Ísafold - 02.08.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.08.1902, Blaðsíða 1
Kemnr út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/2 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. árs:. Keykjavík laugardaginn 2. ágúst 1902. 48. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTBD S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrastu í samanhurði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. Mmia ber, að gjalddags fyrir ísafoldvar 15. f. m. I. 0 0 F. 84889. Fornqripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12.' Landsbókasafn opið bvern virkan dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) tnd., mvd. og ld. til útlána. Okeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Okeypis tannlækning í Pósthússtrseti 14, b. 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl, 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Kjötsalan á Englandi. Foraeti Landsbúnaðarfélagsins fann núna stórkaupmann L. Zöllner frá New- castle að máli, til að heyra álit hans um horfurnar á kjötsölu á Englandi af fé, slátruðu hér heima. Hr. Zöllner brást vel við því og kvaðst hafa hugsað töluvert um það mál síðastliðin 15 ár. Fyrst kvað hann upp um það, að ekki gaeti kom- ið til nokkurra mála að flytja út fros- ið kjöti, kjötið yrðiað flytjast í kæld- um skipum, og hann hefði oft velkt því fyrir sér, hvort ekki ætti að reyna það; en hingað til hefði hann ekki álitið það ábatavænlegt fyrir seljendur. En nú taldí hann fara að reka að því, að nauðsynlegt væri að breyta til um útflutninginn. Meðan lifandi fé var flutt út á stórum skipum, alt að 9000 á einu skipi, var salan arðvænleg; þá mátti fara með mikið í einu, þegar féð var selt jafnharðan til fitunar. En uú vilja kaupendur fá sem minsta farmana, er slátra skal, þegar er féð kemur til Englands, vilja nú helzt ekki fá meira en 3000 fjár í einu, en flutningur í litlu skipi er tiltölulega svo miklu dýrari. Hér við bætist, að nú legst á alveg sórstakur kostnaður við sóttvarnargæzluna' þessa 10 daga, sem lengst má dragast að slátra fénu, og nemur sá kostnaður um 75 aura á kind. Hann kvað fyrirsjáanlegt, að út- flutningur á lifandi fé yrði mjög lít- ill í haust; enn þá ekki selt neitt af fé fyrirfram, og horfurnar væru yfir- leitt ekki góðar á þeirri sölu eftir- leiðis. í>ó taldi herra Z. árið þetta ekki hentugt til að reyna útflutning á sauðarkroppum, af þvf að salckjöt mætti nú hóita í viðunandi verði, tunn- an um 52 kr., sem samsvaraði hér um bil 18 aura verði á pundinu. Stund- um hefði saltkjötstunnan ekki verið nema í rúmum 30 krónum, og það lága verð gæti komið þegar minst von- um varir og saltkjöt verið lengur eða skemur í lágu verði, og þá verður knýjandi nauðsyn að reyna útflutn- inginn á kroppum. Hann kvaðst hafa fengið sérstakt tilefni til að íhuga svona lagaðan út- flutning fyrir það, að hann hefði í vetur fengið áskorun úr Skagafirði, að flytja út 6000 kroppa frá Sauðárkrók; en hann hefði ekki getað ráðið ril þess; áhættan væri alt of mikil til þess, að nokkurt einstakt hérað eða kaupfélag geti í það ráðist. Landið verður að hlaupa undir bagga með því, að bera' áhættuna að meira eða minna leyti. Og þessa tilraun er ekki hægt að gjöra í haust; til hennar þarf svo langan og margháttaðan undir- búning. Eigi tilraunin að gjörast haustið 1903, verður að gjöra ráðstafanir til pess nú í sumar, til þess að hafa árið fyrir sór til undirbúnings. Reynslan, sem fengin er með slíkan útflutning frá Esbjærg á Jótlandi, stoð- ar ekki ■ nema að nokkru leyti. Að gjöra tilraunina með litlu