Ísafold - 18.06.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.06.1902, Blaðsíða 2
150 Áf kjörfundum og kosningabaráttu. Svona skiftust atkvæði í ísafjarðar- kjördæmi: Skúli Thoroddsen .... 235 Sigurður Stefánsson . . . 230 Hannes Hafstein .... 137 Mattías Ólafsson .... 118 Alls greidd 360 atkv. Fimti maður stóð til að yrði í kjöri, Halldór Jónsson báfr. á Eauðamýri, en tók aftur framboð sitt í kjörfund- arbyrjun. Hér er greínileg skýrsla um, hvern- ig atkvæði féllu í Mýrasýslu og Borg- arfjarðar, eftir hreppum. |>ingmanna- efnanöfnin skammstöfuð. Svigatalaa aftast sýnir, hve margir eru á kjör- skrá. Mýrasýsla: M. J. Hvítársíðuhr. . 9 » = 9 (17) þverárhl.hr. 9 4 = 13 (17) Norðurárd.hr. . 3 10 = 13 (22) Stafholtstgnahr. 22 3 = 25 (26) Borgarhr. . . 6 13 = 19 (33) Álfianeshr. . . 8 11 = 19 (27) Hraunhr. . . 10 5 = 15 (34) 67 46 =113 (176) B or g a r f jar ð a r s ý s I a : f>- B. Hálsahreppur . 18 » = 18 (38) Reykhd.hr. . . 22 1 = 23 (26) Andakílshr. . . 9 8 = 17 (26) Lundar.dalshr.. 3 7 = 10 (17) Skorradalshr. . » 12 = 12 (20) Strandarhr. . . 6 16 = 22 (27) Leirár-og Melah. 12 10 = 22 (25) Skilmannahr. . 4 3 = 7 (12) Innri-Akraneshr 5 6 = 11 (26) Ytri Akraneshr. 25 13 = 38 (74) 104 76 = 180 (271) Mikill gauragangur var í afturhalds- liðinu á Mýrunum dagana á undan koBningu, þótt fáment sé: að smala handa bankasendlinum, þingmannsefni þess. Einkum reyndist sálnahirðirinn á Borg ötull við þá smalamensku, að því er ísafold er skrifað: *Hann smalaði fram á nætur 2 dagana næstu fyrir kjörfund sjálfur sauðum sínum, en varð lítið ágengt, og mun þó fátt hafa til sparað. |>á var á öðru leyt- inu stórbóndinn á Ferjubakka; en hann er gamall orðinn og fóthrumur, og gekk leitin stirt, enda heyrðist það á hirðinum, að honum þótti hann lítt fengsæll og að ekki mundi hann hafa samlög við hann næst í slíkum erind- um. |>riðji smalinn var piltungur nokkur sunnan úr Bvík, af vegum fjóðólfsmannsins, að mælt er, og eitt- hvað í bankastjórans þjónustu líka. Hann var með Búabatt og hvítt um hálsinn, en harla óburðugur að öðru leyti og ólíkur því, sem alþýða hugsar sér kappa. Hann hafði verið að reyna að gera reimt í |>verárhlíðinni. En þar er öll drauga- og skottutrú horfin, og segju menn, að heldur muni hann hafa spilt en bætt fyrir kosningu skjólstæðings síns«. Kosningin í lsafjarðarkjördæmi mun þykja einna sögulegust allra kosning- anna í þetta sinn, fyrst fyrir það, að hvergi mun hafa meira gengið á fyrir afturhaldsliðinu en þar á undan, enda taldi það sér sigurinn handvissan til handa höfuðgæðing sínum, »erindrekan- um« nafntogaða, og í annan stað vegna hins herfilega ósigurs, er það beið þar, eftir alt saman, — nær helmings mun- ur á atkvæðum. Um undirbúninginn má marka nokkuð af þessu bréfi úr Vestur-ísa- fjarðarsýslu frá því seint í maímán.: »Hér í sýslu er talsverð hreyfing, sem á að hafa yfir sér pólitiskan blæ og sumir kalla pólitiska hreyfingu, er 8é eðlileg núna undir kosningarnar. En þetta mun þó ekki réttnefni, því ekki er það landsmálaumhugsun sér- staklega, sem veldur hreyfingu þessari, heldur nokkurs konar kapphlaup