Ísafold - 30.07.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.07.1902, Blaðsíða 3
187 Un nokkurs annars manns í sýslunni, því úr því gæti orðið uppistand. Nei, hann verður að vera afskiftalaus af öllu því, aem hann er ekki fyrirfram viss um að allir séu sammála um; og hvernig getur hann nokkurn tíma ver- ið það? það er engu líkara, eftir áskorun Miðdæla að dæma, en að hér í sýslu ríði mjög á því, að fátt sé af mönn- um, sem leggja í vana sinn að segja sannleikann hiklaust, þótt það sé ó- þægilegt fyrir einstaka menn, æðri eða lægri. Fyrir kunnuga er það og skiljanlegt, þótt ýmsum sé lítið gefið um afskifti mín, bæði af þingkosningum og öðru, og vilja því fá skóiastjórnina til að svifta mig málfrelsi. Fyrir vissa menn er það æskilegast — enda kann- ske nauðsynlegt — að sem flest sé af þeim mönDum, sem hvorki hafa sjálf- Stæða sannfæringu né einurð. Sé það grunur Miðdæla, að e£ hafi reynt að hafa áhrif á nemendur ung- lingaskólans í þá átt, að spilla áliti þeirra á einstökum mönnum í sýslunni eða æsa þá upp á móti nokkrum manni eða málefni, sem nú er helzt á dagskrá hjá almenningi, þá lýsi eg því því yfir, að sá grunur er alveg ástæðu- laus. Er og ónugsandi, að þeir hafi getað fengið nokkurt tilefni að ætla mér slíkt. Eg ætla ekki að leiða neinum get- um að því, hvernig stendur á þessari árás Miðdæla á mig. Eg læt mig það engu skifta. En eg get ekki bundist þess, að láta í ljósi undrun mína yfir henni. Mig undrar það, hve hún er dæmalaust heimskuleg, og þá ekki síð- ur hitt, að greindir menn og gætnir skuli ráðast á mig svona heimskulega að ástœðulausu. En það er svo margt fleira, sem hefir vakið undrun hjá mér þennan tíma, sem eg hefi nú dvalið í Dölum. Getur vel verið að það sé ógæfa mín, að eg hefi ekki alt af dulið þá undrun. Eg skal ekki vera fjölorður um það, sem höfundur pistilsins í þjóðólfi seg- ir um kosningaafskifti mín hér. Hann reynir að níða mig fyrir framkomu mína, en finnur þó ekkert ljótara til að bregða mér um- en ummæli mín um, að Bj. sýslumaður njóti bónþægni sinnar ! Eg skal ekkert um það þrátta meir, því hvorki þykist eg með þeim orðum hafa gjört mig sekan í neinu ósæmilegu, enda er og vonlaust um nokkurn árangur af því þrasi. Yið stöndum hvorirtveggja jafnilla að vígi með að sanna nokkurn hlut þar. Suð- urdalamenn vilja nóttúrlega, af auð- skildum ástæðum, ekki við annað kann- ast, en að það hafi verið sprottið af meiri pólitiskum þroska hjá þeim en öðrum sýslubúum, að sýslumaðurinn var kosinn á þing í vor, — kosinn af 66 Suðurdalamönnum (úr 3 hreppum), 14 kjósendum úr öðrum (ð) hreppum sýslunnar og — 2 utansýslukjósend- um, sem búnir voru að vera meir en eitt ár búsettir f öðrum kjördæmum, en greiddu sýslumanni atkvæði hér með fullri vitund hans. — Fréttarit- arinn er líka vafalaust sjálfur sann- færður um andlega nyfirburði« Suður- dalamanna, þrátt fyrir alla heimskuna, sem lýsir sér í áskorun Miðdæla, og eg gjörj ráð fyrir, að engum só fært að raska þeirri sannfæringu. Staddur að Skógum, 28. júni 1902. Jón Jónasson. Landbrunl. f>að bar til nýlega á bæ einum á Skeiðum, Brúnavallakoti, að kviknaði í nýslegnu heyi hjá sláttufólki, er var að hita sér kaffi, og læsti eldurinn sig ekki einungis í það alt, heldur og jarðveginn, sem búið var að slá, svo og