Ísafold - 30.07.1902, Blaðsíða 4

Ísafold - 30.07.1902, Blaðsíða 4
188 Jarftarför síra f>orkels heit. Bjarnasonar fer fram þriðjudag 5. ágúst kl. 12. Sipling. Tvö seglskip komn i fyrra dag, raei! sinn kolafarminn hvort frá Eng- lan'di, annað (Easmus, 94, A. V. Nielsen) til G. Zoega og Th. Thorsteinson; en hitt (Borghild, 69, Ullestad) til H. Th. A. Thomsen. Gufuskip Frithiof (589, P. Pedersen) kom 24. þ. m. frá Newoastle með kolafarm handa Sameinaða gufuskipafélaginu. Með þvi kom L. Zöllner stórkaupmaður, og tek- ur skipið hrossafarm fyrir hann héðan. Franskt skemtiskip, litið gufuskip, Rose Marine (42, Cholet) kom hingað 25. þ. m. og með því 5 ferðamenn franskir, vísindamenn, er ferðasttil Geysis og Heklu. Þjófthátíftar-ræftumenn hér á laug- ardaginn eru til nefndir Guðl. Guðmunds- son alþm. og sýslumaður, Guðm. Biörns- son héraðsl., Jón Jónsson kand. frá Ráða- gerði, Arni Gislason letrari og frk. Ólafia Jóhannsdóttir. I heljar greipum. Frh. J>ær frænkur og frú Belmont höfðu horft óttaslegnar á hinn ófagravigra- leik, en átt þó ilt með að slíta sig frá þeirri hroðasjón. Nú "stóðu þær Sadie og móðursystir hennar grátandi hvor við hliðina á annari. Hersirinn sneri sér að þeim og ætlaði að ávarpa þær hughreystingarorðum. íin þá verður honum litið á frú Belmont. Hún stendur þá náföl í framan og sem steini lostin, líkari marmaralíkneski en menskri mannsmynd, og blínir beint fram undan sér langt í burtu, eins og hún væri ekki með sjálfri sér. •Drottinn minn, frú Belmont! hvað er um að vera?« kallar hersirinn. Langar leiðir burtu, margar rastir íyrir handan vígvöllinn, kom dálítill hópur manna rfðandi. »Já, það veit trúa mín, að þar eru menn á ferð. En hverir geta það verið?« |>au fóru öll að reyna á augun af fremsta mætti. Bn þetta var svo langt í burtu, að ekki var hægt að eygja frebara en það, að þetta voru menn á úlföldum og á að gizka tólf eða svo. »|>að eru þeir, þorpararnir, sem við skildum við í pálmakvosinni«, mælti Cochrane. »f>að geta ekki aðrirverið. f>að er þó huggun, að þeir ganga oss ekki úr greipum aftur«. En frú Belmont einblíndi jafnákaft og áður. Nú fórnaði hún báðum hönd- um til himins og æpti hástöfum af fögnuði: »f>að eru þeir!« hljóðaði hún upp yfir sig. »f>eir eru hólpnir! f>að eru þeir, hersir — það eru þeir. Ó, frk. Adams, frk. Adams, það eru þeir!« Hún hoppaði og dansaði til og frá, þar sem þau stóðu efst uppi á hamr- inum. Augun ætluðu út úr höfðinu á henni, eins og á ærðu barni. Förunautar hennar trúðu henni ekki. þau sáu ekki neitt. f>að ber stund- um við, að dauðleg skilningarvit vor eru næmari en þeir fá skilið, er hafa aldrei lagt í þau allan hug og sál. Frú Belmont var löngu komin á rás nið- ur skriðuna og þangað sem úlfaldi hennar stóð, áður en þau fengu eygt það, er flutt hafði henni óumræðilegan fagnaðarboðskap löngu áður. Fremst í hóp þeirra, er kom þár í móti þeim, glampaði á þrjá hvíta depla í sólskininu, og það gátu ekki verið annað en þrír Evrópumanna- haitar. f>eir riðu hart, og í þann mund, sem lagsmenn þeirra lögðu á stað