einu, eða með 500 kroppum, eins og nú hefði komið til orða, taldi hann mjög óhag- felt, og af ýmsum ástæðum yrði nauða- Iítið þá sölu að marka. Tilraunina yrði að gjöra með full- um farmi í kældu skipi, og það væri ekki svo stórt skip, sem tæki 8000 kroppa; svo mikið yrði að flytja til þess, að ekki yrði of dýrt flutnings- gjaldið á hverri kind. Kjöt, sem flutt er í kældum skipum, heldursér miklu lengur en ella, með mjög litlum kæl- ingarviðhaldskostnaði á eftir. þegar Skagfirðingar komu með sína málaleitan, spurðist Z. fyrir hjá Sam- einaða gufuskipafélaginu danska um skipleigu með kældu lestarrúmi, og bauð félagið skipið »Georg« fyrir 1000 pund í mánaðarleigu, og voru þar í hvorki kol né hafnargjöld. þá leigu taldi Z. langtum of háa og hafði góða von um að fá mætti mun lægra boð á Englandi. f>að væri álítamál, hve mikil ætti að vera ábyrgð og áhætta landssjóðs. Hún þarf að vera svo mikil, að eitt eða tvö héruð fáist til að senda; hent- ugasti mælikvarðinn væri pundatalan; væri miðað við kroppatöluna, væri það til að hvetja menn að senda margt og smátt, en hér þyrfti sérlega vel að vanda til um alt. þessari ábyrgð mætti t. d. koma svo fyrir, að næði kjötið ekki 20 aura verði, þá yrði bætt upp að tilteknu marki. Hámark áhyrgðarinnar virtist vera nóg 5 aurar á pundið; lítt hugs- anlegt, að seldist svo illa, að næði eigi 15 aurum; væri þá eitthvert alveg sér- stakt slys eða ólag í tafli. Væri send- ingin 8000 kroppar og hver að með- altali 45 pd., yrði ábyrgð landssjóðs að vera alt upp að 18,000 kr., sem vonandi kæmi þó ekki til að greiða þyrfti. Talað var um, hvaðan ætti að taka tilraunafarminn. Hr. Z. kvaðst álíta, að Seyðisfjörður hefði flest til að bera íram yfir aðra staði, einkum góða bryggju og mikil hús fast við hana; en helzt kaus hann að þar væri borið niður, sem ekki er gott að flytja lif- andi fó út, en féð jafnframt vænt, og nefndi einkum til þess fíúnavatnssýslu. — ÍJr þingeyjarsýslu og af Vopna- firði kæmi og einkar-gott kjöt. Akur- eyri á það sammerkt við Seyðisfjörð, að utflutningur lifandi fjár er allgreið- ur þaðan. Reykjavík kæmi ekki til greina. Um nauðayn slátrunarhúsa væri það að segja, að kropparnir gætu við slátr- unina skemst af vindi og vatni og sól- bakstri; slátrunin verður að fara fram undir þaki, með fylsta hreinlæti og mestu vandvirkni. Um það atriði var hr. Z. ekki spurð- ur, hvort aðrar afurðir kindarinnar en kjötið, væri verðmætara á Englandi en hérlendis, og menn gjörkunnir því efni telja verðmeira að nytja það hér heima, upp og ofan. Annað atriði sem forseti Landsbún- aðarfélagsins bar undir herra Zöllner, var það, hvort eigi mætti búast við nokkurri sölu í Kaupmannahöfn á lít- ið söltuðu úrvalskjöti, helzt af dilkum, og.fá þar álit og verð á þá tegund kjötsins; hafði skólastjóri Torfi Bjarna- son í Ólafsdal bent félagsstjórninni á það. Herra Zöllner taldi það mjög sennilegt, gjörði sér beztu vonir um, að selja mætti nokkuð af slíku kjöti fyrir gott verð, ef rétt væri að farið og kaupendur kæmust í skilning um, að bér væri um alveg nýja og sér- staka vörutegund að tefla, frábrugðna hinu vanalegis íslenzka »lamba«-kjöti, sem er fjarri því að hafa gott orð á sér. Kjötið þyrfti að vera sykursaltað »delíkatesse« saltað, ekki höggvið í spað. Hr. Z. hefirí Kaupmannahöfn mikla sölu á íslenzku kjöti, og sagðist vel treysta sínum umboðsmanni að koma slíkri vöru í verð. Bauð hann sína hjálp til þess, og þá tilraun mætti gjöra hóðan úr Reykjavík á þessu hausti. Yatnavoðiim í Landeyjnm. Hr. Kn. Zimsen verkfræðingur hefir ritað Landsbúnaðarfélaginu