Ísafold - 12.07.1902, Side 3
171
stjórnandans í hverju landi sem er
hlýtur jafnan að vera aðalatriði« og
•höfuðatriði stjórnartilboðsins er þetta,
að vér fáum æðsta mann framkvæmd-
arvaldsins«, ráðherrann, »inn í landið
sjálf t«, svo að Finnlandsdæmið var
enginn »útúrsnúningur« og því síður
»tóm vitleysa«, og að hann réð til að
breyta stjórnbótarfrumvarpi því, sem
ráðherrann hefir látið og enn lætur
standa oss til boða, og það í mörgum
og mikilvægum atriðum, sem ekki eru
nokkrar minstu líkur til, að ráðherr-
ann muni aðhyllast, svo að það er
engin raugfærsla, að með slíkum breyt-
ingum, hvort sem þær eru kallaðar
»fleygar« eða annað—nafmð hefir í því
tilliti enga þýðingu —, væri stjórnar-
bótinni teflt á tvær hættur, sem eru:
töf málsins um óákveðinn tíma ann-
ars vegar, en eyðing þess hins vegar;
og stórlega vanhugsuð er sú afbötun
síra Jóh., að hann »hafi tekið fram,
að þótt þessar frekari umbætur sóu
æskilegar, þá sé samt sjálfsagt að
sleppa þeim fyrst um sinn, ef hætt
sé við að þær verðí höfuðatriðinu« (sem
eftir kenningu hans er búsetan) »til
falls«, en í stað þess að leiða málið
til lykta vilji hann »láta leita hófanna
hjá ráðherranum um það, hversu
langt hann vill fara«. Með því væri
stjórnarbótin tafin og henni teflt í
tvísýnu, og í annan stað verður breyt-
ingunum, sem síra Jóh. nefnir »um-
bætur«, ekki bæði slept og haldið í
senn; það er ómögulegt að »sleppa
þeim fyrst um sinn«, og jafnframt
halda í þær fyrst um sinn, og fara
að leita hófanna hjá ráðherranum um
þær.
í síðari hluta greinarinnar gerir síra
Jóh. sér mikið far um, að láta mig
kenna á vandlætingarsemi sinni.
Fyrst vill hann gera einhverja ó-
hœfu úr því, að eg fyrir ritstjóra ísa-
foldar flutti nokkur eintök af tölublað
inu með »ritdóminum« vestur í Dali.
Segir hann, að eg hafi »útbýtt því á
báðar hendur eins og flugriti» — En,
sem betur hafi farið, hafi menní suð-
urhluta sýslunnar eigi látið villa sig
o. s. frv. þessi »suðurhluti sýslunnar«
er prestakall síra Jóhannesar, hvorki
meira né minna, og um það ferðaðist
eg svo í þetta skifti, að eg heimsótti
þar ekki né hitti að máli nokkurn
kjósanda. En ísafoldartölublöðin skildi
eg flest eftir í Búðardal, án þeBs að
grenslast minstu vitund eftir, hvort
þangað væri komið þjóðólfsblaðið með
»Yfirburða«-grein síra Jóh.; £ mánuður
var þó liðinn frá útkomu blaðsins, og
6 dagar liðnir frá því er gufubátur-
inn »Reykjavík« hafði homið að sunn-
an í Borgarnes; en þaðan tíðar ferðir
til Balasýslu, svo að allar líkur voru
til, að blaðið væri komið vestur yfir,
slíkt kapp sem flokkurinn með sjálf-
tekna, digurbarklega blekkingarnafn-
mu »heimastjórnarmenn» lagði um
þær mundir á, að breiða út flugritsín
og blöð. Vaðall síra Jóhannesar um,
að »Yfirburða»-grein hans hafi á þeim
tíma ómögulega getað verið kom-
inn vestur, er því tómt bull.
