Ísafold - 30.07.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.07.1902, Blaðsíða 1
Kemtir út ýmist einu sinni eða tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrífleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. árg. Reykjavík miðvikndaginn 30. júlí 1902. 47. blað. íF Muna ber, að gjalddagi fyrir Ísaíold var 15. þ.m. I. 0 0 F. 8488ÍL________________ Forngripasafn opið md., mvd. og ld 11—12. LancLsbókasafn opið hvern virkan dag ki. 12—2 og einni stnndn lengur (til kl. 3) nid., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tanniækning i Pósthússtræti 14, b. 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opimÁvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Einnar miljonar nppgjof Og rikisráðssetn-lögfesting. Hr. ritstjóri! Ekki er mér hugar- haldið að ala á ágreiningnum um, hvorum þingmálafiokknum vér eigum að þakka stjórnarbótina. En mér virðist þó vera hér að tefla blátt áfram um sögulegt atriði, söguleg sannindi, sem öllum ætti að vera meinfanga- iaust að skýrð væri til hlítar. Hefir ísafold að visu átt mikið góðan þátt í þvi, og hefir að mínum dómi og eg ætla allra skynbærra manna og særni- lega óhlutdrægra yfirleitt alveg rétt fyrir sér. þeir sem hennar kenningu hafa viljað rengja, hljóta að hafagengið ár skugga um það, er frumvarp ráð- gjafans kom fyrir almenningssjónir, sem er orð fyrir orð mestalt samhljóða frumvarpi Framfaraflokksins því frá í fyrra, en að sama skapi ósamhljóða tímenningafrumvarpínu. »Mestalt«, segi eg. En ekki alt. Eg vil ekki ségja, að ísafold hafi dregið dul á það, að ekki sé það alt sam- hljóða. En mér finst hún hafa farið nokkuð lauslega yfir ósamhljóðanina og hvergi nefnt það, að það eru þó fáein atriði í ráðgjafafrumvarpinu, sem eiga rót sína að rekja til tímenninga- írumvarpsins og hafa aldrei staðið í frumvörpum hins flokksins. pað er ekki »búsetan«, svo löguð sem hún er nú, í ráðgjafafrumvarpinu. Eg er því samdóma, að hún sé alveg að þakka Framfaraflokknum og að hann eigi sérstaklega mestu þakkir skilið fyrir að hafa afstýrt hinni búsetunni, sem tímenningarnir hugsuðu sér, svo sem hinni mestu ómynd og meir að segja hinu mesta skaðræði. Afbrigðin frá þingfrumvarpinu (Fram- faraflokksins) eru þrenn: 1. að hin æðsta stjórn (ráðgjafinn og stjórnardeild hans) skuli hafa að- setu í Reykjavík; 2. að landssjóður Islands skuli greiða laun og eftirlaun ráðgjafans, svo og allan kostnað af ferðum hans til Kaup- mannahafnar og dvöl hans þar, ásamt öllum kostnaði til stjórnardeildar hans f Reykjavík; 8. að ráðgjafinn skuli bera upp fyrir konung í ríkisráðinu lögog mik- ilvægar stjórnarráðstafanir. Fyrsta atriðið þarf eg raunar ekki frekara á að minnast en búið er. það hefir verið margtekið fram, að »búseta« getur þýtt tvent ólíkt. Hún þýddi hjá tímenningunum undirtyllurdðgjafa í Reykjavík, er háður væri eftirliti frá dönskum yfirráðgjafa í Khöfn. f>að var það, sem minnihlutinn vildi gera sér að góðu og Framfaraflokkn- um verður aldrei fullþakkað, að hann fekk afstýrt, meðal annars með ávarp- inu frá efri deild og afskiftum flokks- stjórnarinnar af málinu eftir þing, þar til konungsboðskapurinn kom. — f>á er annað atriðið, fyrirmælin um, að öll útgjöld til hinnar æðstu stjórn- ar landsins skuli greiðast úr lands- sjóði. Fyrir þau hlýtur afturhalds- liðið eitt að geta eignað sér heiðurinn, þar sem það hefir krafist þess, en Framfaraflokkurinn aldrei. Að vísu kunna menn að segja sem svo, að hann hljóti þó að eiga nokkra hlutdeild í því, þar sem þetta megi telja beina afleiðing af búsetunni. En þessu er þó ekki þann veg far- ið. f>að hlýtur öllum að verða ljóst, ef litið er lengra aftur í tímann, og það athugað, hvernig það er undir komið, að Danir hafa