Ísafold - 06.08.1902, Page 2

Ísafold - 06.08.1902, Page 2
194 Og hún, sem yfir bygða ból Sín breiðir ástar hótin, Hins annars ágústs sumarsól, Hún signi tímamótin. Að bæta stjórn er brýnust þörf, Sig bæti og hver einn sjálfur, Og gangi alt það afl í störf, Sem eyddist fyr í gjálfur; Menn hatur skulu stöðva og stapp Og stríð um eiginn hagnað, Og um það heldur ala kapp, Hver ættjörð mest fær gagnað. Það geymi djúpt í sálu sér Hver systir og hver bróðir, Að sami stofninn allra er Og ísland þeirra móðir. Þau láti, — þó um þetta og hitt Sé þráföld sundurgreining, — í því að elska þjóðland sitt Ei þekkjast nema eintng. Hinn innri krytur — oft það sást Er eiturskaði bráður, En þar sem samhent ættlandsást í öllu er rauður þráður, Þar verður höndin veika sterk, Þar vinnast heillir fríðar; Þar burir feðra blessa verk í blómgun eftirtíðar. Að áhrins verði orðum það, Að andinn sá hér ríki, En hinn, sem niður heillir trað, í heljar falli díki. í eining stundum ættlands gagn, Svo alt til gæfu vendist, Oghvetjumtil þess móð og magn A meðan lífið endist. Minni Reyjkjavíkur. R æ ð a Guðl. sýslumanns Guðmundnsonar. Þeir voru tímar, og ekki alls fyrir löngu, er ekki var »þjóðlegt« að meta Beykjavík mikils. Hún var talin ramm-danskt afturhaldsbæli, einokun- arhola með kotungssniði. Nú er litið öðrum augum á borgina; hún talin skipa með sóma öndvegis- sætið svo sem höfuðstaður alíslenzkr- ar þjóðar. Hvað veldur þessum umskiftum? Hinar miklu verklegu framfarir, er hér hafa orðið á 10—20 árum. Greiðar samgöngur við fjarlægari landshluta hafa orðið til þess, að á- hrif þeirra framfara hafa borist víða, og alstaðar vakið framfarahug og dug, þar sem áður var deyfð, Bærinn hefir að fólksfjölda nærri því þrefaldast (1880: 2500, 1890: 3600, 1901: 6700), fjárhags-áætlanirnar nærri tvöfaldast (1880: 27,000, 1890; 34,000, 1900: 47,000), húsaverðið þrefaldast (1880:1 milj., 1900: 3 milj.), oger eftir- tektavert, að húsin 1900 eru tiltölulega miklu færri en 1880 (648 og 577). það sýnir, að bæjarbúar eru farnir að reisa sér hús á s t æ r r i undirstöð- um og hafa þau h æ r r i. |>að er rétt stefna, hvar og hvað sem bygt er. Verzlunarmagnið var hér eftir síðustu skýrslum 3 milj., en 1887 var það á öllu landinu 6—7 milj. |>á er þilskipa-útvegurinn: 1872 var hér 1 þilskip; 1900 eru þau 35. Af útfiuttum fiski héðan eru lands- sjóðstekjur 1880: 600 kr., 1890: 2700, 1900: 7300. þassi atvinnugrein sýnist því hafa rösklega tífaldast. Sparisjóðs-fjárhæðir hafa sexfaldast (1880: 200,000, 1890: 560,000, 1900: 1,200,000). Túnræktin, sem gjört hefir urðirnar og forarmýrarnar að skrúðgrænum töðuvöllum og yrktum ökrum, er eitt stærsta framfarasporið. þar er til orðinn einn hinn bezti fjársjóður, er borgin, jafnvel þetta land á. Beykjavík er í öllum verklegum framkvæmdúm á hraðri framför, og hið sama má og segja um andlegt líf borgarinnar. Mentastofnanir fyrir börn og ungl- inga hafa aukist stórkostlega, starf- 8emi kristindómsins fer mjög vaxandi, hjálparfélög fyrirbágstadda er þegarfar- in að mynda3t og líknar- og mannkær- leika-starfsemin, eitt bezta framfara- merkið, fer stórum vaxandi í borginni. Hvar sem litið er, þá eru framfarir borgarinnar miklar. Reykjavík geng- ur nú á undan öðrum héruðum þessa lands, og er þeim góð fyrirmynd at- orku og framtaksemi. Bæðum. kvaðst bera hlýjan hug til borgarinnar; það væri »fornar ástir« frá því er þau voru bæði á unglings- aldrinum. þess háttar fyrnistekki né deyr; minningarnar lifa, eru nútímans ljós og vekja bjartar vonir um góða framtíð. Beykjavík á að vera merkis- beri lands og þjóðar í öllum góðum framförum á hinum nýja tíma, er nú fer í hönd. Þá voru sungin þessi ljóð eftir Hjálmar Sigurðsson: Manstu bæ við mararósa, Mitt í vexti’ í bernsku þó Sveiftan hjúpi himinljósa? Hvar er fegra um land og sjó? Manstu eyjabandið breiða? Bládjúp sund