þá telur síra Jóh. það ekki minni ó-
hæfu af mér, að hafa slept í hendur rit-
stjóra ísafoldar skjali einu undirrituðu
af nálega 30 Miðdælingum ; en skjal
þetta var svo opinberlega til komið,
að það hafði að sögn síra Jóh. legið
frammi á sjálfu prestssetrinu til undir-
skrifta fyrir kjósendur í heilum hreppi,
og nudirskriftunum ekki verið flýtt
meir en svo, að 3 eða 4 mánuðir liðu
frá dagsetningu þess til þess er mór
var sent það með pósti. Annars hafði
skjalið ekkert sérlegt við sig annað
en að á því var verið að troða óbeðið
upp á mig ráðleggingu, sem ekki fór
í kurteisisáttina, og að það var ótrú-
lega lúið orðið aí því að liggja ávalt
á sama staðnum til undirskrifta; en
um óhreinindin á því þótti mér aftur
á móti ekkert tiltölumál; til þeirra get-
ur sú einfalda orsök legið, að síra Jó-
hannes hafi ekki ætíð haft hreint borð
við höndina þessa löngu tíð, sem und-
irskriftirnar voru að koma á skjalið.
— Hjalið um, að eg hafi »látið» rit-
stjóra Björn Jónsson kalla það »und
irróðursskjal«, vita allir, sem nokkra
vitund þekkja ritstjórann, að er stað-
laust rugl.
Loks finnur síra Jóh. hjá sér köll-
un til að vandlæta um það, að eg í
vetur í blaðagrein vítti hlífðarlaust
opinbert blað fyrir að hafa farið með
ákveðin ósannindi, — sérstaklega þann
upplogna áburð á flokk Valtýinga, að
hafa þegið stórfé af þeim Arntzen og
Warburg í kosninga-sjóð, til að ryðja
sér í þeirra erindi braut inn á þingið;
en blaðið sýndi síðar fram á það, að
það væri ekki sekara í þessari álygi
en önnur blöð »heimastjórnarmanna,»
því að hún, þessi óþokkalega mútu-
lygi, hefði jafnsnemma gosið upp í
þeim öllum, lagt samfímis á stað frá
Reykjavík, ísafirði og Seyðisfirði út í
þjóðina, — og fyrir þessum yfirnáttúr-
lega samhug »heimastjórnarblaðanna»
reyndi hið umrædda blað meir að
segja að gjöra náttúrlega grein. —
Umyrðum síra Jóhannesar um mig
út af þessum þremur atriðum, sem
hann f greininni »Valtýskar aðferðir«
hefir tekið að sér að vanda um við
mig, svara eg ekki í blöðum ; enda er
það svar, sem slíkumyrði verðskulda,
ákveðið, og stendur skráð í 21. kap.
hinna almennu hegningarlaga frá 25.
júnf 1869.
Görðum 9. júlí 1902.
Jens Pálsson.
----- im 9 mm i -
Þilskipa-vertíðín i Reykjavík.
Aflinn á þilskip úr Reykjavík varð
með hæsta móti að tölunni til nýliðna
vorvertíð eða frá lokum til Jónsmessu,
svo sem sjá má af þessu yfirliti og
samanburði á þeirri vertfð við undan-
farnar vorvertíðir hinar síðustp:
ár skip afli
1898 32 398,000
1899 34 438,000
1900 38 566,000
1901 45 835,000
1902 39 808,000
að auk hafa þau 6 skip, er
gengið hafa af Nesinu, fengið um
140,000.
En fiskurinn er ákaflega smár á
sumum skipunum og því lítið að
marka háa tölu þar.
Einn útgerðarmaður sagði svo, að
nú hefði ekki farið meira fyrir 26 þús.
en 14 í fyrra. Annað dæmi er það,
að meira fór fyrir í stakki 13 þús. af
einu skipinu en 30 af öðru.
Enginn vafi er á því talinn, að
skipstjórar og fiskimenn geti miklu um
það ráðið, hvort fiskurinn, sem dreginn
er, er smár eða stór, og það haft til
marks meðal annars, að einhver út-
vegsmaður, þó ekki hér úr bæ, tók
upp þá nýlundu, að greiða ekki verð-
laun nema af vænum fiski, en þau vel
há; en alls engin fyrir smáfisk. þá
brá svo við, að varla fekst í soðið af
smáfiski upp frá því.
Að gera greinarmun á þorski annars
vegar og smáfiski og ýsu hins vegar
virðist vera alveg ómissandi og sjálf-
sagt, ef nokkuð á að vera að marka
aflann af tölunni.
Strandbátur Hólar kom sd. 6. þ. m.
og fór aftnr mvd. 9. að morgni, eins og til
stóð. Farþegar ‘ekki margir. Me'ðal þeirra
er komu og fóru voru Jón próf. i Stafafelli
Jónsson, síra Jón Guðinundsson á Skorra-
stað og Árni lireppstjóri Steinsson í BakkaJ
ger'Öi i Borgarfirði.
