Ísafold - 18.06.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.06.1902, Blaðsíða 1
ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bnndin viÖ áramót, ógild nema komin sé til ntgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík miðvikudaginn 18. júní 1902. 38. blað. Kenmr nt ýmist einn sinni eða tvisv. i vikn Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr.; erlendis 5 kr. eða 1 l/s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram.) XXIX. árg. I. 0. 0 F. 846279. IL_____________ Forngripasafn opið md., mvd. og ld 41—12. Landsbókasafn opið hvern virkan dag ki. 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3) rnd., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar %1. 11-1. Okeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- «onar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag 'kl, 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 ■og kl. 6 á hverjum helgum degi. Hlutafélagsbankinn. Lögin frá siðasta þingi um stofnun hlutafélagsbanka á ís- landi hlutu konungsstaðfest- ingu 7- þ- m. þar með hefir það mál fengið sín fullnaðarúrslit, samkvæmt samhljóða vilja alþingis (30 atkv. af 34, — þeir 4 greiddu eigi atkvæði) og eftir því í fullu samræmi við ríkustu þjóðræðis- bröfur. Og þó, — þó er víst óhætt að full- yrða, að verri tíðiudi hafa ekki nýlega borist sumum ónefndum þjóðBkörung- um vorum og þinggörpum en fréttin um þá lagastaðfestingu; — hún flutt- ist hingað í fyrra kveld. Svo kynlega er þeim háttað, sumum þjóðarleiðtogunum íslenzku og hefðar- gæðingum. jpegar fréttist í vor, að nbankamenn- irnir« í Khöfn hefðu gengið að kostum þeim, er lögin settu þeim, og mundu þá lögin hljóta konungsstaðfestingu von bráðara, heyrðist það hljóð úr horni í afturhalds-herbúðunum, að lík- legt væri, að stjórnin færi ekki að láta staðfesta þau samt. jjpað væri von- andi, að hún færi ekki að verða svo hláleg, að staðfesta frumvarp, sem — þingið hafði samþykt í einu hljóði! Og er enn varð nokkur dráttur á staðfestingunni, hoppaði í sumum hjartað af fögnuði, og var ótæpt gefið •í skyn, að ekki mundi mikið að marka, þótt fullyrt væri af annarra hálfu eftir áreiðanlegum fréttum frá Khöfn, að staðfestingin raundi koma þá og þegar. Nú e r hún komin. Og þau bréfleg ummæli fylgdu frá einhverjum staðfestingarvaldinu ná- komnum, að ekki hefði verið annað hægt en að staðfesta lögin, úr því að þingið hefði samþykt þauíeinu hljóði, landshöfðingi lagt með þeim og þjóð- bankinn einnig látið vel yfir þeím. Hvers efnis er þá þetta laganýmæli og hver áhrif eða afleiðingar hefir það? Afleiðingin er nú fyrst og fremst sú, — svo að þeirri spurningunni sé fyrst svarað—, að Landsbanka-e i n v e 1 d i ð ervæntanlega úr sögunni á næstu miss- irum. það er margur maður, sem það þyk- ir betur orðið en óorðið. Onnur er sú, að varla tekst lengi úr þessu, að haida raeiri hluta lands- ins í peningaBvelti, með þeim þungu bÚBÍfjum, er því ástandi fylgja. Útbú komaBt væntanlega á í helztu kaupstöðum landsins á fárra missira fresti, almennilegar bankastofnanir, en ekki kák-holur, eins og sú sem Lands- bankinn rauk til að stofna í vor á Akureyri fyrir siða sakir og til þess að geta slegið því ryki í augu þings- ins í sumar, að nú væri úr þeirri nauðsyn leyst og engin þörf að vera að rekast í því máli lengur, banka- málinu, nema rétt að eins að veita Landsbankanum rífa lúntökuheimild, til þess að ekki þyrfti að láta skrölta í tómum