um þingmensku. |>að eru menn úr »heima- stjórnarflokkinum* (= Hafnarstjórnar- flokkinum grímuklædda), sem þreyta þetta skeið eins og veðhlaupagæðing- ar. En allur sá gauragangur, sem af því hlýzt, stafar að sögn af einskærri ættjarðarást og stjórnspeki, alls ekki af neinum persónulegum ástæðum. Hinum (Valtýingum) finst nú sú stjórn- speki og ættjarðarást koma nokkuð einkennilega fram, t. d. það, að þing- mannaefni og þá líklega stjórnmála- skörungar(!) þenji sig um allar sveitir með fundarhöldum og undirróðri, fund- arhöldum, sem byrja á því að tala um þingmenn og þingmannaefni í stað þjóðmála og enda á þeirri óviðjafnan- legu ályktun, að helzt bæri að kjósa engan »Valtýing« á þing! |>að er rétt eins og Valtýingar væru harðstjórar, komnir úr annari heimsálfu, er hefði í hyggju að leggja undir sig land og lýð og ættu því ekkert skylt við hina íslenzku þjóð. Svona löguð fundar- höld eru alveg ný og óþekt eða rétt- ara sagt eru þau ný aðferð til að láta í ljós þjóðræknis-tilfinningar sínar og áhuga á velferðarmálum, eða það mun aðferðin eiga að sýna, þó einkennileg sé. En kannske að hún verði viður- kend góð og gild af komandi kynslóð- um, sem fengið hafa meiri andlegan þroska en þjóð þessi hefir nú! f>á væru þeir Matthías og Hannes til mikils bornir í þennan heim. Hversu mikið fylgi til þingkosninga sýslumanni hefir tekist að afla á ferð- um sínum í vetur og síðan, skal ekki um sagt; en hitt er víst, að margur maður, sem áður hafði sæmilegt traust á honum, finst hann hafa gert sér van- sæmd með þessari og annari frekju sinni. Blaðið »Vestri« gengur hér eins og illhveli um alla firði; finst flestum fátt til um það, sem von er, og þykir ekki meiri héraðsbót að því en svo, að sagt er að það sé drjúgum sent heim í bæli sitt aftur. Mönnum þykir líklega þau ummæli B. frá Viðfirði í »Vestra« í vetur koma á réttum stað niður, að ekki mundi aukast álit erlendra þjóða á andlegum þroska íslenzku þjóðar- innar, ef hún héldi áfram að kaupa og lesa annað eins saurblað og »Vestri« þykir vera«. Líklegast á H. H. ófarir sínar ekki sízt upp á það tiltæki, að hann lætur útgerð Djúp-gufubátsius (»Ásg. litla«) sækja til sín sem sýslunefndaroddvita um þá breyting á ferðaáætlun bátsins, er sýslunefnd hafði samþykt, að hann frestaði ferð norður í Jökulfirði m. m. um 10—11 daga og færi hana 10. júní, daginn fyrir kjörfund, til að sækja þangað kjósendur handa sýslumanni og félaga hans; og þarf eigi að sökum að spyrja, að oddvitinn samþykkir þá breytingu; hann hafði sjálfur látið sækja um hana til sjálfs sín! þessu frekju-tiltæki hafa Inndjúps- menn reiðst svo tilfinnanlega, sem von var, að þeir hafa strengt þess heit, að láta ekki sýslumanni verða kápu úr því klæðinu, þótt hann léti þá missa af bátnum með þessu bragði,— hann mun hafa átt að verða þar á ferðinni daginn fyrir kjörfund, en ekki norður í Jökulfjörðum. En um Inn- djúpið var einna mestur liðstyrkur þeirra Skúla og síra Sigurðar. Bankastjóri kom sjálfur vestur á póstskipinu rétt fyrir kjörfundinn og með safnið alt úr Dýrafirðinum handa •Hannesi frænda«, er fyrirbúið hafði sigurblót