hingað til greitt kostnaðinn við hina æðstu stjórn ís- lands (í Kaupmannahöfn). f>essu er sem sé þann veg farið, að þegar átti að fara að skilja sundur fjárhag íslands og Danmerkur og gera upp reikningana á milli þeirra, þá sanjiaði Jón sál. Sigurðsson með glögg- um skilríkjum, að íslendingar ættu stórfé inni í ríkissjóði Dana, og krafð- ist þess, að það fé væri greitt af hendi með konunglegum skuldabréfum. f>essa synjuðu Danir og kusu heldur að láta höfuðstólinn standa inni hjá sér, og greiða að eins vexti af honum, svo sem árlegt tillag til íslands. f>egar fjárhagurinn var síðan aðskilinn, var svo fyrir mælt í stöðulögunum, að þetta tillag skyldi greiðast með tvennu móti: 1. Með árlegu peningatillagi til lands- sjóðs Islands (sem aftur var skift bæði í fastatillag og lausatillag), og 2. Með því að greiða úr ríkissjóði allan kostnað við hina æðstu stjórn íslands í Kaupmannahöfn. Ein8 og af þessu má sjá, hefir hin æðsta stjórn Islands f Kaupmannahöfn hingað til því í raun réttri verið kost- uð af íslenzku fé, af nokkrum hluta tillagsins, af nokkrum hluta af vöxt- um þess fjár, sem Islendingar eiga inni í ríkissjóði Dana, á líkan hátt og landshöfðingja og landritara hefir ver- ið launað af hinum hluta tillagsins, þeim hlutanum, sem ríkissjóður hefir látið af hendi í peningum beint til landssjóðs. f>að var í sjálfu sér engin ástæða til að Danir slyppu við þennan hluta af tillaginu, þó breytt væri um búsetuna, heldur annaðhvort héldu áfram að greiða þessi gjöld á sama hátt og hingað til (eins og líka var ætlast til í frumvörpum undanfar- inna þinga), eða þá að hið beina pen- ingatillag til landssjóðs væri hækk- að að sama skapi, t. d. með svo sem 40,000 kr. á ári, sem mun vera hið minsta, sem ríkissjóður hefði sam- kvæmt stöðulögunum orðið að greiða til æðstu stjórnar íslands, ef henni hefði verið fyrir komið eins og ráð var fyrir gert í frumvarpi síðasta al- þingis. En þar sem aðalformælandi afturhaldsliðsins á síðasta þingi, sýslu- maður Hannes Hafstein, krafðist þess, að við *feng)um« að greiða öll útgjöld- in við hina æðstu stjórn vora sjálfir, án þess að víkja að því með einu orði, að peningatillagið væri hækkað í þess notum, þá var eðlilegt, að stjórnin tæki því fegins hendi, þar sem íslendingar með því gáfu upp skuldakröfu á hend- ur ríkissjóðnum, er samsvaraði minst 40,000 kr. árlega, á að gizka sem svar- ar 5 kr. álagi á hvern gjaldanda á landinu, eða 1 milj. kr. höfuðstól. þá er þriðja atriðið, ríkisráðssetan. það er alkunnugt, að Framfaraflokk- urinn hefir jafnan gert sér far um að halda því atriði fyrir utan stjórnar- skrána og því aldrei sett nein fyrir- mæli þar að lútandi í frumvörp sín. Hin nýju fyrirmæli um ríkisráðssetuna hljóta því að eiga rót sína að rekja til hins flokksinB, annaðhvort beinlínis eða óbeinlínis. Samkvæmt þessu getur afturhalds- liðið þakkað sér einu þetta tvent í hinu nýja stjórnartilboði: 1. uppgjöf á minst 1 miljón kr. skulda- kröfu Islands til ríkissjóðs Dana, og 2. ákveðin stjórnarskrárfyrirmæli um ríkisráðssetuna, sem hingað til hafa af sumum verið kölluð »lög- festing ráðgjafans í ríkisráðinu« eða »innlimun í ríkiseininguna dönsku«. Hávabðue höggvandi. Stjórnmálaskoðanir bænda o. fl. Austfirzkur almúgamaður, Jón Jóns- son á Hvanná, hefir ritað í Bjarka nýlega (°/7) mjög svo þarfa, greindar- lega, vel hugsaða og vel orðaða hug- vekju með þessari fyrírsögn, er ætti að verða sem víðlesnust, og ísafold leyfir sér því að birta hér, nokkuð stytta. Höf. kvartar fyrst yfir því, hve bænd- ur gefi sig lítið af alvöru við lands- málum. því 'næst segir hann: »|>að er hart að þurfa að segja það, en satt er það samt, að mikill hluti bænda er ekki svo þroskaður, að hann færi sér í nyt