það, sem óslegið var. Mann- söfnuður kom að slökkva, og tókst það, mest vegna þess, að skurðir stöðvuðu eldinn. Búist við ella, að hann hefði dreifst um mikið af Skeiðunum. Á- gúst bóndi í Birtingaholti Helgason átti heyið, slægjuna — á að gizka 2 kýrfóður slegin og annað eins óslegið. þessu valda hinir óvenjumiklu þurk- ar. Enda jarðvegur mosakendur þar sem brann. Ný þingmál. Frumvarp um heimullegar kosning- ar til alþingis (B. Kr. og þórður J. Thoroddsen). Frv. um brúargerð á Jökulsá í Ax- arfirði (Árni J. og Pétur J.). Frv. um breyt. á lögum 12. júlí 1878 um gjafsóknir (Sk. Th.). Frv. um kjörgengi kvenna (sami). Frv. um vinnuhjú og daglauna- menn (G. Vigfúss.). Frv. um stofnun brunabótafélags (Ól. Briem og St. Stefánss. kennari). Frv. um löggilding verzlunarstaðar við Flatey á Skjálfanda (P. J. og Á. J.). Frv. um löggilding verzlunarstaðar við Óshöfn við Héraðsflóa (Ól. Dav. og J. Jónsson). Frv. um að selja salt eftir vigt (B. Kr. og f>. J. Thor.). Frv. um sölu á laxveiði í Laxá í Kjós fyrir Valdastöðum, — fyrir 4000 kr. (B. Kr. og f>. J. Th.). fúngsályktunartillaga um 5 manna nefnd í neðri deild til að athuga mál- ið um þráðlaus rafmagnsskeyti milli íslands og útlanda og gjöra tillögu um það (Guðl. Guðm. og 4 aðrir). f>gsál.till. um 5 manna nefnd í neðri d. til að taka fjárkláðamálið til íhugunar og koma fram með tillögur um ráðstafanir til algerðrar útrýming- ar fjárkláðanum (Árni J. og þingmenn Skagf.). f>gsál.till. um 5 manna nefnd í neðri d. til að íhuga landbúnaðarlöggjöfina. Frumvörpin eru mörg uppvakningar frá fyrri þingum. Brúin á Jökulsá (hjá Ferjubakka) á að kosta 50,000 kr. úr landssjóði, en Austuramtið og N.-f>ingeyjarsýsla að annast gæzlu og viðhald. Þingnefndir. Stjórnarskrárnefnd : Guðl. Guð- mundsson, Ólafur Briem, Sigurður Stefánsson, Jón Jónsson (Sleðbrjót), Lárus H. Bjarnason, H. f>orsteinsson, Pétur Jónsson. Fjáraukalaganefnd : Stefán Stefáns- son, Björn Kristjánsson, Árni Jónsson, Magnús Andrésson, Hermann Jónas- son, Ólafur Davíðsson, Tr. GunnarsB. Botnvörpumál: J. Havst., Kristján JónBSon, Skúli Thoroddsen. Löggæzla við fiskiveiðar í Norður- sjónum: Jósafat, Guðjón, Júl. H. Aukning veðdeildar: Eir. Br., Egg. Pálsson, Sig. Jensson. Ritvillan í hlutabankalögunum: Björn Kristjánsson, f>órhallur, Tryggvi, Lárus H. B., f>. Thoroddsen. Sóttvarnir: Ari Brynjólfsson, Stefán frá Fagraskógi, B. B. Dalam., Sighv., Jón Magnússon, f>orgrímur f>órðarson, f>órður Thoroddsen. Hlutfallskosningar eru hafðar í flest- um eða öllum nefndarkosningum. — Fyrir það slysaðist t. d. Framfara- flokkurinn til að demba í sóttvarnar- laganefndina læknunum báðum og Jóni Magnússyni, og fór þann veg alveg með hana í augum hins liðsins, sem málið fól þeim: Ara—B. B. — Sighvati — Stefáni (Fagrask.). Stjórnarskrárniálið. Nefndin í því máli hefir tekið það hyggilega ráð, að greina sundur sjálfa stjórnarskrána og tillögurnar um fyrir- komulag hinnar fyrirhuguðu, innlendu landstjórnar, með launum hennar og niðurlagning embætta m. m. ■ Og kvað nefndarálitið um stjórnar- skrána vera væntanlegt á morgun. f>að verður sjálfsagt lítið annað en yfirlýsing um, að nefndin ráði þing- deildinni til að samþykkja frumvarp ráðgjafans óbreytt. Frumvarpið verður þá væntaniega ekki lengi á ferðinni gegnum þingið. Hitt