Ísafold - 02.08.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.08.1902, Blaðsíða 2
SKRIFSTOFA ÍSAFOLDAR er opin kl. 12—2; en afgreiðslan allan daginn (7 árd.—8 síðd.). Þar, i afgreiðslunni, er tekið við borgun fyrir blaðið, auglýsingum, bokapöntunum og blaða, handritum til prent- unar i ísafoldarprentsmiðju, m. m.; þar er og bóka- og pappirsverzlun. ir óþiljaðar af timburveggnum, en sniddugarðsendarnir voru um 4 faðmar frá hólmanum beggja megin. Opið, sem myndist var þannig um 10 faðma. Til þess að geta haldið áfram verk- inu, þurfti að setja nýjan timburvegg í skarðið, en það sem eftir var af timbri nægði ekki til þess, enda hefði það verið ómögulegt að halda verkafóJkinu nógu lengi, jafnvel þótt timbur hefði verið til. Var því nauðugur einn kostur, að hætta við verkið að svo stöddu. Voru þá sumir af verkafólk- inu látnir fara að bjarga timbri, en sumir að endurbæta áður gjörðar i- hleðslur með |>verá. Eg skal geta þess, að þegar hólm- inn bilaði, var mestalt vatnið farið að renna fram gamla farveg Hólsár og hæðarmunur vatnsins fyrir ofan og neðan stífluna var e. alin. Alít eg enn, að það mætti takast að stífla Valalækinn með sama útbúnaði og hafður var við þessa tilraun og að það verði ekki gjört með neinu öðru móti. Mundi það líklega kosta um 4000 krónur að hlaða í skarðið og full- gjöra sniddugarðinn, sem kominn er, en þessi mishepnaða tilraun hefir kost- að um 4000 krónur. Tel eg víst, að sniddugarðurinn, sem kominn er, geti staðist í sumar, en óvíst að hann muni ekki skemmast til muna í vet- ur, ef ekki verður verkið fullgjört áður. Laugardaginn þ. 19. fór eg sam- kvæmt áskorun sýslumannsins í Rang- árvallasýslu til þess að skoða, hvar Markarfljót rennur í f>verá og segja álit mitt um, hvort auðið væri að veita vatninu í gamla farveg Markarfljóts. Fór eg að Barkarstöðum til að fá fylgd upp að jpórsmörk, en varð að vera þar um kyrt um nóttina, þar sem enginn karlmaður var heima þar eða í ná- grenninu. — |>eir voru allir á þjóð- hátíð. Sunnudaginn þ. 20. fór eg inn að jþórsmerkurrana og sá þá, að alt Mark- arfljót liggur í |>verá. í gamlafarveg fljótsins rennur að eins Steinsholtsá og Krossá. Malarkambar hafa mynd- ast fyrir farveginn og veldur það því, að vatnið rennur í f>verá. f>að mætti moka burt þ’essum kömbum, og væru þá jafnmiklar líkur til að vatnið færi í Markarfljót, sem í f>verá; en það er líklegt að farvegurinn teppist aftur í fyrstu vatnavöxtum. Álít eg því ekki hyggilegt, að gjöra neina tilraun til þess að veita vatninu úr |>verá á þessum stað. Aftur á móti álít eg mögulegt, að veita vatninu í Affallið, með því að gjöra grjótgarð á ská yfir f>verá skamt fyrir framan Eyvindar- múla. Yrði þessi garður líklega 7—800 faðmar á lengd og mundi tæplega kosta minna en 40—50 þúsund krónur. Fór eg þennan sama dag að Kirkju- bæ á Rangárvöllum. Mánudaginn þ. 21. fór eg að Árbæ til að skýra sýslumanni frá árangrin- um af ferð minni og hiélt um kveldið að f>jórsárbrú. þriðjudaginn þ. 22. fór eg frá f>jórs- árbrú suður í Reykjavík. Virðingarfylst K. Zimsen. Bmbættispróf í guðfræði leysti af hendi við Khafnarháskóla i júnimán. þ. á. Bjarni Hjaltesteð með II. eink. Lögfestingin. Eg hef lesið grein »Hávarðs högg- vandai í síðustu Isafold með mikilli athygli og er henni að mestu leyti samdóma. En það er þó eitt atriði í henni, sem eg á bágt með að skilja, að