda Alexandra nr. 13, sem eg keypti hjá verk- smiðjunni sjálfri í Kaupmannahöfn fyiir 60 kr., er frábrugðin þeim Alexöndrum nr 13, sem hann selur á 80 kr.? Einnig skora eg á hann að nafngreina þennan nákunnuga, skilríka heimildar- mann sinn; að öðrum kosti verð eg að á- líta að hann sé sjálfur; faðir að hinum framangreindu ósönnum ummælum og hafi ritað þau sem annar agent, til þess að mæla með skilvindum þeim, er hann selur 25 °/0 dýrarijen eg keypti sams konar vélar hjá sömu verksmiðju. Óski söluagentinn að fá nákvæmari skýrslu um bréfaviðskifti min við hlutafélagið »Titan«, þá getur hann fengið hana síðar, en eg er hræddur um að það verði eigi til þess að bæta fyrir ekilvindusölu hans. Að endingu vil eg leyfa mér að benda stjórn Búnaðarfélags Islands á, að heppi- legra muni fyrir bændur, að stjórnin sjálf semji við verksmiðjurnar um kaup á jarð- yrkjufærum og búskaparáhöldum, þvi að eftir minni eigin reynslu að dæma munu bændur þá fá verkfæri 20—25 °/0 ódýrari en þau fást hjá umboðsmönnum verksmiðj- anna. Borgum 24. maí 1902. I»orgr. ÞórÐarson. Ath. Eg hefi gert leturbreytingarnar. Þ. Þ. * * * Skilvinda sú, Alexandra nr. 13, er eg keypti hjá herra kaupmanni St. Th. Jóns- syni Seyðisfirði sumarið 1900, fyrir 90 kr., er þannig útbúin, að mjólkurílátið er sett ofan í rjómapipuna beint yfir skilkúlunni, og gengur pipa niður úr mjólkurílátinu of- an i kúluna, en enginn mjólkurtrekt, krani eða mjólkursigti fylgdi, og keyrir ekki til þannig löguðum vélum, sem eru með eldra laginu, og að því leyti ólikar skilvindum þeim, Alexandra nr. 13, sem héraðslæknir ^0rgr. Dórðarson pantaði fyrir Austur- SkaftfeUinga i fyrra, því að i þeim er mjólkurtrekt, mjólkursigti og mjólkurtempr- an, sem gengur uppi mjólkurílátið, en það stendur á stétt fyrir utan vélina. Þetta vottast hér með samkv. beiðni Hólum 24. maí 1902. Þorleifur Jónsson. Hr. Ch. Fermaud frá Sviss, unglingafélagsforstöðumað- ur, kom að norðan í gærkveldi úr sinni ferð, er heitið var cil Akureyrar og þaðan með Vestu heiinleiðis. Hann sneri aftur á Hólum í Hjaltadal, til þess að ná hér í Laura og komast með henni. Samkomur hólt hann víða á leiðinni og var vel fagnað, þótt slæmt sé ár- ferðið. Félagsdeild (K. F. U. M.) stofnaði hann á Sauðárkrók. Kand. Sigurbj. Á. Gíslason var í för með honuin. Veðurathuganir í Reykjavík. eftir aðjunkt Björn Jensson. 1902 júní Loftvog millim. Hiti (C.) >- err e*- <3 <x> C* c *-í cr S c* Skvmagn! Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld. 7.8 763,6 8,6 0 9 0,5 6,1 2 763,8 10,2 W8W í 3 9 764,6 8,7 W i 3 Sd. 8. 8 764,4 8,8 NW í 9 5,9 2 765,1 10,6 NW í 4 9 765,9 8,8 NW í 4 Md. 9.8 765,6 7,1 WNW í 9 6,4 2 765,0 9,1 WNW í 9 9 763,7 8,5 WNW i 8 Þd. 10.8 761,1 9,5 0 4 6,8 2 760,0 11,7 N 2 2 9 759,2 10,5 0 4 Md.11.8 758,8 7,8 E 1 9 4,9 2 758,5 8,9 N 2 3 9 759,8 7,8 S i 8 Fd.12. 