Sigling. Hingað kom 7. þ. m. seglskip
Kvik (51, Gundersen) með timburfarm til
B. Gruðmundssonar.
Enn fremur 10. þ. mán. gnfuskip Herta
(311, Th. Thjornee) frá Liverpool með salt
og steicoliu m. fl. til G. Zoega og Th.
Thorsteinsson.
Bókmentafélagsfundur. Arsfundur
var haldinn hér í deildinni 8. þ. m. Stjórn
endurkosin (forseti Eiríknr Briem o. s.frv.)
og ritnefnd.
V eðurathuganir
i Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson.
1902 júlí Loftvog | millim. i Hiti (C.) í>' <Tf ct- < <t> oj< £ æ cx œ yr g OS cfc Urkoma j millim. j |g 'Tj S-
Ld. 5. 8 761,9 10,1 0 10 0.2 8,3
2 761,7 11,6 w 1 9
9 760,9 10,8 0 9
Sd. 6. 8 759,7 9,9 N 1 10 2,0 8,2
2 759,9 14,2 NW 1 6
9 761,1 11,4 NE 1 5
Md. 7. 8 762,2 10,4 NE 1 3 8,0
2 763,1 12,2 NW 1 4
9 763,3 10,7 NW 1 7
Þd. 8. 8 762,4 10,8 SE 1 9 8,4
2 761,8 11,6 NW 1 9
9 760,8 10,7 nnw 1 9;
Md. 9. 8 760,1 10,0 NW 1 10 9,1
2 760,4 13,6 NNW 1 5
9 762,0 11,0 NE 1 1
Fd. 10.8 763,5 10,3 NW 1 1 5,3
2 762,9 13,0 NW 1 1
9 762,6 13,0 WNW 1 1
Fsd.11.8 761,3 10,8 NNE 1 5 5,9
2 760,5 13,6 NW 1 6
9 759,9 12,8 NW 1 6
i
I heljar greipum.
Frh.
»Hafið þið hægt um ykkur; þá fara
þeir fram hjá«, hvíslaði hersirinn. Nú
var hann orðinn alveg eins og hann
átti að sér, þegar mikið lá við. »Nú
vildi eg að eg sæi hann Tippy Tilly«,
mælti hann, *eða einhvern af félögum
hans; nú er tími til kominn fyrir þá
að hjálpa okkur«.
Hann gaf nánari gætur að flótta-
þvögunni, er þeysti fram hjá honum á
úlföldunum, spriklandi og vagandi á
ýmsar hliðar. En hvergi sá hann
andlitið á svarta 3tórskotaliðanum
egipzka.
Og nú var svo að sjá, sem öll sveit-
in hefði hugann svo ríkan á að kom-
ast burt úr gjánni, að þeir gleymdu
alveg bandingjunum. Aðalþyrpingin
var horfin og ekki eftir nema fáeinar
eftirlegukindur, sem skotin dundu á
ofan af gjáarbarminum.
Sá, sem síðastur fór þeirra allra, var
ungur Baggaradáti með svart yfirskegg
og hökuskegg. Hann leit upp um leið
og hann reið fram hjá, og sveiflaði
sverðinu örvita, en máttvana, í móti
skotliðinu egipzka. þá hitti kúla úlf-
aldann hans, svo hann fellur í kuð-
ung og sá ekki nema á háls og lappir.
Arabinn stökk af baki, þrífur í snoppu-
hringinn á honum og lemur hann
hamslaus með flötu sverðinu, til þess
að koma honum á fætur. En það var
auðséð á sloknuðum augunum á
skepnunni, að hún var steindauð; og
eftir öræfahernaðarháttum er hverj-
um þeim manni bráður bani vís, er
missir reiðskjótans.
Baggaradátinn litaðist óður og ær
umhverfis sig, eins og ljón í fjörbrotum.
Eldur brann úr svörtum augunum
undir rauðum túrbaninum. Purpura-
litur blettur sást koma'fram á dökku
hörundinu hér og hvar; það voru skot-
sár; en það var eíns og hann vissi
ekki af þeim. þá verður honum litið
þangað, sem bandingjarnir sátu á úlf-
öldum sínum. Hann æpir siguróp og
rýkur þangað eins og örskot með sverð-
ið reitt yfir höfði sér.