og vermilind? Manstu Snæfells hjálminn heiða? Hólavöll og Keilistind? Manstu’ hvernig sezt þar sólin? Sýnist blunda hafinu’ á. Norðurljós við ný um jólin? Njólublysin, gullin, blá? Tindrar dögg á túnum grænum, Titra sjást ei laufblöð nein. Esjan laugar sig í sænum, Sýnist virld’ úr kristalsstein. Þar er bygt æ hærra og hærra. Hugur tekur vængjaflug. Flestir óska stærra og stærra. Styrkar hendur sýna dug. Urðin verður gróðurgrundin: Gagn og fegurð saman á. Flotinn eykst og fríkka sundin, Fannhvít seglin stafar á. Finst þá ekkert feyskið, rotið? Flýr þar ekkert sólarljós ? Ekkert ljósker lamað, brotið? Lifsspor sérhvert stráð með rós ? Eru allar brautir beinar? Byrgir ryk þar engum sýn? Eru götur allar hreinar Avalt fyrir börnin þín? Varla mun þó vílið duga, Verma’ og lífga fölva rós, Ef að skuggar yfirbuga Upp með hærra’ og skærra ijós. Sýnum borg til sóma landil Sem af fleiru’ en gulli’ er rík. Og með landi’ í bræðra bandi Blómgist, fríkki Reykjavik! Jarðarför síra Þorkels Bjarnasonar hér í gær var mjög fjölmenn. Héraðspró- fastnr síra Jens Pálsson jarðsöng hann og flutti ræðu i kirkjnnni, og tölnðu enn fremur 3 prestar aðrir yfir moldum hans: síra Ólafur Ólafsson í Arnarbæli (hús- kveðju), dómkirkjupresturinn. og síra Hall- dór Jónsson á Reynivöllum, Minni þjóðliátíðardagsins. Ræða Guðm. héraðsl. Björnssonar. Heiðruðu tilheyrendur! Mér hefir verið falið á hendur, að tala fyrir þjóð- hátíðardeginum. Eg skil svo, sem mér sé ætlað að gera grein fyrir, hverg virði hann er fyrir oss íslendinga. þjóðhátíðardagurinn er gleðidagur. Minnir á þann dag, er þjóðin hefir lifað fegurstan á allri æfi sinni. En hann er meira en gleðidagur. Mér finst hann eiga að vera nokkurs kon- ar reikningsskapardagur. Vér eigum að gera upp framfarareikning þjóðar- innar. Vór eigum að líta yfir gjörðir okkar og sjá hvað vér höfum gert og hvað vér höfum ógert látið. Ef vér lítum yfir liðna tímann og gerum upp reikninginn, þá er hann ekki eins glæsilegur og hann hefði átt að vera og hefði getað verið. Vér heyrum sífelt kveða við fyrir eyrum vorum, að vér sóum skamt kommr í samanburði við aðrar þjóðir. það hefir verið haft oss til afsökun- ar, að vér séum svo fámenn þjóð. En vér vitum líka, að lítil þjóð getur staðið fult eins framarlega og stór þjóð. Hverju er það þá að kenna að vér erum svo skamt komnir? það hlýtur að vera annaðhvort land- inu að kenna eða sjálfum oss. Ekki er það landinu að kenna. í dag er landið í sínum fegursta bún- ingi. Lítum á Esjuna. Lítum út á höfnina alþakta skipum. Lítum á sjó- inn hérna í kring, þessa ótæmandi auðsuppsprettu, sem veitir sjómönn- unum svo mikinn arð, að slíka atvinnu getur ekki í heimi annarstaðar en þar, sem gull er grafið úr jörðu. Einn búfræðingur hefir nýlega sagt oss, að það sé betra að búa hér en í Dan- mörku, sem þó er talið eitthvert frjó- samasta land Norðurálfunnar. Og eg trúi því vel. Og ef rétt væri skýrt frá atvinnuvegum vorum, eins og þeir nú eru að verða, í Vesturheimsblöð- unum, þá mundu flestir Vestur-ís- lendingar hverfa aftur austur um haf. Ef vér erum skamt komnir, þá er það okkur sjálfum að kenna, en ekki land- inu. A þessum degi á hver og einn að gera upp reikninginn við sjálfan sig, við sína eigin samvizku. Vér eigum að reyna að læraaðþekkja sjálfa oss, reyna að sjá, hvar oss er ábótavant, hvar svarta strikiðer í framfarareikn- ingnum. Sumir kenna því um, að það sé svo mikil sundrung hjá oss. Oss vanti samtök. Hvernig stendur nú á þessari sundr- ung? Eg ætla að segja yður dálitla sögu. Hún er ógn-ómerk, en það bætir úr, að hún er ósköp stutt. Tveir menn ýttu frá landi og ætluðu út á mið. Undir eins á heimavíkinni verða þeir ósáttir um, hvoru megin skuli halda með landinu. Annar tek- ur í og hinn stingur á, og svona geng- ur lengi; báturinn ánýst í hring, hring- inn í kring, á sama staðnum. Loks verður þeim