Ísafold - 02.08.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.08.1902, Blaðsíða 3
191 akilja hina núgildandi stjórnarakrá svo, að hún geri ráð fyrir hinu aama« (Alþt. 1897, A. 459—60). |>egar þecta er athugað, virðist það alt að því óhugsandi, að afturhalds- liðið hafi orðið þess valdandi, að rík- isráðssetu-ákvæðið hefir verið sett inn í hið nýja stjórnartilboð, í mótsetning við frumvarp síðasta alþingis, sem ekki hafði neitt slíkt ákvæði inni að halda. Og líkt verður uppi á teningnum, þegar menn athuga, hve öfluglega blöð afturhaldsliðsins hafa barist á móti ríkisráðssetunni. Svo segir höf- uðmálgagn þets, J>jóðólfur: »Frumvarp þetta er grímuklædd til- raun til að færa stjórn mála vorra ... einmitt í hendur ríkisráðsins og t a k a alveg fyrir kverkarnar á st jórnarbót armáli voru fram- vegis. |>að erveriðað sigla með oss upp á skerið, er vér lengst höfum ver- ið að forðast og innlima oss lög- formlega í r í k i s e in i n g u n a svo kölluðu* (í>jóð. XLIX, 33). »2Etla þeir að þjóðin verði svo barna- leg, að taka tveim höndum á móti dauðu flugUDni og játa sig undir ríkÍBeininguna dönsku, gegn því að fá að nafninu til sérstakan ráð- gjafa, sem alls ekki getur heitið sér Stakur fyrir ísland, meðan hann situr í hiuu danska ríkisráði og ber sérmál íslands þar upp? . . . Öll mótmæli frá þingsins hálfu um það efni eru alger- lega þýðingarlaus, samhliða lögform- legri samþykt í frumvarpsformi, er gengur í gagnstæða átt, og heimilar þegjandi þessa ólöglegu venju . ..|>ess vegna verður þing og þjóð að gæta þess vandlega, að láta eigi n e g 1 a sig við Dani fastara en orð- ið er, og h e r ð a e i g i á r í k i s- ráðshnútnum með bindandi sam- þykt, heldur standa duglega í stig- reipinu........ Ef hún (o: stjórnin) getur fengið þingið til að ganga að þessu,........þá þykist hún hafa komið svo vel ár sinni fyrir borð með innlimum íslands í ríkis- h e i 1 d i n a, að það sé ekki framar að tala um alinnlenda stjórn hér á landi, hversu lengi sem íslendingar klifi á þvf, með því að þeir hafi einu sinni meðlöghelgri samþykt játastundirríkiseininguna og það verði ekki út skafið«. (þjóð. XLIX, 41). »Hann smýgur í grein sinni svo einstaklega gætilega fram hjá aðalatrið- inu .... nfl. útilokun íslands sérmála úr danska ríkisráð- i n u, sem einmitt var aðaldeilu- e f n i ð og ásteytingarsteinninn milli Valtýsliðanna og andstæðinga þeirra á þingi«. (f>jóð. XLIX, 48). »f>ess vegna er enginn vafi á því, að vér eigum frá vorri hálfu beinlínis að halda málinu fram á þ e i m grundvelli, sem þegar er lagður í hinni endur- skoðuðu stjórnarskrá frá þingunum 1885, 86, 93 og 94 og a 11 s e i g i a f honum að víkja, en taka þó al- varlega til athugunar, ef aðgengileg til- boð um stjórnarskrárbreytingu koma beint frá stjórninni, þar sem a ð m i n s t a k o s t i sé fólgin í 1 a u s n sérmála vorra úr rfkisráð- i n u.......jpá gætum vér f y r s t með réttu talað um sérstakan IslaDds ráðgjafa, og þá væri eigi að ræðaumneina innlimun í alrík- isheildina« (f>jóð. XLIX, 50). Ekki er annað afturhaldsblaðið, A u s t r i, síður æst gegn ríkisráðsset- unni. ' f>að skrifar á þessa leið: »En þetta er alt annað en