Ísafold - 30.07.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.07.1902, Blaðsíða 2
186 SKRIFSTOFA ÍSAFOLDAR er opin kl. 12—2; en afgreiðslan allan daginn (7 árd,—8 siðd.). Þar, i afgreiðslunni, er tekið við borgun fyrir blaðið, auglýsingum, bókapöntunum og blaða, handritum til prent- unar i ísafoldarprentsmiðju, m. m.; þar er og bóka- og pappírsverzlun. irnir að brjóta odd af oflæti okkar og beygja okkur fyrir almennings heill. Svona lít eg á þetta naál«. þá minnist höf. lítillega á kosning arnar núna hjá Húnvetningum og Norðmýlingum. Húnvetningar hafna öðrum eins manni og Páli amtmanni Briem, manni, sem ritað hafi í vetur manna bezt um stjórnarskrármálið, »og rit hans önnur lýsi dæmafárrí elju og umhyggju fyrir framtíð lands og þjóðar. þrátt fyrir það álíta Hún- vetningar hann ekki færan um að eiga atkvæði um stjórnarskrármálið á þingi*. Um þessa, sem fleat fengu atkvæði hjá Norðmýlingum, segir höf., að ekki detti sér í hug að fara að varpa skugga á þá að óreyndu, en telur hitt mjög ófyrirsynju gert, að hafna Jó- hannasi sýslumanni, er reynst hafi •einkarnýtur þingmaður, manna harð- fylgnastur sér,einbeittur, hreinskilinnog góður drengur«. Segir sömul. um síra Binar á Hofteigi þórðarson, að hann sé»djúphygginnog skarpatbugall maður, ákveðinn í skoðunum, frjálslyndur og góður drengur og framfaravinur mesti, en jafnframt gætinn og rasar ekki um ráð fram, og þar að auki gildur bóndi«. Friður og eining•? Harla ánægjuleg og lofsverð »eining andans í bandi friðarins* lýsir sór yfirleitt í embættaskipun þingsins núna og deildaskipun. Af embættismönnum þingsins og varamönnum, sem eru 12 alls, réttur þriðjungur þingmanna, eru 9 kosnir í einu hljóði, ýmist með öllum atkvæð- um, sem til voru, eða því Sem næst. Eitt varaembættið og tvö skrifara- embættin, þau er langminst kveður að, eru skipuð með flokksfylgi, en sýnilega án verulegrar mótspyrnu þó. Framfaraflokkurinn hefir að eins ekki getað felt sig við, að eiga þátt í, að tildra þeim þjóðólfsmanni og StykkÍ8hólms-goðanum í skrifaraem- bættin í sameinuðu þingi, embætti, sem ekki kemur þó raunar til að þjóna nema kannske hálfan dag að saman- lögðu í mesta lagi allan þingtímann, né heldur hitt, að láta g e t a til þess komið, að Guðjón okkar prýði íorseta- sætið í efri deild, þótt ekki væri nema fáeinar mfnútur alt þingið; hinn gamli, reglulegi forseti þar er maður, sem ekki á að sér að vera forfallagjarnt. f>eir hefðu heldur verið til í, segja sumir, að lofa Jósafat karltötrinu upp í stólinn. Sama er að segja um kosningu 6 þjóðkjörinna þingmanna upp í efri deild. f>ar af eru 5 kosnir í einu hljóði og með sama sem öllum at- kvæðum, en að eins ágreiningur um einn, sem marið er upp með 1 atkvæði fram yfir helming þeirra, er atkvæði gátu greitt. f>að var Skúli Thorodd- sen, sem bæði mun hafa verið sjálfum miður ljúft, að yfirgefa þá deildina, er hann hefir setið í öll sín þingár, og gömlum samdeildarmÖDnum hans eigi síður óljúft að missa hann þaðan. Fyrir þeim, sem verið hafa forgöngu- menn þess tiltækis, hefir það líklegast átt að vera svo sem eins og dálítil uppbót fyrir vonbrigðin um, að fá hann gerðan alveg rækan af þingi. það er