8 760,2 8,3 8W i 8 0,3 4,7 2 760,5 8,6 W i 9 9 761,0 7,7 W i 8 Fsd.13.8 761,4 8,1 w i 2 5,2 2 762,4 9,6 0 7 9 764,5 10,9 0 5 I heljar greipum. Frh. Hin unga mær sat hljóð og föl og horfði forviða framan í Stephens, er lyfti ásjónu sinni upp í móti henni. Hún vissi ekki, hvað hún átti að segja eða gera á þessari hátíðlegu stundu, andspænisást þeirri, ersvo logaðiskært í dimmum skugga dauðans. það var barnshjarta hennar óskiljanlegt; en það skildi hún, að indæl var hún og harla fögur um leið. »Eg skal ekki segja meira«, mælti haan; »mér skilst það vel, að yður sé raun í því. En mig langaði til að þór vÍ8suð það, og nú vitið þér það, og þá er alt goct. |>akka yður fyrir að þér hlýdduð á mig með þolinmæði og ljúfmensku. Eg get ekki komið hendinni á mér upp. Viljið þér ekki rótta yðar niður«. Hún gerði það og Stephens kysti á hana. Síðan sneri hann sér við og tók sér aftur stöðu milli þeirra Bel- monts og Fardet. Hann hafði aldrei alla æfi í allri baráttu sinni og hvaða happ sem hon- um að höndum bar fundið til annars eins yls rólegrar ánægju eins og um hann lagði allan þessa stund, er við honum ginu kverkar dauðans. Ástin gerir ekki að bugsa né álykta. Hún er insta eðli lífsins — yfirskyggir og ummyndar alt annað; hún er eina til- finningin, sem er afdráttarlaus unaður og sæla. |>jáning hefir gleði í för með sér, örbirgð er allsnægð og dauðinn indæll, ef sveipað er þeim gullua hjúp. Fyrir því var það, að Stephens hefði getað sungið af fögnuði, er hann stóð augliti til auglitis við morðingja sína. Hann hafði í raun réttri ekki tíma til að hugsa um þá. fi>að var svo al- gleymislega mikilvægt og dýrðlegt, að nú gat hún ekki litið á hann lengur eins og aðvífandi kunningja. Nú mundi hún hugsa til sín alla æfi; — því nú vissi hún. Hún bafði úlfalda Chochrane hersis á aðra hlið sér. Hann hafði, hinn gamli hermaður, er nú var laus orðin hendin, litast um vandlega og verið að skygnast eftir með sjálfum sér svo harðfengislega, sem honum var tamt, hvort það væri nú alveg áreíðanl. gt, að þrotin væri gersamlega öll von. jpað var auðséð, að Arahar þeir, >er fylkt höfðu sór kriug um bandingjaua dauðvona, áttu að verða eftir hjá þeim; en hinir, setn seztir voru á bak úlf- öldunum, áttu að gæta þeirta hersis- in3 og kvennanna þriggja. það var hann sízt að skilja, að ekki var búið að höggva af þeim höíuð, nema ef vera skyldi, að þeim gengi það til að bíða þangað til að Egiptar væru komn- ir fast að þeim, til þess að geta skap- raunað þeim sem allra-sárast með því, að láta þá hitta fyrir volg líkin þeirra félaga; það var þeim líkast, jafnþræl- séðum grimdarseggjum. Hersirinn hafði heyrt getið slíkrar varmensku áður af þeirra hendi. En þá áttu ekki að vera éftir nema 12 Arabar hjá bandingjunum. Ætli þar mundi vera nokkur þeim hliðholl- ur? Yæri Tippy Tilly og lagsmenn hans sex þar og ef Belmont tækist að losa á sér handlegginn og ná í marghleyp- una sína, þá væri ekki óhugsandi að þeim yrði sigurs auðið. Hersirinn gægðist eins og hann gat; en stundi þungan, er hann sá framan í þá alla við eldsbjarmann. þetta voru tómir Baggara-Arabar,menn, sem engan líkn- arneista báru í brjósti og aldrei þágu mútur. Tippy Tilly hlaut að hafa haldið á stað með fiarnliðinu. það var í fyrsta skifti, er hinum kjarkmikla gamla manni hvarf öll von. *Verið þið sælir, félagar! Drottinn veri með yður!« kallaði hann, er svert- ingi einn tók í snoppuhringinn á úlf- alda hans og fekk hann til að halda á stað eftir hinum. Kvenfólkið skreidd- ist á eftir, svo aumlega á sig komið innan brjósts, að því verður ekki með orðum lýst. þeim var það léttir, karl- mönnunum þremur, sem eftir stóðu. *Mér þykir vænt um, að þær eru farnar«, mælti Stephens af hjartans instu rót. »Já, það var gott!