ko3taboð frá stjórnarinnar hálfu, því þessi ráð- gjafi er að eins sérstakur fyrir ísland að nafni einu, því hann situr eftir sem áður íríkisráði Dana.. ... með því lögfestum vér mál vor við ríkisráð Dana og 1 ö g 1 e i ð u m það, er áður hafa verið ó 1 ö g sam- kvæmt stöðulögunum og stjórnar- skránni, að mál vor skyldu b o r i n uppí ríkisráði Dana, svo að því Ieyti er þetta tilboð h i ð h æ 11 u- legasta fyrir sjálfstæði 1 a n d s i n s; því annað er að n e y ð- ast til að þola óréttinn, og annað að samþykkja hann, er mætti vera meira en meðal-flónska, þar eð bæði stöðulögin og stjórnarskráin lög- heimila oss fulla sjálfstjórn í vorum sérstöku landsmálum, og banatil- ræði væri það við frelsi 1 a n d s i n s< (Auscri VII, 29). Gagnvart þessum skilríkjum finst mér hæpið að halda því fram, að aft- urhaldsliðið í heild sinni eða blöð þess eigi heiðurinn af því, að ríkisráðs- ákvæðið hefir verið tekið upp í stjórn- artilboðið. En hverjum getur það þá verið að þakka? Eg trevsti mér ekki til að leysa úr þeirri spurningu með fullri vissu; en miklar líkur má þó cil tína fyrir því. f>egar »erindrekinn« frægi kom úr siglingunni sælu í fyrra haust, var ó- sköpin öll géipað yfir því í afturhalds- blöðunum, hve mikið honum hefði orðið ágengt hjá stjórninni, sem mundi sýna sig á sínum tíma, er hið nýja stjórnartilboð kæmi fram. Nú hefir frumvarp stjórnarinnar verið birt, og þó þar sé leitað með logandi ljósi, þá finst þar engin önnur nýjung eða breyting frá því, sem Fram- faraflokkurinn hafði farið fram á í frumvarpi slnu og ávarpi til konungs en einmitt ákvæðin um, að öllum kostn- aðinum við hina æðstu stjórn landsins skyldi dembt á íslendinga og að ráð- gjafinn skuli bera sérmál landsins upp í ríkisráðinu. Allar aðrar breytingar, sem eru bæði fáar og lít- ilfjörlegar, standa í beinu sambandi við búsetu-ákvæðið, sem bygt er á á- varpi efri deildar. það virðist því ljóst, að þetta mikla, sem »erindrekinn« hefir afrekað, hlýt- ur að vera þetta tvent: k o s t n a ð- arákvæðið og ríkisráðsset- a n. Um fyrra atriðið virðast þing- tíðindin frá síðasta þingi bera með sér, að hann hafi í þvf efni verið í fullu samræmi við flokksbræður sÍDa í afturhaldsliðinu. En ákvæðið um ríkisráðssetuna virðist réttast að eigna honum e í n- um. Eftir því, sem eg hefi áður til- fært um skoðun flokksins á því at- riði, virðist það næsta ólíklegt, að hann hafi haft umboð flokksbræðra sinna til að heimta það ákvæði tekið upp í hið nýja frumvarp. því hefir í sumum blöðum (t. d. í Austra) verið haldið fram, að afrek »erindrekans« (H. Hafsteins) hafi ver- ið beint áframhald á pólitík J ó n s Sigurðssonar og kröfum hans(!!). En hvort það nú geti eiginlega sam- rýmst við stefnu Jóns Sigurðssonar, að samþykkja um 1 milj. kr. uppgjöf á skuldakröfu íslands á hendur ríkis- sjóðnum og »innlima ísland f ríkis- eininguna* með *lögfesting« ráðgjafans í ríkisráðinu, — það ætla eg að láta öðrum mönnum eftir að dæma um. Atli hinn bammi. Bœjarstjórn Reykjavíkur. Til- lögur um breyting á samþyktinni um stjórn bæjarmálefna i Beykjavík, frá þar til kjörinni nefnd, var til umræðu á fundi 17. f. mán. og látnar siðan berast meðal fulltrúanna