eftirtektavert hins vegar, að í helztu þingembættin eru kosnir alveg sömu mennirnir og síðast: allir forset- arnir sömu og eins varaforsetinn í sameinuðu þingi. f>ar er þvf ekki að sjá, að aðrir ráði meira á þingi nú en síðast. Varaforseti í neðri deild er og kosinn í einu hljóði gamall Valtýingur og fyrverandi forseti þar. Af skrifurum deildanna 4 síðast eru nú eigi á þingi nema 2, og var annar þeirra endurkosinn (Sig Jenss.), en hinn, Guðl. Guðmundsson, færðist undan kosningu. Kosinn er því næst í hans stað nýr Framfaraflokksmaður, Jón Magnússon, og f hitt sætið í þeirri deild gamall þingskrifari, Arni Jóns- son. f>etta eru nú vitaskuld smámunir í samanburði við sjálf þingmálin, eða stórmálin á þingi. En að svo stöddn ber eigi á öðru en sama bróðerninu hér um bil, og þá fyrst og fremst í stjórnarskrármál- inu. Eftir að landshöfðingi hafði á fund- inum í fyrra dag lýst því yfir fyrir stjórnarinnar hönd, að enga breytingu mætti gora á stjórnbótarfrumvarpi hennar, ekki einu sinni neina orða- breyting, nema full vissa væri fyrir því, að ekki fælist þar í nokkur hin minsta efnisbreyting, kváðu fram- sögumenn beggja þingflokka upp úr um það afdráttarlaust, að þeirra áform væri hvorratveggja að samþykkja frumvarpið óbreytt. Framsögumanni afturhaldsliðsins (L. H. B.) tókst að vísu ekki að stilla sig um dálitlar ýfingar í orði um leið, enda munu fáir hafa við öðru búist af honum og ekki getað annað en virt honum til vorkunar, þótt honum þætti beiskt, að verða að renna niður öllu því, er hann hafði barist í móti af öllum mætti á síðasta þingi, og þar með í ofanálag því, er samflokksmenn hans höfðu hamast gegn áður: ríkisráðssetu o. s. frv. En hinn framsögumaðurinn (Guðl. G.) var þeim mun stiltari, að hann lét sem hann heyrði það ekki, og varð því ekki af neinni eldkveikju í það sinn. Eina verulega villusporið eða ófriðar til þessa er framkoma snæfelska þing- mannsins í kjörbréfarannsóknarmálinu gagnvart fornkunningja sínum Skúla Thoroddsen. En það munaði líka um það. Og er sú ein bót í máli þar, að ýmsum flokksmönnum hans gramdist svo sú framkoma, hranaskapur sá og ósvinna í orðum, er hann beitti í fram- sögu málsins, að sögn þvert ofan í það, sem þeir höfðu áskilið við hann fyrir fram, að líklegt er, að þeir vari sig á að trúa honum of vel eftirleiðis, þótt ekki hefði kjark eða snarræði til að snúa þá svo við blaði samstundis, sem við átti, heldur hefir fundist sér vera skylt, að standa við flokksfundarsam- þykt um, hvern úrskurð málið skyldi hljóta. Veðrátta. þurviðri óvenjumikil hafa geugið hér lengi, og mun þetta vera eitt hið mesta þurkasumar í manna minnum. J?ví fylgir vitanlega grasbrestur all- mikill víða, með því líka að kuldi fylgir þurviðrunum, með frosti og snjó til fjalla öðru hvoru. Og hafís hafa fiskiþilskip hitt fyrir mjög nærri Hornströndum nýlega. Meira um rannsóknina broslegu. í grein minni í »ísafold«, sem prent- uð var í síðasta nr. blaðsins, gat eg þess, að þegar eg sendi Á r n a bónda Sigurðssyni í Skáladal fjárupp- hæð þá, 70 kr., er gefið hefir tilefni til rannsóknagauragangs mótkandídats míns, hefði eg lagt ríkt á við hann, að féð mætti ekki misbrúka til at- kvæðakaupa. Bréf