Fröken Adams var næst honum; en
þegar hún sér hann koma þarna trylt-
an og hamslausan, fleygir hún sér
niður af úlfaldanum hinum megin. Ar-
abinn stökkur upp á stein og höggur til
frú Belmont. En áður en sverðsodd-
urinn náði til hennar, laut hersirinn
áfram og sendi skot úr skammbyssu
sinni gegnum hausinn á honum. En
svo var heiftin í honum mikil og tryll-
ingurinn, að hann sparkaði og barði út
öllum öngum, þar sem hann lá innan
um grjótið eins og fiskur f fjöru.
»Látið ykkur ekki bilt við verða«,
kallaði hersirinn til kvenfólksins; »eg
segi ykkur satt, að hanu er steindauð-
ur. Mér þykir slæmt, að eg varð að
gera þetta að vkkur ásjáandi; en hann
var ekki lambið að leika sér við.
Hann átti líka dálítið hjá mér; það
var hann, sem var nærri búinn að
mölva í mér rifin með byssuskeftinu
sínu. Eg vona að þér hafið ekki
meiit yður, fröken Adams. Bíðið þér
ofurlítið; þá skal eg koma ofan til yð-
yðar«.
Hún hafði ekki meitt sig minstu
vitund, gamla konan. Hún hafði lent
á hnúsk, nógu háum til þess, að fallið
varð mjög lágt.
þau fóru öll af baki við stóran stein,
Sadie, frú Belmont og Cochrane hers-
ir, og klifruðu svo niður þangað.
þau hittu frk. Adams upp staðna, og
var hún að veifa sigri hrósandi með
því, sem eftir var af grænu andlits-
slæðunni sinni.
»Húrra, Sadie! Húrra, elskan mín
Sadie! Við erum hólpin. Núerokk-
ur loksins borgið*.
»Já, svo er hamingjunni fyrir að
þakkaa, kallaði hersirinn, ogþauhróp-
uðu öll upp frá sér numin. En þessir
voðalegu reynsludagar höfðu kent
Sadie að hugsa meir um aðra en
sjálfa sig; him lagði hendur um háls-
inn á frú Belmont og kinnina við
kinnina á henni.
*Góði engillinn okkar«, mælti hún,
•hvernig eigum við að fá af okkur að
vera með fagnaðarlæti þegar þér —
þegar þér —«
»En eg hygg alls ekki að svo sé«,
anzar frú Belmont örugg og einbeitt.
»Nei, eg trúi því aldrei fyr en eg
horfi á líkið af honum Jóni mínum
liggja fyrir fótum mér, og sjái eg það,
óska eg að eg sjái aldrei neitt framar
hér á jörðu«.
Nú var síðasti dervisjinn farinn sína
leið. Og nú sáu þau, hvar Egiptar
stóðu upp á gjáarbörmunum beggja,
háir og grannir, en herðabreiðir, furðu-
líkir fornmenjamyndunum upphleyptu,
þar er þá bar við bláan himin. Úlf-
aldarnir sáust á bak við þá, og þeir
fóru að hraða sér á bak.
Samstundís tóku aðrir til að ríða
niður eftir úr hinum endanum á gjánni.
Dökk andlitin á þeim voru glóandi og
eldur brann úr augunum af sigurfögn-
uði og af ákafanum að elta flóttann.
þar reið í broddi fylkingar mjög
grannvaxinn Englendingur, gulskeggj-
aður og tómlátlegur á svip. Hann lét
úlfalda sinn nen?a staðar nærri band-
ingjunum og varpaði lotningarkveðju
á kvenfólkið. Hann var í dökkgulum
stfgvélum og hafði um sig dökkgult
belti með stálsylgjum. |>að fór hon-
um vel, og gerði hann prúðmannlega
búinn, þrátt fyrir úlfgrá einkennisföt-
in.
»Hafði upp á þeim þetta skiftið —
fór laglega að þeim«, mælti hann.
»þykir auðvitað vænt um, að hafa get-
að hjálpað ofur-lítið. Vona, að þið
séuð öll ómeidd. Hérna hvað eg ætl-
aði að segja — heldur sóðalegar að-
farir fyrir kvenfólk«.
»|>ér eruð líklega frá Halfa«, mælti
hersirinn.
»Nei. Við erum úr hinu heygarðs-
horninu. Við erum Sarras-kolapiltarn-
ir, skal eg segja yður. Við hittumst