mikið eftir fall þeirra Skúla og síra Sigurðar, sem þeir gengu að alveg vísu; kjördagur sjálfsagt valinn með fram í því skyni. Hann var og (Tr. G.) settur »upp á pallinnn* á kjörfundinum, en hvarf þaðan skyndi- lega, er orustan tók að hallast á »H. frænda*. Meðal annars viðbúnaðar sýslu- manns og hans fylgifiska á kjörstaðn- um var það eitt, að barnaskólahúsið nýja var *innréttað« til veitinga, tilat- kvæðaveiða á síðustu stundu. En kom að litlu haldi. Dalamenn sýndu valdsmanni sínum einkennilegt traust og álit núna sem þingmannsefni. J>að kusu hann alls 14 manns úr öllum hreppum sýslunn- ar utan prestakalls þeirra félaga Kvennabrekkuklerksins; en síra Jens 74. Sýslumaður fekk úr fyrnefndu 1 prestakalli nær 7/s af sínu atkvæða- magni, 68 alls; og munu kunnugir fara nærri um, hvað mikið samband er þar á milli og landsmálaumhugsana. Lögleysur og embættisreigingur. Ekki þarf að sökum að spyrja um það, að snæfelska yfirvaldið muni hafa reiðst meir en lítið aðfinslum Isafoldar að hátterni þess í verðlagsskrár-kæru- málinu, sórstaklega framferðinu við Ár- mann hreppstjóra á Saxhóli. Hann sendi ísafold mikla romsu út af því, er hann skírir »leiðrétting«, og krafðist birtingar. En það var ógert látið vegna þess, að þar er engin leið- rétting í, heldur alt lokleysu-yfirklór og rangfærslur frá upphafi til enda, með nógum embættisreigingi og lagavits-gor- geir af litlum efnnm. »Vísdómur« þessi kvað nú hafa birzt í máltóli þeirra félaga, afturhaldshöfð- ingjanna. Rekistefna út af því, hvort amtm. hefði skipað»frekari yfirheyrslu« samhliða málshöfðun, er óþörf vegna þess, að ísa- fold hafði að eins sagt það ólíklegt — sem óþarft. Tilvitnun í kansellíbréf frá 3. maí 1800 er markleysa, rneð því að kan- sellíbréf eru engin lög, heldur að eins á 1 i t kansellísins; það á auk þess alls ekki við sakborning í sakamáli, heldur aðallega vitni og skýrslugefendur. Sýslumaður gat tekið manninn (hrepp- stjórann) fastan með úrskurði, og þurfti þá auðvitað að muna eftir 48. gr. stjórn- arskrárinnar, sem hann virðist alls ekki vita af; en það hefir hann aldrei gert, heldur er að skrifa honum bréf út í loftið, um að koma o. þ. h., sem hinn virðir náttúrlega að vettugi og hlær að. Ekki stendur neitt um það í kgúrsk. 16. febr. 1787, að sýslutakmörk skuli ráða varnarþingi. Það er ekki annað en tilbúningur sýslumanns, út úr ráða- leysi að verja gjörðir sínar. Hér gildir gamla reglan almenna, að enginn verð- ur dreginn frá sínu varnarþingi, en það er eftir gömlum lögum vorum innan þinghár sakbornings, og gildir það jafnt í 8akamálum og einkamálum. En vitan- lega má f a n g e 1 s a sakborning, og flytja hann þá á hentugan stað til varð- halds. Drýgindin um fyrirhugaðan valdflutn- ing sakbornings heim til sýslumanns verða í meira lagi spaugileg í eyrum þeirra, sem því eru kunnugir, að sýslu- maður sendi að vísu til hans annan hreppstjóra með 2 vitnum með ein- hvern pistíl frá sér, en hafði enn ekki haft vit á að kveða upp yfir honum varðhaldsúrskurð, svo að þeir fóru við svo búið aftur, en sakborningur fór al- frjáls ferða sinna eftir það hingað suð- ur