eftirfarandi skýrslu um síðari ferð sína og fram- kvæmdir til að reyna að teppa vatna- ganginn í Landeyjum m. m., dags. 28. f. mán.: Laugardaginn þ, 12. þ. m. fór eg af stað frá Reykjavík til þess samkvæmt ósk Búnaðarfélagsins og beiðni sýslu- mannsins í Rangárvallasýslu, aðstanda fyrir verki við teppingu Valalækjar. Fór eg þann daginu að Árbæ á fund sýslumanns. Sunnudaginn p. 13. fór eg að Mó- eiðarhvoli og hitti þar Grím hrepp- stjóra Thorarensen frá Kirkjubæ, er sýslumaður hafði fengið til að útvega fólk og vera yfirmaður við vinnuna. Sagði hann mér, að gufubáturinn »Odd- ur« hefði komið með timbrið frá Eyrar- bakka föstudaginn þ. 11. Hafðí því verið skipað upp á sandinn, svo ná- lægt Valalækjarósnum, sem unt var, og væri það raestalt komið á staðinn. Mánudaginn p. 14. fórum við Grím- ur í býti fram að Vaialæk og var þá þegar byrjað að útbúa timburvegginn. það sem eftir var af timbri á sandin- um var flutt að og seinni part dags- ins var byrjað að hlaða sniddugarð- inn frá báðum endum. þar sem stíflan var sett var ósinn rúml. 60 faðmar á breidd, en hér um bil í miðjum ósnum var grasi vaxinn hólmi um 6 álnir á breidd en um 10 álnir á lengd, og þar sem hann var traustur og botninn í kringum hann góður, var það ætlun mín, að láta hann vera í hleðslunni. Timburvegg- urinn var settur straummegin við hólmann, en sniddugarðurinn hlaðinn í skjóli hans. Timburveggurinn var þannig gjörður, að fyrst voru sperrur reknar niður í botninu, svo langt, sem auðið var, og langbönd höfð á milli þeirra straummegin, en krossbönd undan Btraum. Síðan var straum- megin sett klæðning úr borðum, sem einnig voru rekin niður í botninn; þar sem dýpið var mest voru brúkaðir plankar á klæðninguna í stað borða. Loks var veggurinn trygður með köðl- um, er festir voru á árbökkunum og í hólmanum. þriðjudaginn þ. 15. var lokið við að setja niður sperrurnar og haldið áfram að hlaða sniddu-garðinn. f>á var og þiljað fyrir framan hólmann og til beggja enda við hann, til að verja hann skemdum. Miðvikudaginn þ. 16. var haldið á- fram að þilja og hlaða. |>ar sem mestur sandur var í botninum, fóru sperrurnar að losna, og var því nauð- synlegt að tryggja timburvegginn með nýjum sperrum og styrktarstoðum. þetta var gjört að norðanverðu við hólmann, en á meðan slitnuðu upp tvær sperrur að sunnanverðu og var þá farið að bunka sniddunni þar. Voru þá óteptir nál. 7 faðmar þeim megin út í hólmann, en um 14 faðma að norðanverðu. Ekki var unt að tryggja timburvegginn beggja megiri hólmans í senn, þar sem ekki varð komist að því nema af skipi, en vér höfðum að eins eitt skip. Fimtudaginn þ. 17. var haldið á- fram að þilja og hlaða að norðan- verðu. Að sunnanverðu voru nýjar sperrur settar niður og byrjað að þilja og hlaða, en mikið af sniddu var samt bunkað þeim megin. Seinni part dagsins fór vatnið að grafa sig undir klæðninguna fyrir framan hólmann og fór þá dálítið að étast úr honum. Var klæðningin þá rekin lengra niður í botninn og bætt úr skemdunum með sniddu, sem borin var út í hólmann á plankabrú frá syðri hleðsluendanum. Föstudaginn þ. 18. var lialdið áfram að þilja og hlaða. Hólminn hafði ekkert skemst um nóttina; en í kring- um kl. 2 fór vatnið aftur að komast að honum og kl. 3 sópaðist allur hólminn burt. f>ar sem kaðlar þeir, er voru til tryggingar timburveggnum, voru festir á staurum í hólmanum, slitnaði jafnframt upp sá kafli timbur- veggjarins, sem ekki var búið að hlaða sniddugarðinn á bak við. |>egar þetta óhapp vildi til, voru eftir rúmar 3 áln-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.