peningaskrínunum á útbúinu. Afleiðingarnar eru vitanlega miklu fleiri. þessar eru að eins hinar fyrstu og helztu. Hvers efnis nýmælið er. það er heimild fyrir stjórn lands- ins að veita hlutafélagi, er nafngreind- ir menn í Khöfn standa fyrir (Arntzen og Warburg), »leyfi til að stofna hluta- félagsbanka á íslandi, er. nefnist »ís- lands banki«, og hafi einkarétt um 30 ára tímabil til að gefa út seðla, er greiðist handhafa með mótuðu gulli, þegar krafist er. 8kal það vera til- gangur íslands banka, að efla og greiða fyrir framförum íslands í verzl- un, búnaði, fiskiveiðum og iðnaði, og yfir höfuð bæta úr peningahögum landsins«. Fyrsti munurinn á þessum banka og Landsbankanum er sá, að lands- bankinn gefur út seðla, sem e k k i greiðast handhafa í mótuðu gulli, þeg- ar krafist er, heldur styðjast í þess stað við ábyrgð landssjóðs. Með öðrum orðum: annar bankinn gefur út innleysanlega seðla, hinn ó- innleysanlega. Hlutafé bankans er 2—3 miljónir, og seðla má hann gefa út alt að 2£ milj. króna, og sé helmingur þeirra trygður með málmforða í vörzlun bankans, en hitt með annari »vissri og auðseldri eign«. Einkarétt hefir bankinn til seðlaút- gáfu hér á landi. þó skulu seðlar Landsbankans vera í fullu gildi, »en ekki má auka þá fram yfir það, sem nú er«. Vegna seðlaútgáfuréttarins er bank- inn háður eftirliti landsstjórnarinnar eftir nánari fyrirmælum í reglugerð, er ráðaneytið fyrir ísland staðfestir. Landssjóði greiðir bankinn 10/» af árlegum arði sínum, þegar biiið er að úthluta hluthöfum af hlutafé þeirra. Hann er skattfrjáls. »Bankinn skal hafa heimili sitt, að- alskrifstofu og varnarþing í Eeykjavík og útbú í hinum stærri kauptúnum íslands, einkum á Seyðisfirði, ísafirði og Akureyri«. Bankanum stjórnar fulltrúaráð 7 manna, er alþingi kýs 3 og hluthafar aðra 3, en íslandsráðgjafinn er hinn 7. og sjálfkjörinn formaður, en landshöfð- ingi varaformaður og gengur í hans stað í forföllum hans. Fulltrúaráðið heldur fundi sína í Reykjavík. (Dag- lega stjórn og umsjón bankans hefir auðvitað bankastjóri, sem fulltrúaráð- ið skipar). Aðalfundir bankans skulu og haldn- ir í Eeykjavík að jafnaði. f>ar ræð- ur afl atkvæða, eftir hlutamagni. Al- þingi kýs þangað 2 fulltrúa fyrir lands- sjóðs hönd. Ráðgjafinn getur felt úr gildi ályktun aðalfundar, ef honum þykir hún koma í bága við tilgang bankans. Fullnægi ekki hinir tilnefndu stofn- endur skyldum þeim, er bankalögin leggja þeim á herðar, áður en liðnir eru 12 mánuðir frá því er lögin öðl- ast gildi, má ráðgjafinn fela stofnun bankans öðru félagi, er fært kynni að vera um það. Landssjóði er gert heimilt að verða hluthafi í bankanum fyrir alt að 2/6 hlutafjárins. Auk þess skulu »ís- lendingar, hvort sem eru einstakir menn, sjóðir eða stofnanir, látnir sitja fyrir í 6 mánuði frá því er lögin öðl- ast gildi, að skrifa sig fyrir hlutum í bankanum«. f>á hlutauppbæð, sem þá vantar til, skulu stofnendur skyld- ir að útvega með ákvæðisverði. f>essi eru aðalfyrmæli laganna. f>að er ein afleiðing þessara laga, sem nefna hefði mátt að framan, að nú er sjálfagt búið að vera um ráðleysis- áformið um lántöku til eflingar lands- bankanum. Hlutdeild landssjóðs í bankanum að 2/5 hlutafjársins eru og litlar líkur til að neitt verði úr. Til þess þarf geysi- stóra lántöku, sem er miklum erfið- leikum bundin. Enda ekki sýnileg á- stæða til fyrirhann að gerast hluthafi í þessari verzlun fremur en hverri annari eða öðrum