það, sem ýmsir beztu og vitrustu menn þjóðarinnar skrifa í blöðin um landsins gagn og nauðsynj- ar. Nei, það er, meir að segja, virt að vettugi, en hinu tekið tveim hönd- um, sem af minstu viti eður þekk- ingu er sagt. Skjall, röksemdalaust og vellulegt orðaglamur og stóryrði láta einkar-vel í eyrum þjóðarinnar. En aumt er að vita aðdróttanir og svigurmæli óhlutvandra lýðskjalara umhverfa svo heilbrigðri skynsemi heiðvirðra bænda, að þeir fótum troði rétt mál oggerist andvígir sínum nýt- ustu mönnum. Blöðin, sem gera sig sek í þessu athæfi, eru stórskaðleg fyrir þjóðina. þ>au bæði spilla hugs- unarhætti hennar, ala á tortrygninni og eru versti þröskuldurinn á fram- sóknarbraut nútímans. Allir sannir mannvinir og þeir, sem sjá, hvarþjóð- in er stödd og hvers hún þarfnast, ættu að beita ítrustu kröftum sínum til að vekja og glæða skynsemi og dómgreind hennar, svo hún sjái og sýni í verkinu, hvað henni er fyrir beztu«.------ »Hið andlega ástand mikils hluta bændanna er því að þessu leyti mjög bágborið. Á því þarf að verða gagn- gerð breyting. Kjósendur verða að vakna til alvarlegrar meðvitundar um það, að heiður þeirra og framtíð lands- ins er undir því komin, að þeir leggi alvarlega stund á, að beita viti sínu og kröftum í rétta átt. Til þess að svo sé, þarf sannfæring þeirra að vera bygð á traustum og áreiðanlegum grundvelli. þeir mega ekki hlaupa eftir hinu og þessu markleysuþvaðri grunnhygginna manna, heldur verða bændur að byggja skoðanir sínar á því, sem vitrustu og fjölfróðustu menn landsins hafa ritað. þegar þannig er búið að rannsaka gang málanna eftir föngum og alla málavexti, þá er hverjum meðalgreindum og athugulum manni ekki ofætlun að mynda sér á- kveðna og ábyggilega skoðun á flest- um þeim málum, sem á dagskrá eru. En bæði fyrir mentunarskort og hugs- unarleysi gera langtum of fáir sér far um slíka rannsókn. En hver sá bóndi, sem hefir hafið sig upp í þá stöðu, með það fyrir augum, að verða óháð- ur og sjálfstæður maður og vill halda virðingu sinni óskertri og fullri einurð gagnvart hverjum, sem í hlut á, hana ætti að finna sig knúðan til að afla sér sem beztrar og víðtækastrar þekk- ingar á landsmálum, og það því frem- ur, sem ráðin eru nú að færast í hend- ur þings og þjóðar. Ef þjóðin tekur sér ekki fram í þessu efni, þá segir mér svo hugur um, að ráðsmenska hennar verði æði-bogin og handahófs- leg, og svo gæti farið, að þjóðræðið verði okkur alls ekki að tilætluðum notum, eins dýrmætt eins og það er þó í raun og veru. Vér sjáum nú, hvernig fer. þ>að er gaman að vera bóndi. Eg hlakka til þess! En bændastaðan er töluvert vandasöm, og vissast verður að reyna að búa sig svo undir hana að þekkingu, að maður geti treyst sjálfum sér bezt, þegar á liggur. f>að fer út um þúfur gamanið, þegar vesl- ings-bændurnir láta æsandi fortölur og blekkingar ráða atkvæði sínu á kjör- fundum. Eitt, sem bændur verða að varast, þegar um þingmannaefni er að ræða, er það, að einblína á stöðuna. Orðið »bóndi« er hljómfallegt, eins og orðið »heimastjórnarmaður«. þetta síðar- nefnda orð er búið að misbrúka svo nú í seinni tíð, að það æjiti að vera góð bending til manna, áð láta ekki neitt svipað eiga sér 3tað framvegis. Og þá hlýtur róleg skynsemi að kom- ast að þeirri niðurstöðu, að hæfileikar og mannkostir eigi að ráða úrslitum við þingkosningar. Að þessu hvoru- tveggju jöfnu’vil eg heldur bóndann en embættismanninn. En standi hann ekki jafnfætis embættismanninum, kýs eg hiklaust heldur embættismanninn. Auðvitað eigum við að keppa að því, að ná þeim þjóðarþroska, að geta staðið embættismönnum jafnfætis að þingmensku. En meðan því takmarki er ekki náð, verðum við alþýðumenn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.