til frekari ihugunar, til föstu- dags 25, s. m., og samþyktar þá með óveru- legum breytingum. Sláturbúsmálinu frestað um óákveðinn tíma. Samþykt að kaupa nýja slökkvidælu á kostnað brunabótasjóðs. Eldsvoðanefnd falið að íhuga kaup á sjálfstæðum elds- voðastiga. Formaður tilkynti, að á 3. hundrað kr. komi til útbýtingar i haust af alþýðu- styrktarsjóðsfé. Yeganefnd falið að útvega áætlun um neðanjarðarræsi frá Landakotsspitalanum niður að sjó, er nota mætti einnig frá öðr- um götum og húsum, er til næði. Samþyktar brunabótavirðingar: hús Reinh. Andersons og Erl. Erlendssonar í Aðalstr. 25,300; Kristjönu Teitsdóttur við Grettisgiitu 3,370; Gunnars Gunnarssonar snikkara við Grettisgötu 1,950. Allir á fundi nema Sig. Thor. og Þórh. Bjarnarson. Reiðigjarn löggjafi. Honum virðist hafa orðið nokkuð mikið um, er hann las ísafold síðustu, Stykkishólmsgoðanum alkunna. Hann hittir ritstjóra ísafoldar dag inn eftir inni í lestrarsal alþingis og verður sér þar til skammar með því, að vaða upp á hann með ofstopa og óþokka-orðbragði, sem vitnað var upp á hann, en enginn gaumur gefinn að öðru leyti. Skapsmunir mannsins voru svo æst- ir, að þeir, sem við voru staddir, munu ekki hafa getað varist þeirri hugsun, að hann hlyti að vera orðinn annaðhvort hálf- eða albrjálaður. Hann froðufeldi þó ekki, og ekki reyndi hann að leggja út í handalög- mg, svo að ekki kom til þess, að leggja þyrfti mann-aumingjann f bönd í það sinn. Ekki var að sjá, að hann væri drukkinn. En ekki er það skemtileg tilhugsun fyrir sýslubúa hans, að eiga ef til vill von á, að hann fái viðlíka kast í dóm- arasæti. Og fáum út í frá mundi á- kjósanlegt þykja eða hyggilegt, að láta héraðsbúa eiga velferð sína að meira eða minna leyti undir slíku yfirvaldi. Hitt minnist maður ekki á að þessu sinni, ósköpin þau, að þessi maður skuli halda sig geta verið leiðtoga á þingi og að nokkur skynsemi gædd vera skuli geta fengið sig til að samsinna því. Og þá ekki heldur það, hver vegsauki þingmannsstöðunni er að annari eins framkomu og þessari. f þorkell prestur Bjarnason. Hann var fæddur að Meyjarlandi í Skagafuði 18. júlí 1839, af bændafólki, systursonur Jóns rektors forkelssonar, og ólst upp við fátækt, enmóðurbróð- ir hans fyrnefndur studdi hann til skólanáms og útskrifaðist hann úr Reykjavíkurskóla 1863 með I. eink. og sömul. af prestaskólanum 1865. Vígðist árið eftir prestur að Mosfelli í Mosfellssveit, fekk Reynivelli 1877 og þjónaði því brauði þar til sumarið 1899, er hann veiktist á alþingi og fekk ekki heilsuna aftur. Hann var þingmaður Kjósar- og Gullbringusýslu 1881—85, og konung- kjörinn þingmaður 1893—1899. Hann var fræðamaður allmikill og iðjumaður hinn mesti við ritstörf. Hann lagði einkum stund á íslenzka sagnafræði og er eftir hann íslands- söguágrip (Rvík 1880), hið eina sem enn er til og notað hefir verið mjög við kenslu. Annað helzta rit hans er Siðbótarsaga íslands(1878). Margter og eftir hann fróðlegra greina sögulegs efnis í Tímariti Bókmentafél. og víðar. Hann ritaði lipurt og áheyrilega. Hann var búhöldur í betra lagi og áhugamaður um almenn mál og hér- aðsmál, — var lengi í sýslunefnd og hreppsnefnd o. s. frv. Hann