í Rvík annað sinn o. s. frv. Frásagan um, að síra Helgi Árnason hafi átt að sverja það og það upp á sak- borning (Árm.), er og tóm vitleysa. Það er ekki fremur svardagi upp á hann að en aðra, sem skjalið höfðu handa í milli eftir hann. Hjalið um viðureignina við ritstjóra E. H. er vafalaust sama markleysu- flækjan og hitt. Það tekur því ekki, að rekast í því hér, með því að það mun vitnast bráðlega, — meðal annars, hvort það er annað en manna- læti, að hann hafi loksins árætt að stefna fyrirfrásögunaum 1000 krónurnar. Það væri heilræði fýrir valdsmann þennan, að minnast sem minst og sem sjaldnast sjálfur á gjörðir sínar á prenti. Það er e k k i ráðið til að gera þær lýtaminni í almennings augum. Alheimsþing Good-Templara. það á að halda í sumar í Stokk- hólmi, aðra vikuna í júlímánuði, full trúa-þing frá öllum þjóðum heims, þar sem G.-T.-reglan hefir fest rætur og á sér stórstúku. Reglan hér á landi sendir nú full- trúa á slíkt þing, í fyrsta skifti. það er cand. theol. H a r a 1 d u r N í e 1 s s o n, er lagði á stað í þá ferð með póstskipinu þangað. Forseti þings þessa í Stokkhólmi verður utanríkisráðherra Svíakonungs og Norðmanna, Lagerheim greifi. Töl- uð verða þar Norðurlandamálin (danska og sænska) og aðalheimsmálin 3: enska, franska, þýzka, og stendur til að að- alfulltrúi hverrar þjóðar (stórstúku) flytji stutta ávarpsræðu fundarupphafs- daginn. Hagskýrsla reglunnar héðan frá ís- landi er búist við að verða muni glæsilegust að því leyti til að minsta kosti, að hvergi sé hún fjölskipaðri að tiltölu réttri við fólksfjölda. Vatna-yoðinn i Laudeyjum. Hr. Knud Zimsen verkfræðingur kom austan að aftur í gær. Hann segir ekki gott af ástandinu þar, í Út-Landeyjum: 12 jarðir alveg í voða og 4 undir stórskemdum. Vatnið, úr Hólsá, flóir þar yfir nær alt land jarða þessara. Ekki hægt að komu út kúm og ekki að hugsa til að slegið verði þar neitt að kalla í sum- ar, ef eigi er að gert. Ekki annað sýnilegt en,- að fólkið verði að flýja burt af býlura þessum, líklega á von- arvöl margt af því. Að hlaða fyrir vatnið, eins og nú stendur, segir hr. K. Z. óhugsandi öðru vísi en að gera fyrst timbur- stíflu í opið, þar sem það hefir brotið bakkana og ryðst inn með mikilli mergð og feiknaafli, 40,000 tunnur á mínútunni, með því að ekkert hald er í bökkunum og laus sandur niðri í. Bak við þá timburstíflu mætti síðan hlaða reglulegan stíflugarð af torfi og sæmilega traustan. Hann segir, að þetta muni kosta 6000 kr. En 2000 kr. áður eytt í árangurs- lausar tilraunir og gerðar af ónógri þekkingu. Vitanlega gera hvorki landsdrotnar né sýslunefnd að rísa undir því. Og hvað er þá til ráða? Lagaheimild skortir auðvitað til að láta landssjóð hlaupa hér undir bagga. En mörg landsstjórn mundi naum- ast hika við að skerast hér í leik, í annari eins lífsnauðsyn og stórvoða, í því trausti til drengskapar og mann- úðar fulltrúa þjóðarinnar á þingi, að þeir samþyktu aftir á viðstöðulaust slíka fjárbrúkun, ekki meiri en hún er þó, — ekki nema sem svarar því er fer í ofurlítinn vegarspotta.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.