þetta er dagsett 17. maí þ. á. og er sá kafli þess, er hér að lýtur, orðrétt þannig: »Fari nú svo, að »Ásgeir litli« komi norður, svo að fundarmenn geti komist með honum á kjörfundinn, þá býst eg við að ýmsir noti þá ferð, og má þá ekki horfa í, að greiða fargjald fyrir vora menn, því að líklega lætur Árni Jónsson Hafsteinsmenn hafa ókeypis far; en vel verðið þér að gæta þess, að ekki má bjóða nein- um fé til þess að kjósa svo eða svo, því að atkvæðakaup eru hegningar- verð, bæði fyrir þann, sem veitir og þiggur; en að greiða fargjöld fyrir menn, sem hafa ásett sér að fylla manns flokk, er í alla staði löglegt*. þar sem nú euginn annar maður í Sléttuhreppi hefir af mér, eða fyrir mitt tilstilli, meðtekið eins eyris virði, til kjörfylgis, og enginn haft mína heimild til að bjóða fé eða nokkra aðra þóknun eða gneiða, hverju nafni sem nefnist, þá væntir mig, að hér með sé nægilega vísað á bug hinum svívirðilegu aðdróttunum til mín, er felast í ofannefndum »réttarrannsókn- um«(!) mótkandídats míns. Bessastöðum 27. júlí 1902. Skúli Thoroddsen. Uppistandið í Miðdölum. þjóðólfur flytur 23. f. m. frétta pistil úr Dölum, sem auðsýnilega^|r í þeim tilgangi ritaður, að sverta mig; og til frekari áréttingar er hnýtt aft- an við hann áskorun frá 23 Miðdæl- um til stjórnarnefndar unglingaskól- ans í Búðardal um að ráða mig ekki fyrir kennara við skólann eftirleiðis, nema eg lofi hátíðlega að bæta ráð mitt. Enda þótt eg geti látið mér í léttu rúmi liggja, það sem sagt er um mig í þjóðólfi, þingkosningum viðvíkjandi, þá finst mér þó eigi rétt að eg leiði alveg hjá mér það, sem að mér er sveigt í þessu tbl. hans. Einkum er það þó áskorun þeirra Miðdæla, sem þarf athugunar við. Svo framarlega sem hún er ekki gjörð út í loftið, þá felst í henni sú aðdróttun, að eg hafi talað eða ritað »skammir, ónot eða óhróðursgreinar« um menn hér í Döl- um, gjört »uppÍ8tand með afskiftasemi minni af málum sýslunnar« og með þessu haft óholl áhrif á nemendur unglingaskólans. Ókunnugir mættu nú ímynda sór, að sá kennari, sem fær þannig lagaða ofanígjöf, væri eitthvað meir en lítið gallaður, og því verður ekki neitað, að væri þetta satt, þá væri hollast fyr- ir hvern skóla að vera laus við mig. Og sennilegt getur þetta sýnst, þar sem undir áskorunina hefir ritað þjóðkunnur prestur (sr. Jóh. L. L. Jó- hannsson) og margir myndarbænd- ur úr sveitinni (Miðdölum). En á hverju byggja þeir þessar að- dróttanir sínar? Eg hefi ekki skrifað aðrar blaða- greinar, snertandi menn hérí sýslunni, en greinina: »Úr Dölum vestan« í 81. tbl. ísafoldar f. á., þessa grein, sem pistilhöfundurinn segir, að bezt sýni mitt »göfuga innræti« eða hitt þó heldur. En hefi eg þá í þeirri grein ritað •skammir, ónot eða óhróður* um sýslu- búa? Eg veit ekki, hvaða nöfn Miðdælir vilja gefa orðum mínum; en hitt er víst, að í greininni er ekkert það sagt, sem nokkur maður, mér vitanlega, hefir treyst sér til að hrekja, enda get eg auðveldlega sannað alt það, sem í henni stendur, nema ef vera skyldi það, að sýslumaðurinn njóti fremur bónþægni sinnar hjá Suðurdalamönn- um en frægilegrar framkomu á síðasta þingi. Eg íór þar eftir sögusögn ýmsra kjósenda