geti verið rétt, sem sé það, að það er þar eignað afturhaldsliðinu, að hið nýja stjórnartilhoð inniheldur gagngert á- kvæði um, að ráðgjafinn s k u 1 i sitja í ríkisráðinu og bera þar upp fyrir konungi lög og mikilvægar stjórnarráð- atafanir. f>egar eg lít á framkomu þessa flokks að undanförnu, bæði á þingi og í blöð- unum, gagnvart ríkisráðssetu ráðgjaf- ans, þá get eg með engu móti trúað því, að flokkurinn hafi farið svo al- g e r l e g a í h r i n g, að hann sé nú orðinn með því, að »lögfesta« ráðgjaf- ann í ríkisráðinu með beinu stjórnar- skrárákvæði, þar sem hann hefir áður álitið óhjákvæmilegt, að það væri tekið fram með skýrum orðum í stjórnar- skránni, að ráðgjafinn skyldi e k k i sitja þar, því væri það ekki gert, þá •lögfestum* vér hann með þögninni og »innlimuðum« þar með ísland í ríkiseininguna dönsku. Eins og flestir muna sjálfsagt, var einmitt þetta aðalágreiningsatriði flokk- anna í stjórnarskrármálinu á þinginu 1897, þegar dr. Valtýr og stuðnings- menn frumvarpsins vildu ekkert hreyfa við ríkisráðssetunni, heldur láta alt sitja við sama í því efni, eins og í stjórn- arskránni frá 1874. En þetta fanst andstæðingum frumvarpsins ófært, með því að þá væri ríkisráðssetan samþykt af þinginu með þögninni, og vildu því bæta inn í frumvarpið ákvæði um, að ráðgjafinn mætti e k k i eiga sæti í ríkisráðinu. Og svo mikla áherzlu lögðu þeir á þetta, að þeir vildu sætta sig við frumvarpið að öðru leyti, ef þetta ákvæði væri sett inn í það, en réðu annars til að fella það. Um þetta farast Benedikt Sveinssyni þannig orð í nefndar- áliti, sem prentað er í Alþt. C 1897, bls. 265—266: »Aðalástæðan til þess, að eg álít hiklaust, að fráráða verði samþykt á þessu fyrirliggjandi frumvarpi, er sú, að það gerir ráð fyrir, að hin sérstak- legu málefni íslands verði rædd og á- lyktuð í ríkisráði Dana eftir sem áð- ur; en, eins og kunnugt er, hafa mót- mælin gegn því stjórnarfyrirkomulagi verið meginatriðið í stjórnarbót- arkröfum íslendinga um undanfarin ár; og án þess að því fyrirkomulagi verði breytt fyrst og fremst, álít eg eindregið að engin sönn endur- b ó t á hinni núverandi stjórnarskipuu landsins geti átt sér stað. Frumvarp- ið fer nú að vísu e k k i fram á, að það sé með beinum orðum á k v e ð i ð, að sérmál íslands skuli rædd í hinu danska stjórnarráði; en engum getur dulist, að með því að samþykkja slíkt frumvarp, mundi deildin í sjálfu sér, svo að segja þ e g j a n d i, fallast á að viðurkenna það pólitiska ástand, sem bæði þiug og þjóð hingaðtil hefir staðfastlega mótmælt*. Og í þingfundarræðum fórust honum þannig orð: •Grundvallarstefnan og óumflýjanleg afleiðing þessa frv., ef það verður sam- þykt, er sú, að alþingi samþykkir og ura leið lögfestir ríkiseining- una í Danmörkn* (Alþt. 1897, B. 49). »|>að er auðsætt hverjum heilvita manni, að vér göngúm afur á bak, en ekki áfram með þessu frumv., og hlyt- um alveg að eyðileggja hinapóli- tisku landsréttarlegu sérstöðu íslands gagnvart Danmörku, e f skipaður væri ráðgjafi fyrir ísland, sem ætti að sitja í ríkisráðinu...... Gætum þá þess, aðhérræðirum hina voðalegustu h æ 11 u fyrir alþingi, sem hlyti að leggja á oss pólitiskar viðjar, margfalt þyngri og verri en þær, sem nú eru* (Alþt. 1897, B. 55). »f>að hefir verið talað um, hverjar myndu vera ástæður stjórnarinnar til að vera svo fastheldin á, að draga sérmál