Ísafold - 18.06.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.06.1902, Blaðsíða 3
151 Einfaít mál. Eg hefi leaið tneð athygli greinar þær, sem spunniat hafa út af áætlun- ardæmi »Bóndasonar« í þjóðólfi í vet- ur, og er eg ekki í neinum efa um, að áætlunardæmi þetta er skakt; og hér getur ekki verið nema um ácetlun að ræða. Hér á landi er ekki hægt að henda á nokkra áætlun, sem samin er í þessu formi, sem »Bóndason« gerir, og gefur það manni tilefni til að halda, að höf. hafi viljandi samið áætlunina í því formi, sem hún er, til þess að ekki væri tekið eftir þessum 20 þús. kr., sem hann bætir við tekjurnar. Eg leyfi mér að setja hér dæmið á þrennan hátt, fyrst eins og »Bónda- son« hefir það; i öðru lagi eins og dæmið mundi vera sett upp í aðal- reikningsformi, et um reikning í árs- bk vceri að rceða, en ekki ácetlun; og í þriðja lagi í áætlunarformi; og vona eg, að menn sjái þá og sannfærist um, að »Bóndason« og þeir, er á hans máli eru, geri sig seka í, að bæta um 20 þús. kr. við tekjurnar alveg út í loftið. I. Dœ mi »Bóndasonarn. Tekjur: 1. Vextir af 2ý miljón á 5°/» kr. 112,500 2. Provision og aðrar tekj- ur 14,000: 3. Vextir af varasjóði - bankans — 6,000 4. Arleg afborgun af gull- forðanum, sem bankinn eignast árlega, að með- altali — 44,643 kr. 177,143 Gjöld: 5. Vextir og afborgun af 1J miljón 6/» í 28 ár, á ári að meðaltali kr. 75,000 6. Kostnaður við banka- baldið í Reykjavfk .. — 22,000 7. Kostnaður við 3 útibú (6 þús. hvert) — 18,000 8. Tekjuafgangur legst við varasjóð — 62,143 kr. 177,143 II. Sama dcemi sett uppíaða Isretkninqsjormi Tekjur: 1. Vextir af 2J miljón 5"/» kr. 112,500 2. Provision og aðrar tekj- ur ... 14,000 3. Vextir af varasjóði bankans — 6,000 4. Áfborgun 1. árið — 25,000 kr. 157,500 Gjöld: 5. Vextir og afborgun 1. árið 6% Vextir 4j> af 1| milj- ón kr. 50,000 b. Afborgun 1. árið... _ 25,000 kr. 75,000 6. Kostnaður við banka- haldið í Reykjavík — 22,000 7. Kostnaður við 3 útibú — 18,000 8. Á móti tekjulið 4. fær- ist til jafnaðar — 25,000 9. í sjóði — 17,500 kr. 157,500 Eftir þessu dæmi sést, að hagurinn er tvær síðasttölu fjárhæðirnar gjalda megin, 25,000 + 17,500 = 42,500 kr. Er hann því of hátt talinn í áætlun »Bóndasonar» um kr. 19,643, alveg eins og hr. B. Kr. hefir bent á. 111. Venjuleq ácetlun. Tekjur: 1. Vextir af 2J miljón 5°/o kr. 112,500 2. Provision og aðrartekj- ur ..................... — 14,000 3. Vextir af varasjóði bankans ................ — 6,000 kr. 132,500 Gjöld: 4. Vextir og afborgun 1. árið 6/o. a. Vextir4°/» kr. 50,000 b. Afborgun — 25,000 75,000 5. Kostnaður við banka- haldið í Reykjavík ... — 22,000 6. Kostnaður við 3 útbú — 18,000 kr. 115,000 7. Tekjuafgangur ... ... — 17,500 kr. 132,500 þ>essi áætlun kemur eðiilega alveg heim við dæmi II. Tekjuafgangurinn er kr. 17,500, en afborgað hefir verið af gulllániuu kr. 25,000, samtals kr. 42,500. það getur því ekki verið neínum blöðum um það að fletta, að áætlun- ardæmi »Bóndasonar« sé skakt bæði að efni og búningi, þó ekki sé tekið tillit til aðfinninga B. Kr. um aðra liði t dæminu, sem einnig var fullkomin ástæða til að finna að. Hreppsnefndaboddviti. Alþingiskosning. Lausafrétt er komin um það, að Barðstrendingar hafi endurkosið S i g- u r ð prófast J e n s s o n, með 37 atkv., eu síra Guðm. Guðm. í Gufu- dal hafi fengið 15 atkv. Skilvinduvlðgerð. Fyrir tilhlutun Landsbúnaðarfélags- ins og með styik frá því sigldi Sigurð- ur Jónsson járnsmiður í Beykjavík (Aðalstr. 