tíl að mæta'þeim, sást glögt og greinilega, að þetta voru þeír Belmont, Fardet og Stephens. f>egar nær dró, sást, að föruneyti þeirra voru þeir Tippy Tilly og félagar hans, gömlu dátarnir egipzku. Belmont rauk í fang konu sinni, en Fardet nam staðar og þreif í hönd hersinum. »Vive la France! Vivent les Anglais /« öskraði hann upp. Tout va bien, n’est 'pas, colonel ? Ah, canaille! Vivent la crois et les chretiens ! (Lifi Frakk- land! Lifi Englendingar! Alt gengið vel, er ekki svo, hersir? Óþokkarnir. Lifi krossinn og kristnir menn!«) Hann var alveg frá sér. HerBÍrinn var einnig svo hrifinn, sem engilsaxneskar hugmyndir hans leyfðu frekast. Mikinn limagang hafði hann aldrei tamið sér. En það kumraði í honum hláturinn; en þess átti hann ekki vanda til, nema þegar hann komst mjög við. »Kæri vin! Mér þykir undurvænt um að hitta ykkur alla saman heila á húfi; mér hafði eigi dottið í hug, að eg mundi sjá ykkur nokkurn tíma í þessu lífi. Hef aldrei verið eins glað- ur yfir nokkurum hlut á allri æfi minni. Hvernig fenguð þér forðað yður ?« GOTT íslenzkt smjör fæst í verzlun cJóns þóróarsonar. Nýstárleg myndasýning fer fram að öllu forfallalausu á þjóðhátíð Reykjavíkur; þar verða sýndar í Keisarapanorama ShrQösRopmynéir frá Sriæfellsnesi: Búðahraun, Búða- hellir (inn- og útsýn þaðan), Búða- klettur, útsýn af Búðakletti inn eftir Staðarsveitinni, og út á Stapa, Eldgigurinn í Búðakletti, útsýn af Sölvabamri, útsýn af Stapanum, Stapaundrin, o: hrikalegar kletta- gjár, og Gatklettur. ■DSTAD’S SHJðRLÍEI (norsk vara) fæst nú keypt hjá flestum verzlunarmönuum. Reynið það, og þér munuð komast að raun um, að það er bezta smjörlíkið. ¥in, Vindlar og Cigarettur stórt úrval í verzl. ,N Ý H ö F N‘. Proclama. Með því að bú Jóhannesar St. Stefánssonar kaupmanns á Sauðár- króki hefir samkvæmt kröfu skuld- heimtumanns verið tekið til gjald- þrotaskifta, þá er hér með samkv. lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er skuldir kunna að eiga í búinu, að segja til þeirra og sanna þær fyrir skiftaráðandanum hér í sýslu innan 12 mánaða frá síðust (3.) birtingu þess- arar auglýsingar. Skrifst. Skagafj.sýslu, 28. júní 1902. Eggert Briem. Uppboðsauglýsinp:. Samkvæmt kröfu hreppsnefndarinn- ar í Fellahreppi og að undangengnu fjárnámi 5. þ. m. verða 32 hndr. f. m. úr jörðunni Krossavík í Vopna- fjarðarhreppi hér í sýslu seld við' 3 opinber uppboð, sem haldin verða laugardagana 23. og 30. ágúst og 6. september næstkomandi til lúkningar veðskuld Jörgens bónda Sigfússonar við Fellahrepp, að upphæð 810 kr., auk vaxta og áfallandi kostnaðar. Upp- boðin byrja kl. 11 árdegis nefnda daga og verða tvö hin fyrstu upp- boðin haldin á skrífstofu sýslunnar, en hið þriðja í Krossavík. Söluskilmálar og veðbókavottorð verða til sýnis á öllum uppboðunum. Skrifstofu Norðurmúlasýslu, Seyðis- firði 14. júli 1902. Jóh. Jóhannesson. þilskipaútgerðarmenn skyldi vanta kjöt til skipa sinna, geta þeir bomist að góðum kaupum með því að semja við kaupmann clón Þóréarson Þingholtsstræti I. Umsóknir um styrk þann, er