Islands inn í ríkisráð Dana og halda þeim þar. f>ær munu ekki hafa verið neinn ótti við það, að vér mund- um annars verða svo nærgöngulir umráðum þeirra yfir sameiginlegum málum, heldur veikindi, sjúkdómur, sem stríðir sífelt á Dani; þessi sjúk- dómur er sundurlosunarskelkur, ótti fvrir, að ríkið muni liðast í sundur og falla í stafi, ef ekki sé alt svínbundið tengslum sameiginlegra stofnana. f>etta er ríkiseiningin, sem þeiFkalla,(en er í rauninni réttareining milli Dan- merkur og íslands, eins konar trygg- ing fyrir því, að vér getum ekki gert oss s j á 1 f s t æ ð og sérkennileg lög, sniðin eftir eðlí voru, þörfum og rétt- armeðvitund. Aðaltilgangur þeirra er að útiloka alt pólitiskt sjálf- stæði íslands. Á blóðstall þess Móloks verður svo að fórnfæra þjóð- rétti íslands* (Alþt. 1897, B. 776 til 77). Framsögumaður nefndarinnar, K1 e- mens Jónsson, segir: •Ráðgjafinn situr í ríkisráðinu og hefir þar aðeins eitt atkvæði, hvort heldur er að ræða um íslenzk mál eða dönsk. Ef meiri hluti ríkisráðs- ins þess Vegna setur sig upp á móti því, sem íslandsráðgjafinn ber upp, þá verður ekkert úr undirskrift kon- ungs. f>etta getur þar á mót; ekki komið fyrir í Danmörku, þar sem ráð- gjafarnir geta hizt daglega og borið sig saman um þau mál, sem eru á dagskrá þingsins og þjóðarinnar. Hér er alt öðru máli að gegna, þar sem fjarlægðin er svo mikil, og það, að við erum að minsta kosti ekki betur sett- ir með þennan ráðgjafa h. flutnings- manns (V. G.) en með landshöfðingja nú, það er afleiðingin af því, a ð r á ð- gjafinná aðsitjaíríkisráð- i n u . . . . f>að er alveg glögg og greinileg lögskýring hjá hinum hæstv. landsh., að ráðgjafinn eigi einmitt e f t ir s t j ó r n ar s k r á nn i sjálfri ekki að sitjaí ríkisráðinu. f>etta leiðir, auk þess, sem stendur í hinum tilvitnuðu greinum stjórnar- skrárinnar í bréfi landshöfðingja, sér- staklega af 1. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem stendur: »í öllum þeim mál- efnum........., hefir landið löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig*. f>etta er svo greinilegt, að um það verður eigi þráttað. Allir hugsandi íslend- ingar hafa líka ávalt haldið þessum skilningi fram« (Alþt. 1897, B. 37 til 39). »f>á er líka útsljáð sú spurning, sem hlýtur að vera grundvöllur undir a 11 r i samvinnu milli stjórnar og þings, spurningin um setu íslands- ráðgjafans í ríkisráðinu ... Meiri hlutanum þótti þetta atriði svo mikilvægt, að nauðsynlegt væri að taka það fram með berum orðum í sjálfri stjórnarskránni, að ráðgjafinn eigi e k k i sæti í ríkisráði Dana* (Alþt. 1897, B. 534). Tryggvi Gunnarson segir: »f>að er satt hjá h. flutningsmanni (V. G;), að eigi er kveðið á í stjórnar- skránni, að ráðgjafi íslands skuli sitja í ríkisráðinu. En þótt því sé nú slegið föstu, að hann eigi þar eigi sætí, þá sýnist mér, að vér með því að sam- þykkja frv. samþykkjum það og, að ráðgjafinn eigi að sitja í ríkisráðinu« (Alþt. 1897, B 94—95). »f>egar eg Iít á þetta mál frá prakt- isku sjónarmiði, vil eg leyfa mér að spyrja h. þingm., hvort þeir haldi, ef frumv. yrði samþykt og núverandi landshöfðingi yrði ráðgjafi, að hann þá gæti unnið landinu meira gagn í ráðgjafastöðunni meðsæti í rlks- ráðinu ení sinni núverandi stöðu? Eg held það ekki, og sjálfur mun hann heldur ekki álíta svo. f>að er öllum kunnugt, að hæstv. landshöfðingi