atriðið dvelst nefndinni nokk- uð við, sem vonlegt er. f>ví það er nýtt mál, som þarf vandlegrar íhugunar, er kemur líklega fram ekki í frum- varpi, heldur í nefndaráliti, er stjórn- inni verður sent til hliðsjónar, þá er hún fer að semja fyrir þingið 1903 frumvarp sitt um fyrirkomulag hinnar æðstu innlendu stjórnar. Kosningakæran úr ísafjarðarsýslu. f>ess var ógetið síðast, að samþykt kosningar Skúla Thoroddsen fylgdi frá þingsins hálfu eftirfarandi tillaga, er samþykt var með 19 samhljóða atkv.: »f>ingið játar að vísu, að ástæða væri til að fresta samþykt á kosnÍDgu 1. þm. Isf. vegna framkomins gruns, að fé hafi verið borið á kjósendur hans, þangað til próf þau væri til lykta leidd, er þegar eru fyrirskipuð; en af því að sá frestur anaars vegar mundi útiloka þingmanninn frá þingi og atkvæðamunurinn hins vegar milli þingmanna þeirra, er voru kosnir í ísafjarðarsýslu, og hinna, er ekki náðu kosningu, var allmikill, sættir þingið sig eftir atvikum við ráðstafanir þær, sem hlutaðeigandi amtmaður þeg&r hefir gert, í því trausti, að þær leiði til að komast fyrir hið sanna í mál- inu, og samþykkir því kosninguna«. Atkvæðagreiðslan gekk býsna-skrykk- jótt. Karlauminginn, sem otað hafði ver- ið með harðneskju héðan út í þing- menskuna núna og keyrður upp í for- setastól fyrir aldurs sakir, eins og lög standa til við þingsetningu, var í stand- andi vandræðum að komast fram úr krábulli því, er þm. Snæfell. fekk hon- um í hendur, handritinu að tillögunni, og ætlaði hann þá að gerast forseti og lesa það sjálfur. En því var þá mótmælt. f>egar stautið var loks bú- ið, bar aldursforseti tillöguna upp og reyndust þá 19 atkv. með henni. En í stað þess að leita gagnatkvæða, úr- skurðar forseti, að tillagan sé þar með samþykt. f>á er honum eftir á bent á yfirsjón sína og ætlar þá að laga hana með því að leita þá fyrst gagn- atkvæða. En því gegndi enginn, með því að málið v a r þegar úrskurðað af forseta. Ýmsir þingmenn tóku eftir því, — en áttuðu sig ekki á því fyr en um seinan —, að þm. Snæfell., er öllu virtist ráða um fundarstjórn, þótt ekki væri nema annar skrifari aldursforseta, hagaði hlutkesti í kjörbréfadeildir ann- an veg en siður er til, og eru þeir á því, að því hafi alls engin tilviljun ráðið, að návenzlamenn Hannesar Hafsteins lenda allirþrírásamt miklum meiri hluta af þeirra mönnum í þeirri deildinni, er rannsaka skyldi kjörbréf þeirrar deild- ar, er Skúli Thoroddsen lenti í, frá- leitt af tómri tilviljun heldur. Svo nauðamarklítil sem »réttarpróf« H. H. virtust vera, hefði verið hið eina rétta af þinginu, að samþykkja kosningu Sk. Th. umyrðalaust. En í sjálfu sér var ályktunin ekki nema meinlaus selbiti í vasann að öðru leyti en því, að ekki verður annað séð á henni en að meiri hluti þingsins láti sér vel líka, að Hannes Hafst. haldi áfram þessum svo nefndu réttarrann- sóknum, maður sem hafði auk annars fyrir skemstu ekki séð sér fært annað en að játa á sig að hann væri höfund- ur að níðgrein um Skúla Thoroddsen í málgagni hans og þeirra félaga hans á Isafirði! Hann Sjálfnr. Hreysti, karlmensku, hugrekki, þolinmæði og langlondargeði, óþreytandi elju, speki, ráðkænsku, viðuiótsblíðu og skörungskap, glöggskygni, mjúklegum limaburð, bógværð og umburðarlyndi, — öllum þessum mann- kostum