í fjárlögunum 1902 —-1903 er veittur Iðnaðarmatmafólag- inu í Reykjavík »til að styrkja efni- lega iðnaðarmenn til utanfarar til að fullkomna sig í iðn sinni«, verða að vera komnar til félagsstjórnarinnar fyrir 30. sept. næstkomandi. Umsóknarbréfunum verða að fylgja meðmæli frá þeim, sem hlutaðeigend- ur hafa lært iðn sina hjá. Yngri piltar en 18 ára geta eigi orðið aðnjótandi þessa styrks. Skófatnaður vandaður • og mjög ódýr £ cyZifíié úrvaí Aðalstrœti ÍO. Ennfremur inyndir úr Reykja- vikur-leikhúsi, myndir aí þjóðbún- ingum, Ölfusárbrúin og margt fl. Reyktur raiiðmagi ágætlega verkaður fæst í verzlun Björn Kristjánsson. Umboð. Eg undirskrifaður, Ámundi Filippus- son, gjöri hér með kunnugt: að eg méð bréfi þessu, veiti syni rnínum, Eilippusi, umboð til að sjá um allar eigur mínar, fastar og lausar, og hafa öll ráð á þeim eins og eg sjálfur væri. Filippusi syni míuum er þannig heimilt að ráða fyrir fasteignum mínum og lausafé, veðsetja þær og selja, kvitta fyrir allar greiðslur til mín og aðrar tekjur mínar, koma fé mínu á vöxtu, ná inn skuldum þeim, er eg á hjá öðr- um, ef á þarf að halda með lögsókn, svo og gjöra alla þá samninga og sættir, er fjárhag minn snerta, alt eins og eg hefði gjört það sjálfur. — jþetta umboðsskjal hefi eg undirskrif- að í viðurvist 2 undirskrifaðra votta. Bjólu, 16. júlí 1902. Ámundi Filippusson, (handsalað). Vitundarvottar: Jón Guðrpnndsson. Hjörtnr Oddsson. Sveitamenn! Munið eftir þegar þið komið til bæj- arins, að g ó ð u r, n o r ð 1 e n z k u r Hákarl fæst í verzlun Jóns Þórðarsonar, Þingholtsstræti i. U M B 0 D Undirritaðir taka að sér að selja ísl. vörur og kaupa útlendar vörur gegn sanngjörnum umboðslaunum. P J. Thorsteinsson & Co. Tordenskjoldsgade 34. Köbenhavn K. egta schw., rússn., Steppe,dansk, Gouda, Bachsteiner, Myse, Mejeri. í verzl. Nýhöfn. og andre ialandske Produkter modtages til Forhandling. Billig Betjening. Hurtig Afgörelse. Cinar dílaauw Bergen Norge Til þeirra sem neyta hins ekta Kína-lífs-elixírs. MeS því aö eg hefi komist að þvó að það eru margir, sem efast um, að Kínalífselixír sé eins góður og hann var áður, er hér með leidd athygli áð því, að hann er alveg eins, og látinn fyrir sama verð-sem fyr, sem er 1 kr. 50 a. glasið, og fæst alstaðar á íslandi hjá kaupmönnum. Ástæðan fyrir því, að hægt er að selja hanu svona ódýrt, er sú, að flutt var býsna-mikið af hon- um til Islands áður en tollurinn gekk í gildi. Þeir sem Kínalífselixírinn kaupa, eru beðnir rækilega fyrir, að líta eftir því sjálfs sín vegna, að þeir fái hinn egta Kínalífselixír með einkennunum á miðanum, Kínverja með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Petersen, Fredrikshavn, og ofan a stutnum -ý ■' í grænu lakki. Fáist ekki elixírinn hjá kaupmanni þeim, er þér skiftið við, eða sé setl upp á hann meira en 1 kr. 50 a., eruð þór beðnir að skrifa mér um það á skrifstofu mfna, Nyvei 16, Kébenhavn. Waldemar Petersen Fredrikshavn. Ritstjóri B.jörn Jónsson. Isafoldarprentsmiðja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.