er eins góður ættjarðarsonur eins og hver annar hér í salnum, og er eg því viss um það, að ef hann hefði séð að hann gæti unnið meira gagn sem ráðgjafi en sem landshöfðingi, þá biefði hann ekki látið heyra á sér, að hann mundi ekki taka á móti ráðgjafastöðunni, þó frumv. kæmist áfram og honum stæði hún til boða. — Hann mun sjá glögg- ar en flestir, hvetsu setan í rí k i s r á ði n u y r ð i mikiðhaft á framkvæmdarvaldi hans* (Alþt. 1897, B. 1819). Á aiþingi 1885 var T r y g g v i Gunnarsson líka á móti búsetu ráðgjafans á íslandi, og kvað þá al- menningsviljann á íslandi fara í sömu ábt. Hann las þá í þingræðu upp kafla úr blaðagrein, þar sem meðal annars segir svo: •Landshöfðingi ætti að hafa æðsta úrskurðarvald í öllum þeim innanlands- málúm, sem ekki eru beiulínis lög- gjafarmál, svo þau þurfi ekki lengra að ganga. En svo v e r ð u m vér að hafa sérstakan ráðgjafa við hlið kon- ungs, búsettan í Kaupmanna- h ö f n«. Og svo bætir hann við: »Og þess vegna hefi eg lesið kafla úr þessari blaðagrein, af því að eg komst að því á ferðum mínum kringum landið, að sú stefna, sem þar er framfylgt, er mest að skapi alþýðu« (Alþt. 1885, B. 593). Gnðjón Guðlaugsson and- æfir og mjög setu ráðgjafans í ríkis- ráðinu, sem hann kallar »stíu stjórnarinna r«, og álítur að seta hans þar muni eyðileggja alla sam- vinnu við þingið. Hann vill því halda baráttunni áfram, unz ákveðið sé, að hann eigi þar e k k i sæti. Honum farast meðal annars svo orð: »H. flutningsm. (V. G.) sagði í gærr að spurning væri um, hvort eigi lægi fyrir utan stjórnarskrána að fjalla um setu ráðgjafans í ríkisráðinu. þ>etta skil eg eigi. Hann komst svo að orði, að það væri að eins »praksis«,. að ráðgjafinn sæti í ríkisráðinu og að íslenzk mál væru borin upp í því, og það mætti afnema þá venju aftur með »praksis«. En það get eg eigi séð, því að mér fiust, að þessi »praksis« sé í höndum mótpartsins, stjórnarinnar, en ekki þingsins. Ef þingið á að þ e g j a, mun stjórnin sitja róleg við sinn keip. Og hvaða veg sér h. flutn- ingsmaður beinni til þess að reyna að afmá þessa »praksis«, en að halda spursmálinu fram í og með nauðsyn- legri stjórnarskrárbáttu? Eg get ekki séð nokkurn annan veg heppilegri*. (Alþt. 1897, B. 82—83). Sighvatur Árnason hamast og móti ríkisráðssetunni og álítur að hún geri alla ábyrgð ómögu- lega. Hann segir svo: »Svo lengi sem ríkisráðið alt greiðir atkvæði um sérmálin, þá finst mér óhugsandi, að íslandsráðgjafinn beri einn ábyrgðina, og ef svo er, þá er jafn-óhugsandi að semja eða setja ábyrgðarreglur, því að ef ábyrgðin er óframkvæmanleg, þá eru reglur fyrir henni þýðingarlausar .... Eg skal líka taka það fram, að eg er hræddur um, að með því að samþykkja þetta frumv., þá gefum við máske þegj- a n d i samþykki okkar til þess, að sérmálin verði borin upp i ríkisráðinu og bindum það því eun fastara, þar Bem líka öll ábyrgð er ómögu- 1 e g nema á pappírnum* (Alþt. 1897, B. 1812). Jón Jónssonfrá Sleðbrjót segir: »|>að hefir jafnan verið mikilsvert atriði í stjóraarskrárbaráttu vorri, að reyna að fá ráðgjafa Islands út úr ríkisráðinu, ogí því hefir þjóð- in aldrei sýnt þolleysi...........Mér virðist því öldungis rétt, að setja inn í frv. þetta skýr ákvæði um, að ráð- gjafi íslands skuli ekkí sitja í rík- isráðinu, enda þótt ef til vill megi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.