og enn fleiri ónefndum þarf að ægja saman í einum manni til þess að geta staðið svo snildarlega í stöðu sinni sem Hann Sjálfur gerir. Hann þarf að vera alt í öllu og alt í einu: yfirþingmaður, yfirforseti og yfir- landsböfðingi. Yfirþingmenskunni fylgir sú skylda, að hafa Dákvæmt eftirlit með og afskifti af þingmönnum, utan þings og innan, öllum þeirra orðum og gjörðum, að aldrei komi neitt í bága við þá hngsjón, sem fyrir Honum Sjálfum vakir. Hann þarf að örva þá og áminna við hvert fótmál, vanda um við þá, sem sýna sig í þvi að fylgja slælega fótsporum Hans Sjálfs, hrópa í þá sem villast útúrgötunni (»Heyrðu mig, Pctur«. »(lættu að bvað þú gerir, Hannes«, o.s. frv.) og verasí og æ á þönum, að halda utan að bópnum. Mest reynir á, þegar atkvæðagreiðsla á fram að fara. Þá verður Hann Sjálfur að sendast eins og þeytispjald fram og aftur með þing- bekkjunum til að lita eftir, að atkvæða- seðlarnir séu rétt skráðir og alt fari fram eftir fyrirhuguðu ráði. Eins og æðikolla verður að vera á sífeldu flögri að líta eitir, að ófleygir og ósyndir ungar sinir fari sér eigi að voða, eins verður Hann Sjálfur að hafa alstaðar augun og þjóta eins og ör- skot fram og aftur um þingsalinn til að gæta þess, að skjólstæðingunum verði ekki á neitt glappaskot, er stofnað gæti þeim eða Honum Sjálfum og Hans áformum i voða. Verði forseta á, að leyfa mönnum að taka til máls í þeirri röð, er þeir hafa gefið sig fram, verður Hann að taka þar í taumana og koma sjálfum sér fram fyrir þá alla; því að það er bæði háski og ósvinna, að aðrir komist að til að tala á undan Honum Sjálfum. Eigi atkvæði fram að fara eftir hlut- kesti, verður hann að skerast í leik og raða svo nafnseðlunum, að hlutir þeirra komi upp, er Honum henta og Hans mönnum; og leggja verður Hann á sig Sjálfan ómakið að draga þá, með þvi að annars getur eitt- hvað út af borið. Stundum ber við, að Hann Sjálfur verður að lesa fyrir forseta það, sem lesa ber frá forsetastólnum, sé hann (forseti) hrumur og sjóndapur orðinn. Hann þarf með öðrum orðum að vera þrá- sinnis yfirforseti. Yfirlandshöfðingi eða yfirstjórnarfulltrúi ber við að hann má til að gerast, og gerir Hann þá ýmist að kinka kolli lítillátlega og náðuglega, eins ogJúpiter af Olympsfjalli, niður til stjórnarfulltrúans, ef honum lík- ar frammistaða hans, en reigist við drembi- lega annars kostar. Þá kemur sér vel hin fágæta likamsmýkt Hans Sjálfs. Hann Sjálfur er í stuttu máli annar Atlas, er heiminn ber á herðum sér, heill lands og lýðs og ókomin örlög þess. Eður sem Óðinn hinn eineygði, er »æðst- ur var ásanna og réð öllum hlatum; ogsvo sem önnur goð voru máttug, þá þjónuðu honum öll, svo sem börn föður«. Svo mátt- ugir sem aðrir þingmenn eru og mikils hátt- ar, þá þjóna Honum allir á sömu lund. »Hann er svo fagur og göfuglegur álitum, þegar Hann situr með sinum vinum, að öllum hlær hugur við. En þá er Hann er i her, sýnist Hann grimmlegur sínum óvinum. En það ber til þess, að hann kann þær íþróttir, að Hann skiftir líkjum og litum á hverja lund, er Hann vill. Önnur er sú, að Hann talar svo snjalt og slétt, að öllum, er á heyra, þyk- ir það eina satt. Hann kann svo gera, að i orustum verða óvinir Hans blindir eða daufir eða óttafullir«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.