6), hinn alkunní þjóðhagi, til Khafnar í gær til þess að læra að gera við skilvindur, hjá Burmeister & Wain, í því skyni að kenna það aftur frá sér hér þeim, er þess óska, einum smið úr hverjum landsfjórðung fyrst í stað og að fyrirlagi Búnaðarfélagsins. f>að mun koma sér harla vel. Eins og nú stendur er við búið, að stórfé glatist fyrir landsmönnum í bil- uðum skilvindum, sem enginn kann að gera við. Um k.fötflutnlng til Englands hefir stjórn Landbún- aðarfélagsins ekki séð sér fært annað í þetta sinn en að hafna boði »Samein- aða gufuskipafélagsins« sem alls ónógu, vegna viðkomuunar í Færeyjum, en fer fram á við það beina ferð að ári til Skotlands í þessu skyni. Gufuskip A. Dekke (295, O. Ha- vig) kom í fyrra kveld frá Khöfn beint með ýmsar vörur til H. Th. A. Thomsens. Póstgufuskip Laura (Aasberg) lagði á stað í gærkveldi til útlanda með nokkuð af farþegum, þeirra á meðal Ch. Fermaud oberst-lantinant, og töluvert af Vesturförum. Sigurður Thoroddsen landsverk- fræðingur lagði á stað sunnudag 15. þ. m. norður i land i vegaeftirlitsferð; ætlar að skoða Laxárdalsheiði, Hrútat'jarðarháls, vegarstæði í Langadal, höfnina á Sauðár- krók (brimgarðsfyrirkomulag fyrirhugað) og framhald Eyjafjarðar-akbrautarinnar. Yerður um 2 mánuði i þeirri ferð. Sætt. Eins og ráðgert var hér i blað- inu, höfðaði ritstjóri ísafoldar mál gegn bankagjaldkera Halldóri Jónssyni fyrir meiðyrði i Þjóð. út úr reikningsstælunni (milli hans og B. Kr.). En fyrir sáttanefnd í gær lauk því með svo latandi sætt, er birtist í Þjóðólfi: Eg undirritaður Halldór Jónsson banka- gjaldkeri lýsi hér með yfir þvi, að eg með ummælum mínum i grein minni í 23. tölu- hlð. 54. árg. Þjóðólfs með yfirskriftinni »Reikningslok« hafi ekki viljað beina nein- um aðdróttunnm að herra ritstjóra Birni Jónssyni um að hann væri líklegur til þess að reyna að fá menn til að bera ljúgvitni eða reyna til þess að rýma hurtu sannleiks- ást manna á meðal. Halldór Jónsson. I heljar greipum. Frh. •Oochrane hersir, haldið þér ekki, að það geti verið Egiptar?« »JÚ, jú«, kveinaði Sadie. »það hljóta að vera Egiptar«. Hersirinn hlustaði. En svo sló öllu í þögn. þ>4 tók hann ofan með hátíð- legri viðkvæmni. »f>að er ekki til neins, að við séum að draga okkur sjálf á tálar, frú Bel- mont«, mælti hann; »það er eins gott að taka hlutina eins og þeir eru. Vin- ir okkar hafa yfirgefið okkur; en þ ir hafa orðið karlmannlega við dauða 8Ínum«. »En því þurftu þeir að vera að skjóta af byssurn sínum. þeir höfðu-------- spjót*. f>að fór hrollur um hana, er hún sagði þetta. »f>að er satt«, anzaði hersirinn; »ekki vil eg fyrir nokkurn mun svifta yður nokkurri sannarlegri vonarátyllu; en hins vegar er engin liðsemd í því, að við bökum okkur beisk vonbrigði. Hefði það verið atlaga, þetta sem við heyrðum, mundum við hafa heyrt henni svarað. Auk þess mundi atlaga af Egipta hálfu hafa verið snarpari en þetta. f>að er vitaskuld, eins og þér segið, undarlegt, að þeir skyldu fara að eyða skotum sínum. — En hvað er þetta? Lítið þið á!« Hann benti austur á öræfin. f>ar voru einhverjar tvær hræður á ferð— og fóru hart, læddust og liðu yfir eins og vofur. |>að var með naumindum, að þau grilti í þær, er þær gerðu ým- ist að koma í ljós eða hverfa niður í lautirnar í öldóttri sandauðninni og með því að birtan af tunglinu var svo óskýr. þær flýðu Araba, og námu avo alt í eiuu staðar efst upp á sand- öldu einni, svo að þá bar glögt við himin. f>að voru menn á úlföldum; en þeir riðu klofvega, eins og reiðmenn á hestum. •Ulfaldasveitin egipzkaU kallaði hersirinn. »Tveir menn!« segir frk. Adams í örvilnunarróm. »f>að eru ekki nema ujósnarar, frök- en. f>eir eru á flökti út um öll öræf- in. Meginliðið fráleitt meir en svo sem 15 rastir héðan (tæpar 2 mílur danskar). f>arna gera þeir viðvörun- armerki! Iudæla, gamla úlfaldasveit!