atvinnufyrirtækjum, t. d. gufuskipafélagi, þilskipaútveg o. s. frv., auk þess sem hann gerðist þá keppinautur við sjálfan sig, þ. e. Landsbankann. Yfirleitt mun almenningur láta vel yfir því, að eiga nú kost á tvennum peningaverzlunarstofnunum í stað einn- ar, allir nema þeir, sem eru sérstak- lega við landsbankann riðnir. f>að er eins um hann og um hverja aðra verzlun, að h o n u m er illa við að fá keppinaut við hliðina á sér. En þar fyrir þarf og á ekki a 1 m e n n- i n g i að vera illa við það. Slíkt væri að minsta kosti býsna-óeðlilegt og ó- vanalegt. Og heldur mikið ánauðar- ok væri það yfir hugum manna, ef það næði svo langt, að þora ekki að óska eftir eða láta sér vænt um þykja, að einokunarverzlun Landsbankans sé af létt. Eins og sjá má á framanskráðu á- gripi hlutabankalaganna er ætlast til, að yfirstjórn bankans sé skipuð ís- lendingum að meiri hluta — 3 al- þingiskjörnum fulltrúum, og ráðgjafa eða landshöfðingja, auk þess sem ráð- gjafinn ræður því, hvernig reglugerð bankans er höfð og hann getur auk þess ónýtt ályktanir aðalfundar. f>ar við bætist, að jafnskjótt sem íslend- ingar eignast sjálfir nokkuð að mun í bankanum, fá þeir enn fleiri fulltrúa fyrir sjálfa sig í yfirstjórn hans. Verði nú, svo sem vonandi er, sá árangur meðal annars af bankastofn- un þessari, að verzlunarstétt landsins neyðist ekki til framar að leita til annarra landa um peningahjálp til að reka atvinnu sína, þá eru það mikil umskifti. Vegna ókunnugleika þar verður hún, þorrinn að tölunni til að minsta kosti, að ganga að afarkostum, rándýrum lánum, 4—5 sinnum dýrari en ella, þegar öllu er á botninn hvolft, og selja raunar mönnum í öðru landi sjálfdæmi um sína hagi að miklu leyti. En þessi hlutabankastofnun er leiðin til þess, að hún fái slíka pen- ingahjálp jafngreiðlega og með jafn- góðum kjörum eins og verzlunarstétt- ir annarstaðar, bver í sínu landi, hjá samlendum lánardrotnum og þing- kjörnum að meiri hlut. En að telja slíkt þjóðinni f heild sinni óviðkom- andi eða gera ráð fyrir, að almenn- ingi — alþýðu — horfi það eigi til beinna hagsmuna, er hin aumasta hégilja og heimska, sem hugsast getur. Hins vegar er það sjálfsagður hlut- ur og auk þess yfirlýst áform stofn- enda bankans, að hugsað verður bú- andlýð landsins m. fl. fyrir nægilegri og hentugri peningahjálp ekki síður en verzlunarstéttinni, með nægilega löngum lánum og ódýrum, samkvæmt beinum fyrirmælum laganna (»að greiða fyrir framförum íslands í verzl- un, búnaði, fiskiveiðum og iðnaði«), og vegna þess, að slíkt er skilyrði fyrir góðu gengi þessara nýju bankastofn- unar. þeir, sem öðru halda fram, gera það annaðhvort af því, að þeir vita ekki, hvað þeir eru að fara með, eða þá að þeir vita sig þóknast með því Landsbankaholunni og hennar dýr- Iingum. Frá útlöndum mjög lítið sögulegt í þetta sinn, til 8. þ. m. Waldeek-Rousseau farinn frá völd- um á Frakklandi og sá maður tekinn við ráðaneytisforstöðu, er Combes heit- ir, gamall maður (67), þingmaður í efri deild. Delcassé fyrir utanríkis- málum sem áður. Friðarfagnaðarglaumur ákafur á Eng- landi. Kitchener lávarði veitt 50,000 pd. heiðursgjöf (900,000 kr.) af parlament- inu. Móti því að eins um 40 írar, og kvað formælandi þeirra, John Red- mond, Kitchener mundu verða fræg- astan í sögunni fyrir að hafa barist við konur og börn. Við það urðu mestu óhljóð á þingi, er stóðu 20 mín- útur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.