var gæt- inn framfaramaður og frjálsiyndur f þingmálum. Ljúfmenni í umgengni, glaðvær og skemtinn. Kvæntur var hann Sigríði |>orkels- dóttur frá Reykjavík, er lifir mann sinn ásamt 4 börnum þeirra: Jóni, cand. í lögfræði; Sofííu, konu Jóns Gunnarsson- ar verzlunarstjóra í Hafnarf.; Margréti og Önnu.fógefnum heima. Annarson- ur þeirra lézt í sumar, þorkell vindlari. Boðskapur konungs til alþingis. Landshöfðingi las upp við setningu alþingis svo látandi boðskap: Vér Christian hinn níundi, af guðs-náð Danmerkurkonungur o. s. frv. Vora konunglega kveðju! Eins og boðað er i allrahœstum boð- skap Vorum til íslendinga, dags. 10. janúar þ. á., verður af stjórn Vorri lagt fyrir alþingi frumvarp til laga um breyting á stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni íslands 5. jan. 1874, og er það ósk Vor, að gjöra með því Vort til þess, að stjórn þessara mála geti í svo fullum mœli, sem auðið er vegna einingar og óhultleika ríkis Vors, fengið aðsetur í landinu sjálfu, og hin œðsta stjórn þess með þvi komist í nán- ara og innilegra samband við þjóð og þing en unt er með þvi fyrirkomulagi, sem nú er. Vér viljum þó eigi, að það, að stjórii Vor lætur leggja þetta frumvarp fyrir alþingi og eigi frumvarp það til breyt- inga á stjórnarskránni, er þingið sam- þykti í fyrra, verði skoðað sem með- mœli með hinu fyrgreinda frumvarpi fram yfir hið síðarnefnda. Með frum- varpi því, er lagt verður fyrir alþingi af landshöfðingja Vorum fyrir h'önd stjórnar Vorrar, er það tilgangur Vor, að bjóða þá fullkomnun á frumvarpi því, er samþykt var í fyrra, sem Vér höfum ástœðu til að ætla að vera muni kœr Vorri íslenzku þjóð, en það er ein- mitt ásetningur vor að láta alþingi með öllu sjálfrátt um, hvort þessara tveggja frumvarpa það kýs heldur. Um leið og Vér nú látum þá ósk l Ijósi, að starf þingsins að þessu mik- ilsvarðandi máli, sem mikill hluti af tíma þess, kröftum og áhuga nú árum saman hefir gengið til, megi i ár bera ávöxt Oss til gleði og til blessunar fyr- ir þjóð og land, heitum Vér með inni- legustu óskum um framtíð íslands al- þingi Voru hylli Vorri og konunglegri mildi. Ritað á Amalíuborg 19. júní 1902. Undir vorri konunglec/u hendi og innsigli. I Kongens Navn Frederik Kronprinds (L. S.) Aiberti. Ný þingmál. Frv. um afnám framtals á lausafé til tíundar, og um breyting á gjöld- um, er bundin eru við lausafjártíund (Guðl. Guðmdss. og Ól. Br.). Frv. um eftirgjöf á Ölfusárbrúar- láninu (H. f>. og S. Á.). Frv. til laga um eftirlaun (Guðj. Guðl.). jpgsál.till. um undirbúning og fyrir- greiðslu í samgöngumálum (f>órh. Bjarnars.). jigsál.till. um 5 m. nefnd í neðri deild til að íhuga stofnun lífsábyrgð- arfél. (H. f>. og L. B.). jpgsál.till. um 5 m. nefnd í neðri d. til að íhuga dómaskipunina (L. B.). jpgsál.till. um 5 m. nefnd í neðri d. til að íhuga verzlunarmál landsins, sérstaklega útflutning á kjöti (P. J., Árni J., jpórh. B.). jpgsál.till. um reglugjörð Ræktunar- sjóðs íslands (Sk. Th.). Frumvarpið um afnám lausfjártíund- ar er að miklu leyti samhljóða því, er sömu .þingmenn báru upp á alþingi 1899. j?ó er nú ætlast til, að tekjur

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.