« kvað Fardet. »Hvað ætli við megum nú til að bíða lengi?« »£kki til lengdar úr þessu«, anzar Belmont þungbúinn; Arabar slógu hring um þá í sama bili. þegar þau hersirinn og kvenfólkið kom upp á hæðina fyrir sunnan kvos- ina, litu þau aftur. þau sáu bjarm- ann af máleldinum milli pálmanna og glatnpa á 3 ljósleita hatta í síðasta sinn, yfir höfðum Araba. Brátt tóku úlfaldarnir árás, og er þau litu enn aftur, var pálmalundur- inn ekki orðinn annað en dökkur kleppur, og vottaði fyrir upp úr honum miðjum ofurlítilli ljósglætu. Og með- an þau einblíndu með brennandi þrá á þann blikandi rauða depil í myrkrinu, fór að halla undan fæti aftur, svo að hann leið í hvarf, og var nú ekkert annað, en endalaus að sjá, hljóðlegöræfin alt umhverfisf tunglBljós- inu. En dökkblá alstirnd himinhvelfing- in yfir höfðum þeim, og hallaði niður að ómælilegri sandauðninni. Mátti eigi í milli sjá þar sem sarnan rann loft og láð. Kvenfólkið sat hljótt og stúrið, og hersirinn mælti eigi heldur orð frá vörum — hvað átti hann að segja? En þá hrukku þau öll við, þar sem þau sátu á baki úlföldunum, og Sadie hljóðaði hátt upp yfir sig af skelfingu. Bak við þau í næturkyrðinni heyrðu þau skothvin, af riffilkúlu, og svo ann- an og síðan marga í einu með fjörug- um brestum, og svo — eftir litla hvíld — eitt skot enn. »|>að hljóta að vera bjargvættirnir okkar! það geta verið þeir Egiptarn- ir!« kallaði frú Belmont upp, eins og alt í einu kviknaði í brjósti hennar nýr vonarneisti. Farfavörur allskonar, fást ódýrar í verzluninni Farfiafýmsuni litum, bæði olíu- rifinu og Jsuf (duft) ennfr. Fernisolía, Tes?pentína, þurkandi, Kopallak, Skeiðvatnsfceitasi, Kin- rok Krít, heil og rifin, Kítti o. m. fl. Vagnáburður, Ofnsvería í désum Geitask. — sverta, ágætur Vatnsetígvélaáburður (Feitisverta) o. m. fl. Allii- sem eiga enn y!l hjá mér, sem kentbd hefir verið A Alafossi síð- astlið. vetur, eru beðnir að sækja hana hið fyrsta og borga um leið. Jón bói öai son kaupmaður. eru komnar. Þær eru mesta þing fyrir hvert heimili. Kornin heils árs reynsla fyrir því hér, að þær eru hentugar. 2 vélar voru keyptar handa Hvanneyrarskólanum í fyrra, sem hafa reynst ágætlega, og þriðja vélin er pöntuð nú þangað af stærri og dýrari tegund en þær fyrri. Björn Kristjánsson. K- F. U. M Sunuudaginn lö. júní kl. 5 síðdegis flytur oberst-lautinant Ch. Fermaud guðrækilega tölu í dómkirkjunni. Máuudag 16. júní kl. 8 síðd. segir hann frá ýmsu um K. F. U. M. í ýmsum löndum. Ailir velkomnir. Uppboð á ýmsum smíðatólum o. fl. til- heyrandi þork. sál. Gíslasyni snikk- ara, verður haldið fimtud. 19. þ. m. í Tjarnargötu 8. Sunnudaginn 15. júní fer Helgi Pótursson með alþýðu manna um nágrenni Beykja- víkur og skýrir fyrir mönDum hversu laudið er til orðið og fleira er að jarð- fræði lítur. Förin hefst kl. 10 frá Skólavörðunni. þar fást aðgöngumiðar á 10 aura. Tapast hefir vasaúr á götum bæjarins. Finnandi er beðinn að skiia því á afgr. ísafoldar mót fundarlaunum. Passíusálmar til sölu í bókverzlun ísafoldarprentsm. (Austurstr. 8); Skrautprent. og í skrautb. . 2 kr. í skrautbandi..........i ■‘/a — í einf. handi.......... i —

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.