* Hann komst f það uppnám, að það skildist varla, hvað hann sagði, svo stiltur og ráðsettur sem hann átti að sér að vera. f>au sáu bregða fyrir rauðum blossa uppi á sandöldunni, og svo öðrum í viðbót, en skothvellurinn á eftir. Að því búnu hurfu þeir báð- ir, njósnararnir, í einu vetfangi, eins fljótt og hljóðlaust og silungar í á. Arabar námu staðar allra snöggvast, eins og þeir væru á báðum áttum um, hvort þeir ættu að tefja sig á að elta þá eða ekki. En hér var ekkert að elta; því njósnararnir gátu bafa horf- ið í hvaða átt sem vera skyldi eftir sandlænunum, sem hlykkjuðust í ýms- ar áttir. Emírinn þeysti aftur með fylking- unni og eggjaði liðið og skipaði fyrir. f>á tóku úlfaldarnir til að brokka, og tóku þau svo mikið út á því, að von- in fór að kulna aftur í brjóstum þeirra. f>au skunduðu eftir hinni endalausu flatneskju hverja röstina eftir aðra, og hélt kvenfólkið sér í söðulklakkinn eft- ir því, sem þær höfðu orku til. Hers- irinn var raunar engu betur á sig kominn en þær, en hafði þó mjög glöggar gætur á, hvort ekki bólaði neitt á liðinu egipzka. »Eg held —--------eg held, að þarna bærist eitthvað langt fram undanokk- ur«, mælti frú Belmont. Hersirinn reis upp í söðlinum og skygði fyrir augun við tungsljósinu. »Já, sannarlega hafið þér rétt að mæla, frú« kvað hann. »f>að eru éin- hverir þarná á undau«. Nú sáu þau þetta öll, marga menn ríðandi á undan þeim, langt í burtu. »þeir halda í sömu átt og við«, mælti frú Belmont; hún sá miklu betur en hersirinn. Cochrane hersir tautaði eitthvað í hálfum hljóðum. •Lítið á sporin þarna.!« mælti hann. »f>að er auðvitað framliðið okkar, sem lagði á stað á undan okkur úr pálma- lundinum. Höfðinginn hefir látið okk- ur ríða svona þrælslega hart til þess að ná því«. f>egar nær dró, sáu þau glögt, að þetta var hin Arabasveitin, og brátt kemur Wad Ibrahim þeysandi tilbaka til þess að ráðgast um við Abderr- haman t-mír. f>eir bentu í þá átt, er njósnararnir höfðu sést, og hristu höf- uðið, eins og eitthvað legðist í þá miður ánægjulegt. f>ví næst steyptu stigamennirnir saman sveitunum báðum og héldu síð- an í dreifðri fylkingu í háttsuður, stefndu beint á suðurkrossinn, sem blikaði rétt fyrir ofan sjónbauginn fram undan þeim. f>essari voðalegu hörkureið var hald- ið áfram tímum saman. Kvenfólkið hélt sér dauðahaldi hálfrænulaust. Hersirinn var og eins og lurkum lam- inn af þreytu, en lét engan bilbug á sér finna og örvaði kvenfólkið að gef- ast ekki upp. Hann blíndi aftuí fyr- ir sig yfir öræfin í þá átt, er þau höfðu séð fyrst votta fyrir, að þeim væri veitt eftirför. Blóðið ætlaði út úr höfðinu á hon- um og hann brópaði hvað eftir annað, að hann heyrði bumbuslátt gegnum myrkrið. Hann sá í hitasóttarórunum jóreyk rétt í hælunum á þeim; þar væri egipzka liðið komið að bjarga þeim. Hver fagnaðarfréttin rak aðra hjá honum alla nóttina; en alt reynd- ist það hégómi og höfuðórar, og varð þeim ekki nema til angurs. Með sól- arupprás sáu þau út yfir öræfin; en ekki bólaði þar á neinu kviku, nema sjálfum þeim, svo langt sem augað eygði. f>au skygndust um döpur og þungbúin í allar áttir og vonir þeirra hurfu gersamlega, eins og morgunslæð- an út við sjónbauginn. f>að var átakanlegt fyrir kvenfólkið, að sjá förunaut þeirra svo umbreyttan, hann sem hafði verið svo hvatlegur og uppstrokinn á ferðalaginu með þeim á gufuskipinu upp eftir Níl. f>að var eins um hann nú eins og hana frk. Adams, að engu var líkara en að ellin hefði hent sér yfir hann í einu stökki. Hárið hafði verið að grána lítils háttar dagana á undan, en var nú orð- ið alt í einu silfurhvítt. Hvítirskegg- broddar stóðu út úr hökunni og óstinn- ir, hvarvetna þar sem áður hafði alt verið slétt og nauðrakað. Æðarnar í andlitinu á honum voru blóðhlaupn- ar, og djúpar hrukkur um andlitið alt. Hann reið hokinn og niðurlútur; skrokk- urinn gamall orðinn og allur gagnslit- inn; en í augunum skýrum og snörum gerði alla tíð vart við sig hraust og þróttmikil sál, er heima átti í þessu hrörlega hreysi. En þrátt fyrir höf- uðórana og þreytuna og þótt nær væri dauða en lífi var hann allajafna hug- ull og riddaralegur við kvenfólkið; var að reyna að hughreysta það og lið- sinna því eftir mættti, og alt af að líta aftur eftir hjálpinni, sem ekki kom. Stundu efcir sólarlag var skipað að neraa staðar og þeim öllum úthlutað mat og vatni.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.