litið upp, sjá að ekkert gengur, ranka við sér, leggjast á árarn- ar og róa beint út á miðið. Svona vill fara með oss íslendingum, eins og mönnunum á bátnum. þjóðarfleytan vill snúast í hring hjá oss. þegar eg lít hérna út yfir hópinn, þá sé eg hór fyrir framan mig mörg, mörg hundruð andlit. Ekkert þessara andlita eru eins. |>au eru öll ólík. Eins og andlitin eru ólík, eins eru viljarnir ólíkir. Hver vill fara eftir sínu höfði og ekki annarra. þetta er sundrungin. þjóðhátíðardagarnir eiga að eyða þessari sundrung. f>eir eiga að kenna oss árarlagið. En það gerist ekki á svipstundu, Enginn skyldi ætla, að það sé svo fljótlegt að venja sig af þessu. Nýja stjórnarskráin gerir það einu sinni ekki. Til þess á þessi sjálf- birgingsskapur vor sér of djúpar ræt- ur. Gætum að, af hvaða mönnum vér erum komnir. Forfeður vorir voru menn, sem stukku úr öðru landi, af því þeir vildu ekki lúta annarra valdi. þetta lifir enn í lundarfari þeirra af- komenda, sem nú lifa. það kemur einna greinilegast fram í hreppapóli- tíkinni. það er eins og hún sé oss meðfædd og lifi í blóði voru. Ef vér nú spyrjum, hvort þjóðin geti breyzt, þá er engin ástæða til að ef- ast um slíkt. En breytingin tekur langan tíma. f>ótt breytingin só sein- fara, kemur hún þó eigi að síður. Vér þurfam ekki annað en að Jíta dá- lítið í kringum oss til þess að sjá, hvað mikið munar um samtökin. Lít- um hér yfir um Tjörnina. Lítum á kirkjuua, sem er að rísa þarna hinu- megin við Tjörnina. þessi kirkja er orðin til fyrir samtök fárra manna og meir að segja fátækra manna. |>að sem hefir verið ríkast í hugum þess- ara manna, og á að vera ríbastíhuga allra vor er það, að láta hag fóstur- jarðarinnar vera fyrir ofan sinn eig- inn hag. Eg ætla, áður en sungið verðurfeg- ursta kvæðið um fósturjörðina, að biðja menn að hrópa húrra með mér. Ekki fyrir föðurlandinu, því það er búið að því einu siuni í dag. Ekki heldur fyr- ir sjálfum oss, því að eg efast um, að vér eigum nokkurt húrra skilið. Eg bið um húrra handa því bezta, sem fósturjörðin á, handa ungu kynslóðinni, handa börnunum, og í því húrra skul- um vér fela þá ósk, að þeim megi auðn- ast enn betur en oss að auka sóma ættjarðarinnar og gagn þjóðarinnar. Unga fólkiðlifi! Sungið: »Eldgamla ísafold«. (Nl.) ----- ■— 9 — Innlimunin. f>ó eg verði að vfsu að játa, að Atli hinn rammi hafi töluvert til síns máls í grein sínni gegn mér, þar sem hann heldur því fram, að »erindrekanum« fræga beri einum heið- urinn af því, að hafa fengið lögfest- ing ráðgjafans í ríkisráðinu, inn í hið nýja stjórnartílboð, en ekki afturhalds- liðinu í heild sinni, verð eg að ætla, að hann hafi farið heldur langt í því efni, og að mín skoðun sé öllu nær hinu rétta: að þetta megi eigna ö 11 u afturhaldsliðinu. Að vísu bendir svar Hannesar Haf steins á síðasta þingi til nafna síns þjóðólfsritstjóra, er hann mótmælti því, að farið væri fram á búsetuna í því skyni, að losa ráðgjafann úr ríkis- ráðinu, á, að hann hafi ekki verið því mótfallinn, að lögfesta hann þar, ef því væri að skifta. En hann mun þó ekki einn geta eignað sér þessa gersemi. Miklu sennilegra er, að líta svo á, að ráðgjafinn hafi af e i g i n hvötum iekið þetta ákvæði upp í frumvarpið, og að ástæðan til þess hafi verið einmitt hin mikla mótstaða afturhalds- liðsins gegn r í k i s r á ð s s e t - unni að undanförnu. Hann hafi af viðræðum sínum við »erindrek- ann« fundið, að aðalatriðið fyrir aftur haldsliðinu var, að fá inn e i n h v e r ný ákvæði, sem frábrugðin væru því, sem stóð í frumvarpi Framfara- flokksins, svo ekki yrði sagt, að það væri alveg sama frumvarpið. Svo hafi ráðgjafinn gengið á lagið og álitið réttast að nota tækifærið til að koma »lögfestingunni« eða »innlimun- inni« að, í þeirri von, að afturhalds- liðið mundi gleypa við þeirri breyting

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.