úr Suðurdölum; en vel get- ur verið, að síðan sé búið að kenna þeim eitthvað um »framkomu hans í stjórnarskrármálinu og öðrum málum,* sem fréttaritaranum finst auðsjáanlega mikið til koma, svo að þeir vilji nú ekki lengur kannast við þetta, enda nenni eg ekki að gjöra neina reki- stefnu út af því. Alt það sem eg sagði í greininni um framkvæmdir Björns sýslumanns, vita Miðdælir ofurvel, að er satt. Og þetta kalla þeir svo »skammir, ónot og óhróður,« sem hafi óholl áhrif á nemendur unglingaskólans. Með öðrum orðum: það er, eftir þeirra skoðun, óholt nemendunum, að kenn- arinn segi sannleikann, ef það er óþægi- légt fyrir einhvern mann í sýslunni. En þá fer dú kennarastaðan að verða vandasöm og máske vandfeng- inn inaður í hana, ef hann á að lifa samkvæmt þessari kenningu. Honum er þá ekki einungis bannað að rísa upp á móti hvaða siðspillingu, gjörræði og lögleysum, sem einhver, æðri eða lægri, gjörir sig sekau í, heldur er honum og algjörlega fyrirmunað að bera hönd fyrir höfuð sér, ef einhverj- um rangindum er beitt gagnvart hon- um sjálfum. Gjörum t. d. ráð fyrir, að kennarinn yrði fyrir einhverjuœ svæsnum mót- gjörðum, yrði t. d. fyrir miklu eigna- tjóni af annarra völdum eða líkamlegri misþyrmingu. Samkvæmt kenningu Miðdæla mætti nann ekki gjöra nokkra tilraun til að reka réttar síns á mótpartinum, því ef hann skýrði satt og rétt frá málavöxtura, færi hann með »skammir, ónot og óhróðúr.« Eða gjörum ráð fyrir, að hann yrði fyrir sams konar yfirgangi og lögleysum og dánarbúið í Hjarðarholti varð fyrir síðastliðinn vetur af hálfu skiftaráð- andans. Bkki mætti hann þá nefna á nafn að ná rétti sínum með því að snúa sér til háyfirvaldanna eða leita úrskurðar dómstólanna, því hann má ómögulega segja nokkrum manni frá því, hversu miklum rangindum, sem við hann er beitt, — nema kannske ef utansýslumaður á í hlut! Annar sá brestur í fari mínu, sem Miðdælir heimta að eg bæti, er af- skiftasemi af málum sýslunnar. þeir gefa fullkomlega í skyn, að með þess- ari afskiftasemi hafi eg gjört mppi- stand.« Mér er nú alveg ókunnugt um, hvar eða hvenær þetta uppistand hefir orð- ið. Eg hefi ekki orðið var við neitt uppistand, sem eg hafi getað verið valdandi, nema ef því nafni er nefnd gremjan, sem gagntók suma vini sýslu- mánnsins út af grein minni í ísafold; er það þó naumast hægt, þar sem enginn hefir haft uppburði í sér tií að mótmæla mér. Viti Miðdælir um eitthvert annað uppistand af mínum völdum, þá væri vel gjört af þeim að fræða mig um það. En hvort sem þessi aðdróttun er sönn eða ekki, þá er eg hræddur um að hver skynsamur maður mundi hugsa sig tvisvar um áður en hann gæfi þetta loforð, sem Miðdælir vilja heimta af mér, því það gæti auðveld- lega riðið í bága við skyldur hans sem heiðvirðs borgara þjóðfélagsíns. Ger- um ráð fyrir, að kennarinn í Búðardal væri maður, sem hefði kosningarrétt og kjörgengi í hreppsnefnd og sýslu- nefnd, og að hann hefði svo gott traust sveitunga sinna, að hann væri kosinn í þessar nefndir. Samkvæmt kröfu Miðdæla mætti hann þar ekki halda fram nokkurri þeirri skoðun á málum sýslunnar, sem kæmi í bága við skoð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.